Dagur - 02.03.1988, Side 1

Dagur - 02.03.1988, Side 1
71. árgangur Akureyri, miðvikudagur 2. mars 1988 43. tölublað Filman þin á skiliö þaö besta / ► Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 - Sími 27422 - Pósthólf 196 Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. I Eyjafjörður: Sérverkefni um heilsu- og júgurhreysti kúa - tuttugu bæir taka þátt í verkefninu Nú stendur yfir á Eyjafjarðar- svæðinu sérverkefni sem ætlað er að gera eftirlit með heilsu- fari kúa skilvirkara úti á bæjunum. Að þessu verkefni standa mjólkursamlag KEA, Rannsóknarstofa Mjólkuriðn- aðarins og yfirdýralæknisemb- ættið. Búist er við að þetta verkefni taki um tvö ár en en 20 bæir og 750-1000 kýr taka þátt í verkefninu. Haft er náið eftirlit með þeim bæjum sem taka þátt og safnað Skógerð SÍS: Bæjar- ábyrgð saman ýmsum upplýsingum um aðstöðu og umhverfi, svo og heilsufar kúa. Einnig fá bændur ábendingar varðandi þau atriði sem bætur mættu fara. Öll þau bú sem taka þátt í þessu verkefni eru skýrslufærð sem gerir að verkum að þær upp- lýsingar er hægt að nota við úrvinnslu gagna. Búist er við að um eitt ár taki að safna upplýs- ingum og síðan taki við úrvinnsla í um eitt ár. Eftir það ættu niður- stöður að liggja fyrir. Þeir sem að verkefninu standa vonast til að með þessu verði þeim sem starfa að eftirliti með heilsu- og júgur- hreysti kúa auðveldað sitt starf. I blaðinu í dag er nánar rætt um þetta verkefni við Ólaf Jóns- son dýralækni en hann er starfs- maður Rannsóknarstofu mjólk- uriðnaðarins en hann hefur yfir- umsjón með þessu verkefni. JÓH Þrjú börn fæddust á Akureyri á hlaupársdaginn 29. febrúar og voru |>aö allt drengir. Á myndinni cru mæöurnar meö drengina, f.v. Halla Snorradóttir, Elísabet Karlsdóttir og Rebckka Sigurðardóttir. Mynd: tlv Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar í gær var samþykkt sam- hljóða að heimila fram- kvæmdasjóði bæjarins að ábyrgjast lán að upphæð allt að 10,5 milljónir kr. vegna kaupa einkaaðila á skóverk- smiðju SÍS á Akureyri. Mál þetta var ekki á formlegri dagskrá bæjarstjórnar en sam- þykkt var að taka það til afgreiðslu utan dagskrár. Bifreiðatryggingar á Akureyri: Glannaskapurinn kostar 27 milljónir aukalega í iðgjöld! Atvinnumálanefnd barst erindi þetta í gærmorgun, en það er dagsett 27. febrúar og er frá Stefáni Sigtryggssyni, Goða- byggð 7 á Akureyri. Stefán sendi þetta erindi fyrir sína eigin hönd og fleiri aðila, sem hafa verið í samningaviðræðum við verslun- ardeild SÍS um kaupin. Sam- bandið mun hafa sett það sem skilyrði, og ákvæði er um það í kaupsamningnum, að starfsfólki skógerðarinnar verði ekki sagt upp störfum. Gert er ráð fyrir verulegum skipulagsbreytingum í framleiðsl- unni, og er fé það sem samþykkt var að ábyrgjast m.a. ætlað til vélakaupa í verksmiðjuna. Áætl- aður starfsmannafjöldi er 35-40 manns. EHB Eigendur ökutækja með A- númer voru heldur betur rass- skelltir um mánaðamótin þeg- ar tryggingaiðgjöld þessara bif- reiða voru færð upp í fyrsta áhættuflokk. Þetta þýðir auka- lega 30% hækkun iðgjalda sem svarar um 27 milljónum króna fyrir allt svæðið. Er þetta hærri upphæð en nemur kostnaði Akureyrarbæjar við viðhald gatna og þjóðvega í þéttbýli og vegna viðhalds vegna umferð- armála, svo sem umferðar- merkinga, rekstri umferðar- Ijósa, gatnalýsinga og annarra framkvæmda þessu tengdu. Ástæða þess er sú, að tjóna- þungi vegna umferðarslysa á Ákureyri hefur stóraukist sam- fara mikilli fjölgun bifreiða. Nú vita flestir sem á þessu svæði búa, að það eru ekki aðeins Akureyringar sem aka um á A- númerum, Bændur í Svarfaðar- dal þurfa t.d. að taka á sig að meðaltali 150% hækkun iðgjalda bifreiða sinna vegna umferðar- slysa á Akureyri. Tryggingaeftirlit ríkisins er stofnun sem sér um gjaldþolseft- irlit þ.e. sér um að iðgjöld séu í samræmi við áhættu og að neyt- endur fái sanngjarna tryggingu fyrir það fé sem þeir greiða. Sam- kvæmt upplýsingum frá þeim, er helsta breytingin sem fylgdi flutn- ingnum milli áhættuflokka, að nú flokkast A-bifreiðir með bifreið- um með R, Y, G og Ö númerum. Bifreiðar með þessum fimm skráningarstöfum bera hæstu tjón í umferðarslysum. Fyrir breytinguna voru áhættu- flokkarnir þrír. Með þessari sam- ræmingu, samcinast aðrir þétt- býliskjarnar en að ofan voru taldir, dreifbýlinu. Þetta þýðir t.d. að iðgjöld bifreiðatrygginga Ólafsfirðinga munu lækka um 6,9%, en iðgjöld dreifbýlisfólks hækka um 4,2%. Ef litið er á meðaltalsbónus tryggingaiðgjalda, hefur Akur- eyri verið undir landsmeðaltali undanfarin ár. Á því sést enn betur, hversu seinheppnir eða miklir trassar ökumenn þar eru. Athygli vekur, að þeir sem hafa frá 20-40% bónus af iðgjöldum virðast oftast lenda í óhöppunt. Þeir sem hafa allt að 20% refsi- bónus ofan á iðgjöld upp í 0% og þeir sem eru með 50% eða meiri bónus, valda síður tjóni. VG Hitaveitan í Varmahlíð: Áform um að tengja 32 sveitabæi veitunni Miklilax: Lax lifandi undir snjó og klaka Þcim sem leið áttu um Fljótin í kuldunum á dögunum og vissu um 3 tonn af eldislaxi í 2 ker- um úti í Miklavatni, hefur sjálfsagt ekki komið annað til hugar, en laxinn væri stein- dauður undir klaka og snjó. En svo var ekki. Hér er um til- raun hjá Miklalaxi á sjóeldi í Miklavatni að ræða. „Það var komið á aðra mannhæð niður á þau þegar mest var. En það er ekki annað að sjá en fiskurinn sé lifandi í þeim. Til- raunin hefur samt leitt í ljós að það gengur ekki að vera með ker- in í vatninu yfir veturinn. Vegna þess að við getum ekki fóðrað fiskinn. Fiskurinn nær miklum vaxtarhraða yfir sumarið, en er nú svo að segja jafnstór og í haust, sökum þess að við höfum ekki náð að fóðra. Við verðum greinilega að hafa kerin á landi yfir veturinn eins og fiskeldi á ís- landi á að vera,“ sagði Reynir Pálsson framkvæmdastjóri Miklalax. - Nú var fiskur að drepast í kerum þarna syðra í vetur? „Já það var vegna undirkæling- ar. Sjórinn nær að kólna niður í allt að gráðu í mínus án þess að frjósa. En þar sem ferskvatn er á yfirborði Miklavatns, kemur strax skel ofan á, sem varnar því að sjórinn undir kælist svo mikið, en kemur um leið í veg fyrir að hægt sé að fóðra fiskinn.“ - En lifir þá fiskurinn án þess að hægt sé að fóðra hann? „Já hann gerir það. Líkams- starfsemin er voðalega hæg við þessi skilyrði og hann virðist ekk- ert þurfa til að halda í sér lífi, en stækkar auðvitað ekkert," sagði Reynir að endingu. -þá „Við erum búnir að senda lánastofnunum umsóknir um framkvæmdalán og höfum hug á að hefjast handa í vor um frekari lagningu hitaveitu á bæi í hreppnum. I deiglunni er að allir bæir norðan Varma- hlíðar að Reynistað tengist veitunni. Þannig að 20 bæir til viðbótar í Seyluhreppi og 12 í Staðarhreppi mundu þá njóta hennar,“ sagði Sigurður Har- aldsson bóndi á Grófargili oddviti Seyluhrepps. Gerðar hafa verið hagkvæmnis- kannanir á lagningu veitunnar. Annars vegar á tengingu bæjanna næst Varmahlíð að Marbæli, og hins vegar á allri línunni að Reynistað. Sýndi sú síðarnefnda mun minni stofnkostnað á hvern bæ. í hitteðfyrra var boruð ný bor- hola í Varmahlíð á vegum hita- veitu Seyluhrepps og í framhaldi af því 7 bæir tengdir veitunni. Fjórir bæir í Víðimýrarhverfinu svokallaða, Álftagerðisbæirnir og síðast Reykjarhóll sl. sumar. Vatn er nægt til hinna fyrirhug- uðu framkvæmda. Sigurður sagði að auðvitað mundu þessi áform ráðast af því hvernig til tækist með fjármögnun, en hann ætti allt eins von á því að fram- kvæmdir hæfust í sumar. Enn er eftir að ganga fullkomlega frá borholunni og verður hún fóðruð 210 metra niður í vor. -þá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.