Dagur - 15.02.1988, Blaðsíða 2

Dagur - 15.02.1988, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 15. febrúar 1988 Nýtt póstnúmerakerfi fyrir Akureyri - eftirleiðis tvö númer í notkun í stað eins áður Nýtt póstnúmerakerfi hefur verið tekið upp á Akureyri þannig að hér eftir er ekki nægjanlegt að skrifa númerið 600 nema viðkomandi heimilis- fang sé sunnan Glerár. Nú eru því tvö númer í gangi í bænum, annars vegar 600 sem gildir sunnan Glerár og hins vegar 603 sem gildir fyrir svæðið norðan Glerár. Þessa dagana er verið að taka í notkun póstflokkunarstöð fyrir Glerárhverfi þannig að nú getur skipt verulegu máli að rétt póst- númer sé notað. Póstur sem berst t.d. frá Reykjavík verður því flokkaður þar eftir númerum sem auðveldar vinnu við flokkun hér fyrir norðan. „Ég gæti trúað að það geti munað einum degi fyrir fólk í Glerárhverfi hvort pósturinn er rétt merktur eða ekki. Ef númer- ið 600 er notað fyrir póst sem fara á í Glerárhverfi þá fer hann fyrst í gegnum stöðina í Hafnarstræti í stað þess að fara beint í flokkun í nýju stöðinni í Glerárhverfi,“ sagði Gísli Eyland, stöðvarstjóri Pósts og síma á Akureyri. Aðspurður sagði Gísla að líta mætti á nýju stöðina í Glerár- hverfi sem undanfara að stofnun útibús þar. „Þetta þurfti líka að gera vegna þess að þrengsli fyrir bréfbera voru orðin mjög mikil í stöðinni í Hafnarstræti og eru það reyndar enn. En stofnun úti- bús pósthússins í Glerárhverfi er þó ekki fyrirsjáanleg alveg á næstunni,“ segir Gísli. JÓH Knattspyrnufélag Akureyrar: Áhugi er fyrir byggingu íþróttahúss Allt frá því að Knattspyrnufé- lag Akureyrar lauk byggingu félagsheimilisins við Lundar- tún hefur legið í loftinu, að nauðsynlegt væri að reisa íþróttahús í nágrenninu. Iþróttahús á þessum stað myndi óneitanlega koma sér vel fyrir nemendur Lundar- skóla, því þeir þurfa fiestir að sækja íþróttakennslu í íþrótta- húsið við Laugargötu. Hörður Ólafsson, skólastjóri Lundarskóla, var spurður að því hvort eitthvert samband hefði verið milli forsvarsmanna KA og Lundarskóla vegna hugsanlegrar byggingar íþróttahúss. Sagði hann þá, að óformlegar viðræður hefðu farið fram milli sín og for- manns foreldrafélags Lundar- skóla annars vegar og formanns knattspyrnudeildar KA og for- manns félagsins hins vegar. Þeir síðarnefndu hefðu þá kynnt áhugaefni sín með tilliti til bygg- ingar íþróttahúss. KA-menn horfa til þess að gólfflötur hússins yrði t.d. 44x22 metrar, en Lundarskóla væri þó ekki kappsmál að hafa þá stærð frekar en aðra. Forsvarsmenn KA hafa viðrað hugmynd að staðsetningu íþróttahúss við skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar. Samkvæmt þeirri hugmynd gæti húsið staðið sunnan við nýbyggingu þjónustu- íbúða fyrir aldraða við Víðilund. Ennfremur hefur komið fram, að KA-menn hafa hugsað sér að íþróttahúsið yrði til fullra afnota fyrir Lundarskóla, en sá skóli ásamt Síðuskóla býr við langa vegalengd frá íþróttamannvirkj- um. Pað skal tekið fram, að mál þetta mun vera á algjöru umræðustigi, og hafa engar ákvarðanir verið teknar um bygg- ingu íþróttahúss KA enn sem komið er. EHB Hvað skyldi Jóhann gera í þessari stöðu? Dökkt útlit hjá vörubflstjómm - segir Víkingur Guðmundsson, formaður Vals á Akureyri „Atvinna hjá bilstjórunum er mjög lítil um þetta leyti en þaö alvarlegasta er aö útlitið er ákaflega dökkt framundan. Það litla sem liggur fyrir af verkefnum fer frekar til ann- arra en okkar,“ sagði Víkingur Guðmundsson, formaður Vörubílstjórafélagsins Vals á Akureyri. Bifreiðastjórar í Val Á Siglufirði hcfur það eins og víða annars staðar verið vandamál hvað gera skuli við þá lifur sem til fellur hjá fisk- verkendum. Lifrin hefur ekki verið nýtt og menn hafa ýmist losað hana í höfnina þar sem af hlýst hinn mesti sóðaskapur, eða laumað henni í annan úrgang sem ekki er vinsælt heldur. reka Bifreiðastöðina Stefni. Víkingur sagði, að litla sem enga vinnu væri að fá hjá Akur- eyrarbæ fyrir bílstjóra Stefnis um þetta leyti árs, og það sama væri að segja um aðra aðila, sem bíl- stjórarnir hefðu keyrt fyrir. En fá vörubílstjórar þá ekki atvinnuleysisbætur? „Pað hefur ekki gengið vel að fá þær greidd- Félagar í Knattspyrnufélagi Siglufjarðar fundu í fyrravetur ráð til að losa verkendur við lifr- ina og um leið hagnast sjálfir. Félagsmenn sjá til þess að lifrinni sé safnað í tunnur og koma henni síðan til fyrirtækisins Lýsis hf. í Reykjavík sem kaupir hana til bræðslu. í fyrra voru með þessum hætti send um 10 tonn af lifur og er þetta einn stærsti liðurinn í ar. Landssamband vörubifreiða- stjóra er að taka við úthlutun bótanna og menn hafa aðeins einu sinni fengið bæturnar greiddar í vetur, þrátt fyrir að þeir skrái sig vikulega hjá Vinnu- miðlunarskrifstofunni. Lands- sambandið vinnur úr skráning- unni í Reykjavík, en þeir biðja sífellt um ný plögg, og því tefst fjáröflun knattspyrnudeildarinn- ar. Aðallega er um að ræða lifur frá smærri saltfiskverkendum sem að sögn Harðar Júlíussonar formanns deildarinnar hafa stutt vel við bakið á knattspyrnu- mönnum. Nú er ætlunin að fá að koma tunnum um borð í togar- ana þar sem mikið fellur til af lifur. ET útborgun bótanna," sagði Vík- ingur. Á Stefni vinna nú 27 bílstjórar, en leyfi er fyrir 29 vörubíla á stöðinni og 6 flutningabíla. Vík- ingur sagði, að undanfarið hefði verið rætt um að'leyfa þeim, sem vildu, að hætta akstri yfir vetrar- mánuðina, og fækka bílum niður í 25 að vetrinum. Bílum yrði aft- ur fjölgað að sumarlagi um fimm eða fleiri, því yfirleitt væri skort- ur á vörubílum á sumrin. Að vísu þyrftu Stefnisbílstjórar að greiða 13.500 krónur á mánuði í ýmis gjöld og framlög til stöðvarinnar, en t.d. mætti hugsa sér að þeir, sem tækju sér frí yfir veturinn, greiddu aðeins hálft gjald. Fjárhagserfiðleikar hafa hrjáð rekstur Stefnis um alllangt skeið, og eru orsakir vandans margvís- legar, en ekki síst óstöðug atvinna. Hugmyndir um að selja núverandi húsnæði hafa komið fram, og einnig hefur sú breyting orðið á að bílstjórar sjá sjálfir um innheimtuna. Áð sögn Víkings er oft erfitt að fá greitt fyrir akstur- inn og innheimta er einnig tíma- frek. EHB Gífurleg aukning í byggingu íbúðarhúsnæðis - á Akureyri 1987 Á síðasta ári var hafin smíði 110 íbúða á Akureyri. Þetta má segja að sé bylting frá því sem var árið þar á undan því þá var aðeins hafin smíði 28 íbúða í bænum. í yfirliti byggingarfulltrúa Akureyrar yfir byggingarfram- kvæmdir á síðasta ári kemur fram að hafin var smíði þriggja einbýlis- húsa, þriggja raðhúsa með sam- tals 16 íbúðum og fimm fjölbýlis- húsa með 92 íbúðum. Árið á undan voru raðhúsaíbúðirnar 6 en fjölbýlishúsaíbúðirnar 22. Á árinu 1986 var ekki hafist handa við byggingu einbýlishúss á Akureyri. Á síðasta ári var 21 íbúð skráð fullgerð á Akureyri. í árslok voru 29 einbýlishús, 27 íbúðir í rað- húsum og 72 íbúðir í fjölbýlishús- um fokheldar og lengra komnar. Skemmra á veg komnar voru í árslok 6 einbýlishús, 10 íbúðir í raðhúsum og 41 íbúð í fjölbýlis- húsum. ET Siglufjöröur: Knattspymumenn hirða lifrina

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.