Dagur - 29.03.1988, Blaðsíða 24
Akureyrarsamningarnir:
Kynntir í dag
og á morgun
Nýir kjarasamningar vinnu-
veitenda og verkalýðsfélag-
anna, verða í dag og á morgun
kynntir í nokkrum verkalýðs-
félögum á Norðurlandi. Um
leið verða greidd atkvæði um
samningana á stöðunum.
í dag heldur Þóra Hjaltadóttir,
formaður Alþýðusambands
Norðurlands, austur á bóginn og
kynnir samningana á Kópaskeri,
Raufarhöfn og pórshöfn. Á
morgun liggur leið hennar svo
vestur á bóginn, til Hofsóss og
Sauðárkróks. ET
itiifc
Verkfallsboðun
samþykkt
í gær lauk talningu atkvæða í
atkvæðagreiðslu félaga innan
Hins íslenska kennarafélags
um það hvort veita ætti stjórn
félagsins heimild til verkfalls-
boðunar. Heimildin var sam-
þykkt með mjög naumum
meirihluta.
Á kjörskrá innan félagsins eru
1157. Atkvæði greiddu 986 eða
85%. Já sögðu 464 en nei sögðu
462. Engir samningafundir
hafa enn verið boðaðir í deilu
HÍK og ríkisins en ef ekki hafa
náðst samningar fyrir 13. apríl
mun verkfall þá koma til fram-
kvæmda. ET
Með sólskinsbros á vör.
Mynd: TLV
Menningarmálanefnd Akureyrar:
Glugginn fær 200
þúsund kr. styrk
Menningarmálanefnd Akureyr-
ar hefur samþykkt að veita
Norðurglugganum hf. 200.000
kr. styrk úr menningarsjóði til
reksturs sýningarsalarins
Gluggans. Þessi upphæð nem-
ur 15% af ráðstöfunarfé sjóðs-
ins í ár, en Norðurglugginn
hafði áður fengið 100 þúsund
króna rekstrarstyrk úr fram-
kvæmdasjóði fyrir tilstuðlan
atvinnumálanefndar.
Rekstur Gluggans er tilraun til
eins árs og strax í upphafi var
ljóst að til þess að dæmið gæti
gengið upp þyrftu einstaklingar,
fyrirtæki og bæjaryfirvöld að taka
höndum saman. Greiðlega gekk
að fá hlutafé frá einstaklingum og
fyrirtækjum en bærinn hélt að sér
höndum. Nú hefur Akureyrar-
bær hins vegar veitt Norður-
glugganum samtals 300 þúsund
kr. í rekstrarstyrk og er það
nálægt þeirri upphæð sem búist
hafði verið við að bærinn legði
fram í upphafi sem hlutafé.
Helgi Vilberg, stjórnarformað-
ur Norðurgluggans hf., sagði að
vissulega væru þeir sem að rekstri
Gluggans standa ánægðir með
þessi viðbrögð menningarmála-
nefndar og styrkurinn hefði í för
Akstur á þjóðvegum landsins 1987:
Tæplega 726 millj. kílómetra!
- 20% aukning frá árinu 1986
Á síöasta ári voru eknar tæp-
lega 726 milljónir kflómetra á
þjóðvegum landsins. Þetta er
tæplega 20% meiri umferð en
á árinu 1986. Mest er aukning-
in á Reykjanessvæðinu, allt að
26%, en minnst á Austurlandi
þar sem aukningin er rúmlega
12%. Þetta eru helstu niður-
stöður mælinga sem Vegagerð
ríkisins framkvæmir árlega á
þjóðvegum landsins.
„Þetta er miklu meiri aukning
heldur en við höfum mælt nokkru
sinni áður. Aukningin hefur
hingað til alltaf verið innan við
10% og það hefur þótt ntikið ef
hún hefur nálgast þá tölu,“ sagði
Jón Rögnvaldsson verkfræðingur
í áætlanadeild Vegagerðar ríkis-
ins.
Jón sagði að þessa gífurlegu
stökkbreytingu núna mætti auð-
vitað fyrst og fremst rekja til
hinnar miklu fjölgunar sem orðið
hefur í bílaeign landsmanna
undanfarin tvö ár, en einnig til
hagstæðs veðurfars til ferðalaga
innanlands.
Mælingarnar eru framkvæmd-
ar með sjálfvirkum búnaði. Um
allt land eru fastir talningarstaðir
þar sem untferðin er talin allan
ársins hring. Auk þessu eru á
hverju ári gerðar ítarlegri mæl-
ingar í einum landsfjórðungi og á
síðasta ári var Vesturland tekið
fyrir,- Þar reyndist aukningin í
umferð vera á meðaltali, eða um
20%. Niðurstöður mælinganna
eru m.a. notaðar við hönnun
vega og gerð áætlana um við-
haldsþörf einstakra vega og veg-
arkafla.
Megin niðurstaðan í
mælingunum er sú að aukningin
milli ára fer minnkandi eftir því
sem austar dregur á landinu. Á
Norðurlandi vestra er aukningin
um 17% en á Norðurlandi eystra
er hún aðeins rúm 15%. Ekki
sagðist Jón hafa neina viðhlítandi
skýringu á þessu.
Eins og gefur að skilja er
umferð á þjóðvegum landsins
mest yfir sumartímann. Ef litið er
á landið í heild þá er meðalárs-
umferð á dag um það bil 60% af
meðaltalsumferð á dag yfir
sumartímann. Þetta hlutfall er
mun hærra nær þéttbýlisstöðum
en annars staðar mun lægra. Á
Grímsstöðum er þetta hlutfall
t.d. aðeins um 40%. ET
með sér að mun meiri líkur væru
nú á því en áður að þessi tilraun
gæti gengið upp.
„Við höfum alltaf gert okkur
grein fyrir því að þetta yrði erfitt,
enda ekki einfalt mál á ferðinni.
Með samstilltu átaki á þessi til-
raun að takast og vonandi verður
um áframhaldandi rekstur á
Glugganum að ræða,“ sagði
Helgi. SS
Flugleiðir:
Páskaösin
byrjuð
Páskaösin er nú byrjuð hjá
Flugleiðum. Fyrsta aukaferðin
milli Reykjavíkur og Akureyr-
ar var farin í gær en dagana
fram að páskum verða farnar
margar aukaferðir. Mesti
annadagurinn er þó á morgun
en þá er alls flogið átta sinnum
milli þessara staða.
Gunnar Oddur Sigurðsson
umdæmisstjóri Flugleiða á Akur-
eyri sagði í samtali við blaðið í
gær að þá hafi 1400 manns verið
búnir að bóka far frá Reykjavík
til Akureyrar frá gærdeginum
fram á laugardag og ekki var orð-
ið fullbókað í allar vélar. Mikið
annríki verður á annan páskadag
en þá fer Boeing 727 þota tvær
ferðir milli Akureyrar og Kefla-
víkur. Þegar er búið að fullbóka
í aðra ferðina.
Flogið verður á skírdag milli
Akureyrar og Reykjavíkur en
engin ferð verður farin á föstu-
daginn langa. Þá liggur flug einn-
ig niðri á páskadag sem endranær
en flug byrjar í bítið annan
páskadag. JÓH
Efnalaug Vigfúsar og Arna:
Flytur í nýtt
hús í sumar
í vetur hefur risið í miðbæ
Akureyrar 5 hæða hús, 300 fm
að grunnfleti. Húsið er nú
nýlega orðið fokhelt og byrjað
er að vinna innivinnu. Eigend-
ur hússins eru Efnalaug Vig-
fúsar og Árna og Verkfræði-
stofa Norðurlands ásamt
þremur tannlæknum á Akur-
eyri. Gert er ráð fyrir að Efna-
laug Vigfúsar og Árna verði
flutt í sumar í nýja húsið en
hún verður á neðstu hæð.
Að sögn Sigurðar Vigfússonar
hjá Efnalaug Vigfúsar og Árna
mun verða nokkuð rýmra um
starfsemina í nýja húsinu en
nokkuð er farið að þrengja að
starfseminni í gamla húsnæðinu
við Hólabraut. Ekkert hefur ver-
ið ákveðið hvað verður um gamla
húsið.
Á annarri og þriðju hæð nýja
hússins munu verða tannlækna-
stofur en á 4. hæð verður Verk-
fræðiskrifstofa Norðurlands til
húsa.
Á annað ár er síðan byrjað var
á byggingu hússins við Hofsbót 4
en Jón Björnsson, Björgvin
Björnsson og Sigurður Arn-
grímsson hafa séð um bygging-
una frá byrjun. Teiknistofan
Form teiknaði húsið en Verk-
fræðiskrifstofa Norðurlands gerði
verkfræðiteikningar. JÓH
Efnalaug Vigfúsar og Árna mun flytja í þetta hús í sumar.
Mynd: GB