Dagur - 29.03.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 29.03.1988, Blaðsíða 7
ll?marsT9§§ - B'ÁSQfi - ^ I Óperuhúsið í Sidney, sem þekkt er fyrir sérkennilega hönnun. Mynd: Svcinbjörn Tekið daginn eftir fellibylinn. Eins og sjá má hanga svefnpokarnir allir á snúrum til þerris. Mynd: Gestur Hringt heim, Mynd: Gestur Á mótssvæðinu þar sem þjóðfánar allra þátttökulanda blöktu Mynd: Sveinbjörn tókum við til víð verkefnin, eða við röltum um svæðið, versluðum og gerðum það sem hugurinn girntist. Á kvöldin voru svo yfir- leitt skemmtanir, eða við fórum í heimsóknir milli tjaldsvæða.“ Sjúkraskýlin fylltust - Er eitthvað eitt eftirminnilegra en annað frá þessu móti? „Já, við lentum í útjaðri á felli- byl sem fór þarna yfir. Það vildi svo til að flest tjöldin féllu niður, þar á meðal tjaldið sem ég svaf í og vaknaði ég í rigningu. Það var frekar óþægilegt. Það var reynt að koma öllum fyrir í stórum húsum sem voru í nánd og þar sem flestir voru kald- ir og blautir var reynt að hita sér með söng og leikjum. Þarna voru margir skátar frá Kyrrahafssvæðinu, þar sem felli- byljir eru bæði grimmir og sterkir. Meðal þeirra greip um sig mikil skelfing og fylltust öll sjúkraskýli af krökkum sem fengu lost af hræðslu og móður- sýkisköst. Við íslendingarnir fengum viðurkenningu fyrir að bregðast vel við og hjálpa til. Við vissum ekkert hvað var að gerast og kunnum ekki að hræðast þar sem fellibyljir eru óþekktir á íslandi. Þarna voru jú bæði þrumur og eldingar og við vissum að tré gátu fallið, en hræðslan náði ekki lengra. Þarna kom líka í ljós að margir, sérstaklega frá Indónesíu og þeim slóðum, voru svo illa klæddir, að öll föt sem við áttum þurr voru á flakki út um allt tjald- stæði daginn eftir hjá krökkum sem hafði verið kalt nóttina áður. Við þurftum ekki að hafa áhyggj- ur af að fá þau ekki aftur, því einn af þeim eiginleikum sem skáti er gæddur er, að þú átt að geta treyst honum.“ Litlar kengúrur - Hvað með séreinkenni Ástral- íu, kengúrurnar. Sáuð þið eitt- hvað af þeim? „Jú, við sáum kengúrur. Mér fannst þær nú reyndar full litlar, a.m.k. voru þær minni en ég bjóst við, en það eru víst til svo margar tegundir af þeim og sum- ar eru allt að því 2 metrar á hæð. Þessar sem við sáum, voru um eins metra háar. Þær voru ekki með afkvæmi í pokunum, en það var auðvelt að sjá pokana. Okkur var sagt að kengúrurnar væru mjög gæfar. Ég sá t.d. mynd af konu á sólarströnd og við hlið hennar stóð kengúra og var að skoða ferðamennina. Þetta er víst ekki óalgengt." Reynt að setja heimsmct í að troða sem flestum í einn bíl. Mynd: Sveinbjörn Skátar frá nokkrum löndum skiptast á merkjum. Mynd: Gestur - Nú fóruð þið ekki strax heim eftir mótið. „Nei, þá fórum við aftur í viku- dvöl hjá hjá annarri mjög dýr- elskri fjölskyldu, nú í Sidney. Við lentum aftur hjá indælu fólki sem hugsaði verulega vel um okkur. Það má segja að við höf- um lifað eins og kóngar þessa daga. Með fjölskyldunni fórum við í ferðalag til systur konunnar. í þeirri ferð sáum við alla þá nátt- úrufegurð sem hægt er að bjóða upp á. Náttúra Ástralíu er mjög frábrugðin íslenskri. í nágrenni Sidney er mikið sléttlendi, sem í raun er háslétta. Eftir þessa dvöl héldum við til London þar sem við dvöldum einn sólarhring. 20. janúar flug- um við svo heim til íslands.“ - Hvað er þér svo efst í huga eftir þessa ferð? „Það er að þetta var alveg ómetanleg reynsla og mjög skemmtilegt ferðalag. Ég myndi vilja endurlifa þetta. Þarna eign- uðumst við vini og skrifumst t.d. á við fólkið sem við bjuggum hjá. Síðasta kvöldið fengum við öll spjald sem við áttum að skrifa nafn okkar og heimilisfang á, og afhenda það einhverjum sem við hittum. Við eigum því von á að fá bréf eða heimsókn einhvern daginn.“ - Ertu búinn að skrá þig á næsta mót í Kóreu? „Nei, ég læt nægja að hugsa tvö ár fram í tímann. Núna stefni ég að því að fara á skátamót í Noregi á næsta ári. Bestu skáta- mót í heimi eru haldin í Noregi, því þeir eru þekktir fyrir frábær- an undirbúning og skipulagn- ingu.“ Við látum þessi orð Gests vera þau síðustu, en vonum að lesend- ur hafi haft gagn og gaman af lestri frásagnarinnar. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.