Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 11
_ Minning:
T Siguriaug Sölvadóttir
Fædd 7. mars 1906 - Dáin 10. desember 1987
Þann 10. desember sl. andaðist á
Dalbæ, heimili aldraðra á
Dalvík, amma mín, Sigurlaug
Sölvadóttir. Hún var fædd 7.
mars 1906 í Kjartansstaðakoti í
Skagafirði. Foreldrar hennar
voru hjónin Sigurjón Sölvi
Jóhannsson, landpóstur og Sigur-
laug Björnsdóttir, húsfreyja. Af
16 börnum þeirra eru nú fjögur á
lífi.
Þann 9. apríl 1929 gengu
amma mín og afi, Jón Sveinbjörn
Vigfússon, vélstjóri, í hjónaband
og settu saman bú að Sælandi á
Dalvík. Það varð þeirra heimili
meðan bæði voru á lífi, en afi
andaðist 1. maí 1959. Og þar bjó
amma áfram uns hún fluttist að
Dalbæ, þegar heimilið var opnað
árið 1979. Hún var fyrsti íbúi
Dalbæjar.
Ömmu og afa varð firnm barna
auðið: Sverrir, f. 7. okt. 1929, d.
18. sept 1983. Ekkja hans er
Friðgerður Oddmundsdóttir.
Vigfús, f. 10. jan. 1931, d. 17.
júlí 1981. Ekkja hans er Hrefna
Haraldsdóttir. Jónína Hólmfríð-
ur, f. 1932. Hún dó á fyrsta ári.
Ásta Jónína, f. 27. nóv. 1934,
ekkja Gunnars Þórs Jóhannsson-
ar. Birna, f. 29. sept. 1942, gift
Sigurði Kristmundssyni. Barna-
börn þeirra eru 14 og barnabarna-
börn 9.
Það er margs að minnast og
margt að þakka þegar ég kveð
ömmu mína elskulegu. Ég minn-
ist tíðra og notalegra stundanna í
Sælandi. Amma í eldhúsinu að
brenna kaffibaunir, ilmurinn fyll-
ir öll vit, þar sent ég stend í búr-
inu og rnala jafnóðum í gömlu
kaffikvörninni á veggnum.
Amma að berja harðfisk á langa
steininum, sem einnig gegndi hlut-
verki hests í leikjum inínum.
Amma með hlýjar hendur, þegar
kuldaboli hafði bitið í fingur og
tær, síðan töframeðalið hennar:
Rjúkandi kakó, kleinur og soðið
brauð. Amma „yfir og allt um
kring“ eins og segir í einu af
rnörgu versunum sem hún kenndi
mér. Þolinmæði hennar óþrjót-
andi þegar einstakar línur úr
Faðirvorinu vefjast fyrir mér.
Hún útskýrir og kennir. Og við
eldhúsborðið hjá henni læri ég að
lesa og draga til stafs, áður en hin
eiginlega skólaganga hefst.
Bendiprikið hennar prjónn og
bókin Gagn og gaman. Ófáar
sögur og kvæði nemur barnseyr-
að af vörum ömmu. Þetta er
margt, margt fleira eru nú perlur
í minninganna sjóði.
Engin orð ná að tjá það þakk-
læti sem ég vildi færa henni að
leiðarlokum. Hún var amma
mín. Friður Guðs fylgi henni.
Vaigerður Gunnarsdóttir.
Opna barna- og unglingamótið í skák á Dalvík:
Mikil þátttaka og tvísýn keppni
Taflfélag Dalvíkur efndi til
opins barna- og unglingamóts í
skák sl. laugardag. Mótið fór
fram í Víkurröst og var þátt-
taka framar öllum vonum. AIIs
mættu 89 börn og unglingar til
leiks, víðs vegar að úr Eyja-
fírði, þar af 13 stúlkur. Keppt
var í þremur aldursflokkum
drengja og tveimur aldurs-
flokkum stúlkna. Stúlkurnar
kepptu reyndar allar innbyrðis
í einum flokki.
Úrslit í einstökum flokkum
urðu þessi:
Drengir fæddir 1972-’74:
1. Rúnar Sigurpálsson Ak. 7,0 v.
af 7 mögulegum.
Húsavíkurfjall:
Loftnets-
diskur
fauk niður
- Siglufjörður, Grímsey
og Fljótin
símasambandslaus
Víða norðanlands var all-
hvasst í gær. Á Húsavíkurfjalli
fauk niður loftnetsdiskur Pósts
og síma með þeim afleiðingum
að símasambandslaust var við
Siglufjörð, Grímsey og Fljót.
Loftnetsdiskurinn, „paraból-
an,“ skemmdist talsvert þannig
að nauðsynlegt reyndist að fá
nýjan. Diskurinn kom með flugi
frá Reykjavík og var strax fluttur
austur. Vegna veðurs uppi á fjall-
inu var ekki útséð um hvenær
viðgerð gæti farið fram.
Sambandsleysið kemur verst
niður á skipum úti fyrir Norður-
landi en loftskeytastöðin á Siglu-
firði er þeirra helsti samskipta-
miðill. Stöðin var þó ekki alveg
sambandslaus því hún var í loft-
skeytasambandi við stöðvar á
ísafirði og Neskaupstað. ET
2. Reimar Pétursson Ak. 6,0 v.
3. Ragnar Þorvarðarson Ak. 5,0 v.
Drengir fæddir 1975-’77:
1. Örvar Arngrímsson Ak. 6,0 v.
af 7 mögulegum.
2. Birkir Magnússon Ak. 5,5 v.
3. Þórleifur Karlsson Ak. 5,0 v.
4. Henry Júlíus Indriðason
Svalbarðsstr. 5,0. v.
5. Sigurbjörn Hreiðarsson
Dalvík 5,0 v.
Drengir fæddir 1978 eða síðar:
1. Hafþór Einarsson Ak. 7,0 v.
af 7 mögulegum.
2. Einar 1. Gunnarsson Ak. 6,0 v.
3. Tómas H. Jónsson Ak. 5,0 v.
Stúlkur fæddar 1972-’75:
1. Sigrún Bárðard. Ólafsf. 12,0 v.
af 12 mögulegum.
2. Helga Jónsd. Ólafsf. 10,0 v.
3. Halla B. Arnarsd. Ak. 8,0 v.
Stúlkur fæddar 1976 eða síðar:
1. Þorbjörg Þórsd. Ak. 10,0 v.
af 12 mögulegum.
2. Dóra Sif Sigtryggsd. Ak. 9,0 v.
3. Sigríður Torfad. Ak. 8,0 v.
Þetta fyrsta opna barna- og
unglingamót í skák á Dalvík þótti
heppnast vel og hefur Taflfélag
Dalvíkur í hyggju að halda annað
slíkt mót í marsmánuði nk. og
má þá vænta enn meiri þátttöku
en nú.
Vinsældalisti
Hljóðbylgjunnar
- vikuna 22/1-29/1 1988
Sæti Áður Vikur Lag Flytjandi
1. (4) 3 Need you tonight Inxs
2. (D 5 China in your hand T’pau
3. (3) 3 Always on my mind Pet Shop Boys
4. (6) 2 Truedevotion Samantha Fox
5. (5) 3 Rauðurbíll
6. (2) 8 Tears on the ballroom floor Cry/no/more
7. (8) 3 Manstu Bubbi Mortens
8. (10) 3 Wonderful life Black
9. (9) 4 Everlasting love Sandra
10. (7) 8 Little lies
11. (13) 4 Come back and stay Bad boys blue
12. (12) 6 Cant take my eyes of you Kim Ross
13. (11) 6 Aldrei fór ég suður Bubbi Mortens
14. (18) 4 Púla Greifarnir
15. (19) 3 Horfðu á björtu hliðarnar Sverrir Stormsker
16. (22) 2 Thedrum Roger Chapman
17. (16) 6 Ástar-bréf (Merkt-x) Model
18. (N) 1 Hvítlaukurinn Laddi
19. (14) 9 Can't stand (loosing you) Fate
20. (24) 2 Madonna (on the radio) The Flyers
21. (17) 7 So emotional Withney Houston
22. (25) 10 Loner GaeyMoore
23. (N) 1 Breytingar skeyðið Laddi
24. (N) 1 Whatanight Dolly Dots
25. (21) 10 Pump up the volume M/A/R/R/S
Vinsældalisti Hljóðbylgjunnar er valinn á föstudagskvöldum, milli kl. 20 og 22,1 símum
27710 og 27711. Listinn er spilaður á laugardagskvöldum milli kl. 20 og 23. Auk þess
sem ný lög eru kynnt. Vertu með.
. 28. janúar 1988 - PAQUR -11
HVUnDPII
PÍANÓ
Verð frá kr. 99.000.-
m
SUIMIMUHLlO
a* 22111
Námskeið í launabókhaldi
HUGA
Fell hf. og Hugi efna til námskeiðs í launabókhaldi
Huga og er dagskráin eftirfarandi:
★ Farið í helstu breytingar frá útgáfu 1.0 til 2.0.
★ Launaútreikningur og allar helstu aðgerðir launa-
bókhaldsins.
★ Staðgreiðslukerfi skatta.
★ Almennir innheimtuhættir.
★ Nýju orlofslögin.
★ Tenging við ALLT bókhaldskerfið.
Námskeiðið er nk. laugardag og sunnudag
30. og 31. janúar.
Þátttaka tilkynnist til Fells, sími 25455.
FELL hf. Kaupvangsstræti 4 • Akureyri - slml 25455
Vegna aukinna umsvifa óskar
Securitas að ráða tvo menn til
öryggisgæslu strax.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni virka daga
eftir hádegi.
SECURITAS
AKUREYRI sf.
Ráðhústorgi 5, II. hæð, sími 26261.
Oska eftir vélstjóra
eða vélaverði á 130 tonna bát sem gerður er
út frá Dalvík.
Einnig vantar fólk til að vinna við saltfisk-
verkun.
Upplýsingar á daginn í síma 96-61368 og á kvöldin
og um helgar í símum 96-61221 og 61324.
Haraldur hf., Dalvík.______________
Verslunarstjóri
Kaupfélag Skagfirðinga óskar að ráða versl-
unarstjóra að útibúi félagsins á Hofsósi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu,
sendist til Ólafs Friðrikssonar, kaupfélagsstióra fyrir
8. febrúar n.k.