Dagur - 02.03.1988, Side 4

Dagur - 02.03.1988, Side 4
Á - D’AGUR' - PJVnbtit '198ð' ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI S(MI: 24222 ÁSKRIFT KR. 660 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 60 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 465 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉSPÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGÁSON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (Iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar Ríkisstjórnin kynnti á mánudaginn þær aðgerðir sem hún hyggst grípa til í efnhagsmálunum. Aðgerðirnar eru þríþættar: í fyrsta lagi aðgerðir til að bæta hag útflutningsgreinanna. í öðru lagi aðgerðir til að hamla gegn viðskiptahalla og skuldasöfnun erlendis og í þriðja lagi aðgerðir til vaxtalækkunar á fjármagns- markaði innanlands. Til að bæta hag útflutningsgreinanna var gengið fellt um 6%. Uppsafnaður söluskattur í fiskvinnslu verður endurgreiddur að fullu og launaskattur í sjáv- arútvegi og samkeppnisgreinum iðnaðar felldur niður frá og með 1. júlí n.k. Þá verður skuldum sjávarútvegs- fyrirtækja við ríkissjóð breytt í lán til lengri tíma. Loks verður unnið áfram að fjárhagslegri endurskipulagn- ingu fyrirtækja í útflutningsgreinunum í samstarfi við viðskiptabanka, Byggðastofnun og aðrar lánastofnan- ir. Eins og áður sagði, beinast þessar aðgerðir að því að rétta hag útflutningsgreinanna og þá fyrst og fremst fiskvinnslunnar. Hins vegar veldur það nokkr- um áhyggjum að stjórnvöld aðhafast ekki frekar að sinni til að laga stöðu annarra útflutningsgreina. Það hefur nefnilega löngum viljað brenna við að í efna- hagsaðgerðum sé miðað við að fiskvinnslan sé í kring- um svokallaðan „núllpunkt" en þá gefur nokkuð auga leið að afkoma flestra annarra útflutningsgreina okkar er neðan þeirra marka. Þetta er sérstaklega áhyggju- efni fyrir þá sem búa úti á landsbyggðinni. Annað atriði, sem áhyggjum veldur, er það að ljóst er að raungengið kemur til með að hækka á árinu. Með raungengi er átt við launakostnað og annan tilkostn- að útflutningsgreinanna. Hann er mun hærri hér á landi en í samkeppnislöndum okkar og mun augljós- lega hækka talsvert á árinu, með þeim afleiðingum að samkeppnisstaða útflutningsgreinanna versnar. Til að hamla gegn viðskiptahalla og erlendri skulda- söfnun og freista þess að minnka þensluna, hyggst ríkisstjórnin m.a. draga úr ríkisútgjöldum. Þá mun ríkisstjórnin beina því til sveitarfélaga og annarra framkvæmdaaðila, að dregið verði úr framkvæmdum eftir því sem föng eru á. Vissulega er þörf á því að draga úr þenslunni í þjóðfélaginu, en hafa ber hugfast að þenslunnar gætir fyrst og síðast á höfuðborgar- svæðinu. Sveitarfélög utan þess svæðis hafa vart fjár- hagslegt bolmagn um þessar mundir til að standa í framkvæmdum. Ríkisstjórnin hlýtur því fyrst og fremst að beina þessum tilmælum til framkvæmdaað- ila á höfuðborgarsvæðinu en þar er borgarstjórn Reykjavíkur í broddi fylkingar. Hvort gengisfellingin nú og aðrar þær efnahagsað- gerðir sem ríkisstjórnin hyggst grípa til, er skamm- góður vermir, eða hvort þær duga til þess að koma okkur út úr því svartnætti sem nú ríkir í efnahagslíf- inu, skal ósagt látið. Tíminn mun leiða það í ljós. BB. mr; • l*u**r- viðtal dagsins Ólafur Jónsson dýralæknir á skrifstofu sinni í Mjólkursamlagi KEA. Mynd: JÓH „Það má alltaf bæta eftirlitið“ - segir Ólafur Jónsson dýralæknir Nú er hafið á Eyjafjarðarsvæð- inu sérverkefni milli Mjólkur- samiags KEA, Rannsókna- stofu mjólkuriðnaðarins og yfirdýralæknisembættisins. Með verkefninu er ætlunin að gera eftirlit með heilsufari og júgurhreysti kúa skilvirkari úti á bæjunum. Hér á Eyjafjarð- arsvæðinu hafa verið valdir 20 bæir og 750-1000 kýr til að taka þátt í þessu verkefni. Áætlað er að þetta verkefni taki um tvö ár en að þessu vinnur Ólafur Jónsson, sem er starfsmaður á Rannsóknastofu mjólkuriðnaðarins. Ólafur útskrifaðist sem dýralæknir frá dýralæknaháskólanum í Ósló árið 1983. Hann starfaði með hléum við dýralækningar á Héraði en fór einnig í fram- haldsnámi í faraldsfræði (epi- demiologi) og fyrirbyggjandi aðgerðum við dýralæknahá- skólana í Ósló og Kaupmanna- höfn. Á síðasta ári kynnti hann sér júgurbólgurannsóknir við dýralæknaháskólann í Hann- over í Þýskalandi. Áhugi hjá samlagi og bændum - Hvers vegna varð þetta svæði fyrir valinu í þessu verkefni? „Eyjafjörður var valinn af þeim ástæðum að hér er áhugi einna mestur fyrir rannsóknum bæði hjá samlagi og bændum. En ég tek það skýrt fram að þetta svæði er alls ekki slæmt hvað varðar heilsu kúa eða júgur- bólgu, síður en svo. Við þurftum að fá ákveðinn fjölda skýrslu- færðra búa, ákveðinn fjölda manna sem vildi taka þátt í til- raun sem þessari. Það var kjörið að gera þessa tilraun hér í Eyja- firði vegna þess að mjólkursam- lagið hefur hér mjög góða rann- sóknastofu og það er eitt mjólk- urbúa á íslandi sem mælir reglu- lega kuldakæra og hitaþolna gerla í ógerilsneyddri mjólk og samkvæmt nýrri mjólkurreglu- gerð þá mega þau mjólkurbú sem hafa til þess tæki og aðstöðu nýta sér þessa mælingu til flokkunar á mjólk þó svo ekki komi til verð- fellingar. En það gefur okkur betri möguleika á að fylgjast með hreinlæti og öllum aðstæðum í fjósi. Hér eru líka áhugasamir bændur með stór bú og skýrslu- færð þannig að á þessu svæði var kjörið að gera þessa tilraun." Ólafur hefur yfirumsjón með þessu verkefni í Eyjafirði og felst starf hans í söfnun gagna en gögnum verður síðan komið á tölvutækt form og unnið úr þeim hjá Rannsóknastofu mjólkuriðn- aðarins. Að líkindum mun gagnasöfnun taka um eitt ár og næsta ár verða tekið í úrvinnslu. En hvernig fer vinna við þetta verkefni fram? „Við tökum sýni úr mjólkinni og auk þess skoðum við fjósin og ýmsa umhverfishætti. Síðan komum við með ábendingar um það sem betur mætti fara í t.d. mjöltum og umhirðu. Við komum til með að fylgjast áfram með þessum 20 búum sem þátt taka í rannsóknunum en ráð- gert er að tilraunin taki tvö ár þó svo ekki sé enn búið að ákveða endanlega hversu langur tími fer í úrvinnslu gagna og söfnun. Þrátt fyrir að þessi tilraun sé gerð á þessu svæði þá er vert að ítreka að hér er ekki um að ræða slæmt svæði hvað varðar júgur- bólgu og heilsuhreysti. Til- gangurinn með tilrauninni er sá að reyna að koma okkur niður á ákveðið plan sem síðan megi vinna eftir í framtíðinni til þess að gera eftirlit skilvirkara. í þess- ari tilraun taka þátt mjólkureftir- litsmenn, dýralæknar og heil- brigðisfulltrúar sem gerir að verkum að spjótum er beint að fleiri atriðum og raunar er nauð- synlegt að bændur haldi einnig sjúkdómaskrár yfir kýr sínar þeg- ar svo margir aðilar eru komnir inn í myndina.“ Júgurbólgan erfíð viðfangs — Hvernig er eftirliti með heil- brigði kúa varið? „Héraðsdýralæknar sjá um að gera árlega fjósaskoðun og heil- brigðiseftirlit í fjósum. Sam- kvæmt nýrri mjólkurreglugerð þá eru mjólkurbúin skyldug til að hafa í sinni þjónustu sérmennt- aða menn, svokallaða mjólkur- eftirlitsmenn, sem fara um og ráðleggja bændum allt hvað varð- ar geymslu, mjaltir og stillingu á vélum. Fyrir utan venjulegt eftir- lit þá eru mánaðarlega tekin sýni af tankmjólk innleggjenda og þau sent til Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins sem mælir frumutölu sem gefur til kynna hvort um geti verið að ræða leynda júgurbólgu í kúm án þess að bóndinn hafi orðið þess var.“ - Nú er vitað að bændur hafa barist mjög við júgurbólgudraug- inn í gegnum árin og árangur ver- ið misjafn, stundum hefur tekist að vinna bug á vandamálinu en í mörguni tilfellum hefur á ný tek- ið að bera á júgurbólgu. Hvað er það sem raunverulega bregst? „í velflestum tilvikum er um svo marga þætti að raíða að það er erfitt fyrir leikmann að meta hver raunverulega er hin rétta meðhöndlun. Menn halda því oft fram að lyf séu ekki nægilega sterk og þurfi ný og sterkari lyf. Vissulega eru kunn ónæmi fyrir ákveðnum lyfjum en það kemur til ef menn hafa ekki notað lyf nógu markvisst þannig að þau hafi verið notuð gegn t.d. stofn- um sem ekki eru næmir fyrir við- komandi lyfjum og síðan hefur myndast ónæmi fyrir lyfjunum í fjósunum. Júgurbólga er það erfið við- fangs að hún er í fæstum tilvikum ekki á færi bændanna sjálfra, það þarf dýralækna til að fást við þennan sjúkdóm. Júgurbólga getur hagað sér mismunandi, við tölum um bráða júgurbólgu og einnig um leynda júgurbólgu þ.e. sýkingu sem við náum ekki að greina öðruvísi en með mæling- um t.d. frumurannsóknum eða sýklarannsóknum. Þessi leynda júgurbólga er töluvert tekjutap fyrir bændur vegna þess að þeir verða ekki varir við hana og nytin er langtum minni en ella vegna þess að kýrin er í varnarstöðu og nær ekki að hreinsa sig af þessu. Síðan getur bæði leynd og bráð júgurbólga farið yfir í langvinnt form og það er kannski oftast slík dæmi sem menn eru að berjast við. Þá er svo komið að vefir eru orðnir svo skemmdir að ekkert er hægt að lækna heldur aðeins drepa niður sýkingu sem kemur upp jafnharðan aftur.“ Leiðbeiningar um umhirðu „Það sem við ætlum að reyna er að leiðbeina mönnum um umhirðu og mjaltir og hvernig er staðið að þeim þáttum svo álagið á kýrnar minnki og menn fái því heilbrigðari skepnur sem standa þetta allt af sér. Þetta byggist meira og minna á fyrirbyggjandi aðgerðum, þetta eru fjölmargir þættir sem við komum til að mæla. En ástæður fyrir að þessi ákveðnu fjós eru valin eru að þau eru skýrslufærð og bændurnir eru vanir að halda skýrslur. Þótt þetta sé ekki flókið skýrsluhald þá krefst það þess að menn hafi úthald og gefist ekki upp þegar fram í sækir. Við þurftum líka vissar upplýsingar um kýrnar aft- ur í tímann t.d. um nyt, burðar- tíma, heilbrigði o.s.frv.,“ segir Ólafur. Leitað hefur verið eftir fjár- stuðningi til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins vegna þessa verkefnis en auk þess standa Mjólkursamlag KEÁ og Rann- sóknastofa mjólkuriðnaðarins undir kostnaði. Mjólkursamlagið kemur inn í þetta verkefni á þann hátt að notaðar verða ýmsar upp- lýsingar sem til eru í samlaginu auk þess sem mjólkureftirlits- menn samlagsins munu hafa með höndum stærstan hluta sýnatök- unnar. En hvernig sér Ólafur fyr- ir sér að útkoma þessa verkefnis nýtist í framtíðinni? „Við vonumst til að niðurstöð- ur af þessum rannsóknum verði þeim sem að þessu starfa til leið- beiningar þannig að þeirra sam- hæfing verði meiri. Þannig geti það eftirlit sem nú er, að mínu mati ágætt, orðið betra. Það má jú alltaf bæta eftirlitið.“ JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.