Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 3

Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 3
28. janúar 1988 - DAGUR - 3 Jón Þorsteinsson hjá Skildi: „Bónusinn á eftir að útrýma stéttinni" - Misjöfn laun í fiskvinnslu valda því að erfitt er að fá fólk til starfa „Ef haldið verður áfram með bónusinn á hann eftir að útrýma stéttinni. Það endist enginn til lengdar í því stressi sem honum fylgir. Ég er búinn að missa 18 mjög vanar konur í aðra vinnu, vegna vöðvabólgu og annarra kvilla, á þeim 5- árum sem ég hef verið hér í húsinu,“ segir Jón Þorsteinsson verkstjóri í hraðfrystihúsinu Skildi á Sauðárkróki. Jón kvað ekki glóru í því að halda áfram með bónusinn og það væri orðið mjög erfitt að fá fólk í vinnu, vegna þess hvað fólk hefur misjöfn laun í fiskvinnunni. Sú sem er virkilega fljót getur haft allt upp í 150 krónur ofan á tímakaupið, en manneskjan við hliðina á henni getur farið allt niður í 30 króna bónus á tímann. „Mér líst mjög vel á hluta- skiptakerfið eins og það hefur verið kynnt fyrir mér. Með því held ég að allt stress sé úr sög- unni og hlutirnir geti gengið vel upp. Það er bara vonandi að hægt verði að laga það að aðstæðum sem víðast. Kerfið hefur ekki verið kynnt fyrir fiskvinnslufólki hér, en það verður sjálfsagt gert og það er auðvitað fólksins að ákveða hvað það vill gera,“ sagði Jón. Hann vildi endilega tnót- mæla ummælum Björns Þórhalls- sonar formanns Landssambands verslunarmanna sem hann við- hafði í fréttum Sjónvarpsins. Björn sagðist vera orðinn þreytt- ur á þessu væli í fiskvinnslufólki. Það hefði það miklu betra en það vildi vera láta og það væri auðvit- að það sem kæmi upp úr launa- umslaginu sem skipti máli. Jón sagði að auðvitað yrði að taka til- lit til þeirrar miklu vinnu sem fisk- vinnslufólk legði af mörkunt. Það væri ósköp þreytandi að hefja vinnu klukkan 6 á morgnana viku eftir viku yfir sumartímann og vinna allt til klukkan 10 á kvöldin. Á meðan vinna verslun- armenn frá 9 til 6. -þá Húnvetningafélagið í Reykjavík 50 ára: Stór afmælis- hátíð 6. Húnvetningafélagið í Reykja- vík er 50 ára um þessar mundir. Af því tilefni stendur félagið fyrir afmælishátið í Domus Medica, laugardaginn 6. febrúar. Að sögn Aðalsteins Helgason- ar formanns félagsins er von á um fjörutíu manns norðan úr Húna- vatnssýslum til að taka þátt í há- tíðarhöldunum. í heild er búist við að tæplega 300 manns sæki skemmtunina. Karlakór Bólstaðarhlíðar kem- ur sérstaklega til Reykjavíkur til að syngja á 50 ára afmælinu. Meðal annarra skemmtiatriða má febrúar nefna að Jóhannes Kristjánsson mun hafa uppi gamanmál, eins og honum einurn er lagið. Að lokum munu nokkrir félagar Húnvetningafélagsins verða heiðraðir. Ef fólk hefur áhuga á því að kaupa miða á 50 ára afntælisfagn- aðinn, munu þeir verða til sölu á skrifstofu félagsins miðvikudag- inn 3. febrúar og föstudaginn 5. febrúar, milli klukkan 17.00 og 20.00. Síminn á skrifstofunni er 31360. Aðalsteinn sagðist vona að sem flestir Húnvetningar sæju sér fært um að mæta á þetta merkis- afmæli. AP Vörukynning KEA Hrísalundi Toba dye tauiitir verða kynntir í Kjörmarkaði KEA, Hrísalundi, í dag fimmtudag frá kl. 3-7. UMBOÐSMAÐUR. Golfarar eru þegar byrjaðir að endurbyggja skála sinn og ætla að Ijúka verkinu á einum mánuði. Mynd: tlv Endurbygging hafin í golfskála GA: „Ljúkum verkinu á mánuði“ - segir framkvæmdastjóri GA „Viö erum komnir á fullt í aö endurbyggja skálann og áætl- um að vera búnir að þessu verki eftir mánuð. Það tók okkur ekki nema um 7 vikur að byggja húsið frá grunni í fyrra þannig að endurbygging- in ætti að hafast auðveldlega á einum mánuði,“ sagði Arni Sævar Jónsson, framkvæmda- stjóri GA en hann var spurður hvenær hafnar verði lagfæring- ar á golfskála félagsins að Jaðri sem brann um síðustu helgi. Árni sagði að hreinsa þyrfti allt út úr húsinu, bæði húsgögn og teppi af gólfum. Klæðning í loftum væri einnig ónýt. í eldinum eyði- lagðist einnig tölvukerfi klúbbs- ins og margir verðlaunagripir sem í skálanunt voru hafa orðið fyrir skemmdum. Árni sagðist þó vonast til að hægt verði að gera við þá. Nokkuð hafði verið bókað af minni skemmtunum í húsinu síð- ar í vetur og sagðis Árni fyllilega gera ráð fyrir að þær pantanir stæðust enda ætti skálinn þá að vera kominn í gagnið. JÓH HH iwisÉllllI í$iííí$:-:-í:3p! .v.w.v.v. HERRADEILD Cránufélagsgótu 4 Akureyri - Sími 23599

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.