Dagur - 15.02.1988, Blaðsíða 10

Dagur - 15.02.1988, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 15 febrúar 1988 íþróttir Enska knattspyrnan: Man. Utd. að komast á skrið - en ekkert stöðvar Liverpool - Óvænt hjá Norwich gegn Newcastle Aðstæöur til að leika knatt- spyrnu á Vicarage Road í Wat- ford á laugardaginn voru væg- ast sagt lélegar, völlurinn furðuleg blanda af leðju, vatni, sandi og einstaka grastoppur þar á milli. En leikmenn Liverpool sem mættu heima- mönnum létu það ekkert á sig fá og þrátt fyrir hinar slæniu aðstæður léku leikmenn liðsins mjög góða knattspyrnu. Peter Beardsley átti sérlega góðan leik, ásamt John Barnes sem var fagnað innilega af áhorf- endum sem fylltu leikvanginn og kunnu vel að meta þessa fyrrverandi hetju sína. Ray Houghton, Steve McMahon og Nigel Spackman héldu öllum völdum á miðjunni út leikinn og Watford sem ekki hafði tap- að leik síðan Steve Harrison tók við sem framkvæmdastjóri átti ekki möguleika í leiknum, þrátt fyrir að leikmcnn liðsins fengju sín marktækifæri. Á 29. mín. tók Liverpool for- ystu, Beardsley lék lagiega á Wilf Rostron bakvörð Wattord og sendi boltann í netið. Þrátt fyrir að Watford léki undan vindi og regni í síðari hálfleik hélt Liver- pool sömu yfirburðum og á 48. mín. bætti John Aldridge við öðru marki Liverpool eftir send- ingu frá Houghton. Tveim mín. síðar gerði Beardsley þriðja mark liðsins eftir einleik og á 60. mín. gerði Barnes fjórða markið upp á eigin spýtur. Luther Blissett skoraði eina mark Watford 15 mín. fyrir leikslok. Manchester Utd. fylgir í humátt á eftir Liverpool í topp- baráttunni, en það er 12 stiga munur á liðunum. Tvö mörk Utd. á tveim mín. í upphafi síð- ari hálfleiks dugðu liðinu til sigurs á útivelli gegn Chelsea. Steve Bruce skoraði fyrra markið er boltinn barst til hans er bjarg- að var á línu frá Viv Anderson og Liarn O’Brien bætti síðara mark- inu við eftir undirbúning Brian McClair. Liðið lék af krafti og leikmenn virtust ákveðnir að láta ekki sigurinn af hendi, en Chelsea átti betra skilið í leiknum, þeir hefðu hæglega getað skorað fjög- ur mörk í leiknum, en urðu að láta eitt nægja rétt í lokin. Vara- maðurinn Colin West skoraði markið eftir aukaspyrnu Tony Dorrigo, en óheppnin hefur elt Chelsea í vetur og liðið þarf að taka sig verulega á ef falldraugur- inn á ekki að ríða húsum þar í vor. Bobby Robson landsliðsein- valdur Englendinga sá leik Sout- hampton og Nottingham For. sem fram fór í drullusvaði sem gerði leikmönnum ómögulegt að leika almennilega knattspyrnu. Miðvörður Forest, Des Walker sem var undir smásjá Robson átti mjög góðan leik og hélt Danny Wallace algerlega niðri. Pví er nú spáð að Walker taki stöðu Terry Butcher í enska landsliðinu. Southampton hóf leikinn betur og markvörður Forest. Steve Sutton varði mjög vel frá Andy Townsend áður en liðið náði for- ystu á 31. mín. með marki Colin Clarke úr vítaspyrnu eftir brot Stuart Pearce. En framkvæmda- stjóri Forest, Brian Clough brosti þó að nýju er sonur hans Nigel jafnaði í lok fyrri hálfleiks hans 17. mark í vetur. Clough var ekki ánægður fyrr í vikunni er stjórn félagsins neitaði honum um leyfi til að taka við framkvæmda- stjórastöðunni hjá landsliði Wales jafnframt því að stjórna Forest. Ekki er þó talið að Clough yfirgefi félagið, heldur láti nægja að senda stjórnar- mönnum Forest tóninn f gegnum dagblöðin. Southampton fékk dauðafæri í lok leiksins, en Clarke brenndi af og liðin sættust á jafntefli. Everton lék sinn 13. leik síðan á nýársdag um helgina og þrátt fyrir mikið álag á liðið vegna fjölda bikarleikja tókst leik- mönnum að leggja Q-P.R. að velli á heimavelli sínum. Á 39. mín. tók heimaliðið forystu, Paul Power tók hornspyrnu sem sner- ist inn að marki Q.P.R. þar sem Paul Parker reyndi að hreinsa frá, en tókst ekki betur en svo að hann þrumaði knettinum í eigið mark. Yfirburðir Everton voru miklir, en upp við mark and- stæðinganna á liðið í erfiðleikum. Eina tækifæri Q.P.R. kom á 63. mín., en Neville Southall mark- vörður Everton varði glæsilega frá Martin Allen. Sex mín. síðar gerði Everton út um leikinn en bakvörðurinn Neil Pointon skrapp fram í sóknina og skoraði. Trevor Steven meiddist eitthvað í leiknum og talið vafasamt að hann geti leikið með enska landsliðinu í vikunni, en Everton leikur um næstu helgi gegn Liverpool í FA-bikarnum og þar verður örugglega hart barist. Arsenal og Luton mættust á heimávelli Arsenal, en miklar líkur eru á því að þessi lið muni Jeika til úrslita um deildabik- arinn í vor. Arsenal vann fyrri leikinn gegn Everton og Luton hélt jöfnu í útileik sínum gegn Oxford í vikunni. En á laug- ardag hafði Arsenal umtalsverða yfirburði gegn Luton þrátt fyrir nauman sigur. Bakvörðurinn Lee Dixon sem Arsenal keypti nýlega frá Stoke City lék sinn fyrsta leik með liðinu og stóð sig mjög vel. Arsenal skoraði tvívegis á fyrstu sex mín. leiksins, fyrst Mike Thomas með skalla eftir mistök í vörn Luton og síðan David Rocastle sem fékk sendingu inn fyrir vörn Luton frá David O’Leary. Mark Stein skoraði mark Luton á síðustu mín. leiks- ins. Óvænt úrslit urðu í leik New- castle gegn Norwich þar sem heimaliðið tapaði 1:3 og Norwich lék mjög vel, þó enginn betur en útherjinn Ruel Fox sem var óvið- ráðanlegur í leiknum. Fox lagði upp fyrsta inarkið strax eftir 16 sek. fyrir Robert Fleck og þrátt fyrir að Paul Gascoigne langbesti maður Newcastle næði að jafna með fallegu marki á 20. mín. tókst heimamönnum ekki að ná tökum á leiknum. Ekki hafði síð- ari hálfleikur staðið lengi er Fox lék á tvo varnarmenn Newcastle, scndi síðan fyrir markið þar scm Fleck var mættur og skoraði af öryggi. Sex mín. fyrir leikslok kom síðan þriðja markið, Dale Gordon lék vörn Newcastle grátt áður en hann vippaði boltanum yfir markvörðinn, en Kevin Drinkell náði þó af honum mark- inu er hann hjálpaði boltanum yfir marklínuna. Coventry vann sinn fyrsta sigur í deildinni síðan fyrir jól. David Phillips skoraði fyrsta markið og síðan bætti David Bennett við tveim mörkum í 3:0 sigri liðsins á Sheff. Wed. Portsmouth á nú í alvarlegum fjárhagsvanda og gjaldþrot jafn- vel yfirvofandi. Liðið náði þó í stig á útivelli gegn West Ham, Tony Cottee náði forystunni fyrir West Ham, en Tcrry Connor jafnaði fyrir Portsmouth, bæði mörkin skoruð í síðari hálfleik og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Charlton náði forystu á heima- velli gegn Wimbledon með marki Mark Reid úr vítaspyrnu, en Terry Gibson náði að jafna leik- inn fyrir Wimbledon. Oxford og Tottenham skildu jöfn í markalausum leik og Tottenham heldur því áfram að valda sínum mörgu fylgismönn- um vonbrigðum. I 2. deild tapaði Crystal Palace óvænt á útivelli gegn W.B.A. Don Goodman skoraði eina mark leiksins 20 mín. fyrir leiks- lok, en Palace sótti látlaust nær Mike Thomas skoraði fyrra mark Arsenal gegn Luton með skalla. allan tímann en fór illa með fjölda tækifæra og markvörður Álbion, Peter Hucker sem er þar í láni frá Oxford varði frábærlega vel. Blackburn heldur öðru sætinu, sigraði Barnsley á útivelli, Scott Sellars skoraði eina mark leiks- ins. Bradford sigraði Oldham í miklum markaleik 5:3. John Hendrie skoraði þrjú af mörkum Bradford. Millwall sigraði Reading 3:2 eftir að hafa verið undir 1:2. Teddy Sherringham gerði tvö af mörkum Millwall. Manchester City sigraði í sín- um fyrsta deildarleik á árinu. Mörk frá Imre Varadi og Paul Stewart dugðu gegn Bourne-: mouth. Leicester sigraði Leeds Utd. í mjög fjörugum leik, Gary McAll- ister skoraði tvö af mörkum Leic- ester, en niörk Leeds Utd. gerðu Gary Williams, fyrsta mark leiks- ins, og John Sheridan úr víti. Leikur Middlesbrough og Aston Villa var leikinn á sunnu- daginn. Tony Daley náði forystu l'yrir Aston Villa í fyrri hálfleik og allt leit út fyrir að Villa sigraði í sínum 12. leik á útivelli, þegar Bruce Rioch framkvæmdastjóri Boro skipti báðum varamönnum sínum inn og annar þeirra, Alan Kernaghan jafnaði á 81. mín. og þrem mín. síðar skoraði mið- vörðurinn Tony Mowbray sigur- mark liðsins. Á toppi 3. deildar er Sunder- land með 63 stig, Notts County 60. Á botninum eru Doncaster með 27 stig og York City með 15 stig. I 4. deild er Wolves í efsta sæti með 57 stig og Cardiff City 54 stig, en á botninum eru Stockport með 29 stig og Newport með 19 stig. Scarborough sem kom inn í 4. deildina í fyrra á í miklum fjár- hagskröggum og forystumenn félagsins efast um að það hafi verið félaginu til góðs að komast upp í deildina. Liðið náði þó góð- um úrslitum á laugardag á útvelli gegn Leyton Orient. Orient var yfir 2:0, en Scarborough var ekki búið og skoraði þrjú mörk á síð- ustu fjórum mín. leiksins og sigr- aði. Brian McClair lagði upp síðara mark Man. Utd. í leiknum gegn Chelsea. Knatt- spymu- úrslit Úrslit leikja í 1. ug 2. deild ensku knattspyrnunnar um helgina urðu þessi: 1. dcild: Arsenal-Luton 2:1 Charlton-Wimbledon 1:1 Chelsea-Man.United 1:2 Coventry-Sheff.Wed. 3:0 Everton-Q.P.R. 2:0 Newcastle-Norwich 1:3 Oxford-Tottenhain 0:0 Southampton-Nott.Forest 1:1 Watford-Liverpool 1:4 West Ham-Portsmouth 1:1 2. deild: Barnsley-Blackburn 0:1 Bradford-Oldham 5:3 Huddersfield-Swindon 0:3 Hull-Stoke 0:0 Ipswich-Plymouth 1:2 Leicester-Leeds 3:2 Man.City-Bournemouth 2:0 Middlesbro-Aston Villa 2:1 Reading-Millwall 2:3 Sheff.Utd.-Shrewsbury 0:1 W.B.A.-C.Palace 1:0 Getraunaröðin er þessi: Ix2-12x-x2x-211 Staðan 1. deild Liverpool 26 20- 6- 0 63:12 66 Man.United 28 15- 9- 4 43:27 54 Nottm.Forest 26 14- 7- 5 50:24 49 Everton 26 13- 7- 6 38:16 46 Arscnal 27 13- 6- 8 39:26 45 Q.P.R. 27 12- 7- 8 32:30 43 Wimbledon 27 11- 9- 7 40:31 42 Luton 26 11- 5-10 40:32 38 Sheff.Wed. 27 11- 4-12 33:42 37 Tottenham 27 9- 7-11 26:31 34 Southampton 27 8- 9-10 35:39 33 Newcastle 26 8- 9- 9 31:38 33 West Ham 27 7-11- 9 29:35 32 Chelsea 28 8- 7-13 34:47 31 Portsmouth 28 6-12- 10 27:44 30 Norwich 27 8- 5-14 26:34 29 Coventry 25 7- 7-11 27:39 28 Derby 25 6- 6-13 22:32 24 Oxford 26 6- 6-14 32:53 24 Watford 27 5- 8-14 18:36 23 Charlton 27 4- 9-14 24:41 21 Staðan 2. deild Aston Villa 32 17- 10- 5 51:27 61 Blackburn 31 17- 9- 5 45:28 60 Middlesbro 31 16- 8- 7 43:25 56 C.Palace 32 17- 4-11 66:48 55 Millwall 32 17- 4-11 52:40 55 Bradford 30 16- 6- 8 48:38 54 Leeds 32 14- 8-10 45:41 50 Hull 30 13- 10- 7 43:40 49 Ipswich 31 13- 7-11 40:31 46 Man.City 31 13- 7-12 60:45 45 Swindon 28 13- 6- 9 52:37 45 Stoke 31 12- 7-12 38:40 43 Plvmouth 30 12- 6-12 48:46 42 OÍdhani 31 11- 7-13 42:45 40 Barnsley 28 11- 6-11 42:37 39 Birmingham 31 10- 8-13 31:48 38 Bournem. 30 9- 7-14 43:49 34 W.B.A 32 9- 5-18 36:54 32 Leicester . 30 8- 7-15 39:46 31 Sheff.Utd. 31 8- 6-17 32:53 30 Shrewsbury 32 6- 11-15 27:42 29 Reading 30 6- 6-18 34:55 25 Huddersf. 30 4- 8-18 31:71 20 Þ.L.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.