Dagur - 15.02.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 15.02.1988, Blaðsíða 15
15. febrúar 1988 - DAGUR -15 Minning: T Sæmundur Dúason Fæddur 10. nóvember 1889 - Dáinn 4. febrúar 1988 Sæmundur Dúason, afi minn er dáinn. 98 ára varð hann 10. nóvember sl. Margt hefur drifið á daga manns sem náði svo háum aldri. Ég er ekki þess megnug að geta rakið þá sögu, enda er það ekki ætlunin. Fyrsta minning mín af afa var þegar ég fékk að vera hjá honum og ömmu, Guðrúnu Þorláksdóttur í Grímsey. Hann var kennari þar í 10 ár. Þá var ég bara lítil stelpa, og þótti mér mikið ævintýri að fá að dvelja hjá þeim. Afi útbjó sérstakt rúm- stæði handa mér í einu horninu á herberginu þeirra. Það var eins og lítill bás, bara fyrir mig. Svo smíðaði hann litla hrífu, sem passaði mér. Mér fannst ég vera lítil prinsessa. Þetta var góður og skemmtilegur tími. Síðan fluttu þau til Siglufjarðar. Þar áttu mamma og pabbi og við systkinin heima. Afi fór að kenna við barnaskólann þar. Ófáar ferðirn- ar fór ég út í Bakka í hvernig veðri sem var. Það var í lagi ef ég komst þangað, því afi fylgdi mér heim. Það vissi ég. Eftir að ég flutti til Akureyrar með foreldr- unt mínum 1953 fór ég á hverju sumri til þeirra á meðan þau bjuggu þar. 1959 fluttu þau til Reykjavíkur og dvöldu þar til ársins 1965 að þau fluttu til Akur- eyrar og bjuggu með móður minni Mögnu eftir það. Það var mikið lán fyrir okkur að fá að vera samvistum við þau. Afi var mikill kennari og heill hafsjór af fróðleik. Þegar við þurftum að vita eitthvað þá var farið til afa. Við höfðum þá trú að hann vissi allt. Við kölluðum hann alfræði- bókina okkar. Það brást heldur ekki, en oft sagði hann ef hann var ekki alveg viss „mig minnir", svo kom svarið. Við gátum alltaf treyst því að það væri rétt. íslenskumaður var afi mikill og þeir sem lærðu íslensku hjá hon- um voru vel í stakk búnir í þeim efnum. Börnin mín áttu því láni að fagna að fá að vera honum samtíða. Og öllum þótti svo vænt um langafa. Margan fróðleik sóttu þau til hans sem seint gleymist. Hann fór með heilu Ijóðabálkana fyrir okkur án þess að hika þegar hann var 97 ára. Mörg heilræðin gaf hann okkur í veganesti. Eitt sinn sagði hann við mig þegar honum þótti ég heldur fljót að svara í bræði: „Margrét frænka, lokaðu munninum og teldu hægt upp að tíu í huganum. Ef þig langar að segja sömu orðin eftir það, þá segðu þau.“ Oftar en ekki var mesta reiðin runnin af og þá sagði maður eitthvað allt annað en í upphafi var ætlað. Sjálfur var hann ákaflega varkár í orðum og hugsaði áður en hann talaði. Minningin um góðan afa mun fylgja okkur. Hann náði ekki að verða 100 ára eins og hann sagð- ist alltaf ætla að verða. Nú er hann búinn að hitta ömmu aftur. Hún lést 13. maí 1980. Tveim dögum áður, eða 11. maí höfðu þau verið gift í 70 ár. Ég veit að hún hefur tekið vel á móti Sæmundi sínum. Þegar dóttir mín sagði syni sínum 4 ára að langilangi væri dáinn, þá sagði hann: „Þá er hann kominn til Guðs.“ Svo hrein og sannfærandi er barnstrúin. í þeirri trú kveð ég þig afi minn og þakka þér fyrir allt. Margrét Emilsdóttir. Veggspjald frá Umferð- arráði „Náum fótfestu í hálkunni" Umferðarráð hefur látið gera veggspjald til að vekja athygli á slysahættu gangandi fólks í vetrarfærð og fáanlegan búnað til þess að koma í veg fyrir slys í hálku. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Grétar O. Róbertsson læknir og prófessor Gunnar Þór Jónsson yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans gerðu, er rosknu vinnufæru fólki hættast í hálku. Athugunin spannar árin 1985 og 1986 og voru framhand- leggsbrot sérstaklega könnuð. Vegna beinþynningar er roskn- um konum hættara en öðrum í þessum efnum og brotna þær oft eftir fremur lítið fall. Umferðarráð hvetur fólk til að sýna aðgæslu í vetrarumferð, hvort sem það er akandi eða gangandi og að nota öryggisbún- að sem hæfir ferðum á þessum árstíma. Ferðu stundum á hausinn? Fullorðnum er hættara við slysum en ungu fólki. Sérstaklega er rosknum konum, vegna beinþynningar, h»tt vift hfiinhrntiim. negldum getum við verið nokkuð „svellköld“.. en - FORUM ÞO VARLEGA! Hundruð gangandi manna slasast árlega í hálkuslysum. Hvemig værí að heimsækja skósmiðinn strax! | UMFERÐAR 'RÁÐ •m Laus staða Starf fjármálastjóra (rekstrarstjóra) við Kennaraháskóla íslands er laust til umsóknar. Fjármálastjóra er ætlað að hafa i umboði rektors og skólaráðs umsjón með gerð fjárhags- áætlana, rekstri og fjármálum skólans. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Flverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 7. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 8. febrúar 1988. Laus Staða kennslustjóra í uppeldis- og kennslufræðum við félagsvísindadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. í starfinu felast eftirtaldir þættir: 1. Umsjón æfingakennslu og kennslu sem henni tengist. 2. Skipulagning endurmenntunar framhaldsskólakennara í uppeldis- og kennslufræðum. 3. Samvinna um kennaramenntun við aðrar deildir háskól- ans og við grunnskóla og framhaldsskóla. 4. Önnur verkefni sem félagsvísindadeild kann að ákveða vegna menntunar og starfsþjálfunar kennara. Áskiliö er að umsækjandi hafi full kennsluréttindi á fram- haldsskólastigi og a.m.k. fimm ára starfsreynslu sem kennari í framhaldsskóla eða grunnskóla. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri greinargerð um námsferil, kennslu og önnur störf skulu sendar menntamálaráðuneyt- inu, Flverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. mars nk. Menntamálaráðuneytið, 8. febrúar 1988. Sjukraliöar Laus er til umsóknar staða sjúkraliða á sjúkra- og ellideild Flornbrekku í Ólafsfirði. Umsóknum skal skila á bæjarskrifstofuna Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, fyrir 25. febrúar nk. Nánari upplýsingar veita eftirtalin: Formaður stjórnar í síma 96-62151. Forstöðumaður Hornbrekku í síma 96-62480. Hjúkrunarforstjóri Hornbrekku í síma 96-62480. Matsveinn! Matsvein vantar á togarann Rauðanúp frá Raufar- höfn. Upplýsingar í síma 96-51200 og á kvöldin og helgar í símum 96-51296 eða 96-51212. I FRAMSÓKNARMENN 1 AKUREYRI Bæjarmálafundur verður að Hafnarstræti 90 mánud. 15. febrúar kl. 20.30. Fjárhagsáætlun bæjarins 1988. Fulltrúar í nefndum beðnir að mæta. Ert þú áskrifandi? Dagur Akureyri, sími 96-24222 Dagur Húsavík, sími 96-41585 Dagur Reykjavík, sími 91-17450 Dagur Sauðárkróki, sími 95-5960 Dagur Blönduósi, sími 95-4070 Skílið getraunaseðlinum fyrir janúar sem fyrst Einungis skuldlausir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.