Dagur - 15.02.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 15.02.1988, Blaðsíða 7
15. februar 1988 - DAGUR,- 7 Visa-bikarmót SKÍ: Tvöfaldur sigur Önnu Maríu Visa-bikarmót SKÍ í alpagrein- um í flokki fullorðinna fór fram í Hlíðarfjalli um helgina. Á laugardag var keppt í svigi en í stórsvigi í gær. Mótið átti að fara fram á Siglufirði og var Isafjörður varakeppnisstaður. Þar sem ekki var hægt að halda mótið á þessum stöðum, vegna slæmra skilyrða, var það flutt til Akureyrar. Erfiðlega gekk að halda mótið í Hlíðarfjalli og þá sérstaklega í gær, vegna hvassviðris en það tókst þó að lokum. Heimamenn voru mjög sigursælir og hirtu öll verðlaunin nema tvenn. Anna María Malmquist frá Akureyri sigraði bæði í svigi og stórsvigi en þeir Örnólfur Valdimarsson úr Reykjavík og Valdemar Valde- marsson frá Akureyri sigruðu í svigi og stórsvigi. Annars urðu úrslit þessi: Svig kvenna: 1. Anna María Malmquist A 1:54,25 2. Kristín Jóhannsdóttir A 2:00,95 Svig karla: 1. Ornólfur Valdimarsson ÍR 1:55,66 2. Kristinn Svanbergsson A 1:59,27 3. Ingólfur Gíslason A . 2:00,85 Stórsvig kvenna: 1. Anna María Malmquist A 2:08,63 2. Bryndís Ýr Viggósdóttir A 2:09,14 3. Ingigerður Júlíusdóttir D 2:14,68 Stórsvig karla: 1. Valdemar Valdemarsson A 2:04,05 2. Ingólfur Gíslason A 2:06,52 3. Rúnar Ingi Kristjánsson A 2:08,96 Fjarðargöngunni frestað Fjarðargöngunni sem vera átti í Ólafsfirði á laugardag, var frest- að vegna þess að ófært var á mótsstað. Anna María Malmquist sigraði bæði í svigi og stórsvigi um helgina. Mynd: ehb Úrvalsdeildin í körfubolta: Þór litil hindrun Valdemar Valdemarsson sigraði í stórsvigi á Visa-bikarmótinu um helgina. Mynd: EHB fyrir Njarðvíkinga Það var eins og við mátti búast að Þórsarar höfðu ekki mikið að gera í Islandsmeistara Njarðvíkur á heimavelli þeirra síðarnefndu. Njarðvíkingar gátu leyft sér þann munað að láta varalið sitt spila bróður- partinn af leiknum en sigra samt örugglcga 91:69. Strax frá byrjun var greinilegt að Þórsliðið bar of mikla virðingu fyrir andstæðingum sínum og trúði því ekki að það gæti sigrað í leiknum. Mikið var um klaufa- lega mistök hjá þeim og niá sjálf- sagt rekja það til taugaóstyrkni Þýski handboltinn: Obreytt a toppnum - Dusseldorf og Gummersbach geröu jafntefli og einnig Essen og Kiel Engin breyting varð á toppn- 6:6. í seinni hálfleik leiddi Gummersbach með þetta einu til um í vestur-þýsku úrvalsdeild- inni í handbolta að loknum leikjum helgarinnar. Tveir hörkuleikir fóru fram í gær og varð jafntefli í þeim báðum. Dússeldorf og Gummersbach gerðu jafntefli 16:16 og í leik Essen og Kiel urðu úrslitin 25:25. Leikur Dússeldorf og Gum- mersbach var mjög harður og hörkuspennandi. Bæði liðin sýndu mjög góðan varnarleik og þá var markvarslan einnig mjög góð. í hálfleik var staðan jöfn tveimur mörkum þar til um 10 mínútur voru til leiksloka. Þá náði Dússeldorf að jafna 13:13 og komast yfir 14:13. Liðin skiptust síðan á um að hafa forystu til leiksloka en þegar leiktíminn var úti, var staðan jöfn 16:16. Dússel- dorf var með boltann síðustu tvær mínútunar en tókst ekki að koma boltanum í netið hjá Gummersbach. Páll Ólafsson lék vcl með Dússeldorf og skoraði 2 mörk. Kristján Arason stóð einnig fyrir sínu í liði Gummersbach og skor- aði 3 mörk. Hinn stórleikur umferðinnar var viðureign Essen og Kiel og lauk honum einnig með jafntefli, 25:25. Staða efstu liða hefur því ekkert breyst og á þessu stigi er ómögulegt að spá í það hvaða lið hreppir meistaratitilinn. Gum- mersbach, Kiel og Dússeldorf eru jöfn að stigum í efsta sætinu en Gummersbach hefur besta markahlutfallið. Essen lið Alíreðs Gíslasonar er síðan í fjórða sæti. Lemgo lið Sigurður Sveinssonar er í áttunda sæti en lék ekki um helgina. og virðingar fyrir andstæðingun- um. Ekki er hægt að segja að leikurinn hafi verið vel spilaður, en þó brá fyrir á milli skemmti- legu samspili og fallegum körfum. Sturla Örlygsson og Árni Lárusson voru fjarri góðu gamni hjá Njarðvíkingum en það kom ekki að sök, því mótstaða Þórs- ara var ekki mikil. Að vanda var Valur Ingimundarson bestur hjá Suðurnesjamönnunum og áttu þeir rauðklæddu oft í mestu erf- iðleikum með að stöðva hann. Annars er Njarðvíkurliðið skipað jöfnum einstaklingum og er það líklegast sterkasta hlið íslands- meistaranna, þ.e. að enginn er ómissandi í liðinu. Þórsliðið náði sér ekki á strik í þessum leik og mætti það ofjörl- um sínum í þetta skiptið. Jóhann Sigurðsson var einna bestur og skoraði fallegar körfur. Bjarni Össurarson og Konráö Óskars- son áttu eitinig þokkalegan leik. en í heild liefur liðið oft leikið betur. Stig Þórs: Jóhann Sigurðsson 16, Konráð Óskarsson 13, Jón Héðinsson 12, Eiríkur Sigurðs- son 10, Bjarni Össurarson 10, Björn Sveinsson 6, Ágúst Guð- mundsson 2. Stig UMFN: Valur lngimund- arson 24, Hrciðar Hreiðarsson 17, Helgi Rafnsson 13, Teitur Örlygsson 11, Friörik Ragnars- son 6, Ellert Magnússon 5, Jóhann Sigurðsson 4, ísak Tómasson 4. AP Bjarni Össurarson og félagar í Þór hittu fyrir ofjarla sína í Njarðvíkum á föstudagskvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.