Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 4
3 — HUOAO — SOEi Msúrfsi ÖS 4 - DAGUR - 28. janúar 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRIMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Verðlagsráó grípi í taumana Verðlagsstofnun gerði fyrir nokkru verðkönn- un í 19 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hversu mikið brauð og kökur hækkuðu í kjölfar söluskattshækkunarinnar í byrjun þessa mánaðar og niðurfellingar vörugjalds á sama tíma. Með þessum breytingum hefðu fyrrnefndar vörur átt að hækka um 10,3%, en sú varð raunin ekki. Þær hækkuðu mun meira, í sumum tilfellum var um fjórðungshækkun að ræða. Neytendafélag Akureyrar og ná- grennis gerði hliðstæða verðkönnun í bakarí- um á Akureyri fyrir og eftir hækkunina og birtast niðurstöðurnar í blaðinu í dag. Útkom- an er sú sama: Verð þessara vara hefur hækk- að mun meira en efni stóðu til. Formaður Landssambands bakarameistara hefur lýst því yfir að bakarar muni ekki lækka verð á brauðum og kökum, þrátt fyrir tilmæli Verðlagsráðs þess efnis. Hækkanirnar séu til- komnar vegna „uppsafnaðs vanda“ og bakar- ar þurfi á þeim að halda. Þessar skýringar for- manns Landssambands bakarameistara hljóta að teljast léttvægar. Við því var varað að ýmsir framleiðendur kynnu að freista þess að hækka vörur sínar óeðlilega mikið í skjóli söluskattsbreytinganna um áramótin og það hefur nú komið á daginn. Og eflaust eru bakarar ekki einir um slíkar hækkanir. Þó vek- ur það athygli hversu verðhækkanirnar eru samræmdar hjá bökurum, því verðlagning á brauði og kökum á jú að heita „frjáls". Það kemur í ljós í dag hvort Verðlagsráð grípur til aðgerða gegn bökurum, t.d. með því að beita tímabundinni verðstöðvun. Krafa almennings er tvímælalaust sú að hörðustu aðgerðum verði beitt. Ljóst er að ef bakarar komast upp með þessa hækkun mun mikil skriða verðhækkana fylgja á eftir. Það geta nefnilega fleiri en bakarar beitt þeim rök- stuðningi fyrir sig um þessar mundir að þeir þurfi að hækka framleiðsluvörur sínar vegna „uppsafnaðs vanda“, í formi launaskriðs, aukins fjármagnskostnaðar eða einhvers annars. Mergurinn málsins er sá að niðurfelling vörugjalds verður að ná að skila sér út í verð- lagið. Ef ekki, eru forsendur fyrir aðgerðum ríkisstjórnarinnar um áramótin brostnar. Neytendur sætta sig heldur ekki við það að einungis hækkanirnar komi til framkvæmda. Verðlagsráð hefur fulla heimild ríkisstjórnar- innar til að grípa í taumana. Þá heimild verður það að nota. BB. Áskell Einarsson: Lítið eitt um norð- lenskt útvarp í blaðinu „Feyki“, er í ritstjórn- argrein rætt bréf bæjarráðs Sauð- árkróks til útvarpsstjóra varðandi svæðisútvarp fyrir Norðurland vestra. Um sama efni er frétta- grein í blaðinu „Degi“ á Akur- eyri. í þessum blaðaskrifum gætir ókunnugleika á meginatriðum málsins. í eldri útvarpslögum var ekki gert ráð fyrir því að Ríkisútvarp- ið starfrækti sendistöðvar utan Reykjavíkur, sem önnuðust sjálf- stæða útvarpsstarfsemi, þótt sumar endurvarpsstöðvarnar réðu yfir útsendingarbúnaði. Það þurfti að sækja á ríkisvaldið um að komið væri á sjálfstæðri útvarpsstarfsemi, þótt fyrir hendi væri útsendingarbúnaður t.d. í Skjaldarvík við Eyjafjörð. Smám saman þróaðist upptökustarfsemi á útvarpsefni á Akureyri m.a. var hljóðeinangruð stofa í Barna- skóla Akureyrar, sem notuð var við upptökur. Flestar upptökurn- ar voru gerðar í Borgarbíói og naut þar brautryðjendastarfs Björgvins Júníussonar. Fyrsta sporið að útvarpsrekstri á Akureyri var að ráða frétta- mann í hlutastarf og síðan í heilt starf, sem sannaði ráðamönnum Útvarpsins, að sjálfstæð frétta- starfsemi ætti rétt á sér. Sami háttur var síðan hafður á Austur- landi og Vestfjörðum, þar hefur sannast að sjálfstæð fréttaöflun á rétt á sér. Það var í ráðherratíð Ingvars Gíslasonar, að í húsbóndasætið settist maður, sem hafði myndug- leika til að brjóta ísinn og stofn- aði sjálfstæðan útvarpsrekstur utan Reykjavíkur. Kröfurnar voru háværastar frá Norðlendingum. Fjórðungssam- band Norðlendinga hafði þegar á fyrstu árum sínum sett fram óskir um sjálfstæðan útvarpsrekstur á Akureyri, sem hluti af starfsemi Ríkisútvarpsins. Þessari kröfu var fylgt eftir af Fjórðungssam- bandi Norðlendinga, með atfylgi allra Norðlendinga. Engin rödd kom fram um aðra staðsetningu. Sérstaka forystu í þessum efnum hafði menningarmálanefnd sam- bandsins undir forystu Kristins G. Jóhannssonar. Ingvar Gíslason þáverandi menntamálaráðherra skipaði nefnd, sem skilaði jákvæðum niðurstöðum varðandi útibú Ríkisútvarpsins á Akureyri. í þessu nefndaráliti kom fram að hér væri um brautryðjendastarf að ræða og að það færi eftir þess- ari tilraun, hvort haldið yrði áfram á þessari braut t.d. með útibúi á Vestfjörðum og Austur- landi, en þessir landshlutar eru fjærst Reykjavík. Til forstöðu Áskell Einarsson. útibúsins valdist reyndur og hæfi- leikaríkur útvarpsmaður, sem sannaði tilveru landshluta- útvarps. Hér var á brattann að sækja og alveg óvíst að tilraun hefði tekist, ef ekki hefði setið menntamálaráðherra, sem setti metnað sinn í málið. Fyrir forgöngu þessa sama ráð- herra voru samin ný útvarpslög, sem marka tímamót á tvennan hátt. í fyrsta lagi að létta af ein- okun Ríkisútvarpsins og að leggja þær skyldur á herðar Ríkisútvarpsins að koma upp aðstöðu til dagskrárgerðar og hljóðvarps í öllum kjördæmum landsins. Það er ekki vafamál að það er brautryðjendastarfseminni á Akureyri að þakka og þeirri mál- efnafylgju, sem á rætur í starfi Fjórðungssambands Norðlend- inga, eins og þáverandi mennta- málaráðherra drap á, þegar hann vígði hina nýju útvarpsstarfsemi á Akureyri, að sigurinn vannst. Því er ekki að leyna að skömmu eftir að útvarpsstarfsemi hófst á Akureyri dró til missættis við forstöðumann útibúsins á Akureyri. í fyrstu má rekja það að ætlast var til að norðlenska útvarpið kynnti einkum norð- lenskt efni á aðalrás hljóðvarps- ins. Gengið var út frá samstarfi við Menningarsamtök Norðlend- inga um kynningu á menningu víðs vegar um Norðurland. í fréttaflutningi lögðu forystu- menn, á vegum fjórðungssam- bandsins, áherslu á að koma á framfæri fréttaefni og frásögnum af norðlensku mannlífi til þjóðar- innar allrar með skipulegum og reglulegum hætti. Til að gæta byggðahagsmuna kom fram hug- mynd um ráðgefandi nefnd, sem starfaði með forstöðumanni um efnisval. Nefnd þessi átti að vera dreifð um allt Norðurland. Við nánari athugun kom fram að framámenn Útvarpsins töldu sig ekki umkomna að taka tillit til þessara sjónarmiða. Starfsemin hefur ekki þróast með þeim hætti, sem suma dreymdi um t.d. fulltrúa Fjórðungssambands Norðlendinga er undirbjuggu málið í upphafi. Greinilega hefur komið fram á síðustu fjórðungs- þingum, nauðsyn þess að leitað sé víðar um Norðurland í dag- skrárgerð og efnisöflun. Einnig hefur verið lögð áhersla á að sendingar svæðisútvarpsins næðu til alls Norðurlands. Um þessi efni hefur ekki verið ágreiningur. Síðasta fjórðungsþing sat útvarpsstjóri til að hlýða á mál manna. Niðurstaða þingsins var samhljóða um að lýsa stuðningi við svæðisútvarpið á Akureyri, og að útsendingar þess nái til alls Norðurlands. í „Feyki“ gætir misskilnings um hvernig staðið er að fréttaöfl- un hjá svæðisútvarpinu á Akur- eyri. Rétt er að upplýsa að frétta- mennirnir eru starfsmenn frétta- stofu og lúta yfirstjórn frétta- stjóra í störfum sínum, en ekki forstöðumanns á Akureyri. Auk þess að afla frétta fyrir svæðis- útvarpið á Akureyri af hlustunar- svæði þess, annast þeir fréttaöfl- un fyrir fréttastofuna að höfðu samráði við fréttastjóra í hverju tilviki. Þetta hefur þýtt í raun að þeir sinna ekki öðrum hlutum Norðurlands en hlustunarsvæð- inu að eigin frumkvæði og á öðr- um svæðum er treyst á heima fréttaritara. Besta lausnin til að bæta úr þessu er að fá mann í starf t.d. á Sauðárkróki, til að annast frétta- öflun og dagskrárgerð, með lík- um hætti eins o" nú á sér stað á Vestfjörðum. Vitaskuld er hugs- anlegt að um þetta efni verði samstarf við vikublaðið „Feyki“. Þetta væri byrjunin og síðan verður reynslan að sýna hvort tök eru á sjálfstæðu svæðisútvarpi síðar meir. Ákvæði 16. greinar útvarps- laga gera beinlínis ráð fyrir slíkri þróun í öllum kjördæmum landsins. Síðasta fjórðungsþing lýsti stuðningi við uppbyggingu hljóðvarps- og sjónvarpsstöðva á Norðurlandi. Sveitarfélög voru hvött til að halda vöku sinni í því efni. Það eru engin sjáanleg vandkvæði á því að Fjórðungs- samband Norðlendinga geti sutt óskir um að komið sé upp dag- skrárgerð og hljóðvarpsstarfsemi á Norðurlandi vestra. í blaðinu „Degi“ minnist bæjarstjórinn á Sauðárkróki á starfsemi Sjónvarpsins á Akur- eyri. Rétt er að upplýsa, að hér á í hlut starfsmaður, sem í hverju tilviki verður að fylgja fyrirsögn fréttastjóra Sjónvarpsins. Hér er ekki um sjálfstæða starfsemi að ræða, með ákveðinni aðild að fréttatíma Sjónvarpsins, eins og Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur gert kröfu um. Ýmislegt í forystugrein „Feyk- is“ er málflutningur á ótraustum grunni. Óvinurinn er ekki austan Tröllaskaga. Guð er heldur ekki í Görðum. Það er forystustarfi um útvarpsrekstur á Ákureyri að þakka, að nú er stefnt að því að útvarpsvæða öll kjördæmi landsins. Svæðisútvarpið á Akur- eyri er fordæmi sem lýsir leiðina. Því ber að fylgja af fullri einurð til sigurs við æðstu máttarvöld syðra. Þeirra er mátturinn. Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.