Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 28. janúar 1988 HAGKAUP Akureyri Ríkisstjómin hefur sýnt sitt rétta andlit Hvað er til ráða? Samtök jafnréttis og félagshyggju halda fund í Blomaskalanum Vín, fimmtudaginn 28. jan. 1988, kl. 21.00. Dagskrá: 1. Staðan í þjóðmálum. Stefán Valgeirsson. 2. Aðstaða framleiðslunnar. Eiríkur Hreiðarsson. 3. Hópumræður. a. Hvernig horfir þú til framtiðarinnar? Ertu kvíðinn? Hvað villt þú gera? b. Viltu stofna formleg samtök? 4. Almennar umræður. Fjölmennum! Oft er þörf en nú er nauðsyn á breiðri samstöðu. Samtök jafnréttis og félagshyggju. Sundþjálfara- námskeið - A-stig verður haldið á Htisavík dagana 5.-7. febrúar nk. Staður: Barnaskóli Húsavíkur og Sundlaug Húsavíkur. Aðalkennari: Kent Olson, læknanemi, þjálfari Ægis. Kennt verður á íslensku. Námsefni: Grunnþjálfun, tækni og allar sund- aðferðir. Skipulagning æfingatíma, þjálfunar- áætlun og þjálfunartímabil. Næring íþróttamanna. íþróttameiðsl. íþróttasálarfræði, Kennslugögn: A-stig ÍSÍ - námsefni fyrir leiðbein- endur. Fræðslurit nr. 1 - undirbúningur und- ir þjálfun og keppni. Sundþjálfun - námsefni A-stigs. Ritið - Leiðbeinandi barna og ungl- inga í íþróttum. Fræðslurit nr. 4 - þolþjálfun. Auk þessa verður efni á glærum og myndsnældum. Látttaka tilkynnist: Gunnari Rafni Jónssyni, Skála- brekku 17, 640 Húsavík, sími 41668, fyrir 3. febrúar ’88. Námskeiðið er öllum opið. i Gullárin með KK á Hótel íslandi. Flugleiðir og Ólafur Laufdal: Helgarferðir og skemmtikvöld Helgarferðir Flugleiða felast í flugi til og frá Reykjavík, gist- ingu í tvær nætur með morgun- verði ásamt möguleika á tveim gistinóttum til viðbótar. Fyrsti ferðadagur er fimmtudagur og síðasti ferðadagur mánudagur. Sérstakt janúartilboð er nú í gildi, til 9. febrúar, en síðan taka helgarpakkarnir við. Samstarfshótel Flugleiða í helgarferðum til Reykjavíkur eru: Hótel Borg, Hótel Esja, Holiday Inn, Hótel Lind, Hótel Loftleiðir, Hótel Óðinsvé og Hótel Saga. í samvinnu við hótel- in og ýmsa skemmtistaði í Reykjavík og víðar á landinu hafa Flugleiðir efnt til sérstakra ferða þar sem innifalið er flug, gisting, morgunverður og kvöld- skemmtun ásamt kvöldverði. Ef við lítum á þær skemmtanir sem í boði eru þá er sýningin Gullárin með KK byrjuð að rúlla á Hótel íslandi. Á Broadway er verið að sýna Allt vitlaust og á Hótel Sögu er boðið upp á skemmtun sem kallast Sögu- Gildi. Þá er boðið upp á Þórs- caféreisur, leikhúsferðir til Reykjavíkur, þar má nefna Vesal- ingana í Þjóðleikhúsinu, og seint í febrúar hefjast óperuferðir þegar íslenska Óperan byrjar sýningar á Don Giovanni eftir Mozart. í helgarferðunum eru einnig leikhúsferðir og skíðaferðir til Akureyrar og sérstakar Sjalla- ferðir. í Sjallanum eru Stjörnur Ingimars og helgina 5.-6. febrúar kemur þangað sýningin Allt vit- laust sem gert hefur allt vitlaust á Broadway. Hótel og gististaðir á Akureyri í samvinnu við helgar- ferðir Flugleiða eru: Hótel KEA, Hótel Stefanía, Hótel Akureyri, Hótel Varðborg, Gistiheimilið Ás og Gistiheimilið Tungusíðu 2. Þá er boðið upp á helgarferðir til ísafjarðar, Húsavíkur, Egils- staða, Hafnar í Hornarfirði og Vestmannaeyja. Margs konar sérfargjöld standa farþegum Flugleiða til boða og rétt fyrir þá að kynna sér möguleikana áður en lagt er af stað. Veitingahúsakeðja Ólafs Lauf- dal teygir sig nú yfir Hótel ísland, Broadway, Hollywood, Hótel Borg og Sjallann. Hótel ísland er einn glæsilegasti skemmtistaður hér á landi og var hann formlega opnaður 17. desember sl. Á ný- árskvöld var söngleikurinn Gull- árin með KK frumsýndur. Þar er saga KK-sextettsins frá 1947- 1961 rakin í tali, tónum og með leikrænum atriðum. Tíðarandan- um er jafnframt lýst á spaugileg- an hátt svo úr verður heilmikill kabarett. Höfundar söngleiksins eru þeir Gísli Rúnar Jónsson og Ólafur Gaukur og leikstjóri er Sigríður Þorvaldsdóttir. Ölafur Gaukur stjórnar tónlistinni, en höfundur dansa er Nanna Ólafsdóttir. Fjöldi leikara, söngvara, hljóð- færaleikara og dansara tekur þátt í sýningunni, auk þess sem þau Kristján Kristjánsson (KK), Elly yilhjálms, Ragnar Bjarnason, Árni Scheving, Guðmundur Steingrímsson, Jón Sigurðsson og Kristján Magnússon koma fram í eigin persónu. Á Broadway hefur sýningin Allt vitlaust gengið gríðarlega vel, en helgina 5.-6. febrúar munu The Mamas and the Papas koma í heimsókn. Þann 27. febrúar frumsýnir Broadway glænýja skemmtun með Ríó þar sem hið þekkta tríó kemur fram ásamt erlendum og innlendum listamönnum. í Hollywood stendur leitin að týndu kynslóð- inni enn yfir. íslenskar og erlend- ar bítlahljómsveitir troða upp við mikinn fögnuð áheyrenda af týndu kynslóðinni. Hótel Borg er einnig í eigu Ólafs Laufdal, svo og Sjallinn, þannig að ljóst er að Flugleiðir og Ólafur Laufdal leggja sitt af mörkum til að fólk geti lyft sér upp í skammdeginu. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.