Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 15
28. janúar 1988 - DAGUR - 15 m íþróttir Handbolti 1. deild: F Valsarar í heimsókn - mæta Þór í Höllinni á laugardag - KA-menn sækja Framara heim á sama tíma í fjögurra stiga leik Þórsarar léku gegn efsta liðinu FH, í 1. deildinni í handbolta um síðustu helgi en töpuðu þeim leik naumlega. A laugar- daginn sækja svo Valsmenn Þórsara heim og hefst leikur- inn sem fram fer í HöIIinni, kl. 14. Valur situr við hlið FH í efsta sætinu, bæði liðin hafa gert tvö jafntefli en unnið aðra leiki sína. Þó svo að Þórsarar hafi staðið í Úrvalsdeildin í körfubolta: Þór mætir Val Þórsarar sækja Valsmenn heim í íþróttahúsið að Hlíðar- enda á sunnudagskvöld í úrvalsdeildinni í körfubolta. Ellefta umferðin hefst á laug- ardag með viðureign Hauka og IBK í Hafnarfirði en á sunnu- dag lýkur umferðinni með þremur leikjum. Grindvíking- ar fá Blika í heimsókn og KR- ingar sækja Njarðvíkinga heim, auk leiks Vals og Þórs. Njarðvíkingar sitja sem fyrr í efsta sætinu, hafa tapað einum leik eins og Keflvíkingar er hafa leikið einum leik færra. Vals- menn eru skammt undan en önn- ur lið koma varla til með að blanda sér í baráttu um íslands- meistaratitilinn. Flest bendir þó til að þetta verði einvígi á milli Suðurnesjaliðanna UMFN og ÍBK. Á botninum sitja Þór og Breiðablik með tvö stig hvort félag. Þórsarar unnu Blikana í fyrri leik liðanna en Blikarnir gerðu sér hins vegar lítið fyrir og unnu Hauka skömmu síðar. Þór og UBK leika seinni innbyrðis- leikinn þann 11. mars á Akureyri og verður það að öllum líkindum uppgjör botnliðanna. Bjarni Össururson og félagar hans í Þór sækja Val heim á sunnudags- kvöld. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 Sölvi skorar á Siguróla Sölvi Ingólfsson hélt sigurgöngu sinni í getraunaleiknum áfram um helgina og að þessu sinni lagði hann Ragnar Gunnarsson söngvara Skriðjökla að velli. Hann var með fjóra leiki rétta en Ragnar aðeins tvo. Sölvi heldur því áfram og hann hefur skorað á annan söngvara og ekki síðri en það er Siguróli Kristjánsson landsliðsmaður í knattspyrnu úr Þór. Siguróli segist vera dygg- asti stuðningsmaður Liverpool norðan Alpafjalla en það lið er sem kunnugt er í efsta sæti 1. deildar um þessar mundir. Siguróli gerði sér ferð til Englands fyrir rúmum tveimur árum, ásamt nokkrum félögum sínum og sá þá Tottenham leggja Liverpool að velli, eins og mönnum er í fersku minni. Leikirnir á seðlinum að þessu sinni eru í 4. umferð ensku bikarkeppninnar og aðal- leikurinn er viðureign efstu liðanna í 1. og 2. deild, Liverpool og Aston Villa. En við skulum sjá hvernig þeim Sölva og Siguróla tekst upp um helgina og þannig er spá þeirra: Sölvi: Siguróli: Aston Villa-Liverpool 2 Barnsley-Birmingham x Bradford-Oxford 1 Brighton-Arsenal 2 L.Orient-Nott.Forest 2 Luton-Southampton 1 Man.United-Chelsea 1 Mansfield-Wimbledon 2 Newcastle-Swindon 1 Portsmouth-Sheff.United 1 Port Vale-Tottenham 2 2 Aston Villa-Liverpool 2 Barnsley-Birmingham 1 Bradford-Oxford 1 Brighton-Arsenal 2 L.Orient-Nott.Forest x Luton-Southampton 1 Man.Unitcd-Chelsea 1 Mansfield-Wimbledon x Newcastle-Swindon 1 Portsmouth-Sheff.United x Port Vale-Tottenham 2 Q.P.R.-West Ham 1 Q.P.R.-West Ham Tipparar munið að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudög um svo enginn verði nú af vinningi. 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 1X2 FH-ingum á sunnudaginn, var margt að hjá liðinu. Leikmenn fóru illa með góð marktækifæri, voru oft of bráðir í sókninni og þeim tókst ekki að nýta sér liðs- muninn þegar þeir voru einum fleiri inni á vellinum. Baráttan var í ágætu lagi og takist liðinu að lagfæra það sem miður fór, getur allt gerst gegn Val á laugardag. KA leikur aftur á útivelli um helgina og á laugardag mætir lið- ið Fram í Laugardalshöllinni. Þar er um sannkallaðan fjögurra stiga leik að ræða, því bæði liðin eru í bullandi fallhættu. KA-menn hafa 7 stig að loknum 10 leikjum en Framarar 5 stig. KA-menn töpuðu mjög naumlega fyrir Stjörnunni á sunnudag, í leik sem þeir hefðu átt að vinna. En liðs- menn KA fóru illa með góð færi á mikilvægum augnablikum og því fór sem fór. KA sigraði Fram í fyrri leik liðanna og liðið hefur alla burði til þess að endurtaka þann leik á laugardag. KR-ingar þokuðust af mesta hættusvæðinu í bili með sigri á UBK á mánudagskvöld en þeir leika gegn Víkingum á laugar- dag. Breiðablik og Stjarnan átt- ust við í gærkvöld en 11. umferð lýkur með leik FH og ÍR í Hafn- arfirði á sunnudag. Gunnar Gunnarsson fyrirliði Þórs í handbolta, verður í baráttunni með félögum sínum gegn Val á laugardag. Mynd: EHB Meistaramót íslands í atrennulausum stökkum: Þrefaldur sigur Þóru íslandsmótið í atrennulausum stökkum var haldið í gamla ÍR- húsinu í Reykjavík um síðustu helgi. Keppt var í þremur greinum karla og kvenna, há- stökki, þrístökki og lang- stökki. Þóra Einarsdóttir úr UMSE var mjög sigursæl á mótinu og sigraði í öllum þremur kvennagreinunum. Þá sigraði Flosi Jónsson, betur þekktur sem kraftlyftingamað- ur í langstökki. Úrslit í einstökum greinum urðu þessi: Hástökk kvenna: 1. Þóra Einarsdóttir UMSE 1,34 2. Þuríður Ingvarsdóttir HSK 1,30 Langstökk kvenna: 1. Þóra Einarsdóttir UMSE 2,63 2. Snjólaug Vilhelmsd. UMSE 2,57 3. Þuríður Ingvarsdóttir HSK 2,41 Þrístökk kvenna: 1. Þóra Einarsdóttir UMSE 7,73 2. Snjólaug Vilhelmsd. UMSE 7,61 3. Þuríður Ingvarsdóttir HSK 7,14 Hástökk karla: 1. Jón A. Magnússon HSK 1,60 2. Unnar Garðarsson HSK 1,55 3. -4. Þorsteinn Þórsson ÍR 1,55 3.-4. Ólafur Guðmundss. HSK 1,55 Langstökk karla: 1. Flosi Jónsson UMSE 3,28 2. Unnar Garðarsson HSK 3,14 3. Helgi Sigurðsson UMSS 3,11 Þrístökk karla: 1. Unnar Garðarsson HSK 9,32 2. Helgi Sigurðsson UMSS 9,32 3. Ásmundur Jónsson HSK 9,24 Flugleiðir og HSI með risasamning _■ ■_r _ _■■■■ / - metinn á um 20 m Flugleiðir og HSI hafa gert með sér samstarfssamning um eflingu handknattleiksíþróttar- innar á íslandi og kynningu á þjónustu og starfsemi Flug- leiða hf. Þetta er samningur upp á tæpar 20 milljónir og er þetta því stærsti samningur sem íþróttasamtök hafa gert við einkafyrirtæki hér á landi. Helstu atriði í samningnum eru að Flugleiðir verða aðal- stuðningsaðili HSÍ vegna undir- búnings og þátttöku í Ólympíu- leikunum í Seoul 1988. Flugleiðir munu einnig aðstoða HSÍ og taka þátt í kostnaði við umsókn HSÍ um heimsmeistarakeppnina 1994 og gerð kynningarefnis vegna umsóknar HSÍ til Alþjóða handknattleikssambandsins um inótið. í samningnum er líka gert ráð fyrir að Flugleiðir aðstoi HSÍ við að halda alþjóðlegt illjónir itoði | handknattleiksmót hér svokallað Flugleiðamót. landi, AP Knattspyrna: Þórsarar leika gegn Lokeren Fyrstu deildar lið Þórs í knatt- spyrnu lieldur í æfínga- og keppnisferð til Hollands í lok mars og dvelur í vikutíma í Kempervennen. Þórsarar munu síðan bregða sér yfir til Belgíu þann 30. mars og leika gegn varaliði Lokeren á aðalleikvangi félagsins í Loker- en. Lokeren er eitt af toppliðun- um í belgísku knattspyrnunni og hefur einnig á að skipa mjög sterku varaliði. Arnór Guð- johnsen knattspyrnumaðurinn snjalli hóf einmitt atvinnuferil sinn hjá Lokerern árið 1978 og lék með liðinu í fjölmörg ár við góðan orðstír.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.