Dagur - 02.03.1988, Síða 10

Dagur - 02.03.1988, Síða 10
 „Sumir bjuggu um sig í bílh aðrir höjðu tjald við hendi - Tæpur aldarfjórðungur liðinn frá Skagafjarðarskjálftanum 1963 Hofsós þar sem skemmdir á mannvirkjum urðu einna mestar. Ekki er hægt að segja annað en árið 1963 hafi verið við- burðaríkt. Seint á árinu hófst mikið neðansjávargos við Vestmannaeyjar og ný eyja, Surtsey myndaðist. Varðskipið Óðinn lenti í mikluni eltingar- leik í septemberbyrjun við þekktan breskan landhelgis- brjót, togarann Milhvood frá Aberdcen. Um miðjan apríl fórst Hríml'axi, Viscount-flug- vél Flugfélags Islands á leið frá Danmörku til íslands með 12 mönnum, þ.á m. leikkonunni kunnu Önnu Borg. Um svipað leyti fórust í miklu páskahreti sem gekk yfir landið eitt fiskiskip frá Reykjanesi og 5 bátar norðanlands með alls 16 mönnum. I lok júní var bjarn- dýr fellt í Hornvík fyrir vcstan af 4 Isflrðingum sem þar voru í eggjatöku. Og snemma árs, í lok febrúar var 2 sovéskum sendiráðsmönnum vísað úr landi vegna njósna. En þrátt fyrir allt þetta minnast velflestir íbúar á vestanverðu Norðurlandi ekki ársins 1963 vegna þessara atburða, heldur nætur einnar seint í mars þegar atburðir urðu þess valdandi að mörgum kom ekki dúr á auga alla nóttina. Skömmu fyrir miðnætti þann 27. mars hófust Skagafjarðar- skjálftarnir svokölluðu með mjög snörpum jarðskjálftakipp sem mældist 7 stig á Richter. Var hann að styrk mun stærri en Dal- víkurskjálftinn mikli 1934, en vegna þess að hann átti upptök sín lengra úti í sjó voru afleiðing- ••arnar ekkert í líkingu við það sem var á Dalvík 1934. Lognið á undan storminum Veturinn '63 er oft nefndur þegar einmuna tíðarfar ber á góma. Jörð var auð svo að segja frá ára- mótum og fram að páskum og veður milt. Þeir voru ekki margir dagarnir sem eitthvað frysti að ráði. Var ekki laust við eldri menn væru farnir að hafa áhyggj- ur af þessu dæmalausa tíðarfari og héldu sumir þeirra að þetta væri lognið á undan storminum. Veðrið að kvöldi 27. mars var sérstaklega fallegt. Stjörnubjart- ur himinn og örlítið frost víða norðanlands. Ekki var sjónvarp- ið til að halda yöku fyrir fólki í þá daga og samkvæmt frásögnum fólks frá þessum tíma má telja víst að það hafi tekið fyrr á sig náðir þá en nú tíðkast. En þessi tiltekna marsnótt varð síður en svo náðug. Klukkan var 23.15 þegar fyrsti kippurinn og sá langharðasti kom. Stóð hann lengi yfir, í 40-60 sekúndur að því er talið er. Fannst skjálftinn um allt land og olli miklum skarkala á stöðum næst upptökunum, s.s. við Skagafjörð, á Siglufirði, Ólafs- firði, Skagaströnd, Hvamms- tanga og Akureyri. Var hreyfing- in það mikil að þungir hlutir svo sem eldavélar færðust tugi senti- metra úr stað. T.d. slitnaði raf- magnseldavél á Skagaströnd úr sambandi við tengidós. Mikil hræðsla greip um sig bæði meðal manna og málieys- ingja. Fólk forðaði sér og sínum í ofboði út úr húsum, margt á nær- klæðunum einum fata. Útihús voru opnuð upp á gátt og skepn- um geröur greiður gangur út. Margir fóru ekki úr fötum þessa nótt og fólk safnaðist saman á neðri hæðum og kjöllurum húsa. Mörg dæmi voru þess að fólk hefðist við alla nóttina í bílum og einnig í skúrbyggingum úr timbri eða járni þar sem þær voru til- tækar, en þær þoldu skjálftana mun betur en steinhúsin. Upptökin Upptök skjálftans voru skammt norðan við mynni Skagafjarðar, á 66,3 gráðum norðlægrar breiddar og 19gráðum vestlægrar lengdar á 15 kílómetra dýpi. Stærð skjálftans var eins og áður segir 7,0 á Richter. Skjálftanóttina og næstu daga fram til 27. apríl mældust á annað hundrað eftirskjálftar. Hluti þeirra skjálfta fannst. Fyrsta klukkutímann voru eftirskjálftar svo margir á skömmum tíma að upplýsingar um þá renna saman í eitt og víxlast. Samkvæmt mæl- ingum; urðu á þessu tímabili a.m.k. 6 skjálftar stærri en 4 stig á Richter og þrír stærri en 5 stig. Tveir þeirra mældust rétt fyrir klukkan hálf tólf, fyrri kippurinn þremur mínútum fyrir og sá seinni kom 40 sekúndum seinna. Á þessum tíma fundust skjálftar allt frá Þingeyri að Kópaskeri. Eftir miðnættið fór að líða lengra á milli skjálfta, en til klukkan 8 um morguninn mældust þeir 6 stærri en 4 stig og fundust víða. Þó ekki alveg eins og fyrr. Næsta sólarhring 29. mars var enn tölu- verður titringur og mældust þá tveir kippir yfir 4 stigum kl. 1.19 og 9.42. Daginn þar á eftir fannst 4,5 stiga kippur um níuleytið um morguninn. Skjálfti af sama $tyrk fannst laust eftir kvöldmat 5. apríl og 27. apríl varð vart við kipp litlu minni. Eins og skip keyrt á móti sjó og vindi Árið 1984 kom út á vegum Veðurstofu íslands skýrsla um Skagafjarðarskjálftann gerð af Páli Halldórssyni. Er skýrslan byggð á svörum við spurningalist- um sem sendir voru til fólks á svæðinu þar sem áhrifa skjálftans gætti mest, fréttum í blöðum og útvarpi, og munnlegum og skrif- legum frásögnum sem Veðurstof- unni bárust. M.a. þeim upplýs- ingum sem Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur safnaði á ferð sinni um Norðurland vestra í næsta mánuði eftir aðalskjálft- ann. Er f grein þessari leitað fanga í skýrslu Páls. Hraun á Skaga var einna næst upptökum skjálftans, í 31 km fjarlægð. Heimilisfólk þar var í fastsvefni klukkan 23.15 þegar fyrsti og stærsti skjálftinn reið yfir, en allt vaknaði það á svip- stundu. Segir það hreyfingarnar hafa staðið yfir í 40-60 sekúndur og hræringarnar líkst snöggum kipp og öldugangi, og verið frek- ar láréttar en lóðréttar. Að sögn fólks af öðrum bæ sem var vak- andi þegar lætin byrjuðu, hófust þau með snöggum hnykk eða dynk. Síðan var sem nokkuð drægi úr skjálftanum á tímabili, en síðan herti hann sig um allan helming undir lokin. Þungur dyn- ur fylgdi, það brakaði í húsinu á Hrauní, tvílyftu steinhúsi. Heim- ilisklukka stöðvaðist og það glamraði í lauslegu smádóti sem hrundi niður á gólf. mest þó í skáp sem stóð upp við vegg. Var sem jörðin gengi í bylgjum. Taldi bóndinn á Hrauni, Rögnvaldur Steinsson, kastið á húsinu hafa verið 2-4 þumlungar á meðan jarðskjálftinn var sem mestur. , Á næsta bæ við Hraun voru tyeir bílar inni í fjósi. Stóð annar bíllinn frá norðri til suöurs, en hinn frá austri til vesturs. Sagði maður sem þarna var staddur, að bíllinn sem stóð frá austri til vest- urs hefði hjakkað um fet afturá- bak og áfram, en hinn bíllinn aðeins kinkað kolli en ekki hreyfst að öðru leyti. Maðurinn sagði að sér hefði virst gólfið halla til vesturs tneðan á fyrsta skjálftanum stóð. Bóndinn á Hrauni sagði einnig að sumir teldu hreyfingar fyrsta kippsins hafi líkst því mjög þegar stórt skip er knúið af öllu afli á móti vindi og sjó. Ekki að öldu- hreyfingin hafi raunverulega ver- ið svona mikil, heldur er átt við hreyfinguna sem fer um skipið þegar það mætir öldunni. Miklar sprunguskemmdir komu í vitann á Hrauni við skjálftann. Víðast hvar í Skefilsstaðahreppi hrundi allt lauslegt niður, s.s. bækur og myndir af veggjum. Ennfremur brotnaði nokkuð af leirtaui og leirmunum. Atómsprengja? Flugvél að hrapa?, o.fl. „Mikill og ónotalegur hvinur eða þytur fylgdi skjálftanum. Sofandi drengur kastaðist fram úr rúm-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.