Dagur


Dagur - 02.03.1988, Qupperneq 8

Dagur - 02.03.1988, Qupperneq 8
8-DAGUR-2. mars 1988 2. mars 1988 - DAGUR - 9 Til leigu tvö skrifstofuherbergi í Gránufélagsgötu 4, (J.M.J. húsinu). Upplýsingar gefur Jón M. Jónsson sími 24453 og 27630. Lausar stöður Við embætti bæjarfógetans á Akureyri eru lausar til umsóknar stöður skrifstofumanna, m.a. hálfsdags- staða í vélritun. Laun eru samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf óskast sendar undirrituðum fyrir 29. mars n.k. Bæjarfógetinn á Akureyri, 1. mars 1988. Elías I. Elíasson. ......... VAkureyri - Norðurland ÁrshátíÖ Árshátíð sjálfstæðismanna verður í Alþýðu- húsinu á Akureyri, föstudaginn 4. mars kl. 19.00. Hanastél. Glæsilegur matseðill. Hátíðarræðu flytur menntamálaráðherra, Birgir ísleif- ur Gunnarsson. Skemmtiatriði og dans. Miðapantanir og afgreiðsla í Kaupangi kl. 16.00- 18.00. Sjálfstæðisfólk fjölmennið og takið með ykkur gesti. Viðnám gegn verðbólgu Perma-Press buxurnar sívinsælu loksins komnar Ljósir litir. Stærðir 46-56. Verð aðeins kr. 850,- Gallabuxur Stærðir 30-42. Verð kr. 886.- Vinnuskyrtur Stærðir 37-45. Verð kr. 480.- Fóðraðir vinnugallar Verð frá kr. 4.974.- Ófóðra&ir vinnugallar Stærðir 48-60. Verð frá kr. 1.701. Thermo-fatnaðurinn frá Daiwa stendur fyrir sínu Dæmi um verð: Jakkar, verð frá kr. 1.470.- Úlpur, verð kr. 1.660.- og 1.985.- Rabbfundir L.F.K. í kjördæminu Landssamband framsóknarkvenna gengst fyrir rabbfundum í kjördæminu í samvinnu við konur á hverjum stað. Norðurland eystra Fundir verða sem hér segir: Akureyri. Fimmtud. 3. mars kl. 20.30 í Hafnarstræti 90. Húsavík. Laugard. 5. mars kl. 20.00 í Félagsheimilinu. Allar velkomnar. L.F.K. 34,5% dýrara að kynda með rafmagni en olíu - rafmagn til húshitunar hækkaði um 47% milli ára Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur sent frá sér skýrslu sem ber yfirskriftina „Athugun á húshitunarkostnaði á Norðurlandi 1987-1988“. í skýrslunni er gerð grein fyrir kostnaði við mismunandi aðferðir við húshitun, saman- burður er gerður á verðmun á hitaveitugjaldskrám á Norður- landi og áhrif stjórnvalds- aðgerða á raforkuverð könnuð. í skýrslunni kemur margt athyglisvert fram, t.d. sú stað- reynd að rafhitunarkostnaður húsa á neytendasvæði RARIK hefur hækkað um 47% milli áranna 1987 og 1988. Niður- greiðslur til rafhitunar hafa hald- ist óbreyttar að krónutölu undan- farin þrjú ár, og „hafa valdið því að rafhitunarkostnaður notenda hefur aukist mun meir en gjald- skrárhækkanir RARIK segja til um,“ segir í skýrslunni. í janúar 1987 var óniðurgreitt raforku- verð RARIK til húshitunar 1,65 kr./kwst. en var orðið 2,17 kr./ kwst. í janúar 1988. Niður- greiðslur ríkisins á þessari orku ná til 40.000 kwst. á ári. Hvað olíuverð varðar, þá hef- ur það hækkað um 24,6% á tólf mánaða tímabili til 1. janúar 1988. Ef reiknað er með að 32.000 kwst. þurfi til að kynda hús af tiltekinni stærð (400 rúm- metrar) á ári þá kostaði raforka til kyndingar í einn mánuð kr. 4.802,- en ef sama hús er kynnt með olíu kostar það 3.569,- kr. miðað við verðlag janúarmánað- ar. í skýrslunni kemur í ljós, að við samanburð á kostnaði við húshitun með rafmagni og olíu árin 1985 til 1988 hafa orðið mikil umskipti milli ára með tilliti til hagkvæmni orkugjafa. í janú- ar 1985 kostaði um 2.579,- kr. að kynda með rafmagni á orkusvæði RARIK (staðalhús), en kr. 3.224.- að kynda með olíu. Á þeim tíma var því um 20% ódýr- ara að kynda með rafmagni en olíu. Milli áranna 1986 og 1987 stórlækkaði olíuverð, og sam- svaraði lækkunin 42 prósentum, og var því hætt að greiða svo- nefnda olíustyrki. Gjaldskrá RARIK hækkaði mikið umfram verðhækkanir á olíu á sama tíma, þannig að 34,5% dýrara er að kynda sambærileg hús með raf- magni en olíu í janúar 1988. EHB Norrænt þing um barnavemd Norræn samtök um barna- vernd (Nordisk sammenslutn- ing för barnvárd og barnskydd) hafa starfaö frá þriðja tug aldarinnar. Þriðja hvert ár hefur verið haldið norrænt þing um barnavernd þar sem tekin hafa verið til umræðu ýmis málefni barna- verndar sem eru efst á baugi á Norðurlöndum hverju sinni. Þessi þing hafa verið haldin tii skiptis á Norðurlöndunum. Þingið verður haldið hér á landi dagana 28. júní til 1. júlí 1988. ísland hefur ekki verið form- legur aðili að þessu samstarfi þó svo ýmsir aðilar frá Barnavernd- arráði íslands og barnaverndar- nefndum hafi sótt þessi þing öðru hverju. Á þinginu sem haldið var Örn og Örlygur: Bók um Akureyri Bókaforlagið Örn og Örlygur hefur í undirbúningi útgáfu bók- ar um Akureyri þar sem fjallað er um sögu bæjarins, atvinnulíf, menningu og byggð. Bók þessi er hliðstæð og bækur, þegar útkomn- ar, sem nefnast „Reykjavík, sögustaður við Sund“. Auk texta er lögð áhersla á fjölbreytt og mikið myndefni frá ýmsum tímum. Til þess að fjölbreytni þess verði sem mest er því beint til fólks sem hefur undir höndum ljósmyndir, málverk eða teikn- ingar, einkum frá fyrri tímum, sem átt gætu við efni bókarinnar að hafa samband við Guðmund Gunnarsson, Vanabyggð 17, Akureyri, sími 22045 eða Örn og Örlyg hf., Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 91-84866. í Svíþjóð 1982 var þess farið á leit við fulltrúa Barnaverndarráðs íslands að vinna að því að íslend- ingar tækju þátt í þessu samstarfi og haldin yrði ráðstefna hér á landi. Á þinginu sem haldið var í Finnlandi 1985 flutti fulltrúi Barnaverndarráðs íslands f.h. menntamálaráðherra boð um að næsta þing yrði á íslandi 1988. Haustið 1985 var hafinn undir- búningur en Barnaverndarráð íslands annaðist undirbúning í umboði menntamálaráðuneytis- ins. Undirbúningur hófst með því að Barnaverndarráð boðaði til fundar fulltrúa ýmissa félaga, fé- lagasamtaka og opinberra stofn- ana til að mynda undirbúnings- hóp er tilnefndi fulltrúa í fram- kvæmdanefnd sem Barnavernd- arráð síðan skipaði. Meðal þeirra sem tilnefndu fulltrúa í undirbún- ingshóp má nefna: Menntamála- ráðuneytið, félagsmálaráðuneyt- ið, Félag fræðslustjóra, Fjórðungs- samband Norðlendinga, Fjórð- ungssamband Vestfirðinga, Sam- tök sunnlenskra sveitarfélaga, Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu, Samband sveitar- félaga á Suðurnesjum. Ennfrem- ur tilnefndu ýmis félagasamtök fulltrúa. En það voru: Þroska- hjálp, Umhyggja, félag til stuðn- ings sjúkum börnum, Sálfræð- ingafélag íslands, Fóstrufélagið, Stéttarfélag íslenskra félagsráð- gjafa, Félag félagsmálastjóra, Félag einstæðra foreldra, Félag íslenskra barnalækna og Félag heilsuverndarhjúkrunarfræðinga. Einnig tilnefndu ýmsar stofnanir fulltrúa: Barnaverndarnefnd Reykjavíkur, Félagsmálaráð Reykjavíkur, Unglingaheimili ríkisins, Skilorðseftirlit ríkisins og íþrótta- og æskulýðsráð Reykjavíkurborgar. Mennta- stofnanir sem tilnefndu fulltrúa voru: Fóstruskóli íslands, Rann- sóknastofnun uppeldismála og Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Smásyndir geta bjargað hjónabandinu Hann varpar ýmsu fyrir róða, sem hingað til hefur gjarnan verið talið heilagur boðskapur. Hann heitir Arnold Lazarus, er 58 ára prófessor, kvæntur og tveggja barna faðir. Sumir hafa hneykslast á kenningum þessa þekkta, ameríska sállæknis. Ýmsum finnst þróunin í fjölskyldumálum uggvænleg. í flestum vestrænum löndum hefur fjöldi hjónaskilnaða margfaldast á fáum áratugum. Oft fylgja skilnaði sársaukafullar og afdrifaríkar deilur, jafnvel fyrir dómstólum. Deilur um framfærslu barna, lífeyri og eignir. Ást breytist í afskiptaleysi og hatur. Fjárhagserfiðleikar og andleg áföll fylgja næstum undantekningalaust: Sorgarleikur í mörgum þáttum. „Hvers vegna fór þetta svona?“ spyrja fórnarlömbin. Margir, sem að því er virðist lifa enn í farsælu hjónabandi, verða órólegir. „Gæti svona átt eftir að koma fyrir okkur?“ Arnold Lazarus prófessor er einn af leiðandi sálfræðingum í Bandaríkjunum. í 30 ár hefur hann stundað hjónabandsráðgjöf, og nú hefur hann sett fram helstu kenningar sínar í níu liðum: - Heilræði, sem gætu bjargað hjónabandi þínu frá ógöngum; -Heilræði, sem sumir hefðu hingað til talið hneykslanlegt að fara eftir. 1. Reyndu ekki að láta maka þinn koma í stað besta vinar þíns Allir þurfa stundum á góðum vini að halda, vini sem hægt er að trúa fyrir leynustu óskum sínum og þrám. En það gætu orðið örlagafull mistök að rugla makanum saman við þannig vin, því það er hann ekki. Dagbókardæmi: Karlmaður nokkur varð hundleiður á daglegu lífi sínu, hversdags- leikanum og tilbreytingaleysinu jafnt heima fyrir sem á skrifstof- unni - dæmigerð kreppa hjá mið- aldra manni. Hann dreymdi um að prófa eitthvað alveg nýtt: Flytja út í sveit, rækta kanínur, njóta ómeng- aðrar náttúrunnar, lifa einföldu lífi, hlaupa burt frá öllu saman. Hann trúði konu sinni fyrir þessu. Hún brást við skelfingu lostin. Hún óttaðist um tilveru sína og spurði sjálfa sig: „Skyldi einhver önnur vera komin í spilið?“ Og afleiðingin varð hjúskaparkreppa í ofanálag. Hvað segir Lazarus? „Fjarstæðukenndar hugmyndir og drauma fá allir einhvem tíma. Það þýðir hreint ekki að nokkru sinni komi til greina að framkvæma þær. Svona hugmyndir ætti að ræða vandlega við góðan vin, sem sér hlutina frá öðrum sjónarhóli og get- ur sagt álit sitt. Það er óskynsamlegt að byrja á að trúa makanum fyrir slíkum draumum. Hann getur ekki dæmt hlutlaust, því að hann er viðriðinn málið.“ 2. Hliðarspor getur bjargað hjónabandi Það er síður en svo að Lazarus mæli með framhjáhaldi. En þær aðstæð- ur geta risið, segir hann, að hliðar- spor bæti hjónaband. Dagbókardæmi: Eftir að fyrsta barnið fæddist hafði Barbara alltaf sársauka við samfar- ir. Maðurinn hennar tók tillit til þessa og lifði eins og munkur. Það tókst í tíu ár, en þá kynntist hann óvenju aðlaðandi og kynæs- andi konu á ráðstefnu. Þessu fylgdi smá-ástargrín, dans í diskói, nokkr- ir drykkir á hótelbarnum, herberg- in þeirra voru fyrir tilviljun á sömu hæð - og þá gerðist það. „Góðir vinir“ sögðu eiginkon- unni frá þessu. Það varð áfall, hneykslan og sært stolt. En síðan viðurkenndi hún fyrir sjálfri sér: Þú hefur ekki sinnt honum í mörg ár. Það er þér sjálfri að kenna að hann skuli leita fyrir sér annars staðar. . . Barbara ákvað að draga eigin- mann sinn sjáif á tálar. Það tókst. Og smá kraftaverk í leiðinni: Hún fann engan sársauka við samfarirn- ar, heldur unað! Áfallið hafði lækn- að verkina, sem auðvitað áttu and- legar en ekki líkamlegar orsakir. Þetta eina næturævintýri mannsins gleymdist fljótt, en hliðarsporið hafði bjargað hjónabandinu. Hvað segir Lazarus? „Sjötta boðorðið hljóðar: „Þú skalt ekki drýgja hór.“ Tilgangur þess er að varðveita hjónabandið. En til eru þær aðstæður, að þessi tilgang- ur næst með því að brjóta boðorð- ið.“ 3. Skriftaðu ekki allar syndir þínar fyrir makanum Sumir fullorðnir hegða sér eins og lítil börn: Þeir hafa ekki fyrr gert eitthvað af sér en þeir skrifta fyrir einhverjum til að létta á samvisk- unni. I hjónabandinu getur það haft slæmar afleiðingar. Dagbókardæmi: Margot kynntist karlmanni á ferða- lagi, sem hún daðraði dálítið við. Eftir að hún kom heim hringdi hann í hana og vildi hitta hana aftur. Margot neitaði. Kvöld nokkurt sagði hún manni sínum hvað hafði gerst, sem eigin- lega var ekki nokkur skapaður hlutur. Hún hugsaði: Hann mun skilja mig og meta við mig hrein- skilnina. En hann sýndi hreint engan skilning. Hann brást illa við, afbrýðisamur og tortrygginn, brá henni um að meira hefði gerst en hún sagði frá. Og snurða var hlaup- in á hjónabandið. Hvað segir Lazarus? „Gerðu ekki of miklar kröfur til skilnings maka þíns. Maðurinn þinn er ekki skriftafaðir þinn og konan þín ekki fyrirgefandi móðir. Of mikill trúnaður gæti ansi oft gert úlfalda úr mýflugum. Stundum er þögnin gullvægust.“ 4. Gerið ekki alla hluti sameiginlega í byrjun hjónabands hanga þau ást- föngnu yfirleitt saman eins og spyrtir fiskar. Þau ætla sér að njóta allra áhugamála og ánægju sameig- inlega. Það tilheyrir nefnilega fyrir- myndarhjónabandi. Dagbókardæmi: Súsanna fylgdi Georg á fótbolta- völlinn á hverjum laugardegi, þótt hún hefði ekki minnsta áhuga á knattspyrnu. Af því að hún þekkti ekki reglurnar spurði hún stundum kjánalega og jafnvel kom fyrir að hún hvatti vitlaust lið! Súsanna var mikill óperuunn- andi, og Georg fór með henni á hverja sýningu. En hann þoldi ekki óperur og gerði gys í hvert skipti sem t.d. „deyjandi“ hetja söng langa aríu fyrir síðasta andvarpið. Afleiðing: Súsanna sagði að Georg væri menningarsnauður, en hann skammaðist sín ef hún sagði eitt- hvað um knattspyrnu. Þetta var byrjunin á vandanum: Hann/hún skilur mig ekki. . . Hvað segir Lazarus? „Fólk hefur ólík áhugamál, líka þótt það sé ástfangið. Ahugamálin eru hluti af persónuleikanum. Ef fólk reynir að neyða sig til að hafa sömu áhugamál og makinn, verður hjónabandið eins og spennitreyja. Hvor aðili hefur fullan rétt til að halda og sinna sínum áhugamálum innan eðlilegra tíma- og kostnaðar- marka.“ 5. Treystu maka þínum ekki skilyrðislaust Fólk er ekki vélar, sem bregðast við eftir föstum reglum. Allt fólk er að vissu marki óútreiknanlegt. Hætt er við að sá sem gleymir því verði oft fyrir vonbrigðum. Dagbókardæmi: Eftir 15 ára hjónaband hélt Kláus að hann þekkti konuna sína til hlítar. „Hún mundi aldrei halda framhjá mér. Hún er allt of feimin til þess að hún gæti verið með öðr- um manni. Það er ég sannfærður um,“ sagði hann vinum sínum. Konan hans frétti af þessu. Stolt hennar var sært. Trúði Kláus henni þá ekki til nokkurs hlutar? Hún ákvað að sanna honum að Umhyggja og blíða eru mikilvæg- ustu þættir hvers hjónabands. hann hefði rangt fyrir sér - og hélt framhjá honum með einum vina hans. Hvað segir Lazarus? „í hverju hjónabandi eru óvissuþætt- ir. Enginn gjörþekkir maka sinn - sem betur fer. Því að sá sem er allt of öruggur um makann, gerir ekkert til að halda honum. Og það er ekki tii að treysta hjónabandið. Agnarögn af afbrýðisemi veitir aðhald og getur kryddað hjúskapinn.“ 6. Þú átt ekki að líða maka þínum að velta stressinu úr vinnunni út yfír heimilið Flestir þurfa að leggja nokkuð að sér allan daginn til að halda góðu samneyti við vinnufélaga, viðskipta- vini eða yfirmenn sína. Á kvöldin, þegar heim er komið ausa þeir svo öllu yfir fjölskylduna sem þeir urðu að kyngja yfir daginn. Og finnst mjög ósanngjarnt, ef því er ekki alítaf vel tekið. Dagbókardæmi: Á daginn var Halldór alltaf sami vingjarnlegi, óaðfinnaniega klæddi deildarstjórinn. Maðurinn sem öll- um líkaði við. Heima hjá sér á kvöldin sleppti hann lausri allri gremjunni, sem hann hafði bælt niður í vinnunni. Þá reiddist hann og skammaðist yfir minnstu smámunum. Þetta bitnaði mest á konunni hans. Hún reyndi lengi vel að umbera það. En dag nokkurn hafði hún fengið sig fullsadda og sótti um skilnað. Hvað segir Lazarus? „Jafnvel sterkasta fólk þolir ekki til lengdar að hiusta á nöldur og skammir út af hlutum, sem það á enga sök á. Er ekki betra að slá stöku sinnum í borðið á vinnustað heldur en að fórna fjölskyldulíf- inu?“ 7. ímyndaðu þér ekki að börn kunni að bjarga hjónabandinu Það er hreint ekki útilokað að börn gefi hjónabandi nýtt líf, en það er langt í frá öruggt. Börn geta líka spillt hjónabandi. Dagbókardæmi: Hjá Vigni og Fríðu blómstraði ástin fyrstu hjónabandsárin. En nú var sambandið orðið ósköp dauft og vanabundið. Vinur þeirra ráðlagði: „Eignist þið barn. Þá fáið þið nýtt viðfangs- efni til að gefa tilverunni gildi.“ Barnið kom. En í stað þess að gefa hjónabandinu nýtt gildi, skap- aði það sundurlyndi. „Þú hugsar ekki um neitt nema barnið,“ kvart- aði Vignir. Honum fannst hann vera vanræktur. Alla athygli Fríðu, sem hann hafði áður notið, fékk barnið núna. Bilið milli hjónanna jókst enn. Hvað segir Lazarus? „Sumu fólki líður ekki vel í hjóna- bandi, a.m.k. framan af, nema það eigi alla athygli hvors annars. Öll ytri áhrif trufla þá þennan einhug og draga úr þeirri umhyggju, sem makinn vill njóta. Við þessar aðstæður getur barn orðið „ytri áhrif“ og spillt fyrir í hjónabandi, sem ekki er allt of traust fyrir.“ 8. Starf eiginmannsins er engu mikilvægara en konunnar Mörgum karlmönnum gengur illa að kyngja því að eiginkonan gegni sjálfstæðu starfi, og sé því efna- hagslega og andlega óháð honum. Dagbókardæmi: Martin var bankastarfsmaður. í hans augum átti fyrirmyndareigin- kona að sjá um heimilið, fara á sunnudögum í kirkju og í göngu- ferð í lystigarðinum, fylgja honum í samkvæmi, en vera þæg og góð heima ef hann langaði til að spila golf eða keilu. Ingunn lék þetta hlutverk af mikilli þolinmæði í eitt, tvö ár, en þá hafði hún líka fengið sig full- sadda. Henni fannst hæfileikar sínir ekki fá að njóta sín. Þar sem hún hafði lokið verslnnarnámi ákvað hún að opna tískuverslun í bænum. Aðra hvora helgi fór hún á nám- skeið og sótti tískusýningar. Eftir nokkurn tíma skilaði verslunin nægum hagnaði til þess að gera hana fjárhagslega óháða ntanni sínunt. Hann bauð henni 10.000 krónur í vasapeninga á mánuði ef hún vildi hætta rekstrinum og verða aftur „bara húsmóðir“. En Ingunn hló aðcins að tilboð- inu. Tekjur hennar voru nú þegar tífalt hærri en hans. Hjónin fjar- lægðust æ meira og skilnaðurinn varð óumflýjanlegur. Hvað segir Lazarus? „Enn eiga margir karlmenn erfitt með að sætta sig við að nútímakon- ur geri sig ekki ánægðar með S-in þrjú eingöngu - það er að sjóða, sauma og skúra - heidur kunni einnig að vilja nýta hæfileika sína við önnur störf. Sá sem vill ekki unna konu sinni sjálfræðis í þessum efnum ætti ekki að verða hissa þótt hún fari sína leið.“ 9. Reyndu ekki að gera dýrling úr maka þínum Meðan ástin brennur sem heitast í byrjun, hættir mörgum til að hefja makann til skýjanna og finnast hann fullkominn að öllu leyti. En enginn er án galla, og það getur verið varasamt að loka augunum fyrir þeim í upphafi. Dagbókardæmi: í augum Hrólfs var Verena ein af þesum fullkomnu konum. En kunningjar hans sniðgengu hana eða litu hana óræðu augnaráði. Vinur Hrólfs sagði honum það sem allir hugsuðu: „Konan þín er eins og paradísarfugl, of áberandi bæði í klæðnaði og framkomu.11 Hrólfur vildi ekki viðurkenna að sannleikskorn gæti verið í umsögn vinarins. En þegar hann reyndi síð- ar að fá hana til að breyta þessari ímynd, brást hún hin versta við og kvaðst ekki taka í mál að aðlaga sig smekk þessara snobbara. Og það fór að hrikta í hjónabandinu. Hvað segir Lazarus? „Ástin gerir menn blinda. Hún breytir öskubusku t' fegurðardís og skósveini í ævintýraprins. En í rás hversdagsleikans kemst sannleikur- inn upp. Báðir aðilar uppgötva galla og veikleika makans og fara þá kannski að reyna að breyta hon- um að sínu skapi. En það heppnast sjaldan. Því að hver sem finnur stöðugt að aðrir ætlast til að hann sé öðruvísi en hann er, verður óöruggur með sig og gerir því sífellt fleiri „mistök“. Fólk verður að taka makanum eins og hann er og forðast að gera úr honum ímynd, sem hann getur ekki risið upp til. Það er leiðin til sameiginlegrar hamingju." Magnús Krislinsson þvddi úr QUICK, 17. núv 1987).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.