Dagur - 02.03.1988, Blaðsíða 15

Dagur - 02.03.1988, Blaðsíða 15
á.’WarST98Ö - ÖÁfítitf - +á íþróttir Helgi Jóhannesson Þórsari í baráttu við leikmann Víkings Ó. Hclgi skoraði 70 stig fyrir.Þór í þremur leikjum. Mvnd: tlv Körfubolti 4. flokks: Víkingur Ó. vann alla sína leiki Þriðja og síðasta fjölliðainót 4. flokks á íslandsmóti yngri flokka í körfubolta fór fram um helgina. C-riðill 4. flokks var leikinn í Höllinni á Akur- eyri og liðin sem áttust við, voru Þór, ÍR b, Víkingur Ólafsvík og ÍR c. Víkingur vann alla sína leiki og flyst því í B-riðil. Þórsarar unnu aðeins einn leik en töpuðu hinum tveimur mjög naumlega. Víkingur vann Þór 57:51 og ÍR b vann Þór 58:52. Þórsarar unnu síðan ÍR c örugg- lega 63:40. ÍR b vann ÍR c 49:41, Víkingur vann ÍR b 60:39 og Víkingur vann ÍR c 52:38. Sem fyrr voru þeir Helgi Jöhannesson og Högni Friðriks- son stigahæstir Þórsara. Helgi skoraði alls 70 stig í þessum þremur leikjum en Högni skoraði 37 stig. Þá skoraði Jón Torfi Halldórsson 30 stig. Körfubolti 4. flokks: Tindastóll og USAH kepptu í Grindavík Haukar b báru sigur úr býtum í síðasta fjölliðamóti b-riðils íslandsmóts 4. flokks, sem fram fór í Grindavík um heig- ina. KR-ingar hlutu jafnmörg stig, en tap þeirra í innbyrð- isviðureigninni gegn Haukun- um réði úrslitum í mótinu. Tindastóll var eina liðið sem náði að leggja Haukana að velli. Tindastólsmenn urðu í fjórða sæti, á eftir ÍR-ingum. USAH tapaði hins vegar öllum sínum leikjum. Úrslit einstakra leikja urðu þessi: Haukar b-Tindastóll 39:43 USAH-ÍR 23:53 Tindastóll-KR 43:68 Haukar b-ÍR 65:51 USAH-KR 34:46 Tindastóll-USAH 29:23 ÍR-KR 41:44 USAH-Haukar b 27:48 Tindastóll-ÍR 43:57 Pétur Vopni Sigurðsson skor- aði langmest Tindastólsmanna á mótinu, 63 stig. Sigurður Levý gerði 52 og þeir Ingi Þór Rúnars- son og Ragnar Pálsson 17 hvor. -þá Handbolti 1. deild: Tekst KA-mönnum að halda sínu stríki? - mæta toppliði FH í Hafnarfirði í kvöld í kvöld mætast FH og KA í 1. deildinni í handbolta. Leikur- inn fer fram í íþróttahúsinu í Hafnarfirði og hefst kl. 20. FH-ingar sitja sem fyrr í efsta sæti deildarinnar en KA-menn eru í fjórða neðsta sæti og enn í mikilli fallhættu. KA-menn gerðu sér lítið fyrir og lögðu íslandsmeistara Víkings að velli í Höllinni á Akureyri fyrir viku og var sigur liðsins mjög sannfærandi. Það hefur verið áberandi í vetur, hversu illa KA hefur gengið gegn neðri liðunum en aftur staðið sig mun betur gegn toppliðunum. Liðið hefur tekið eitt stig bæði af FH og Val og tvö stig af Víkingi. Haldi KA- menn sínu striki í kvöld. munu þeir örugglega veita FH-ingum harða keppni og á góðum degi eiga þeir að geta farið með sigur af hólmi. Liðinu hefur aftur á móti geng- iö illa gegn bæði UBK og Stjörn- unni og tapað báðum viðureign- um sínum gegn liðunum. KA vann Þór í fyrri leik liðanna en gerði jafntefli við bæði ÍR og KR. En það var einmitt mark- vörður KR-inga, Gísli Felix Bjarnason sem brá sér í sóknina undir lok leiksins og jafnaði fyrir lið sitt, sem frægt varð. Nú eru aðeins fjórar umferðir eftir og auk leiksins við FH, eiga KA-menn eftir að mæta Þór og KR heima en ÍR úti. Pepsimót í svigi og göngu: Mikið fjör í Hlíðarfjalli í blaðinu á mánudag var við- tal við Ivar Webster körfu- knattleiksmann úr Haukum, þar sem m.a. kom fram að hann hyggst ekki leika oftar með íslenska landsliðinu. Ástæðan er sú að Ivar var dæmdur í langt keppnisbann af nefnd á vegum KKÍ vegna atviks sem átti sér stað í hálf- leik í leik UBK og Hauka skömmu fyrir jól og er hann alls ekki sáttur við þá máls- meðferð. Vegna fréttarinnar, hafði Björn M. Björgvinsson forrnað- ur KKÍ samband við blaðið og vildi koma á framfæri eftirfar- andi athugasemdum: „í fyrsta lagi er það dómstóll KKÍ sem dæmir ívar Webster í þetta bann en ekki aganefnd KKÍ eins og kemur fram í frétt- inni. Dómstóllinn er æðsta dómstig körfuknattleikshreyf- ingarinnar á íslandi. Aganefnd- in afgreiðir aftur þau mál sem dómarar kæra. í öðru lagi má segja það, að þessi atburður sem átti sér stað í Kópavogi, er einsdæini í íþrótta- sögu íslands. Að leikmaður sem er á leið til búningsherbergja skuli sleginn niður, lítur íþrótta- hreyfingin mjög alvarlegum augum.“ Um þá yfirlýsingu ívars Webster áð leika ekki meira með landsliðinu hafði Björn þetta að segja: „Menn verða að hafa getu til þess að spila með landsliðinu og þeir setja ekki landsliðsnefndinni stólinn fyrir dyrnar og segja, ég spila núna eða ég spila ekki. Það er gott að vita þetta viðhorf ívars en hann setur okkur ekki stólinn fyrir dyrnar og er ekkert sjálfsagður í landsliðið þegar hann segir til. Hann verður að sýna og sanna sína getu til þess að verða val- inn í landsliðið.“ Verðlaunahafar í svigi í flokki 12 ára stúlkna. Sigurvegarinn Hildur Ösp Þor- stcinsdóttir er lengst t.v. Myndir: tlv Það var mikið um að vera í Hlíðarfjalli um helgina en þá komu ungir og efnilegir skíða- menn frá Dalvík í heimsókn og tóku þátt í Pepsimótinu í svigi og göngu, ásamt jafnöldrum sínum frá Akureyri. Einnig var von á skíðamönnum frá Siglu- flrði en þeir urðu að hætta við að koma á síðustu stundu. Frekar fáir keppendur tóku þátt í göngunni og voru þeir nær allir frá Akureyri en mun meiri þátttaka var í sviginu. Einnig voru settar upp hindrana- og leikjabrautir sem krakkarnir spreyttu sig í. En úrslit á mótinu urðu þessi: Ganga: Drengir 8 ára og yngri, 1 km: 1. Helgi H. Jóhannesson 4,30 2. Anton I. Þórarinsson 4,34 3. Baldur H. Ingvarsson 4,47 Stúlkur 8 ára og yngri, 1,0 km: 1. Arna Pálsdóttir 6,08 Drengir 9-10 ára, 1,5 km: 1. Stefán Kristjánsson 8,29 2. Þóroddur Ingvarsson 8,55 3. Gísli Harðarson 10,00 Stúlkur 9-10 ára, 1,5 km: 1. Harpa Pálsdóttir 12,36 Stúlkur 11-12 ára, 2,5 km: 1. Sólveig Valgeirsdóttir 12,50 Svig: Stúlkur 9 ára: 1. Eva Bragadóttir D 1:25,85 2. Aðalheiður Reynisdóttir A 1:27,25 3 Snjólaug Jónsdóttir D 1:27,51 Piltar 9 ára: 1. Leifur Sigurðsson A 1:26,14 2. Hannes Steindórsson D 1:27,06 3. Helgi Indriðason D 1:30,57 Stúlkur 10 ára: 1. Hrefna Óladóttir A 1:16,59 2. Brynja Þorsteinsdóttir A 1:16,75 3. Lilja Birgisdóttir A 1:18,77 Piltar 10 ára: 1. Sveinn Torfason D 1:18,77 2. Jóhann G. Arnarson A 1:20,19 3. Magnús V. Árnason A 1:26,06 Stúlkur 11 ára: 1. Helga Berglind Jónsdóttir A 1:27,37 2. Þrúður Gunnarsdóttir A 1:37,16 2. Regína Gunnarsdóttir A 1:38,03 Piltar 11 ára: 1. Elvar Óskarsson A 1:20,72 2. Axel Grettisson A 1:22,80 3. Erlendur Óskarsson A 1:24,02 Stúlkur 12 ára: 1. Hildur Ösp Þorsteinsdóttir A 1:20,63 2. Fjóla Bjarnadóttir A 1:24,42 3. Margrét Eiríksdóttir D 1:25,28 Verðlaunahafar í flokki 8 ára og yngri. Sigurvegarinn Helgi H. Jóhannesson er lengst t.v. Piltar 12 ára: 1. Sverrir Rúnarsson A 1:16,18 2. Kristófer Einarsson A 1:20,20 3. Gunnþór Gunnþórsson D 1:22,00 Elvar Óskarsson sigraði í svigi í flokki 11 ára drengja. Athugasemd frá Birni M. Björgvinssyni formanni KKÍ vegna fréttar um mál ívars Websters á mánudag: „Brot ívars emsdæmi í íþróttasögu íslands“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.