Dagur - 02.03.1988, Side 3

Dagur - 02.03.1988, Side 3
2. mars 1988-DAGUR-3 JC Súlur á Akureyri: Setja upp tvö Ijósa- kort af Akureyri JC Súlur á Akureyri hafa sótt um að fá að setja upp Ijósakort af Akureyri á handrið gæslu- húss tjaldstæða Akureyrarbæj- ar við Þórunnarstræti. Erindi þetta var tekið fyrir og sam- þykkt í bygginganefnd bæjar- ins nýlega og síðan samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöld. Að sögn Guðlaugar Kristins- dóttur formanns fjáröflunar- nefndar JC Súlna er hér um að ræða stórt ljósakort sem fyrst og fremst verður ætlað fyrir ferða- fólk. Þjónustufyrirtæki í bænum geta keypt sig inn á kortið þ.e. þá munu upplýsingar um fyrirtækin verða skráð til hliðar viö kortiö og þar við getur fólk stutt á hnapp sem kveikir Ijós á þeim stað á kortinu þar sem viökom- andi fyrirtæki er staðsett. Ætlunin er að þetta ljósakort veröi uppi næstu þrjú árin og þá verði það tekið til endurskoðun- ar. JC Súlur munu sjá um að útbúa kortið og ennfremur mun félagið sjá um viðhald á því. I gær var ákveðið að annað kort verði sett upp á Umferðarmið- stöðinni í Hafnarstræti. Par kem- ur kortið til með að vera uppi allt árið um kring en á tjaldstæðinu verður kortið einungis uppi yfir sumartímann. JOH Félagsráösfundur KEA: Velta félagsins jókst um 24% milli ára „Heildarvelta Kaupfélags Ey- fírðinga í aðalrekstri var á árinu 1987 5.749,2 milljónir króna og hafði aukist um 24% frá árinu 1986. Veltuaukningin hélst þannig fyllilega í hendur við verðlagsþróun og reyndar rúmlega það. Velta félagsins í smásöluverslun jókst á Akur- eyri um 24,65% en utan Akur- eyrar um 16,04% og varð aukningin því að meðaltali 22,32%.“ Þetta kemur m.a. frarn í skýrslu Vals Arnþórssonar kaup- félagsstjóra sem lögð var fram á félagsráðsfundi á mánudaginn. í skýrslunni kemur fram að launa- Verölagsráö sjávarútvegsins: Verð á grásleppu- hrognum frjálst Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins 29. febrúar varð sam- komulag um að gefa frjálsa verðlagningu á grásleppu- hrognum á hrognkelsavertíð vorið 1988. Ennfremur varð samkontulag uin að gefa frjálsa verðlagningu á loðnu og loðnuhrognum til fryst- ingar á loðnuvertíð vorið 1988. greiöslur í aðalrekstri félagsins voru á árinu 1987 803,8 milljónir og höfðu aukist um 34,76% frá árinu áður. Hækkun launa- greiðslna er því vel innan marka hækkunar á kauptöxtum á árinu, sem bendir til meiri framleiðni, en hins vegar lýsir kaupfélags- stjóri í skýrslunni áhyggjum vegna þess að laun skuli hækka meira en sem nemur veltuaukn- ingu. í iðnaði varð veltuaukningin aðeins um 9,8% og munar þar mest um þann samdrátt sem varð hjá Smjörlíkisgerð og Efnagerð- inni Flóru. Gífurleg veltuaukning hjá Hótel KEA, um 42,65%, vegur mest í 27,29% veltuaukn- ingu þjónustufyrirtækja kaupfé- lagsins. í bifreiðadeild varð aukningin 28,38% og 62,77% í skipaafgreiðslu. Hjá fiskvinnslufyrirtækjum kaupfélagsins var veltuaukningin 34,38%. Á Akureyri .var aukn- ingin 44,3%, 44,5% í Hrísey og 37,6% í Grímsey. Veltuhæsta sjávarútvegsfyrirtækið var hins vegar frystihúsið á Dalvík en þar var framleiðsluverðmæti á síð- asta ári nálægt 400 milljónum króna. Veltuaukningin frá árinu áður var 25,43%. Velta úrvinnslufyrirtækja fyrir landbúnaðarafurðir jókst um 27,16%. Veltuaukning í stór- gripaslátrun varð hvorki meira né minna en 87,13% en 42,46% í sauðfjárslátrun. Sem fyrr vegur hins vegar veltuaukning nijólk- ursamlagsins mest en hún varð 22,97%. Framleiðsluverðmæti mjólkursamlagsins var á síðasta ári 1.266,8 milljónir. ET Vilhjálmur Ingi afhendir GuAmundi rósirnar. Mvnd: EHB Ráðherra fær rósir Guðmundur Bjarnason, heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, fékk fyrir skömmu fjórar rósir að gjöf, þegar hann var á ferð um Norðurland. Það var Vil- hjálmur Ingi Árnason sem færði ráðherranum rósirnar. Vilhjálm- ur Ingi hefur skrifað nokkrar greinar í Dag um laun tannlækna og eins og lesendur blaðsins muna, komst hann að þeirri niðurstöðu að tannlæknar hefðu um 12 þúsund krónur í tíma- kaup. Vilhjálmur Ingi hét á heil- brigðisráðherra að hann skyldi fá eina rós að gjöf fyrir hverjar þús- und krónur sem ráðherranum tækist að skera af reikningnum. Samkvæmt nýrri gjaldskrá fyrir tannlækningar, sem gildi tók þann 1. janúar s.l., hefði sam- bærileg aðgerð og Vilhjámur Ingi vitnaði til, kostað 3.881 krónu minna nú en þá. Vilhjámur Ingi stóð því við orð sín og afhenti Guðntundi Bjarnasyni rósirnar ' fjórar og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Giljahverfi: Einbýlis- húsalóðum fækkað - íbúðum í fjölbýli fjölgað um 79 Skipulagsnefnd Akureyrar hefur unnið að endurskipu- lagningu á fyrirhugaðri byggð í Giljahverfí með tilliti til auk- innar eftirspurnar eftir fjölbýl- ishúsalóðum á kustnað einbýl- ishúsalóða. Fjölbýlishúsalóðir eru á þrotum í bænum en eftir breytingar nefndarinnar mun íbúðum í fjölbýli fjölga um 79 frá fyrri áætlun um byggð í Giljahverfí. Samkvæmt tillögum nefndar- innar verða einbýlishús 172, mið- að við 193 í fyrri áætlun. í rað- húsum verða 283 íbúðir og er sú tala óbreytt, en íbúðir í fjölbýlis- húsum verða 205 í stað 126 í fyrri áætlun. Alls er hér um að ræða 660 íbúðir og hefur þcim fjölgað um 58 við þessar breytingar. íbúafjöldi í hverfinu gæti orðið í kringum 2.000. Það er mat skipulagsnefndar að rétt sé að Giljahverfi veröi næsti áfangi í uppbyggingu nýrra hverfa og fyrir utan áðurnefndar breytingar verði það í megin- atriðum í samræmi við áður sam- þykkta skipulagsforsögn og drög að deiliskipulagi. Nefndin telur ekki rétt að sinni að ráðstafa lóð, sem ætluð var fyrir grunnskóla í skipulagsdrög- um, til annarra nota þótt núgild- andi áætlanir í skólamálum geri ekki ráð fyrir skóla í hverfinu. Formanni nefndarinnar og skipu- lagsstjóra hefur verið falið að leita eftir því að fá arkitektastofu til að taka að sér fullvinnslu deili- skipulags á þeim hlutum hverfis- ins sem æskilegast er að fyrst byggist. SS Stofnun lífeyrissjóöa heima í byggðarlögunum: „Hluti af sjálfstæði hvers byggðarlags“ - segir Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri á Dalvík „Þessi umræöa hefur verið í gangi hér á Dalvík nokkuð lengi en þó aldrei verið meiri en nú upp á síðkastið,“ sagði Friörik Friðriksson, spari- sjóðsstjóri. Sparisjóðs Svarf- dæla á Dalvík er blaðið leitaði álits hans á hugmyndum um stofnun sérstakra lífeyrissjóða fyrir byggðarlögin. Friðrik sagði að 70-80 milljónir króna færu árlega úr byggðarlag- inu, þ.e.a.s. Dalvík og Svarfað- ardal, til lífeyrissjóðanna. Þetta Málefni skipaafgreiðslu KEA tekin fyrir sérstaklega -segir bæjarstjóri Akureyrarvegna afgreiðslu hafnarstjórnar á erindi vegna vöruskemmu „Við hljótum að skoða þetta nánar. Það er erfitt fyrir bæjarstjórn að grípa inn í þetta nema í víðtækara samhengi, t.d. með því að álykta sem svo að málefni Skipaafgreiðslu KEA verði tekin upp sérstak- lega,“ sagði Sigfús Jónsson, bæjarstjóri Akureyrar, að- spurður um afgreiðslu erind- is KEA hjá hafnarstjórn og bygginganefnd varðandi stækkun vöruskemmu. Eins og fram hefur komið þá tók hafnarstjórn neikvætt í erindi KEA um að stækka vöruskemmu kaupfélagsins við togarabryggj- una um 18 metra til vesturs. Bygginganefnd sendi hafnar- stjórn erindið til umfjöllunar, þar sem hér var um að ræða mann- virki á hafnarsvæði. „Það er ljóst að við verðum að útvega Skipaafgreiðslu KEA við- unandi aðstöðu, hvernig sem við förum að því. Það er verkefni bæjaryfirvalda, á hvaða hátt sem það verður gert. Mér finnst eðli- legast, að málefni skipaafgreiðsl- unnar verði tekin upp sérstak- lega," sagði Sigfús. Þegar bæjarstjóri var inntur nánar eftir málum sagði hann það rétt, að bygginganefnd væri ekki bundin af umsögn hafnarstjórn- ar, en þó væri líklegast að nefnd- in miðaði við hana í afgreiðslu sinni. „En ákvörðun bygginga- nefndar getum við ekki breytt því hún tekur vald sitt samkvæmt lögum. Bygginganefnd er ekki nema að hluta til undirnefnd bæjarstjórnar, og ef bygginga- nefnd segir nei við þessari umsókn getur bæjarstjórn ekki sagt já. Ef slíkt gerðist þyrfti að leita úrskurðar félagsmálalaráðu- neytisins, og fyrir slíku eru engin fordæmi á Akureyri. En ég skil rök hafnarstjórnar vel því gám- arnir hafa gjörbreytt flutningum og þeir hafa skapað rnikil þrengsli á þessu svæði. KEA hefur gamalt loforð um stækkun, og því verður að taka málið upp í víðara samhengi," sagði Sigfús að lokum. EHB fjárntagn komi bæði frá atvinnu- rekendum og launþegum. „Þetta eru háar tölur og það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir hversu brýnt þetta mál er fyrir okkur eins og önnur byggð- arlög. Það er fyrir löngu orðið tímabært að taka á þessu máii og best er að menn fari að athuga fyrir alvöru hvort ekki sé lagaleg- ur grundvöllur fyrir stofnun líf- eyrissjóða fyrir minni staðina vegna þess að þetta er hluti af sjálfstæði hvers byggðarlags. Hér er á stórmál á ferðinni," sagði Friðrik. Aðspurður um hvernig mögu- legt væri að hrinda þessu í fram- kvæmd sagði hann að til þyrfti að koma þrýstingur frá fólkinu á stöðunum. „Fyrir okkur vakir að þetta geti verið sameiginlegur sjóður fyrir fyrir alla, bæði sjómenn, landverkafólk, skrif- stofufólk og aðra. Og ef vel ætti að vera þarf sltkur sjóður einnig að ná yfir sveitirnar þ.e. bændur og búalið," sagði Friðrik Friðriks- son. JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.