Dagur - 08.02.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 08.02.1988, Blaðsíða 4
4 - öjaíÖÓh - ö. fébftiari5é8é ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTÍR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stefna ber að einsetnum skóla Á undanförnum árum hafa skólamenn rætt mik- ið um nauðsyn þess að koma á einsetnum skóla. Fyrir þessu hafa þeir fært mörg og gild rök en því miður hefur minna orðið um framkvæmdir. Hér ræður án efa fyrst og fremst sú staðreynd að einsetinn skóli er mun dýrari en núverandi kerfi. Þrátt fyrir það mega menn ekki missa sjónir á takmarkinu, einsetna skólanum, því ljóst er að með tilkomu hans verður kennsla mun heilsteyptari og betri en gerist í dag. Fátt er eins nauðsynlegt í nútíma þjóðfélagi og að ungviðið fái þá bestu kennslu sem völ er á. Ein- setinn skóli er leið að því marki. Nýlega kom út tímarit sem ber heitið Með fólki. Þetta er fyrsta tölublað og segir ritstjórinn í formálsorðum að ritinu sé ætlað að ná augum foreldra. Ritinu er, segir ritstjórinn, sett tvenns konar markmið. í fyrsta lagi að auka virðingu foreldra fyrir hlutverki sínu og í öðru lagi að styðja við umræðu í landinu um uppeldismál. Aðstandendur blaðsins, sem eru Samtök for- eldra og kennarafélaga við grunnskóla Reykja- víkur, eiga þakkir skilið fyrir blaðið sem er í senn áhugavert og fræðandi. í blaðinu eru m.a. greinar eftir skólastjórana Kristínu H. Tryggva- dóttur og Áslaugu Friðriksdóttur þar sem þær fjalla um einsetinn skóla. „Einsetinn skóli hefði tvímælalaust í för með sér betri starfsaðstæður fyrir nemendur og kennara," segir Áslaug. „Löngu er ljóst orðið að breyttir þjóðfélagshættir hafa lagt auknar skyld- ur á skólana, án þess þó að starfsfólki þeirra væru sköpuð vinnuskilyrði og kjör til að sinna með eðlilegum hætti vaxandi uppeldishlutverki. í einsetnum skóla ætti að vera hægt að laga vinnuaðstöðu að þörfum kennara og nemenda og þar að auki að skipuleggja skóladaginn eftir hentugleikum. Skóladagurinn gæti verið sam- felldur og nemendur og kennarar ættu að ljúka störfum sínum á vinnustað, í skólanum." Þá nefnir Áslaug að í einsetnum skóla er hentugra að koma við námsaðgreiningu, sveigjanlegum kennsluháttum og hópstarfi. Kristín H. Tryggvadóttir bendir á að einsetinn skóli sé forsenda fyrir góðu skólastarfi og að slíkt gefi börnunum tækifæri á að vera meira með foreldrum sínum. í niðurlagi greinar sinnar segir Kristín: „Kennarasamband íslands hefur lengi ályktað um nauðsyn einsetins skóla. Nú er komið að foreldrum að reyna að hafa áhrif á ráðamenn menntamála og fjármála." Dagur tek- ur undir þessi orð skólastjórans. ÁÞ. Frumvarp til fjár- hagsáætlunar fyrir Akureyrarbæ 1988 í frumvarpi því sem nú er lagt fram til fjárhagsáætlunar Ak- ureyrarbæjar 1988 kemur í Ijós að greiðslugeta bæjarsjóðs og stofnana verður með knapp- asta móti á þessu nýbyrjaða ári. Þrátt fyrir að eignir Akur- eyrarbæjar megi telja í millj- örðum er nú svo komið í þessu iandi að fjárhagsáætlunargerð hjá þessu trausta bæjarfélagi snýst um það að skammta og skera niður á öllum sviðum. Það var kalt verk og karlmann- legt en ég vil nota þetta tæki- færi til þess að þakka öllum bæjarráðsmönnum fyrir góða samstöðu og mikla festu í erfiðu verkefni. En hvers vegna verð- ur fjárhagur bæjarsjóðs og stofnana svo knappur sem spár benda til á nýbyrjuðu ári? Fyr- ir því eru nokkrar ástæður. Afkoma ársins 1987 Spenna á vinnumarkaði á sl. ári leiddi til miklu meiri launahækk- ana hjá Akureyrarbæ en ráð hafði verið gert fyrir í fjárhags- áætlun 1987. Reiknað var með 22-23% meðalhækkun launa frá 1986 til 1987 en reyndist 39%. Má reikna með að sá kostnaðar- auki hafi numið a.m.k 35-40 millj. kr. fyrir bæjarsjóð. Álagðar útsvarstekjur og aðstöðugjöld reyndust um 15 milljónum meiri en fjárhagsáætl- un gerði ráð fyrr en þær fréttir reyndust vera skammgóður vermir þegar þær bárust á haust- mánuðum því þegar á haustið leið ágerðust vanskil bæjarbúa. Er það dæmalaust að innheimtu- hlutfall bæjargjalda skyldi lækka úr 90,7% á árinu 1986 í 86,3% 1987. í upphafi árs 1987 voru úti- standandi bæjargjöld 53 milljón- ir. í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að þau yrðu orðin 83 millj- ónir í árslok en reyndust 106 milljónir. Fjármagnskostnaður jókst gíf- urlega á árinu. í upphafi árs 1987 voru greiddir 17% vextir á yfir- drætti á hlaupareikningi en í árs- lok uni 35%. Vextir af verð- tryggðum bankalánum voru um 6% í ársbyrjun en 9,5% í árslok. Það sem lýsir fjármálasnilld þjóð- arinnar betur en nokkuð annað var stóraukin ásókn í lánsfé í haust með hækkandi vöxtum. Krítarkortafárið kynti undir eyðsluna, en notkun þessara korta ætti að banna í matvöru- verslunum eins og hjá flestum öðrum þjóðum. Ofnotkun kort- anna kemur óforsjáluln einstakl- ingum í vandræði og stóreykur vanskil þeirra annars staðar, m.a. hjá bæjarfélögunum. Einn þátturinn enn sem valdið hefur Akureyrarbæ miklum bú- sifjum er rekstrarhalli dvalar- heimilanna. Halli á rekstri heim- ilanna á sl. ári var um 30 millj. kr. en hafði verið tæpar 9 millj. kr. árið áður. Daggjaldanefnd hefur fram að þessu ekki viljað viðurkenna að fjöldi heimilis- fólks á almennri deild nýtur mikillar hjúkrunar, því eigi er pláss fyrir það á hjúkrunardeild- um. Bærinn situr uppi með vand- ann og borgar brúsann. Það verð- ur að vera forgangsverkefni hjá bæjarstjórn Akureyrar á næstu mánuðum að taka á þessu erfiða máli og finna lausn á því. í heild fór nettó niðurstaða fjárhagsáætlunar bæjarsjóðs u.þ.b. 45 millj. kr. fram úr áætl- un, en þá er rekstrarhalli dvalar- heimilanna ekki meðtalinn því þau hafa sjálfstæðan fjárhag og ekki heldur kaup á vélarúms- hermi til Verkmenntaskólans, en þau voru utan fjárhagsáætlunar. Forsendur tekjuhliðar fjárhagsáætlunar 1988 Auk þess að standa frammi fyrir þeim vanda sem slæm greiðslu- staða í árslok 1987 leiðir af sér fyrir fjárhagsáætlunargerð þessa árs komu til nú um áramót stór- kostlegar kerfisbreytingar á inn- heimtukerfi ríkis og sveitarfé- laga. Breytingar þessar eru mikið framfaraspor þegar til lengri tíma er litið en kosta Akureyrarbæ tugi milljóna á þessu ári í töpuð- um tekjum miðað við gamla kerf- ið. Útsvarstekjur samkvæmt gamla kerfinu hefðu t.d. orðið u.þ.b. 40 millj. kr. hærri en þær munu væntanlega verða eftir nýja kerfinu. Við tekjuáætlun voru eftirfarandi forsendur hafðar til hliðsjónar. Sigfús Jónsson bæjarstjóri. Útsvar Gert er ráð fyrir 35% almennum launahækkunum á milli áranna 1986 og 1987 og 25% á milli 1987 og 1988. Að auki er miðað við að útsvarsstofn vaxi um 7,5% vegna þeirra skattkerfisbreytinga er urðu um síðustu áramót. Aðstöðugjald Við mat á aðstöðugjaldsstofni er einkum stuðst við almennar veltubreytingar eins og þær koma fram í álagningu söluskatts og helstu þjóðhagsstærðum, auk þess sem litið er til launabreyt- inga. Fyrirliggjandi upplýsingar gefa til kynna að aðstöðugjalds- stofn hafi hækkað að meðaltali um 33-34% á milli áranna 1986 og 1987 fyrir landið allt. Hækk- unin er mismikil eftir atvinnu- greinum. Mest er hún í bifreiða- verslun og hjá byggingavöru- verslunum, en einnig allnokkur í ýmsum þjónustugreinum. í sjáv- arútvegi, iðnaði og smásöluversl- un voru veltubreytingar undir meðaltalinu og því þykir ekki ráðlegt að áætla hækkun að- stöðugjaldsstofns hér á Akureyri um meira en 31%. Fasteignagjöld Heildarhækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis á Akureyri milli áranna 1986 og 1987 reyndist 44% en atvinnuhúsnæðis rúm- lega 27%. Fasteignamat allra mannvirkja, landa og lóða hækk- aði um rúmlega 37% og þar sem bæjarstjórn hefur nú þegar sam- þykkt óbreytta álagningu er gert ráð fyrir að tekjur af fasteigna- gjöldum hækki jafnt og matið. Álagning fasteignaskatts verður 0,55% af fasteignamati á íbúðar- húsnæði og 1,25% á atvinnu- húsnæði, holræsagjald er 0,08% og vatnsskattur er 0,18%. Lóðar- leiga miðast hins vegar eingöngu við fasteignamat lóðar og er t.d. 1% fyrir íbúðarhúsalóðir. Jöfnunarsjóöur Reiknað er með 4.600 kr. fram- lagi á íbúa og eru þeir taldir 13.760 alls. Vaxtatekjur Með breyttum innheimtuaðferð- um í staðgreiðslu munu dráttar- vextir dragast verulega saman. Því er áætluð sama krónutala í vaxtatekjur og fyrir árið 1987. Ráðstöfunartekjur af eigin tekjuöflun bæjarsjóðs munu væntanlega aukast úr 683 í 877,5 millj. kr., eða um 28,5%, en þá er reiknað með að útistandandi bæjargjöld hækki um 54 milljónir á árinu og verði orðin 160 millj- ónir í árslok. Ríkisframlög til bygginga skóla og dagvista voru 28,6 millj. kr. á síðasta ári en verða 37,7 millj. kr. á þessu ári. Afborganir lá ia voru 88 millj. kr. 1987 og er sambærileg tala 107 millj. kr. á þessu ári, en að auki er gert ráð fyrir 8 millj. kr. til að greiða niður hluta af yfirdrætti á hlaupareikningi um síðustu ára- mót. Forsendur gjaldaliðar fjárhagsáætlunar 1988 í forsendum gjaldaliðar fjárhags- áætlunar er reiknað með 18% álagi á gildandi launataxta 1. október 1987 og 25% meðal- hækkun vöru og þjónustu milli 1987 og 1988. Aætluð rekstrar- gjöld bæjarsjóðs eru 768 millj. kr. en voru 559 millj. kr. á sl. ári. Þar sem rekstrargjöldin fóru um 10% fram úr áætlun á síðasta ári, aðallega vegna launahækkana, verður áætluð hækkun rekstrar- gjalda 1988 25% frá rauntölum 1987 en 37% frá áætlun 1987. Gert er ráð fyrir því sem næst óbreyttum rekstri á árinu 1988 miðað við fyrra ár. Nær öllum beiðnum um nýmæli í rekstri er hafnað og viðhald fasteigna verð- ur í algjöru lágmarki. Helstu nýmæli eru fjárveitingar til rekst- urs tveggja nýrra dagvista, þ.e. Sunnubóls og dagvistar Hvíta- sunnusafnaðarins. Einnig fjár- veiting til tilraunar með tilsjón- armannskerfi unglinga í stað unglingaathvarfs er lagt var niður á síðasta ári. Þá er gert ráð fyrir að bætt verði við sjúkraliða í hálft starf á Heilsugæslustöð. Bæjarráð hefur frestað að taka afstöðu til umsókna ýmissa fé- lagasamtaka um styrki úr bæjar- sjóði, en óskiptar upphæðir tekn- ar inn hjá viðeigandi málaflokk- um. Upphæðunum verður skipt fyrir síðari umræðu um fjárhags- áætlun. Rétt er að vekja athygli á

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.