Dagur - 08.02.1988, Page 6
6 - DAGU.R - 8. febrúar 1988
Nauðungaruppboð
á fasteigninni FjölnisgötU'1a, Akureyri, þingl. eigandi Tré-
smiðjan Börkur sf., fer fram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 12. febrúar ’88 kl. 13.30.
Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Hringtúni 5, Dalvík, þingl. eigandi Magnús I.
Guðmundsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 12. febrúar '88 kl. 14.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Skúli Bjarnason hdl., Gunnar Sólnes
hrl. og Jón Egilsson hdl.
Bæjarfógetinn á Dalvík.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Stapasíðu 24, grunnur, Akur-
eyri, talinn eigandi Herbert Ólason, fer fram í dómsal emb-
ættisins Hafnarstræti 107,3. hæð, Akureyri föstud. 12. febrúar
'88 kl. 15.30.
Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Skíðaíþróttin nýtur stöðugt vaxandi vinsælda á Dalvík enda vel búið að skíðamönnum í Böggvisstaðafjalli. Þessi
mynd var tekin er ný lyfta var vígð fyrir réttum tveimur árum.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Sandskeið, verkstæðishús,
Dalvík, þingl. eigandi Steypustöð Dalvíkur hf., fer fram í
dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri
föstud. 12. febrúar ’88 kl. 13.45.
Uppboðsbeiðandi er Iðnlánasjóður.
Bæjarfógetinn á Dalvík.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Seljahlíð 7a, Akureyri, þingl. eigandi Bjarni
Ingvason, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3.
hæð, Akureyri föstud. 12. febrúar ’88 kl. 15.00.
Uppboðsbeiðandi er Ásmundur Jóhannsson hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Sunnuhlíð 12, þog i hl., Akureyri, þingl. eigandi
Skúli Torfason, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 12. febrúar '88 kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Kjalarsíðu 16d, þingl. eigandi Gísley Hauksdótt-
ir, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri föstud. 12. febrúar ’88 kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Gústafsson hrl., Bæjarsjóður
Akureyrar, Gunnar Sólnes hrl. og Veðdeild Landsbanka
íslands.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Aðalstræti 14, e.h. að norðan, þingl. eigandi
Fríður Leósdóttir, fer fram í dómsal embættisins Hafnarstræti
107, 3. hæð, Akureyri föstud. 12. febrúar '88 kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er Gunnar Sólnes hrl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Afsöl og
sölutilkynningar
Oflugt æskulýðsstarf á Dalvík:
„Krakkarnir hafa
mikinn áhuga“
- segir Ingimar Jónsson æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbæjar
Æskulýðsstarf hefur verið með
miklum blóma á Dalvík það
sem af er vetri. Taflfélag Dal-
víkur hefur staðið fyrir skák-
mótum í vetur og virðist skákin
njóta æ vaxandi vinsælda á
staðnum. Þá hefur einnig verið
mikið líf í félagsmiðstööinni
Gimli sem er í eigu Dalvíkur-
bæjar. Haft var samband við
Ingimar Jónsson, æskulýðs-
fulltrúa Dalvíkurbæjar til að
fregna nánar hvaða starfsemi
hafi farið fram í félagsmiöstöö-
inni í vetur.
„í félagsmiðstöðinni er alltaf
opið hús tvisvar í viku og svo er
félagsmiðstöðin alltaf opin til
ýmissa starfa og þar hafa krakk-
arnir verið með klúbbastarfsemi
og þess háttar. Þetta er samstarf
milíi Dalvíkurskóla og félagsmið-
stöðvarinnar þannig að klúbbarnir
starfa á vegum skólans þótt starf-
ið fari fram í félagsmiðstöðinni.
Þarna hafa starfað t.d. borðtenn-
isklúbbur og skákklúbbur og þar
að auki hafa krakkarnir fengið að
nota húsið til skemmtanahalds
t.d. fyrir bekkjarkvöld ogfleira,“
segir Ingimar.
í fyrra fengu unglingar á Dal-
vík heimsókn frá félagsmiðstöðv-
unum á Akureyri. Haldin var
sameiginleg kvöldvaka þar sem
unglingarnir sáu sjálfir um
skemmtiatriði. Þótti þessi heim-
sókn takast vel og er nú ráðgert
að Akureyringar komi aftur í
heimsókn síðar í þessum mánuði.
í þessum mánuði munu ungir
Ólafsfirðingar einnig sækja
félaga sína á Dalvík heim og
samkvæmt venju verður haldin
íþróttakeppni þar sem Gagn-
fræðaskólarnir á Dalvík og Ólafs-
firði keppa.
Á vegum Ungmennafélags
Svarfdæla eru æfðar inniíþróttir
svo sem handbolti og aðrar bolta-
íþróttir en í haust var byrjað að
æfa sund en sú íþrótt hefur legið
í nokkurri lægð síðustu árin.
„Þetta er svona rétt að byrja.
Það eru 10 krakkar sem hafa tek-
ið þátt í þessum æfingum en af
því að þetta er útilaug þá er svo-
lítið kalt fyrir yngstu þáttakend-
urna svona yfir vetrartímann. En
þessar æfingar eru komnar af
stað og við vonumst til að hægt
verði að efla þetta og auka þegar
frá líður.
Skíðaíþróttin hefur notið vax-
andi vinsælda á staðnum enda
eiga Dalvíkingar mjög gott
skíðaland. Fyrir rúmum tveimur
árum var tekin í notkun ný skíða-
lyfta á skíðasvæðinu í Böggvis-
staðafjalli og er nú stutt ganga frá
bænum að neðri lyftunni og því
auðvelt að bregða sér á skíði.
Ingimar segir að til marks um
áhugann á skíðunum á Dalvík þá
hafi um 600 manns brugðið sér á
skíði í Böggvisstaðafjalli síðustu
helgina í janúar en það er um
helmingur bæjarbúa.
„Jú, krakkarnir er spennt fyrir
skíðunum og það eru margir sem
stunda skíðaíþróttina. En þrátt
fyrir það er mikið um að vera í
öðru starfi hér á staðnum enda er
framboðið fyrir unglingana mikið
og þau eru áhugasöm um að
taka þátt og starfa með,“ segir
Ingimar Jónsson, að lokum.
JÓH
Afsöl og sölutilkynningar vegna bílaviöskipta
a afgreíöslu Dags.
í þessu húsi er starfrækt félagsmiðstöð Dalvíkurbæjar. Hér fer fram margs konar klúbbastarfsemi svo og bekkjar-
kvöld á vegum Dalvíkurskóla.