Dagur - 21.03.1988, Síða 1
71. árgangur
Akureyri, mánudagur 21. mars 1988
56. tölublað
fáðu þér
Rragakaffi
- það hressir
Halldór Áskelsson var kjörinn íþróttaniaöur Noröurlands 1987. Það er Dagur seni stcndur fyrir þessu kjöri í sam-
vinnu viö lesendur sína og í hófi á Hótel KEA á laugardag var fimm íþróttamönnum afhent viðurkenning frá blað-
inu. F.v. Kári Elíson, Guðrún H. Kristjánsdóttir, Halldór Áskelsson, Hans Rúnar Snorrason og Valdimar Freys-
son, en hann tók við viðurkenningu Þórvaldar Jónssonar í fjarveru hans. Mynd: ghg
Kaupir KRON eignir á Svaibarðseyri?
„Gætum haft áhuga á
samstarfi við bændur“
- segir Ólafur Stefán Sveinsson, kaupféiagsstjóri KRON
Siglufjörður:
Ný slökkvi-
stöð byggð
í sumar
- eidra húsnæði
að hruni komið
Búið er að taka ákvörðun um
að byggja nýja slökkvistöð á
Siglufírði í sumar. A fjárhags-
áætlun bæjarins fyrir árið 1988
er veitt 4 milljónum króna til
byggingar slökkvistöðvarinnar
en að sögn Kristins Georgsson-
ar slökkviliðsstjóra á Siglufírði
má reikna með að húsið komi
til með að kosta um 7 milljónir
króna. Húsnæði það sem
slökkvilið Siglufjarðar hefur
haft til afnota fyrir starfsemi
sína er úr sér gengið og verður
sennilega rifíð.
Gerð hefur verið áætlun fyrir
bygginguna og samkvæmt henni
verður húsið gert fokhelt í haust
þannig að hægt verði að taka það
í notkun. Fullfrágengin verður
stöðin á þremur árum. Slökkvi-
stöðin nýja verður staðsett í
miðjum bænum við götu sem
samkvæmt skipulagi verður
þjóðbraut í gegnum bæinn.
Ekki er búið að gera endanleg-
ar teikningar af húsinu en að
sögn Kristins er reiknað með að
húsið verði um 280 fm að stærð. í
því verður pláss fyrir 3 bíla með
útkeyrsludyrum, rými verður fyr-
ir vinnuaðstöðu og einnig mögu-
leiki á að innrétta falskt loft þar
sem verði snyrtingar, kaffistofa
og fleira. Þessa dagana eru að
berast tilboð í byggingu hússins
og verið er að kanna hvort reist
verður stálgrindahús eða límtrés-
bitahús. Kristinn sagðist búast
við að framkvæmdir hefjist strax
og frost fer úr jörðu í vor.
„Ég er hæstánægður með að
lausn er að fást á þessum málum
enda er eldra húsnæðið að hruni
komið,“ sagði Kristinn. JÓH
Lögreglan:
Róleg helgi
- „Gellugleðin" á
Húsavík fór vel fram
Nýliðin helgi var með rólegra
móti að sögn lögreglunnar á
svæðinu. A Akureyri varð eitt
umferðarslys er ekið var á
mann aðfaranótt sunnudags á
Geislagötu. Maðurinn var
fluttur á sjúkrahúsið en reynd-
ist óbrotinn.
Nokkrir minniháttar árekstrar
urðu á Akureyri frá föstudegi og
sömuleiðis voru nokkrir teknir
fyrir hraðakstur að vanda. Enn
eru einstaka ökumenn sem
„gleyma“ að kveikja ljósin og
þráast við að spenna beltin, en
fljótlega má vænta þess að gripið
verði til sektarákvæðanna sem
lögunum fylgja.
Af öðrum stöðum má nefna,
að á Húsavík héldu konur svo-
kallaða Gellugleði á laugardags-
kvöld. Hún fór að sögn, hið besta
fram og mun lögreglan hafa verið
til morguns að aðstoða kátt fólk
við að komast heim í brunagaddi.
VG
„Staðrcyndin er sú að við sem
verslunarfyrirtæki þurfum að
fá alls konar vörur til sölumeð-
ferðar á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu t.d. kjöt og við erum
alltaf tilbúnir til að skoða allar
leiðir sem hugsanlega geta ver-
ið hagkvæmari fyrir okkur en
þær sem við erum með í dag.
Ef sú staða kemur upp að
bændur á svæðinu hafa áhuga
á að nýta áfram með einhverj-
um hætti þær eignir sem eru á
Svalbarðseyri þá erum við aðili
sem getur haft áhuga á að eiga
við þá sainstarf,“ segir Ólafur
Stefán Sveinsson kaupfélags-
stjóri KRON er hann var
Um helgina voru tefldar tvær
umferðir á alþjóðlega skák-
mótinu á Akureyri. Síðasta
umferðin verður tefld í dag og
verður hún að líkindum mjög
spennandi. Biðskák Margeirs
og Helga lauk með jafntefli á
föstudaginn. Þá höfðu kapp-
arnir leikið 163 leiki og er það
lengsta skák sem sögur fara af
á Islandi. Á föstudaginn var
sömuleiðis tefld skák Jóhanns
og Helga sem frestað var úr
fyrstu umferð. Þeir sömdu um
jafntefli eftir 14 leiki.
í 9. umferð bar hæst skák
spurður um áhuga félagsins á
kaupum eigna á Svalbarðseyri.
Ólafur sagði að ljóst væri að
KRON kæmi aldrei til með að
kaupa eignir á einhverju svæði án
þess að vera í samstarfi við aðila
á svæðinu, í þessu tilfelli bændur.
„Við höfum áhuga á að skoða
alla hluti og þetta snýst um að
menn eru að leita að einhverjum
hagkvæmari hlut en menn hafa
búið við áður og þarna eru menn
með ákveðna hluti í huga,“ segir
Ólafur.
Ólafur sagði að málið væri ekki
á því stigi að hægt væri að segja
nákvæmlega hvernig kjötvinnsla
yrði á Svalbarðseyri ef af þessu
Karls og Margeirs sem þótti mjög
skemmtileg. Þar kom upp drottn-
ingarvörn, Petrosjan afbrigði.
Margeir fórnaði skiptamun og
neyddist Karl til að fórna hrók
fyrir tvo menn. Margeir náði
virkari stöðu og sigraði eftir 40
Ieiki og geysilegt tímahrak Karls,
en hann átti eftir að leika 20 leiki
þegar 15 mínútur voru eftir.
Önnur úrslit urðu þau, að Jón
L. og Dolmatov, Tisdall og
Helgi, Gurevich og Polugaevsky
gerðu allir jafntefli. Pá vann
Adorjan Ólaf og sömuleiðis Jó-
liann Jón Garðar. Friðrik Ólafs-
samstarfi yrði. Gerði hann ráð
fyrir að um væri að ræða kaup á
þeim eignum sem væru nauðsyn-
legar fyrir kjötvinnsluna. Slátur-
hús stendur ónotað á staðnum og
engin sauðfjárslátrun fór þar
fram síðastliðið haust.
„Frumkvæðið í málinu veröur
að vera hjá þeim sem standa því
næst þ.e. þeim sem búa í sveit-
inni í kring og hafa afnot af þess-
ari aðstöðu á Svalbarðseyri í
gegnum tíðina. Meðan þær eignir
sem eru á Svalbarðseyri standa
ónýttar þá eru þær auðvitað
einskis virði fyrir Svalbarðseyri,
hreppinn og bændur,“ sagði
Ólafur Stefán. JÓH
son stórmeistari sagði er hann
skýrði skák Jóhanns og Jóns, að
Jóhann hefði teflt sömu byrjun
og Timman á móti Karpov fyrir
nokkrum árum. Timman vann þá
skák mjög örugglega.
í gær beindist athyglin mjög að
skák Margeirs og Tisdalls. Hún
var lengi tvísýn og fór hún í bið
eftir 60 leiki. Biðskákin var tefld
seint í gærkvöld og voru úrslit
ekki ljós þegar blaðið fór í
prentun.
Skák Ólafs og Jóhanns var
nokkuð skemmtileg. Upp kom
Sikileyjarvörn og var skákin í
Grímsey:
Eintómur
„blámaöur"
Lítill sem enginn þorskafli hef-
ur verið hjá Grímseyjarbátum
að undanförnu. Hins vegar
hefur talsvert veiðst af ágætum
ufsa. „Það er nóg af þessu hér
en svo er erfíðara að losna við
hann,“ sagði Sigfús Jóhannes-
son útgerðarmaður þar sem
hann var kominn með 6-7 tonn
af ufsa á föstudaginn.
„Eintómur blámaður" segja
sjómennirnir þegar spurt er um
aflann, og eiga þá við ufsann.
Ufsinn er flakaður og saltaður,
en þannig fæst skást verð fyrir
hann. Fæstir verkendurnir eru
með flökunarvélar og því er um
mikla handavinnu að ræða við
flökunina. Að sögn Porláks Sig-
urðssonar oddvita er því nóg að
gera þó að frekar vildu menn
hafa þorskinn til að vinna. ET
Kjarasamningarnir:
Fyrsti fund-
urinn á Akur-
eyri í dag
Eftir hádegi í dag liefst fyrsti
samningafundur ríkissátta-
semjara með samninganefnd
Alþýðusambands Norðurlands
á Ákureyri. Yæntanlega verð-
ur hafíst handa við að ræða um
ýmis minniháttar mál, en við-
ræður um kaupkröfur og
vinnutíma verða sennilega
látnar bíða.
Þannig var skilið við viðræður
á Egilsstöðum fyrir helgi, en
vinnuveitendur hafa látið hafa
eftir sér, að ekki verði samið um
„stóru“ málin nema fyrir allt
landið í einu.
Á laugardaginn fóru samninga-
viðræður milli verkalýðsfélagsins
Vöku á Siglufirði og vinnuveit-
enda á staðnum í bið. Var
ákveðið að bíða eftir niðurstööu
fundarins á Akureyri í dag.
Nokkuð mun hafa áunnist í
kjarasamningaviðræðum verslun-
ar- og iðnarðarmanna, og vinnu-
veitenda þeirra um helgina og var
jafnvel búist við að samið yrði í
gærkvöld, VG
járnum framan af. Þá tefldi Ólaf-
ur ónákvæmt og Jóhann náði
undirtökunum. Að lokum lék
Ólafur af sér drottningunni í tap-
aðri stöðu og gafst upp eftir 35
leiki.
Önnur úrslit urðu þau, að Pol-
ugaevsky sigraði Karl, Gurevich
sigraði Jón Garðar og Jón L. sigr-
aði Helga. Adorjan og Dolmatov
gerðu jafntefli.
Síðasta umferð mótsins verður
tefld í kvöld. Þá teflir Jón Garðar
við Ólaf, Jóhann við Domatov,
Adorjan við Helga, Jón L. við
Margeir, Tisdall við Polugaevsky
og Karl við Gurevich. VG
Síöasta umferöin í dag