Dagur - 08.02.1988, Side 5
M&mjm - daqur - 5
nokkrum breytingum sem orðið
hafa á bókhaldslykli og uppgjörs-
aðferðum í þessari áætlun frá
fjárhagsáætlun síðasta árs. Þann-
ig hefur orðið veruleg breyting á
uppgjöri vegna skólasunds sem
lækkar tekjur sundlaugar og þar
nteð útgjöld skólanna. Pá hafa
nokkrir rekstrarliðir verið færðir
frá fyrri málaflokki til umhverfis-
mála, svo sem Náttúrugripasafn
og tjaldsvæði.
Gjaldfærður stofnkostnaður
var á síðasta ári samkvæmt áætl-
un 64 millj. kr. en er einungis
áætlaður 49 millj. kr. samkvæmt
áætlun þessa árs. Munar þar
mestu um samdrátt í fram-
kvæmdum við gatnagerð og
gangstéttir, en annars er um að
ræða samdrátt á flestum liðum í
gjaldfærðum stofnkostnaði.
Fjárveitingum til endurbóta á
dagvistum kr. 3,0 millj., til við-
halds og endurbóta á grunnskól-
um kr. 8,0 + 4,0 millj. og til
endurbóta á félagsmiðstöðvum
kr. 200 þús. er viðkomandi
nefndum falið að skipta milii
verkefna í samráði við húsa-
meistara. Fjárveitingu til nýfram-
kvæmda undir liðnum „umhverf-
ismál“ kr. 2,0 millj. er umhverfis-
nefnd falið að skipta milli verk-
efna og skila tillögum sínum til
bæjarráðs. Fjárveiting tii nýfram-
kvæmda við götur kr. 35,0 millj.
er óskipt en verður skipt fyrir síð-
ari umræðu um áætlunina.
Til fastafjármuna var áætlað að
verja á sl. ári alls 86,7 millj. kr.,
eða 81,7 millj. kr. til nýbygginga
og 5,0 millj. kr. til vélakaupa.
Nýbyggingar fóru 4,3 millj. kr.
fram úr áætlun þegar frá eru tald-
ar framkvæmdir við Verkmennta-
skólann, en samningur um kaup
á vélarúmshermi þangað var utan
fjárhagsáætlunar, sem áður
greindi. Framleiðendur hermis-
ins veittu hagstætt lán fyrir kaup-
unum og verður gert ráð fyrir
afborgunum af láninu á fjárlög-
um ríkisins og í fjárhagsáætlun
Akureyrarbæjar árlega næstu ár-
in.
Til fastafjármuna er áætlað að
verja 90 millj. kr. á þessu ári, þar
af 7 millj. kr. til vélakaupa. Fjár-
veitingum þessum hefur ekki ver-
ið skipt en verður gert fyrir síðari
umræðu.
Rekstrarhalli dvalarheimii-
anna var á sl. ári um 30 millj. kr.
en á móti því kemur 9 millj. kr.
greiðsla úr ríkissjóði í svonefnd-
um halladaggjöldum. Pví er gert
ráð fyrir 21 millj. kr. rekstrar-
frantlagi úr bæjarsjóði á árinu
1988 vegna rekstrarhalla síðasta
árs. Ráð er fyrir því gert að
stjórn dvalarheimilanna, sem er
öldrunarráð, hafi til ráðstöfunar
35,6 millj. kr. til framkvæmda í
Hlíð á árinu. 1988 og 4,3 millj. kr.
til afborgana lána. Framlag úr
bæjarsjóði er 7 millj. kr., Fram-
kvæmdasjóði aldraðra 9,2 millj.
kr. og heimild verður til rúmlega
24 millj. kr. lántöku.
Framlagi bæjarsjóðs tii Strætis-
vagna Akureyrar má skipta í
fernt, almennt rekstrarframlag
7,5 millj. kr., rekstrarframlag til
ferliþjónustu fatlaðra 2,4 millj.
kr., til kaupa á bifreið fyrir ferli-
þjónustu 1,7 millj. kr. og 750 þús.
kr. vegna nýrrar endastöðvar og
biðskýla. Vonast er til að nýtt
leiðakerfi komi til framkvæmda á
árinu.
Á árinu 1988 er áætlað að
Framkvæmdasjóður hafi til ráð-
stöfunar 20,4 millj. kr., en þar af
er framlag úr bæjarsjóði áætlað 1
millj. kr. Samkvæmt sérstakri
samþykkt bæjarstjórnar á sl, ári
var allt kynningarstarf á Akur-
eyri sem ferðamannabæ fært til
Framkvæmdasjóðs og er gert ráð
fyrir því í áætlun sjóðsins. Þá
þarf einnig á næstunni að taka
afstöðu til áframhaldandi þátt-
töku í Iðnþróunarfélagi Eyja-
fjarðar en miðað við óbreyttar
aðstæður verður sá kostnaður 3,8
milij. kr. á árinu. Framkvæmda-
sjóður hefur möguleika á að afla
sér viðbótartekna með sölu
hlutabréfa ef ástæða þykir til.
Áætlaðar tekjur hafnarsjóðs á
árinu 1988 eru rúmlega 38 millj.
kr. Nálega helmingur teknanna,
eða tæpar 19 millj. kr. fara í
reksturskostnað hafnarinnar. Af
eigin aflafé getur höfnin því varið
rúmlega 19 miilj. kr. til fram-
kvæmda. Ríkisframlag til hafn-
arframkvæmda á Akureyri 1988
er 12,4 millj. kr. og inneign hafn-
arsjóðs frá fyrra ári er 7,5 millj.
kr. Þegar afborganir lána hafnar-
sjóðs á árinu 1988 hafa verið
dregnar frá eru því eftir um 34
millj. kr. til framkvæmda.
Talið er að kostnaður við að
ljúka byggingu fiskihafnar sé um
105 millj. kr. Að undanförnu
hafa átt sér stað viðræður við
Hafnamálastofnun, samgöngu-
ráðuneyti og alþingismenn kjör-
dæmisins um leiðir til að llýta
framkvæmdum við fiskihöfnina.
Rætt hefur verið um að Hafna-
bótasjóður láni Akureyrarhöfn
út á væntanleg ríkisframlög gegn
því að greiðsluhlutfall ríkissjóðs í
þeim áföngum sem eftir eru verði
50% í stað 75% áður.
í fjárhagsáætlun hafnarsjóðs
1988 er gert ráð fyrir að þetta nái
frant að ganga og að það takist
með láni úr Hafnabótasjóði að
ljúka á árinu við grjótgarð og
stálþil. Þá eru eftir á næsta ári
dýpkun, frágangúr á þekju, lagn-
ir og lýsing og er áætlaður kostn-
aður við það um 45 millj. kr.
Áætlaðar tekjur Vatnsveitu
Akureyrar á árinu 1988 eru 66,6
millj. kr. Rekstrarkostnaður er
áætlaður rúmlega 28 millj. kr. og
til ráðstöfunar við framkvæmdir
eru því 38 millj. kr., auk þess
sem gert er ráð fyrir notkun efn-
isbirgða frá fyrra ári að upphæð
9,7 millj. kr. Áætluðum fram-
kvæmdum vatnsveitunnar á árinu
má í grófum dráttum skipta í
tvennt. Annars vegar fram-
kvæmdir í bæjarlandinu fyrir 11
ntillj. kr. og hins vegar við Hörg-
árdalsveitu fyrir 20 millj. kr.
Hjá Rafveitu Akureyrar eru
áætlaðar tekjur 246,4 millj. kr.
Rekstrarkostnaður veitunnar er
áætlaður 42,5 millj. kr., raforku-
kaup 176 millj. kr. og til ráð-
stöfunar við framkvæmdir eru
27,8 millj. kr. Helstu fram-
kvæmdir verða endurbætur raf-
orkukerfis fyrir 21 millj. kr.,
götuljós 4,8 millj. kr. og innrétt-
ing skrifstofuhúsnæðis í húsnæði
veitunnar við Þórsstíg 5 millj. kr.
Áætlaðar tekjur Hitaveitu
Akureyrar 1988 eru 283,6 millj.
kr. Rekstrarkostnaður er áætlað-
ur 66,2 millj. kr. og gert er ráð
fyrir framkvæmdum að upphæð
15,4 millj. kr. Til afborgana og
greiðslu vaxta af lánurn veitunnar
202 millj. kr.
Áætlanir um tekjur og gjöld
Hitaveitu Akureyrar eru háðar
mikilli óvissu. Veðursæld á sl. ári
olli því að orkusala var í lágmarki
en þeirri tekjuskerðingu sem af
því leiddi var mætt nteð óvenju
lítilli hækkun erlendra lána, en
þá búbót færði ríkisstjórnin okk-
ur með fastgengisstefnu. Á þessu
ári er gert ráð fyrir að orkusala
verði svipuð og á árinu 1986 og
gengið út frá ákveðnum forsend-
um um meðalgengi erlendra
gjaldmiðla á árinu, t.d. að með-
algengi Bandaríkjadals verði 40
kr.
Niðurstaða
Það frumvarp að fjárhagsáætlun
sem nú er lagt frant til fyrri
umræðu ber glöggt með sér að
mjög þröngt verður í búi hjá
bæjarsjóði á árinu. Spenna á
vinnumarkaði leiddi til mikilla
launahækkana hjá Akureyrarbæ
á síðasta ári meðan tekjur breytt-
ust ekki. Eftir gamla skattakerf-
inu hefði útsvar þessa árs bætt
upp launa- og verðhækkanir síð-
asta árs en nýja staðgreiðslukerf-
ið gerir það ekki. Rekstrarhalli
dvalarheintilanna og okurvextir
hafa einnig valdið þungum búsifj-
um hjá bæjarsjóði.
Ekki þarf mikla glöggskyggni á
fé til þess að sjá að umfang þeirr-
ar þjónustu sem bæjarbúum er
veitt er orðið svo mikið að bæjar-
sjóður fær vart undir því risið
miðað við núverandi tekjustofna.
Sú flatneskja sem felst í því fyrir-
komulagi að innheimta sömu út-
svarsprósentu hjá öllum sveitar-
félögum í landinu hefur haft
slæm áhrif fyrir Akureyrarbæ.
Bær sem er höfuðstaður í lands-
hluta þarf meiri tekjur en t.d.
úthverfasveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu. Ljóst er að ef
ekki koma til nýir tekjustofnar
verður í framtíðinni fyrir hvert
nýmæli sem tekið er upp í þjón-
ustu við bæjarbúa að skera niður
rekstur á móti. Önnur leið er að
hækka svokölluð þjónustugjöld
verulega frá því sem nú er, en
ekki er samt með þessum orðum
verið að leggja til að svo verði
gert fyrr en önnur úrræði eru
þrotin.
Ég vil endurtaka þakkir mínar
til allra bæjarráðsmanna fyrir
góða samvinnu um gerð þessa
frumvarps að fjárhagsáætlun
bæjarsjóðs og stofnana fyrir árið
1988. Við síðari umræðu verða
lagðar fram sundurliðanir á
styrkjum til félaga og á eigna-
breytingum. Ég bið bæjarfulltrúa
lengst allra orða að taka þessu
frumvarpi af hugrekki og leggja
ekki til viðbótarútgjöld nema því
fylgi jafnframt tillaga um sparnað
á móti.
Ibúðir óskast
Viljum taka þrjár 3ja herb. íbúðir á leigu strax.
Tryggjum skilvísar greiðslur og góða umgengni.
Nánari upplýsingar hjá Jóni Arnþórssyni í síma 21900.
Álafoss hf.
Bátaeigendur —
Sjómenn
★ Fiskilína í öllum sverleikum - úrvals vara.
★ Framleidd í Færeyjum og alltaf fáanleg.
★ Ódýrari en sambærileg lína á markaðnum.
★ Mjög góð reynsla þegar fengin hérlendis.
★ Terylene/film - Terylene - Spun-polyester.
★ Öngultaumar einnig fáanlegir.
★ Vír manil 12 mm til 24 mm.
Upplýsingar hjá umboðsaðila. Sími: 22733.
Leiðbeinenda-
námskeið
Æskulýösráö ríkisins gengst fyrir leiöbeinendanámskeiöi í
félagsmálanámsefni æskulýösráös, grunnstig, í samvinnu
viö Æskulýösráö Akureyrar.
Námskeiöiö verður haldiö á Akureyri dagana 12., 13. og
14. febrúar 1988 ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið hefst kl. 18.00 föstudaginn 12. febrúar í
Lundarskóla.
Þeir aöilar sem Ijúka námskeiðinu fá réttindi til aö leiöbeina
meö félagsmálanámsefni Æskulýðsráðs ríkisins.
Þátttöku ber aö tilkynna til Æskulýösráös Akureyrar Hafn-
arstræti 81 b í síma 22722 eöa íþrótta- og æskulýðsmála-
deildar menntamálaráöuneytisins sími 91-25000 fyrir 10.
febrúar nk.
Æskulýðsráð rikisins.
Landsamband
íslenskra
vélsleðamanna
Vélsleða- og útilífsmenn Norðurlandi athugið
Kvöldvaka L.Í.V.
í Vín 9/2 kl. 21.00
Fundarefni:
1. Stutt tilsögn um notkun áttavita og kennslu í
rötun.
2. Garðyrkjustjóri Akureyrarbæjar kemur á fundinn
og brýnir fyrir félögum að varast gróðurskemmdir
við akstur.
3. Öllum byrjendum verða gefin góð ráð um klæðnað
og ferðamennsku.
4. Videosýning frá ferðalögum um háfjöll íslands.
5. Rætt um ferðalög vetrarins og ilandsmótið í
mars.
Nýir félagar velkomnir, sérstaklega þeir sem hafa
fengið sleða í hendur undanfarið og hafa þeyst um
bæ og byggð.
Þeir félagar er eiga góða hluti, tæki og hlífðarfatnað
er hafa reynst vel í ferðum, eru beðnir að hafa þá
með á fundinn til að sýna öðrum.
Kaffiveitingar
Trúnaðarmenn L.V.Í. við Eyjafjörð.