Dagur - 20.01.1988, Page 10

Dagur - 20.01.1988, Page 10
ÍaftttWií m Leikritin hefðu verið flutt af fimmtudagskvöldum til að lenda ekki í samkeppni við sjónvarpið. Leikrit koma venjulega vel út úr hlustendakönnunum og sýna þær að fólk hlustar yfirleitt á þessi leikrit. Jón Viðar sagði að aðstaðan í nýja húsinu væri til fyrirmyndar. Þar væri t.d. að finna fullkomið leiklistarstúdíó. Þar eru flest öll leikritin tekin upp og hefur öll aðstaða til vinnslu útvarpsleikrita stórbatnað með tilkomu þess. „Það er von mín að við getum fengið fleiri höfunda til þess að skrifa fyrir útvarp,“ sagði Jón Viðar. „Bretar og Þjóðverjar búa við gamla útvarpsleikritunar- hefð og má t.d. benda á að Har- old Pinter og Berthold Brecht hafa báðir skrifað mikið fyrir útvarp. Pinter hóf reyndar feril sem leikritahöfundur hjá BBC. Útvarpið er mjög heillandi miðill fyrir höfunda að spreyta sig við og ég vona að við íslendingar eig- um eftir að eignast okkar eigin hefð í útvarpsleikritun,“ sagði Jón Viðar Jónsson leiklistarstjóri að lokum. Fréttirnar tölvuvæddar Nú var farið að líða að lokum þessarar heimsóknar blaða- mannsins í nýja útvarpshúsið og oftast geymir maður það besta þar til seinast. Það var einnig svo í þetta skiptið er fréttastofa útvarpsins var heimsótt. Þar var leiðangursstjóri Friðrik Páll Jóns- son aðstoðarfréttastjóri. Á fréttadeildinn starfa nú 20 manns enda frá mörgu að segja. Eins og á flestum öðrum stöðum í þjóðfélaginu hefur tölvan hald- ið innreið sína á fréttastofu útvarpsins. Nú eru gömlu telex- tækin hætt að spýta út út sér frétt- um allan sólarhringin, heldur eru hljóðlátar tölvurnar farnar að geyma þessa vitneskju í innyflun- um, þægar og rólegar. Frekar rólegt var þennan mánudags- morgun á fréttastofunni og greinilegt að fólk var enn að jafna sig eftir áramótin. Broddi Broddason og Þorvaldur Friðriks- son fréttamenn voru þó af kappi að undirbúa sig undir hádegis- fréttatímann. Þeir sátu ábúða- fullir fyrir framan tölvuskjáinn og ýttu á óteljandi takka til að lokka vélina til að spúa fram heims- fréttunum. Eftir að hafa fylgst með þeim í nokkurn tíma héldum við inn í stúdíóið og var þar tæknimað- ur í óðaönn að taka á móti fréttapistli frá Stefáni Jóni Stefánssyni í Svíþjóð. Eitthvað var sambandið lélegt og þurfti því Stefán að endurtaka lest- urinn í nokkur skipti. Að sögn Friðriks er Ríkisútvarpið með þó nokkuð að fréttariturum erlendis og eru flestir þeirra námsmenn sem drýgja tekjurnar með því að send fréttir heim. Sagði Friðrik þetta ódýra þjónustu og gæfi þetta erlendum fréttum meira líf, en ef þær væru einungis unnar upp úr fréttaskeytum eða erlend- um blöðum. Nú var komið að lokum þess- arar heimsóknar og það var ánægður blaðamaður sem hélt út í vetrarkuldann fyrir utan Efsta- leitið. Gestrisni útvarpsmanna var til fyrirmyndar og greinilegt að þeim var ummunað að vel yrði sagt frá stofnun sinni. Mikið og merkt starf er unnið innan veggja Ríkisútvarpsins og á þessum tím- um frjálsrar fjölmiðlunar er ekki síður mikilvægt en áður að hlúa að starfsemi þessarar merku stofnunar. AP Elín Kristinsdóttir deildarstjóri Safnadeildar. Þórir Steingrímsson tæknimaður. Bjóðum fullkomna viðgerðarþjónustu á sjón- varpstækjum, útvarpstækjum, steríomögnur- um, plötuspllurum, segulbandstækjum, bíl- tækjum, talstöðvum, fiskileitartækjum og sigl- ingartækjum. ísetning á bíltækjum. Slmi (96) 23626 Glerárgotu 32 Akureyri 1 rjfwfiw //t/sfffj JJj ÁHHITA WJ ARABIA Hreinlætistæki mn Verslið vib fagmann. DRAUPNISGÖTU 2 AKUREYRI SÍMI (96)22360 Borgarbíó Miðvikud. 20. janúar kl. 9.00 Glaumgosinn kl. 9.10 Beverly Hils Cop kl. 11.00 Robo Cop kl. 11.10 Beverly Hils Cop Leikstjóri Borgar Garðarsson. Leikmynd Örn Ingi Gíslason. Lýsing Ingvar Björnsson. Tónlist Jón Hlöðver Áskelsson. Föstud. 22. jan. kl. 20.30. Laugard. 23. jah. kl. 20.30. Sunnud. 24. jan. kl. 16.00. Athugið breyttan sýningartíma. Forsala aðgöngumiða hafin. ■■■■ V/SA ——I # Æ MIÐASALA Bm ÆU simi & 96-24073 Leikfglag akureyrar □ RÚN 59881207 -1 ATKV.FRL. I.O.O.F. 2 = 1691228'/2 = Frá Sálarrannsóknarfélagi Akur- eyrar. Almennur félagsfundur verður haldinn laúgardaginn 23. jariúar kl. 16.00 í sal Kaupfélagsins Við Kaupvangsstræti (efstu hæð'j. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. I.O.G.T. bingó að Hótel Varðborg föstu- daginn 22. þ.m. kl. 20.30. Vinningar: Kjötskrokkur, mat- vara, búsáhöld og fleira og fleira. I.O.G.T. Bingó. Fclagsvist - Félagsvist. Félag aldraðra minnir á spilakvöldið fimmtu- daginn 21. janúar kl. 20.30 í Húsi aldraðra. Góð kvöldverðlaun. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Spilanefndin. Náttúrugripasafnið á Akureyri. Sýningarsalurinn er opinn á sunnudögum kl. 1-3. Opnað fyrir hópa á öðrum tímum eftir samkomulagi í síma 22983 eða 27395. Glerárprestakall. Sóknarprestur Pálmi Matthíasson er fjarverandi til 1. febrúar. Séra Pétur Þórarinsson á Möðruvöllum gegnir þjónustu og er fólk beðið að snúa sér til hans. Sími hans er 21963. Er með viðtalstíma fimmtudaginn 21. janúar kl. 16-18 að Gránufélagsgötu 4, 3. hæð. Málmfríður Sigurðardóttir Sími 27208. ----------------- Akureyringar Rabbfundur með Kvennalistanum á Uppanum miðvikudaginn 20. janúar kl. 21.00. Málmfríður Sigurðardóttir mætir á fundinn.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.