Dagur - 02.03.1988, Side 11

Dagur - 02.03.1988, Side 11
2. rtiars 1988 - DÁGUfi - 11 mog m(( inu. Ég hélt að húsið (timburhús) myndi þá og þegar leggjast sam- an og gólfið hallaðist um stund. Greinilega fannst hvernig jörðin titraði og gekk í bylgjum. Óvenjumikið braut á Ytri-Kvísl- arskerjunum og hrun heyrðist úr björgum,“ sagði bóndinn á Hóli í Skefilsstaðahreppi, Jón Jakobs- son. Mörgum var tíðrætt um hvin- inn sem fylgdi aðalskjálftanum. Gunnari bónda á Reykjum í Skarðshreppi fannst sem þungur bíil færi um hlaðið. I Svartárdal í Lýtingsstaðahreppi var haldið að flugvél hefði hrapað í hlaðvarp- anum. Söngmenn á æfingu í Héð- insmynni í Akrahreppi iíktu drununum við að þrýstiloftsflug- vél nálgaðist óðfluga úr norðri, síðan fór húsið að kippst til, norður og suður. Hlupu allir út úr húsinu. Pórarinn Jónasson bóndi í Hróarsdal sagði hvininn líkan því að stóðhópur væri rekinn að hús- inu á stökki og hófarnir dunið á gaddaðri jörðinni. Svo hefði ver- ið eins og nokkrir mótorar færu í gang í kjallara hússins og því næst hefði húsið hrist eins og strákhnokki í höndum manns sem hristir hann að sér og frá. Óla Biltvilth á Lindargötu l á Sauðárkróki fannst rétt áður en ósköpin byrjuðu eins og haglél skylli á, sem geysistór högl skyllu á járnþakið. I kjölfarið fylgdi mjög kröftugt og óhugnanlegt hljóð um leið og fyrsti kippurinn kom. Slíkt óhugnanlegt ýlfrandi hljóð sagðist hann aldrei hafa heyrt áður, þó svo að hann hafi mörg ár dvalið í Noregi og upplif- að verstu þrumuveður þar. Ólafsfirðingur sem staddur var úti við þegar ósköpin byrjuðu datt fyrst í hug jarðhræringar eða kjarnorkusprenging. Maður sem með honum var hélt að spenni- stöð hefði sprungið. Fleirum en Ólafsfirðingnum kom í hug að Þaft er eins og áhrif skjálft- ans hafi vaxift sunnan vift yngstu hraunlögin við norðanverðan Skagafjörð. Strikuðu svæðin á kortinu sýna hvar yngri hraunlögin kjarnorkusprenging hefði orðið, um slíka þanka getur einnig í fréttum blaða á þessum tíma frá Akureyri og Skagaströnd. Mjög mörg dæmi voru þess að fólk héldi að urn sprengingu í mið- stöðvarkatli væri að ræða. Fólk lostið skelfingu Það er sama hvar borið er niður í frásögnum fólks frá þessari mars- nótt fyrir 25 árurn. Jarðskjálftinn olli mikilli skelfingu meðal fólks og þess er víða getið að mikið hafi verið að gera hjá læknum daginn eftir við að gefa fólki róandi lyf. Á þessum tíma háttaði því þannig til í sjávarþorpum norðanlands að lítið var um atvinnu og fóru fjölskyldufeðurn- ir þá gjarnan á vertíð suður. Þær voru því margar konurnar einar með börn sín þetta kvöld og má nærri geta að það hafi ekki verið notalegt. Enda voru heimili yfir- gefin um nóttina af þessum sökum. Þórarinn Jónsson sem þá var bóndi á Fossi í Skefilsstaðahreppi skarst illa á handlegg við að koma börnum sínum út úr hús- inu. Var hann nýsofnaður en vaknaði. Snaraðist fram úr rúm- inu en endasentist horna á milli. Hélt hann að bærinn væri að hrynja. Braut þá rúðu til að finna útgönguleið, en skar sig við það á slagæð. En æsingurinn kom í veg fyrir að hann kenndi sársaukans. í Bæ á Höfðaströnd voru börn kominn í svefn og fullorðið fólk að taka á sig náðir. Þá var eins og allt færi af stað. Brothljóð og skruðningar heyrðust og borð sem heimildamaður (Björn í Bæ) sat við tók sinn andadans. Hann varð sem snöggvast lamaður af hræðslu en fyrsta hugsunin var að komast út. Þá heyrði hann sárt vein ofan af lofti þar sem börnin sváfu. Hægt var að afstýra því að drengur steypti sér út um glugga í algjöru æði, úr 4-5 metra hæð. Kornabörn voru borin út í bíl. Meðan á þessu stóð fór rafmagn- ið af, frá díselrafstöð. Fólkið var yfir sig spennt því aldrei var að vita hvað gerðist næst. Frá Haganesi í Fljótum bárust þær fréttir að menn og skepnur hafi orðið óttaslegin. Kýr tóku að baula og öskruðu lengi nætur. Kindur gáfu sig lítið að heyi morguninn eftir. Laugar urðu mjög gruggugar. Kirkjuklukkurnar byrjuðu að hringja Blöðin segja frá áhrifum jarð- skjálftans á Sauðárkróki þannig, að fólk hafi þust út úr húsum sín- um sumt á náttklæðunum einum saman. Mikill þytur heyrðist áður en kippurinn kom og honum fylgdu ógnarþungar drunur. Allt lauslegt fór af stað og menn sáu jörðina ganga í bylgjum og húsin skakast til. Mikill ótti greip um sig og létu foreldrar börn sín klæða sig og vera úti af ótta við að húsin hryndu. Það var lítið sofið þessa nótt og margir bjuggu um sig í bifreiðum, en aðrir höfðu tjald við höndina. Tvær konur meiddust. Duttu þær báð- ar á leið niður stiga. Önnur hæl- brotnaði, en hin brákaðist á fæti. Lýsingu þessa má heimfæra upp á fleiri staði hér fyrir norðan. En slys á fólki munu ekki hafa orðið fleiri en þegar er getið. Fréttir frá Siglufirði herntdu að áhrif skjálftans hefðu verið óhugnanleg. Rafmagnslínum frá Skeiðsfossvirkjum laust saman svo að bærinn varð myrkvaður. Um leið byrjuðu kirkjuklukkurn- ar að hringja og hringdu þær í eina mínútu. Allt skalf og nötraði í húsum og þau hentust til eins og draugur riði á mæninum. Fólk þyrptist út á göturnar utan við sig af skelfingu. Sumir voru á hlaup- um um götur bæjarins með fá- klædd börn í fanginu. Heilar fjöl- skyldur yfirgáfu hús sín og voru á stjái. Sumir fóru í bíla og óku inn fyrir bæ og voru þar í bílum til morguns. Aðrir létu fyrirberast í kjöllurum eða á neðri hæðum húsa langt fram eftir nóttu. Léttasótt á Akureyri Áhrifa skjálftans gætti mikið á Akureyri. Nötruðu rúður þar í húsum. Mikill ótti gerði gerði vart við sig hjá fólki og það æddi út á göturnar. Margir skelfdust þegar þeir minntust skjálftanna 1934. Víða var fólk í fötum alla nóttina og sofnaði ekki. Algengt var að menn leituðu í önnur hús þar sem þeir töldu sig tryggari. Sumir sátu í bílum, jafnvel leigu- bílum, en aðrir voru á götum úti. Óvenjumargar konur tóku létta- sótt og munu 4 hafa verið fluttar á sjúkrahús um nóttina. Eitthvað var um að fólk fengi taugaáfall og var læknir sóttur til nokkurra þeirra til að gefa þeim róandi lyf. Athyglisverð ókyrrð var í húsdýr- um, köttum og fuglum í búrum. Bara á þessum nokkrum sekúnd- um áður en fólk varð kippanna vart. Skjálftans gætti greinilega í Reykjavík og nágrénni. Fólk sem bjó á efstu hæðum háhýsis sagði að kippurinn hefði verið svo sterkur að rúm hefðu færst úr stað. Salurinn á 8. hæð Hótel Sögu var fullur af fólki. Þustu all- ir upp frá borðum, útlendingarnir ýlandi og gólandi. Einn gestanna var að fara niður með lyftunni þegar fyrsti kippurinn kom. Hon- um varð ekki um sel þegar lyftan fór allt í einu að hlaupa niður, og varð allfeginn þegar hann komst út á réttum stað. Haft var eftir konu í Reykjavík er fengið hafði upphringingu frá móður sinni í Hafnarfirði, sem sagðist hafa oltið fram úr rúminu um nóttina: „Svo eitthvað hefur gengið á í Firðinum, úr því að mamma þeyttist fram úr rúminu. Hún sem er bæði stór og feit." Jarðskjálftans varð einnig vart á sjó. Togskipið Björgvin frá Dalvík var statt á Grímseyjar- sundi. Sögðu skipverjar að það hefði verið einna líkast því að skipið steytti á skeri þegar kipp- urinn kom, og engu hefði verið líkara en skipið væri að stranda. Tjón af völdum skjálftans Eignatjón varð ekki mikið af völdum skjálftans og smámunir miðað við Dalvíkurskjálftann 1934. Nokkrar torfbyggingar hrundu eða skemmdust mikið, en varanlegri byggingar stóðust hann nokkuð vel, sérstaklega timburhús. Talsvert bar á sprung- um í múrhúðun steinhúsa, einkanlega þeim sem stóðu á klöpp eða móhellu. T.d. urðu miklar skemmdir á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðárkróki sem þá var nýbyggt og nær eingöngu á þeim hluta hússins sem stóð á móhellu. En algengustu sprungu- skemmdirnar voru í innveggjum húsa. Talsvert var um að mið- stöðvarlagnir i húsum skemmd- ust og víða varð breyting á rennsli vatns, bæði neysluvatns og heitra lauga. Dæmi voru þess að laugar þornuðu upp, t.d. í Haganesi í Fljótum. Tjón á byggingum mun hafa orðið einna mest á Hofsósi. T.d. urðu miklar skemmdir á læknis- bústaðnum. Veggir og loft sprungu illa, gólfflísar losnuðu frá veggjum, veggflísar hrundu niður í eldhúsi og miðstöð bilaði. -þá

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.