Dagur - 08.02.1988, Side 13

Dagur - 08.02.1988, Side 13
8. íébruáí ’1988 - DAGUR - t3 hér & þor Það er vel hægt að venjast því að hafa rádýrskálfa uppi í sófa hjá sér, segir þessi enski dýravinur. Litla tíkin mín, hún Laura, tók að sér móðurhlutverkið til að byrja með. En eftir því sem rádýrskálfarnir stækka, verður það erfiðara fyrir hana, því hún er svo lítil. Þannig að nú er það ég sem verð að sjá alveg um þá, gefa þeim að borða, þrífa þá og þetta er alls ekkert auðvelt, segir Bernard. Rádýrskálfarnir, sem ekki er enn búið að gefa nafn, sofa í hundakörfu í eldhúsinu. Aðal- næring þeirra er þurrmjólk. Fór í tíma í rádýrskálfauppeldi Bernard gleymir því sjálfsagt aldrei, hvernig slysið vildi til. Hann gleymir heldur ekki þeim vandræðum sem hann var í, þeg- ar hann var kominn heim með litlu kálfana og var orðinn sann- færður um að þeir ætluðu að hafa þetta af. Hann hringdi í vin sinn sem er dýralæknir og bað hann um holl ráð. Til að læra þetta allt saman sem best fór hann síðan í tíma til þessa vinar síns í rádýrskálfaupp- eldi. Bernard er námfús og þetta virðist allt ganga í sögu hjá honum. Rádýrskálfarnir eru þæg- ir og stilltir og ferðast um allar trissur með Bernard í Landrov- ernum! Þeir sofa á næturnar - en það er meira en oft er hægt að segja um lítil mannabörn - hversu þæg sem þau annars eru. Að sjálfsögðu gerir Bernard sér grein fyrir því að hann getur ekki haft „börnin“ sín hjá sér að eilífu. Grasið á flötinni hans myndi ekki nægja þeim og þess vegna verður hann að senda þau til fyrri heimkynna. Spurningin er bara, hvort þau fara út í skóg eða í dýragarð þar sem þau geta lifað í eðlilegu umhverfi, en þó undir verndarvæng manna. Bamba-pabbi Bernard White er einlægur dýra- vinur. En það kom honum samt í opna skjöldu þegar hann varð allt í einu „faðir“ og „móðir“ tveggja nýfæddra rádýrskálfa. Hann hafnaði í þessu hlut- verki, þegar hann varð fyrir því óláni að keyra á rádýr sem hljóp yfir veginn fyrir framan hann, þegar hann var á ferð í Landrov- ernum sínum heima í Englandi. Rádýrið dó á staðnum og Bernard sem flýtti sér út úr bíln- um sá að hann gat því miður ekk- ert að gert. En rádýrið hafði ver- ið „ófrískt" og við áreksturinn bar það kálfunum tveim. - Hvað annað gat ég gert en að taka þessa litlu ræfla með mér heim? spyr Bernard. Breyttir lífshættir Þessi litlu grey sem Bernard tók að sér hafa breytt tilverunni hjá honum, og hann er sannfærður um að sú breyting sé til bóta. Núna eru fósturbörnin á beit í garðinum hans Bernards. Lífslíkur þeirra voru afar litlar eftir að þau misstu móður sína - en það var umhyggja Bernards sem hélt í þeim lífinu. nl dogskrá fjölmiðlo SJONVARPIÐ MÁNUDAGUR 8. febrúar 17.50 Ritmálsfréttir 18.00 Töfraglugginn. Endursýndur þáttur frá 3. febrúar. 18.50 Fréttaágrip og táknmáls- fréttir. 19.00 íþróttir. 19.30 Allt í hers höndum. Ný syrpa bresks gamanmynda- fiokks sem gerist á hemámsár- unum í Frakklandi og fjallar um Réne gestgjafa og viðskiptavini hans, Þjóðverja, andspyrnu- menn og breska flóttamenn. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Kvöldstund með Hermínu Kristjánsdóttur pianóleikara. Umsjónarmaður: Gylfi Pálsson. 21.20 Carl Lange. Norskt sjónvarpsleikrit. Leikstjóri: Terje Mærli. Aðalhlutverk: Erik Hivju, Lasse Lindtner og Per Görvell. Miðaldra maður fær dag einn rannsóknarlögregluna í heim- sókn, en hún gmnar hann um að hafa nauðgað lítilli stúlku. 22.35 Útvarpsfréttir í dagskrár- lok. □ SJÓNVARP AKUREYRI MÁNUDAGUR 8. febrúar 16.15 Vinstúlkur. (Girl Friends.) Tvær vinkonur deila ibúð á Man- hattan. Önnur vinnur fyrir sér sem ljósmyndari en hin hittir draumaprinsinn og stofnar með honum heimili. Aðalhlutverk: Melanie Meyron, Eli Wallach, Adam Cohen og Anita Skinner. 17.50 Hetjur himingeimsins. (He-man.) 18.15 Handknattleikur. Sýnt frá helstu mótum í hand- knattleik. 18.45 Fjölskyldubönd. (Family Ties.) 19.19 19.19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á baugi. 20.30 Sjónvarpsbingó. Sjónvarpsbingóið er unnið í sam- vinnu við styrktarfélagið Vog. GlæsUegir vinningar eru boði. Símanúmer sjónvarpsbingósins er 673888. 20.55 Dýralíf i Afríku. (Animals of Africa). Fræðsluþættir um dýralíf Afr- íku. 21.20 Vogun vinnur (Winner Take All.) Framhaldsmyndaflokkur í tíu þáttum. 9. þáttur. 22.10 Dallas. 23.00 Vargarnir. (Wofen). Einkaspæjari í New York fær það verkefni að rannsaka óhugnanleg og dularfuU morð. Aðalhlutverk: Albert Finney, Rebecca Neff og Eddie Holt. Stranglega bönnuð bömum. 00.50 Dagskrárlok. © RAS 1 MÁNUDAGUR 8.febrúar 6.45 Veðurfregnir - Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Bergþóm Jónsdóttur. Finnur N. Karlsson talar um dag- legt mál kl. 7.55. 9.00 Fréttir. 9.03 Morgunstund barnanna. „Húsið á sléttunni" eftir Laum Ingals Wilder. 9.30 Morgunleikfimi. 9.45 Búnaðarþáttur. Ólafur R. Dýrmundarson ræðir við Sigurjón Bláfeld Jónsson um loðdýrarækt. 10.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr söguskjóðunni - Leyni- makk um herstöðvar, blöðin komast í málið. 11.00 Fréttir • Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit ■ Tónlist ■ Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir Tilkynn- ingar • Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Streita. Umsjón Erna Indriðadóttir. (Frá Akureyri.) 13.35 Miðdegissagan: „Á ferð um Kýpur“ eftir Olive Murray Chapman. 14.00 Fréttir ■ Tilkynningar. 14.05 Á frívaktinni. 15.00 Fréttir ■ Tónlist. 15.20 Lesið úr forustugreinum landsmálablaða. Tónlist. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Vasapen- ingar og ráðstöfunarfé barna og unglinga. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Bach. 18.00 Fréttir. 18.03 Visindaþáttur. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Um daginn og veginn. Vilhjálmur Lúðviksson fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins talar. 20.00 Aldakliður. 20.40 Hvunndagsmenning. 21.10 Gömul danslög. 21.30 Útvarpssagan: „Kósakkam- ir" eftir Leo Tolstoi. 22.00 Fréttir ■ Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma. Séra Heimir Steinsson les 7. sálm. 22.30 Upplýsingaþjóðfélagið Annmarkar og ávinningur. 23.10 Frá Schuberthátiðinni í Hohenems 1987. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. MANUDAGUR 8. febrúar 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með frétta- yfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00 og 9.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Vaknað eftir helgina: Fréttarit- arar í útlöndum segja tíðindi upp úr kl. 7.00, síðan farið hringinn og borið niður á ísafirði, Egils- stöðura og Akureyri og kannað- ar fréttir landsmálablaða, héraðsmál og bæjarslúður viða um land kl. 7.35. Thor Vilhjálms- son flytur mánudagssyrpu að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Umsjón: Leifur Hauksson, Egill Helgason og Sigurður Þór Salv- arsson. 10.05 Miðmorgunssyrpa. Meðal efnis er létt og skemmti- leg getraun fyrir hlustendur á öllum aldri. Umsjón: Kristín Björg Þorsteins- dóttir. 12.00 Á hádegi. Dægurmálaútvarp á hádegi hefst með yfirliti hádegisfrétta kl. 12.00. Stefán Jón Hafstein flytur skýrslu um dægurmál og kynnir hlustendaþjónustuna, þáttinn „Leitað svars" og vettvang fyrir hlustendur með „orð í eyra". Simi hlustendaþjónustunnar er 693661. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 A milli mála. Umsjón: Rósa Guðný Þórsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálin tekin fyrir: Ævar Kjartansson, Guðrún Gunnars- dóttir og Stefán Jón Hafstein njóta aðstoðar fréttaritara heima og erlendis sem og útibúa Útvarpsins norðanlands, aust- an- og vestan-. Illugi Jökulsson gagnrýnir fjölmiðla og Gunn- laugur Johnson ræðir forheimsk- un íþróttanna. Andrea Jónsdótt- ir velur tónlistina. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Kvöldtónar. Ókynnt tónlist af ýmsu tagi. 22.07 í 7-unda himni. Snorri Már Skúlason flytur glóð- volgar fréttir af vinsældalistum austan hafs og vestan. 24.10 Vökudraumar. 01.00 Vökulögin. Tónhst af ýmsu tagi i nætur- útvarpi til morguns. Veðurfregnir kl. 4.30. Fréttir eru sagðar kl. 2, 4, 5, 6, 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20,14,15,16,17,18,19,22 og 24. RlKlSUIVARPtÐ AAKUREYRl Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni. MÁNUDAGUR 8. febrúar 8.07-8.30 Svæðisútvarp Norður- lands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norður* lands. Umsjón: Kristján Sigurjónsson. Mjóðbylgjan FM 101,8 MÁNUDAGUR 8. febrúar 8.00-12.00 Morgunþáttur Hljóð- bylgjunnar. Olga Björg Örvarsdóttir með rólega tónhst í morgunsárið, auk upplýsinga um veður, færð og flugsamgöngur. 12.00-13.00 Ókynnt tónlist. 13.00-17.00 Pálmi Guðmundsson og gömlu góðu uppáhaldslögin. Óskalög, kveðjur og hin sívin- sæla talnagetraun. 17.00-19.00 Siðdegi i lagi. Ómar Pétursson og íslensk tónlist. Róleg íslensk lög í fyrir- rúmi ásamt stuttu spjalli um daginn og veginn. 19.00-20.00 Ókynnt tónlist með kvöldmatnum. 20.00-24.00 Kvöldskammturinn. Marinó V. Marinósson skammt- ar tónlistina í réttum hlutföUum fyrir svefninn. Fréttir sagðar kl. 10.00,15.00, og 18.00. 989 BY LG JAN, MANUDAGUR 8. febrúar 07.00-09.00 Stefán Jökulsson og morgunbylgjan. Stefán kemur okkur réttum meg- in framúr með góðri morguntón- Ust, spjallar við gesti og litur í blöðin. 09.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum nótum. Hressilegt morgunpopp gamalt og nýtt, getraunir, kveðjur og sitthvað fleira. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-15.00 Ásgeir Tómasson á hádegi. Létt tónhst, innlend sem erlend - vinsældalistapopp og gömlu lögin í réttum hlutföUum. Saga dagsins rakin kl. 13.30. 15.00-18.00 Pétur Steinn Guð- mundsson og síðdegisbylgjan. Pétur Stemn leggur áherslu á góða tónUst í lok vinnudagsins. Litið á vinsældaUstana kl. 15.30. 18.00-19.00 Hallgrimur Thorsteins- son í Reykjavík siðdegis. Kvöldfréttatimi Bylgjunnar. Hallgrimur Utur yfir fréttir dags- ins með fólkinu sem kemur við sögu. 19.00-21.00 Bylgjukvöldið hafið með góðri tónlist. 21.00-24.00 Valdis Gunnarsdóttir. TónUst og spjaU. 24.00-07.00 Næturvakt Bylgj- unnar. Bjami Ólafur Guðmundsson.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.