Dagur - 08.02.1988, Side 2
2 - Q^xayR,.- 8.,f€brúai:rj:98a
Innflutningur loðdýra til
kynbóta nauðsynlegur
- Þingsályktunartillaga frá Elínu R. Líndal og Valgerði Sverrisdóttur
þingmönnum Framsóknarflokksins
Elín R. Líndal og Valgerður
Sverrisdóttir þingmenn Fram-
sóknarflokksins hafa lagt fram
þingsályktunartillögu um inn-
flutning loðdýra til kynbóta.
Tillagan gerir gerir ráð fyrir að
Alþingi feli landbúnaðarráð-
herra að hefja þegar undirbún-
ing að árlegum innflutningi
kynbótadýra til loðdýraræktar.
í greinargerð með frumvarpinu
segir að vöxtur loðdýraræktar
hafi verið mikill hér á landi frá
árinu 1980. í ársbyrjun 1987 voru
um 220 loðdýrabú starfrækt í
landinu. Um síðustu áramót
Á fundi Öldrunarráðs Akur-
eyrar frá 18. janúar kemur
fram tillaga um að öldrunarráð
samþykki að skipa tvo fulltrúa
ráðsins í starfshóp, er vinni að
alhliða starfslýsingu og stefnu-
mótun öldrunarþjónustu á
Akureyri. Félagsmálaráð
bæjarins skipi einnig tvo full-
trúa i þennan fjögurra manna
starfshóp.
í tillögunni segir, að hraða
skuli verkinu eftir föngum, og
fyrstu drög að stefnumótun og
fjölgaði þeim um nálægt 60.
Aætlað er að fjárfesting í loðdýra-
rækt sé orðin um 1,3-1,4 millj-
arðar króna.
Framleiðslutekjur þessa árs
eru áætlaðar 450-500 miljónir
króna á núverandi verðlagi. Loð-
dýraræktin er mjög gjaldeyris-
skapandi. Afgangshráefni frá
fisk- og kjötframleiðslu er breytt
í þarfan gjaldeyri. Á þessu ári má
ætla að notkun fiskúrgangs verði
15-16 þúsund tonn og sláturúr-
gangs 1500-2000 tonn.
Loðdýraræktin skapar mikla
atvinnu í hinum dreifðu byggðum
og er ekki fjarri lagi að ætla að
starflýsingu í öldrunarmálum
verði lögð fyrir sameiginlegan
fund öldrunar- og félagsmálaráðs
fyrir lok mars-mánaðar.
Á fundi Bæjarráðs Akureyrar
4. febrúar var samþykkt tillaga
um tilnefningu fulltrúa í starfs-
hópinn frá félagsmálaráði, en
það eru Guðrún Sigbjörnsdóttir
og Sigríður Stefánsdóttir. Öldr-
unarráð mun tilnefna fulltrúa
sína á morgun, þriðjudag.
„Mér finnst mjög gott að þessi
starfshópur skuli nú vera í þann
um 300 ársverk séu bundin í loð-
dýrarækt samanlagt (uppbygging
meðtalin).
Til að geta stundað samkeppn-
ishæfa loðdýrarækt má tilkostn-
aður ekki vera hærri hér en gerist
í helstu samkeppnislöndunum.
Með aðgerðum hins opinbera
undanfarin ár hefur ýmsum
kostnaðarþáttum verið komið
niður í viðunandi horf, t.d. með
eftirgjöf eða niðurfellingu aðflutn-
ingsgjalda og söluskatts. Bygg-
ingar eru þó dýrari hér en vfðast
hvar annars staðar, en þær má
afskrifa á eitthvað lengri tíma en
tíðkast með þau skýli sem notuð
veginn að hefja störf, en að vísu
hefði þurft að gera þetta fyrr. Ég
lýsi ánægju minni með þessa til-
lögu, og að hún hefur hlotið góð-
ar undirtektir bæði hjá félags-
málaráði og öldrunarráði.
Málefni aldraðra koma bæði til
kasta öldrunar- og félagsmála-
ráðs, og því er eðlilegt að full-
trúar beggja ráðanna fjalli um
framtíð öldrunarþjónustu á
Akureyri," sagði Úlfhildur
Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi,
en hún á sæti í öldrunarráði.
EHB
eru erlendis. Að sama skapi
þurfa tekjur af loðdýrarækt að
geta verið sambærilegár við það
sem þekkist í helstu loðdýrarækt-
arlöndum. Til að svo megi vera
þarf að stunda loðdýrarækt af
kunnáttu. Því er rannsókna- og
leiðbeiningastarf greininni mikil-
vægt.
Þegar næg kunnátta í meðferð
dýranna er fyrir hendi markast
afkoma loðdýrabúa einkum af
þremur þáttum: Frjósemi bú-
stofnsins, fóðurverði og síðast en
ekki síst af gæðum fr.amleiðsl-
unnar, Það er loðdýraræktirfni
því afar mikilvægt að eiga kost á
úrvalsdýrum til að geta framleitt
þá gæðavöru sem er samkeppnis-
hæf og eftirsótt.
í minkaræktinni er svarta litar-
afbrigðið uppistaðan í fram-
leiðslu íslendinga. Til saman-
burðar við framleiðslu Dana á
sama litarafbrigði er staðan þessi
miðað við sl. ár: Meðaltal
danskra skinna fær gæðastuðul-
inn 100. Hæsta danska búið fær
132 fyrir gæði sinna skinna. Á
sama tíma var hæsta íslenska
búið verulega fyrir neðan danskt
meðalbú eða með gæðastuðulinn
85, og íslenska meðaltalið var 76.
Öflugt kynbótastarf er því mikil-
vægt og innflutningur loðdýra
nauðsynlegur, sérstaklega á með-
an vöxtur búgreinarinnar er svo
mikill sem raun ber vitni. Eink-
um er þörfin inikil fyrir innflutn-
ing minka á næstu árum en minni
í refarækt vegna samdráttar í
henni og þess að í refaræktinni
nýtast kynbótadýrin betur með
tilkomu sæðinganna. Nauðsyn-
legt er að geta flutt árlega inn
minka næstu árin til að bæta
Valgerður Sverrisdóttir.
Elín Líndal.
stofninn og til að svara eftirspurn
vegna væntanlegrar aukningar í
greininni. Sóttkvíarbú fyrir um
200 minkalæður hefur verið
byggt upp á Möðruvöllum í
Hörgárdal. Það eitt nægir ekki
eins og sakir standa, Nauðsynlegt
er að eiga kost á að flytja inn
fleiri dýr á næstu árum. Til þess
þarf að byggja upp aðstöðu á sér-
stökum sóttkvíarbúum. Einnig
kemur til greina að koma upp
sóttkví á völdum búum hjá bænd-
um meðan þörfin er mest.
Erfitt er að áætla þörfina en
hún er mjög mikil. Brýnt er að
flytja inn verulegan fjölda dýra á
næstu tveimur til þremur árum.
Þegar fram í sækir og stofninn er
kominn í meira jafnvægi ætti að
nægja að flytja inn 200-300
minkalæður árlega. Til þess að
svo megi verða þarf a.m.k. tvö
sóttkvíarbú því að sóttkví tekur
allt að tveimur árum. AP
Akureyri:
Stefnumótun og alhliða
starfslýsing öldrunarþjónustu
viðtal dagsins
Kaupangskirkja
tekur stakkaskiptum
- Stefán Bjarnason segir frá framkvæmdum
Alltaf er virðingarvert að
heyra af því þegar fámennar
kirkjusóknir í sveitum taka
sér fyrir hendur stórverkefni.
Kaupangssókn í Eyjafirði er
um 150 manna sókn sem nú
stendur í endurbótum á kirkj-
unni sinni, Kaupangskirkju.
Stefán Bjarnason úrsmiður er í
byggingarnefnd sóknarinnar
og fengum við hann til að segja
okkur nánar frá því starfi sem
verið er að vinna.
Kaupangskirkja var byggð af
Sveinbirni Jónssyni árið 1922 og
varð því 65 ára á síðasta ári. Það
var hinn kunni arkitekt Guðjón
Samúelsson sem teiknaði þessa
fallegu kirkju.
- Hvers vegna var farið út í
þessar endurbætur?
„í fyrra sumar var skipað í
byggingarnefnd en í henni sitja
með mér, Aðalsteinn V. Júlíus-
son og Stefán Steinþórsson.
Framkvæmdir hófust síðan með
haustinu og hafa þær gengið
Stefán Bjarnason, sem sæti á í bygg-
ingarncfnd. Mynd: ÁP
rólega en örugglega og allt í sjálf-
boðavinnu. Kirkjan lá undir
skemmdum. Gólfið var ónýtt
sakir frostskemmda og var það
allt brotið upp og mokað út. Ég
held að áður hafi eina viðhald
kirkjunnar verið að hún var mál-
uð og e.t.v. eitthvað lagað gólfið.
Það var ekkert frosthelt efni und-
ir gólfinu svo þegar fraus bólgn-
aði það allt upp, brotnaði og varð
því allt mishæðótt. Nú hefur ver-
ið steypt og lögð í það hitaveitu-
lögn og ný útihurð hefur verið
smíðuð sem sett verður í næstu
daga. Næst þarf að leggja á gólfið
eitthvað fallegt hvort sem það
verður viður eða steinflísar.
Fljótlega verður hafist handa við
að smíða nýja bekki en þeir
gömlu voru lélegir og sömuleið-
is var of þröngt í kirkjunni. Nú
það þarf að mála bæði að innan
sem utan og gera við þakið því
húsið lekur. „Það má segja að
þurft hafi að endurbyggja kirkj-
una, svo mikið þarf að gera. Ekki
má svo gleyma að allt sem gert
hefur verið hefur verið unnið í
sjálfboðavinnu og er ekki að efa
að við það hafa sparast tugir eða
hundruð þúsunda. Fjárhagsáætl-
un hjá okkur hljóðar upp á
Kaupangskirkja, byggð 1922.
1.479.100 krónur svo öll aðstoð,
hvort sem eru fjárframlög eða
vinna er vel þegin.“
- Er gott að fá fólk til að
vinna?
„Já, menn hafa verið duglegir
að mæta og hjálpa til svona yfir-
leitt. Nú er að vísu orðið fámennt
á flestum bæjum og flestir í
vinnu. Nú þurfum við að leita til
sveitunganna um fjárframlög og
mega þeir búast við að bankað
verði upp hjá þeim á næstunni.
Vonandi geti sem flestir látið
eitthvað af hendi rakna til þessa
starfs."
Mynd: TLV
- Að lokum, er gott að búa í
þessari sveit?
„Já það er fínt að búa í sveit-
inni og prýðisfólk þar. í Eyjafirð-
inum eru margar litlar sóknir og
er félagslíf t.d. í Öngulsstaða-
hreppi alveg frábært. Þarna býr
töluvert af ungu fólki og allt á
uppleið.
Svo vil ég bara hvetja sveit-
unga mína og aðra velunnara til
að bregðast vel við og styrkja
okkur. Framlög má leggja inn á
sparisjóðsreikning í Búnaðar-
bankanum nr. 239514 og reikning
Kaupangskirkju hjá KEA.“ VG