Dagur - 02.03.1988, Page 5

Dagur - 02.03.1988, Page 5
2. mars-198ff - ÐAGUR - 5 „Ein aflciðingin er að margar konur, sem ekki eru samkvæmt uppskriftinni, fá andstyggð á sjálfri sér og líkama sínum.“ Þórarinn Hjartarson: Kvenímyndin Keppni í fegurð hefur nú náð aft- ur sömu athygli, a.m.k. fjöl- miðla, og ég man eftir frá því um 1960. Kvenímyndin, sú mynd af „föngulegri og eigulegri" konu sem nú er hengd framan við þjóðina, er orðin mjög lík því sem hún var fyrir daga rauð- sokka. f>að er háð keppni um titilinn Ungfrú Norðurland. Dagur er með forsíðumyndir og heilopnu um viðburðinn bæði fyrirfram og eftir á. Önnur blöð og sjálft Rík- issjónvarpið gera málinu ítar- leg skil. Það er þýðingarmikil upplýsingaþjónusta að upplýsa okkur grandgæfilega um kven- ímyndina og innprenta hana í vit- und kvenna og karla. Fegurðar- samkeppni stuðlar öllu öðru bet- ur að þessari gömlu ímynd og til- svarandi viðhorfi til kvenna. Gildi kvenna felst samkvæmt því í augnayndisgildi og hæfni þeirra til að svala löngunum karla. Fyrirmyndarkonan er sú sem seg- ir við karlinn: „Ég vil vera eins og þú vilt hafa mig. Ég er til fyrir þig.“ Slík kona, tískuklædd eða fáklædd er þá skoðuð sem sölu- og neysluvara. Sama viðhorf ræð- ur miklu af nektarmynda- og klámmarkaðinum. Sú sem tekur þátt í svona sýningu verður að þola að vera skoðuð fyrst og fremst sem skrokkur á eftir. Það var Ijótt að sjá veslings stelpurnar í Sjallanum, tiplandi vandræða- lega á sundbol frammi fyrir alþjóð, enda ennþá óvanar að líta á sig sem sýningargripi fyrir almenning. Hverjir standa að baki sýning- unni? Jú það eru einkum nokkrar tískufata- og skartgripaverslanir í Reykjavík (stelpurnar bera föt og skart þaðan), auk Ólafs Laufdal (sem líka er dómari). Þessir aðilar búa til hina stöðluðu kvenímynd. „Rétt“ ímynd beinir kaupgetu kvenna inn á „réttar" brautir. Æðsta markmið er rétt útlit, réttar línur og réttur klæðn- aður, eftir staðli. Og það er vand- lifað fyrir konur eigi þær að geta fylgt uppskriftinni. Þá verður að leggja allt í sölurnar. Óhemju- fúlgur í klæðnað. Og uppskriftin heimtar allt frá afrópermanenti oní stólpípu. Trúarbrögð þessi eru dýrkun straumlínulaga manneskju, vellukkaðrar í krafti útlits og klæðnaðar. Ein afleið- ingin er að margar konur, sem ekki eru samkvæmt uppskrift- inni, fá andstyggð á sjálfri sér og líkama sínum. Það er svo að gripasýningar hafa gildi fyrir gripaeigendur, bændur (og kjötmarkaðinn), en alls ekki fyrir gripina. Tilsvar- andi sýning á konum gæti haft gildi fyrir kvennahalda, þ.e. kvennabúrseigendur, en allra síst fyrir konur. En það voru sýndir strákar í Zebra, segir einhver. Er það ekki í jafnréttisátt? Ja, það finnst mér ömurlegt jafnrétti. Ég hef síst á móti því að einhver kona komi og segi mér að ég sé sætur strákur, hvað þá að ég sé glæsi- legur. En að Olafur Laufdal eða einhverjir tískufrömuðir komi og meti mitt útlit miðað við útiit ein- hverra annarra eftir staðli - það er kúgun kaupsýsluvaldsins og argasta mannfyrirlitning. Það eru hættuleg og mann- fjandsamleg öfl sem þarna eru að seilast til meiri valda í sál þjóðar- innar. Það var því fullkomnun ósómans að Pálmi sálusorgari skyldi leggja blessun sína á fyrir- tækið með sjónvarpsviðtali við sigurvegarann í fegurð. Þar er hann að lúffa fyrir æði vafasöm- um trúarbrögðum. Þórarinn Hjartarson. íþróttafélagið Þór Árshátíð félagsins verður haldin að Hótel KEA laugardaginn 5. mars kl. 19.00. Miðasala og borðapantanir í Þórsherbergi Glerárskóla fimmtudaginn 3. mars kl. 18.00 til 19.00. Miðaverð kr. 1.500.- Stjórnin. KONUR í Einingu, Iðju og Félagi verslunar- og skrifstofufólks Akureyri. Vegna Norræna kvennaþingsins í Ósló dagana 30. júlí til 7. ágúst 1988 hafa félögin ákveðið að styrkja þær konur sem áhuga hafa á þátttöku. Þátttaka tilkynnist fyrir 30. mars 1988. Nánari upplýsingar á skrifstofum félaganna. Stjórnir félaganna. Ritstjóm • Afgreiðsla • Auglýsingar Strandgötu 31 - Sími 24222. Einingarfélagar Eyjafirði Almennir félagsfundir um nýgerðan kjara- samning og atkvæðagreiðsla um hann verða haldnir sem hér segir: Ólafsfirði í dag kl. 17.30. Dalvík í dag kl. 20.30. Grenivík fimmtudag kl. 13.00. Akureyri fimmtudag kl. 20.30. Nánar auglýst á vinnustöðum. Félagar ath! Samningurinn er til afhendingar á skrifstofum félagsins. Stjórnin. Laugardagskvöld Stjörnur Ingimars Eydal í 25 ár í allra sídasta sinn Glæsilegur þríréttaður matseðill Hljómsveit Ingimars Eydal leikur í Sólarsal Hljómsveit Finns Eydal leikur í Mánasal Michael Clarke og Óskar leika fyrir matargesti Eiríkur Hauksson ogJón Olafsson í Kjallaranum í kvöld og annað kvöld

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.