Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 9

Dagur - 28.01.1988, Blaðsíða 9
28. janúar 1988 - DAGUR - 9 af erlendum vetfvanai Svartamakaðsverslun með vopn blómstrar alls staðar þar sem stríð eru háð, ekki síst í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. maður laus við boltann! Petta fer því vel saman og hef ég fullan hug á að halda báðum störfunum áfram.“ Hvernig líst þér á sumarið? „Það leggst bara vel í mig. Strákarnir eru staðráðnir í því að leggja allt í sölurnar til að endur- heimta sæti sitt í 2. deildinni. Ég vona því að Vopnfirðingar styðji við bakið á okkur, eins og undan- farin ár, og með þeirra hjálp er ég sannfærður um að við förum upp. Það er eitt sem mig langar að minnast á svona í lokin en það eru dómaramálin, þá sérstaklega á Austurlandi. Ástandið hjá lið- unum á Norðurlandi var víst þokkalegt, en á Austfjörðunum var það fyrir neðan allar hellur. Það er því vonandi að KSÍ eða KDSÍ geri gangskör að lagfæra þau mál fyrir næsta sumar.“ Þetta var Njáll Eiðsson þjálfari og leikmaður Einherjaliðsins og við hér á Degi óskum þeim velfarn- aðar á komandi keppnistímabili. AP ar ’88 % verðhækkun á brauði og oru 5 eða 10 stk. vigtuð sam- m betur fer hefur hver sinn ns og fróðleiks. 26.jan.BS Verí st. Kílóverí Hikkun ! 63 100.80 14.5 63 105.88 14.5 92 168.81 15.0 92 164.29 15.0 20 500.00 17.6 25 250.00 13.6 22 338.46 15.8 41 482.35 13.9 42 494.12 13.5 22 400.00 15.8 19 380.00 11.8 18 439.02 12.5 46 511.11 15.0 41 205.00 13.9 21 350.00 16.7 366 435.71 15.1 209 390.65 14.8 209 444.68 14.8 Þegar vopnakaup eru annars vegar, koma hvorki lög eða siðareglur, né nokkuð annað, í veg fyrir að fylgt sé fornum venjum um samningagerð Sjö ár eru liðin síðan tvö ríki í Mið-Austurlöndum, bæði auðug af olíulindum, hófu heimskuleg átök um yfirráð yfir Shatt al Arab, þröngri siglingaleið við Persaflóa. Á þessum tíma hefur milljón manna týnt lífi í bardög- um, sem ekki hafa leitt til neinna úrslita og 100 milljörðum dollara hefur verið sóað í íran og írak. Og hver hefur hagnast á þessu? Örugglega ekki stríðshrjáðir íbúar þessarra tveggja landa. En þetta stríð heldur svo sannarleg áfram að vera gróðalind fyrir sölumenn dauðans - fyrirtæki ýmist í ríkiseign eða einkaeign, sem versla með vopn, og eru til- búin til að selja hverjum sem er, ef skjótfenginn gróði er annars vegar. Stundum selur sama fyrir- tækið jafnvel báðum stríðsaðil- um. Ekki svo slök viðskipti, ef hægt er að koma þeim í kring. Barátta um yfir- ráð auðlinda Persaflóastríðið varpar meðal annars skýru ljósi á tvær stað- reyndir alþjóðastjórnmála og hagfræði okkar tíma. Þegar þjóð- erniskennd er blandað saman við landvinningastefnu og baráttu um yfirráð auðlinda, koma jafn- vel skilyrðislausar reglur sameig- inlegrar trúarhefðar - í þessu til- felli múhammeðstrúar - ekki í veg fyrir blóðbað. Og þegar um vopnaverslun er að ræða, kemur ekkert í veg fyrir að beitt sé fornum venjum um samningagerð - ekki trúarbrögð, ekki skynsemi, ekki mannúð, ekki alþjóðalög og ekki velsæmi. Flest ríki Vesturlanda banna vopnaframleiðendum, að minnsta kosti á pappírnum, að selja til íran, sem réttilega hefur aflað sér fyrirlitningar vegna stuðnings við alþjóðlega hryðju- verkastarfsemi. Afleiðingin er sú, að íranir verða að leita fanga á hinum leynilega, alþjóðlega upp- boðsmarkaði til að fá það sem þeir vilja. Á uppboðsmarkaðin- um er nóg að hafa. Þar sem papp- írsbönn hafa sjaldnast dugað, þegar vopnaverslun á í hlut, hafa framleiðendur í þessum sömu ríkjum Vesturlanda með glöðu geði séð fyrir verlsunarvarningi, oft með því að gefa rangar upp- lýsingar um ákvörðunarstað eða með því að þykjast flytja aðrar vörur en reyndin var. Þegar um vopnakaup er að ræða, virðist skemmsta leiðin frá Stokkhólmi til Teheran liggja um Singapore. Yantar þig leiser- stýrðar flaugar? Gróðinn er stórkostlegur og eftir- spurnin óseðjandi - en það sama verður ekki sagt um ýmis önnur svið alþjóðaviðskipta um þessar mundir. íranir eru til dæmis reiðubúnir til að borga fyrir TOW eldflaugar þrefalt það verð, sem þær myndu kosta, ef um venjuleg viðskipti væri að ræða. Ekkert er ófáanlegt. Vant- ar þig leiserstýrðar flaugar? Reyndu hjá AB Bofors, dóttur- fyrirtæki Nobel-iðnaðarsam- steypunnar í Svíþjóð. Sprengi- efni? Þú gætir snúið þér til fjöl- þjóða-samsteypu í Evrópu í eigu fyrirtækja frá Svíþjóð, Belgíu, Finnlandi og Noregi. Kannski ertu að leita að 155 mm fallbyss- ur.i ? íranir komust að því, að þeir gátu reitt sig á Noricum í Austurríki, enda þótt austurrísk- ar reglugerðir banni útflutning til ríkja, sem eiga í stríði. Lítur út fyrir skort á tundurduflum? Kondu til hinnar friðelskandi Ítalíu, Valsella hefur þar heil- mikið af þeim til sölu. Birgðir koma einnig frá Spáni og Portú- gal, en vopnasala þessara landa nálgast það að færa þeim eins mikinn gjaldeyri og ferðamanna- þjónustan. íranir og írakar, sem sjá að varningurinn er fljótur að eyðast, kaupa á hvaða verði sem er. Vopnasala bjargar frá gjaldþroti! Hagnaður seljendanna verður auðvitað ekki auðveldlega mæld- ur eða skoðaður. Það er eðli þessara viðskipta, að þau eru leynileg. Eigi að síður varð upp- víst um Ameríkumenn í sam- bandi við Íran-Kontra hneykslið. Og nú er röðin komin að Evrópu- mönnum. Nýlegar uppljóstranir í sambandi við ólöglega vopnasölu benda til þess, að ýmsir fram- leiðendur í Evrópu hafi bjargað sér frá gjaldþroti með því að sjá stríðandi ríkjum við Persaflóa fyrir vopnum og skotfærum. Það lítur til dæmis út fyrir að framá- menn í Svíþjóð, en ekki hefur mátt á milli sjá hvorir héldu uppi meiri orðræðum um afvopnun þeir eða Indverjar, hafi staðið í vopnasölusamningum við írani jafnvel á sama tíma og friðar- nefndir undir forystu Svía ferð- uðust til landanna við Persaflóa. Þetta ber ekki svo að skilja, að Svíar hafi endilega viljað að stríðið héldi áfram; en heima hjá þeim hallaði undan fæti fyrir Nobel-iðnaðarsamsteypunni, og fyrirtæki í hennar eigu þurftu á aukinni sölu að halda. í Svíþjóð, eins og víða í Evrópu var eftir- spurnin heima fyrir einfaldlega ekki nóg til að halda uppi vopna- framleiðslunni. Næðust ekki nýir sölusamningar, blasti við lokun verksmiðja og uppsagnir starfsfólks. Þrátt fyrir hlutleysi þeirra sýndu Svíarnir, að sam- viskan fer í frí, þegar að því kem- ur að gera sölusamninga. Kannski væri tímabært að koma með nýja skilgreiningu á hlut- leysi: Að selja jöfnum höndum til allra, einkum þeirra, sem eiga í styrjöld. Ríki þriðja heimsins græða á vopnasölu Vissulega eru Evrópumenn ekki einir um að græða á E1 Dorado Persaflóastríðsins. Ríki þriðja heimsins hafa einnig fallið fyrir freistingum mammons. Suður- Kórea, Taiwan, Kína, Norður- Kórea, Tékkóslóvakía, ísrael, Singapore, Brasilía og Argentfna hafa öll haldið uppi birgðaflutn- ingum til Irans eða íraks eða beggja. Richard F. Grimmett, varnarmálasérfræðingur hjá rannsóknastofnun þingsins í Washington, segir að á árinu 1984 hafi Brasilía selt vopn fyrir nærri 500 milljónir, að mestu leyti til stríðsríkjanna við Persa- flóa. Þetta sama ár seldi Taiwan vopn til írans og íraks fyrir 447 milljónir dolara. Sala Kínverja? Nálægt tveimur milljörðum þetta sama ár. Janfvel Pakistan sem hefur ekki mikinn hergagnaiðn- að, flutti út vopn árið 1984 fyrir 290 milljónir dollara. Styrjaldir taka enda, og víst mun sá dagur koma, að byssurn- ar við Persaflóa þagni. Hvað þá? Grimmett og fleiri sérfræðingar á sviði hermála telja, að fyrir sum- ar þjóðir Þriðja heimsins geti tekjurnar af vopnasölu til íraks og íran haft svipuð áhrif á efna- hag þeirra og deyfilyf á lifandi 'verur. Ef einhver þessara ríkja fara að treysta á tekjurnar af vopnasölunni, vakna þau upp við vondan draum, þegar Persaflóa- stríðinu lýkur og eftirspurn eftir vopnum þeirra gufar upp. Það gæti leitt af sér alvarlega efna- hagskreppu og vaxandi óróleika meðal íbúanna. Vopnabraskið er í eðli sínu óstöðugt Handahófskennd aukning vopna- framleiðslu og vopnaverslunar hjá ríkjum Þriðja heimsins er í rauninni ekkert annað en efna- hagsleg nauðvörn. Með því móti geta fegnist tekjur, sem þau eru í mikilli þörf fyrir, til að halda völtu efnahagslífi þeirra gang- andi, þegar aðstoð vestrænna ríkja er takmörkuð við 30 millj- arða dollara á ári og skuldir Þriðja heimsins eru orðnar 1,2 billjónir dollara. Þetta stökk inn í alþjóðlega hergagnaverslun getur jafnvel virst ákjósanlegur val- kostur til skemmri tíma, þegar mið er tekið af langtímaverkefn- um grasrótarhreyfinga, vegna þeirrar atvinnu sem innlend her- gagnaframleiðsla veitir. En vegna þess hve vopnabrask- ið er í eðli sínu óstöðugt gerir það ríki Þriðja heimsins, miklu fremur en vestrænar þjóðir, háð- ar landvinningastefnum og ófriði um allan heim. í stað þess að loka augunum fyrir þeim marg- slungna óþverraskap, sem vopna- salan til Persaflóa er eða taka þátt í að skipta upp gróðanum af henni, ættu leiðtogar Þriðja heimsins að leggja harðar að sér til að fá endi bundinn á þennan hörmulega ófrið. Friður, ekki hagnaður, ætti að vera forgangs- krafa þeirra. (Newsweek nóv. 87. - Þýð. Þ.J.) Stríð bitna oft á þeim sem síst skyldi, börnunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.