Dagur - 08.02.1988, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 8. febrúar 1988
íþróttir
f
Handbolti 1. deild:
Þór skoraði ekki
mark fyrstu 16 mín.
Það er víst flestum greiði gerð-
ur með því að segja sem
minnst frá þessum leik. Þór
skoraði ekki mark fyrstu 16
mínútur leiksins og hafði þá
m.a. klúðrað tveimur vítaköst-
um. Þeir náðu að vísu að klóra
í bakkann fyrir leikhlé með
því að skora 5 mörk í röð. í
seinni hálfleik datt síðan allur
botn úr leik liðsins og röðuðu
ÍR-ingar þá inn mörkum og
endaði því leikurinn með stór-
sigri þeirra 27:14.
Erfitt er að útskýra þetta al-
gjöra hrun í leik Þórsliðsins, að
vísu vantaði Sigurð Pálsson sem
var í leikbanni en það eru leik-
menn sem eiga að geta tekið
stöðu hans. Það var einungis á
tímabili í fyrri hálfleik sem liðið
lék ágætlega, en þess á milli datt
spilið algjörlega niður.
ÍR er með ungt stemmningslið
og náðu þeir upp góðum baráttu-
anda strax í byrjun leiksins.
Hrafn Margeirsson átti stór-
leik í markinu og einnig Hall-
grímur Jónasson, þegar hann
kom í markið í seinni hálfleik.
Samtals vörðu markmennirnir
tveir tæplega tuttugu skot, sum
þeirra að vísu úr vonlausum skot-
um Þórsara.
Eini maðurinn sem gat eitt-
hvað í Þórsliðinu var Hermann
Karlsson markvörður og varði
hann vel þann tíma sem hann var
í markinu. Kristján Kristjánsson
stóð sig einnig þokkalega þegar
hann kom inn á í seinni hálfleik
og á tímabili sáu ÍR-ingar sig til-
neydda til að taka hann úr
umferð! Sigurpáll var ágætur í
fyrri hálfleik, en gerði mikið af
mistökum í seinni hálfleik eins og
reyndar flestir aðrir leikmenn
Þórsliðsins.
Mörk Þórs: Sigurpáll 6/3,
Kristinn Hreinsson 2, Jóhann
Samúelsson 2, Gunnar Gunnars-
son 2, Kristján Kristjánsson 1,
Ólafur Hilmarsson 1.
Mörk ÍR: Ólafur Gylfason 8/3,
Róbert Rafnsson 4, Sigfús J.
Bollason 4, Þröstur Guðlaugsson
4, Matthías Matthíasson 3,
Bjarni Bessason 3, Finnur B.
Jóhannsson 1. AP
Haukui
Björn Sveinsson Þórsari reynir körfuskot í leiknum gegn UMFG á föstudagskvöld. Mynd: tlv
Þórsarar steinlágu
fyrir Grindvíkingum
- UMFG sigraði Þór 93:68
Þórsarar náðu ekki að hrista af sér
slenið er þeir mættu Grindvíkingum á
föstudagskvöld í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik. Leiknum sem fram fór
í íþróttahöllinni á Akureyri, lauk með
öruggum sigri Grindvíkinga, 93:68.
Þórsarar sýndu lélegan leik og er eins
og að leikmenn liðsins hafa ekki trú á
því sem þeir eru að gera.
Grindvíkingar mættu ákveðnir til leiks
og ætluðu sér greinilega ekkert annað en
sigur í þessum leik. Þórsarar áttu í hinu
mesta basli með finna leiðina í körfu
andstæðinganna og fyrstu 11 mín. leiksins
var það aðeins Konráð Óskarsson sem
skoraði stig fyrir Þór. Hann skoraði þau
11 stig sem liðið gerði á þeim tíma og voru
9 þeirra skoruð með þriggja stiga körfum.
Konráði tókst hins vegar aðeins að bæta
við einni körfu til viðbótar það sem eftir
Iifði leiksins, þrátt fyrir fjölmargar til-
raunir. Grindvíkingar náðu yfirhöndinni
strax í byrjun og skoruðu 21 stig á móti 11
stigum Þórsara í byrjun og í hálfleik var
enn 10 stiga munur, 34:24.
í síðari hálfleik bættu Grindvíkingar
enn við og eftir 5 mín. var munurinn orð-
inn 20 stig, 51:31. Fimm mín. fyrir leiks-
lok var munurinn enn 20 stig, 72:52 en í
lokin var hann orðinn 25 stig, 93:68.
Guðmundur Bragason landsliðsmaður
þeirra Grindvíkinga lék mjög vel að þessu
sinni og þá sérstaklega í seinni hálfleik en
þá skoraði hann 23 stig. Hjá Þór var
Bjarni Össurarson skástur en aðrir léku
langt undir getu.
Stig UMFG: Guðmundur Bragason 29,
Sveinbjörn Sigurðsson 16, Jón Páll Hall-
dórsson 10, Ingi Þór Helgason 10, Hjálm-
ar Hallgrímsson 10, Rúnar Árnason 7,
Eyjólfur Guðlaugsson 6, Dagbjartur Will-
ardsson 3, Óli Björn Björgvinsson 2.
StigÞórs: Konráð Óskarsson 14, Bjarni
Össurarson 13, Eiríkur Sigurðsson 11,
Guðmundur Björnsson 11, Ágúst Guð-
mundsson 8, Jón Már Héðinsson 4, Björn
Sveinsson 3, Jóhann Sigurðsson 2 og Ein-
ar Karlsson 2.
Sigurður Valur Halldórsson og Bergur
Þór Steingrímsson dæmdu leikinn þokka-
lega.
Haukur Eiríksson á fullri ferð í Visa-bikarmótinu á laugardag. Hann sigraði
tvöfalt um helgina. Mynd: tlv
Þátttakendur í FN-mótinu í skíðagöngu sem fram fór í Kjarnaskógi í gær.
Mynd: TLV
Fyrsta Visa-bikarmótið í
göngu á þessu keppnistímabili
fór fram í Hlíðarfjalli á laugar-
dag. Keppt var í þremur flokk-
um karla og einum flokki
kvenna og var gengið með
hefðbundinni aðferð. Þá átti
að fara fram FN punktamót í
göngu í fjallinu en það mót
varð að færa í Kjarnaskóg
vegna slæmra veðurskilyrða. I
FN-mótinu var keppt í sömu
flokkum en gengið var með
frjálsri aðferð.
Haukur Eiríksson frá Akureyri
sigraði í flokki karla í báðum
mótunum og Hulda Magnúsdótt-
Sigurvegarar í flokki stúlkna á FN-nn
ardóttir.
Sigurvegarar í flokki drengja 13-14 ára