Dagur - 02.03.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 02.03.1988, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 2. Wars 1988 Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs: Fáeinar ábendingar - Sigurður J. Sigurðsson skrifar Að undanförnu hafa farið fram nokkur skrif á síðum þessa blaðs og reyndar víðar, um fjárhagsáætlun Akureyrarbæj- ar og stofnanir hans. I þessum skrifum hefur margt komið fram, sem skýrir þær áætlanir sem gerðar hafa verið fyrir árið 1988. Ástæðan fyrir þessum viðbótarskrifum er fyrst og fremst sú að mér finnst að orð svo sem niðurskurður og slæm ijárhagsstaða hafi einkennt þessa umræðu og fært hana í þann búning að bæjarbúar geti haft það á tilfinningunni að verið sé að skerða við þá þjón- ustu og jafnframt að útlitið framundan sé ekki bjart. Þetta hef ég orðið var við og tel því fulla ástæðu til þess að setja fram nokkur atriði til þess að skýra hversu röng slík sjón- armið eru. Útsvar - staðgreiðsla Við þessi áramót tekur við nýtt skattkerfi sem veldur nokkrum breytingum fyrir sveitarfélög þar sem útsvar er nú greitt af tekjum yfírstandandi árs í stað þess að byggjast á tekjum liðins árs. Pessi breyting er þess valdandi að álagningarprósenta lækkar úr 10,6% (hér á Akureyri) í 6,7%, en það er það hlutfall sem inn- heimt er í staðgreiðslunni. Sveit- arstjórnir geta þó lagt'á hærra útsvar eða allt að 7,5%, enda þótt svo virðist sem öll sveitarfé- lög sætti sig við það hlutfall sem ákveðið var í staðgreiðslunni. Þá kæmi mismunur útsvarsálagning- ar frá 6,7% upp í 7,5% ekki fyrr en á næsta ári. Útsvarsálagning vegna skattskyldra tekna á árinu 1987 hefur enn ekki verið ákveð- in. Útsvar er nú reiknað af tekj- um sem áður voru undanþegnar útsvari. Pessi breikkun skatt- stofnsins er metin til 10% hækk- unar af stjórnvöldum, en sveitar- stjórnir telja þetta vera lægra hlutfall, eða 5-7,5%. Þá er gert ráð fyrir betri innheimtu útsvara. Staðreyndir þessa máls koma ekki strax í Ijós og er því erfitt að fullyrða um það hvor hefur rétt fyrir sér. Það sem veldur sveitar- félögum búsifjum á yfirstandandi ári er það fyrirkomulag stað- greiðslunnar að greiða sveitarfé- lögum útsvarshluta staðgreiðsl- unnar ekki fyrr en rúmum þrem vikum eftir launamánuð. Þetta leiðir til þess að ráðstöfunarfé bæjarsjóðs á fyrsta ári skerðist og verða útsvarstekjur aðeins fyrir mánuðina janúar til nóvember á yfirstandandi ári. Útsvarstekjur eru nú u.þ.b. 60% af heildar ráð- stöfunarfé bæjarins og því auð- séð hversu mikið mál það er þeg- ar tekjur eins mánaðar vantar. Þetta er vandamál yfirstandandi árs sem verður með öðrum hætti á næsta ári. Þetta er ein megin ástæða þess að minna ráðstöfun- arfé er hjá Akureyrarbæ á yfir- standandi ári. Fasteignagjöld Annar þáttur í tekjuöflun sveitj arfélaga eru fasteignagjöld. Á undanförnum árum hefur staðið nokkur styrr um álag á fasteigna- skatt af íbúðarhúsnæði. Stefna okkar sjálfstæðismanna hefur verið sú að leita leiða til þess að ekki þyrfti að innheimta fast- eignaskatt af íbúðarhúsnæði með álagi. Það er jafnframt ljóst að þeir flokkar sem mynda núver- andi meirihluta í bæjarstjórn hafa í máli þessu ólíkar skoðanir, sem varð að ná sáttum í við myndun nýs meirihluta í þessum bæ eftir síðustu bæjarstjórnar- kosningar. Við gerð fyrstu fjár- hagsáætlunar var þetta álag lækk- að niður í 10% en hafði verið 25% lengst af til þess tíma. Við gerðum okkur þær vonir að frek- ari lækkanir yrðu möguiegar nú, en því miður kom fljótt annað í ljós. Á sl. ári urðum við fyrir því áfallí að fasteignamat á Akureyri tók minni breytingum en annars staðar. Þetta var afleiðing þess að síðustu árin hafði fasteignaverð lækkað, sala var búin að vera treg og almenn vantrú hafði ríkt á framtíð staðarins. Breytt viðhorf til framangreindra þátta, með auknum kaupmætti, meiri vinnu og lækkun hitaveitu leiddu til þess að fasteignamat fór aftur hækkandi og hækkaði nú meir en annars staðar. Hlutfallið milli Akureyrar og Reykjavíkur hefur batnað. Við höfum orðið að sætta okk- ur við óbreytt álag á fasteigna- skatt með hliðsjón af heildaraf- komu ársins. Önnur sveitarfélög hafa orðið að hækka sínar álögur með hliðsjón af framangreindum staðreyndum. Þegar fasteignagjöld voru til ákvörðunar í bæjarstjórn lögðu bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins til að þessi álagsprós- enta yrði lækkuð. Þeir hafa nú lýst því yfir að hefðu þessar staðreyndir legið fyrir þá, sem komið hafa í ljós við gerð fjár- hagsáætlunarinnar, þá hefði af- staða þeirra til fasteignagjalda orðið með öðrum hætti. Aukin þjónusta í framsöguerindi bæjarstjóra með fjárhagsáætlun komu fram forsendur útreikninga og áætl- aðra útgjaldabreytinga milli ára. Nú sem fyrr er erfitt að gera sér grein fyrir kostnaðarbreytingum á árinu, en þó hefur sú breyting orðið, með tilkomu staðgreiðslu- kerfis skatta, að útsvar tekur nú þeim breytingum sem verða á launum. Almennt má segja um rekstur bæjarins að hann fer sífellt vax- andi, hraðar en bein íbúafjölgun segir til um. Þessu veldur vaxandi byggð, lengra gatnakerfi, fjölgun ökutækja, bætt heilbrigðisþjón- usta og menntunaraðstaða, fjöl- breytt tómstundastarf, aukin áhersla á umhverfismál og fleira sem tengist framfarasinnuðu þjóðfélagi. Það hlýtur því að verða sífellt flóknara dæmi að ná saman endum í rekstri sveitarfé- lags án þess að auka á skatt- heimtuna. Erfitt virðist að leggja af þá þjónustu sem einu sinni er komin. Þessum staðreyndum stöndum við andspænis og verðum sem félagsleg heild að finna okkur leiðir til þess að ná endum saman. Þó tekjur sveitarfélaga séu að megin hluta til byggðar á sköttum sem lagðir eru á einstaklinga vegna Iauna þeirra og skráðra eigna er ljóst að uppistaðan í öflugu samfélagi er þróttmikið atvinnulíf. Það er því mikilvægt að þær aðstæður skapist sem geri slíkt mögulegt. Breytt verkaskipting Sveitarstjórnum ber það hlutverk að fara með sameiginleg málefni bæjarbúa. Á liðnum árum hefur þessum verkefnum fjölgað og jafnframt hefur fyrirkomulag í stjórnun og fjármögnun orðið flóknara. Um mjög langan tíma hafa sveitarstjórnarmenn barist fyrir því að ná fram gleggri verkaskiptingu milii ríkis og sveitarfélaga. Nú bregður hins vegar svo við að þegar þessi mál eru tilbúin til umræðu á Alþingi að sveitarstjórnarmenn víðs veg- ar af landinu vilja frestun þessa máls. Framsetning fyrrihluta til- lagnanna í sjálfstæðu frumvarpi er ekki gallalaus og hefur m.a. orðið til þess að sveitarstjórnar- menn draga í efa að aðrir þættir verkaskiptingarinnar komist til framkvæmda með þeim hætti sem gert er ráð fyrir. Það hefði verið eðlilegra að setja verka- skiptinguna fram í einu lagi enda þótt framkvæmd verksins skiptist á fleiri en eitt ár. Það er ákaflega varasamt að ætla að stöðva þetta brýna hagsmunamál nú, enda þótt fyrstu þættir þessa máls séu sveitarfélögunum ekki hagstæðir á yfirstandandi ári. Þessi óvissa um framkvæmd verkaskiptingar- innar leiðir til þess að sveitar- stjórnir hafa sett fram sínar fjár- hagsáætlanir með hliðsjón af núverandi kerfi. Yaxandi rekstur Enda þótt hærra hlutfall tekna renni nú til reksturs bæjarins, en á síðasta ári, hefur hvergi verið lagður af rekstur. Þvert á móti er gert ráð fyrir nýjum rekstrarein- ingum í þessari áætlun. Má í því sambandi nefna atriði svo sem opnun tveggja dagvista og að fjárveitingar til dvalarheimilanna eru við það miðaðar að hægt sé að taka alla nýbygginguna við Hlíð í notkun á árinu. Fjölgað er kennslustofum í Síðuskóla og sérkennslubúnaður keyptur. Veruleg aukning er á fjárveiting- um til skipulags- og menningar- mála. Hér er því hvergi verið að slaka á þvert á móti. í framkvæmdum er við það miðað að standa að fullu við framlög okkar til sameiginlegra verkefna, svo sem skólabygginga og sjúkrahúss á móti framlögum ríkisins. Þá er gert ráð fyrir að gera sundlaug í Glerárhverfi fok- helda. Tímabundnar þrengingar vegna skattkerfisbreytinga og kostnaðarauki undanfarinna ára hefur að sjálfsögðu sín áhrif. Því varð að setja sér markmið sem raunhæft væri að ná. Jafnframt er gert ráð fyrir því að bæta versn- andi greiðslustöðu og stöðva frekari lántökur, en reyna þess í stað að greiða örlítið af skuldum. Þetta eru þau atriði sem ein- kenna þessa áætlun. Verklegar framkvæmdir Verklegar framkvæmdir á vegum bæjarins og stofnana hans eru mjög miklar á þessu ári. Hjá bæjarsjóði er gert ráð fyrir kr. 90 millj. til nýframkvæmda. Þá er gert ráð fyrir að hafin verði bygg- ing 40 íbúða á vegum Verka- mannabústaða og að varið verði um kr. 193 millj. til þess verkefn- is. Tii byggingar dvalarheimil- anna í Hlíð er ákveðið að verja kr. 35 millj. Framkvæmdir við höfnina eru áætlaðar að kosti kr. 60 millj., Vatnsveita Akureyrar er með framkvæmdaáætlun upp á kr. 32 millj., Rafveitan með framkvæmdir upp á kr. 35 millj. og Hitaveitan með framkvæmdir fyrir um kr. 15 millj. Með gatna- gerðarframkvæmdum eru hér í framkvæmd verkefni fyrir um kr. 500 millj. Af framansögðu má glöggt sjá hversu miklar og öflugar fram- kvæmdir eru í gangi á þessu ári.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.