Dagur - 03.05.1988, Blaðsíða 3
3. maí 1988 - DAGUR - 3
Stóraukin lyfjanotkun eftir að fólk fer á eftirlaun:
„Sveigjanlegri reglur í
sambandi við starfslok“
- segir Guðni Ágústsson alþingismaður
Lögð hefur verið fram tillaga á
Alþingi um að þingið semji
nýjar reglur um starfslok og
starfsréttindi. Tillagan gerir
ráð fyrir því að ríkisstjórnin
skipi nefnd er fái það hlutverk
að móta reglur um sveigjan-
legri starfslok, t.d. á aldursbil-
inu 64-74 ára.
Fyrsti flutningsmaður þessarar
tillögu er Guðni Ágústsson þing-
maður Framsóknarflokksins. Við
spurðum Guðna hver væri ástæð-
an fyrir því að þessi þingsálykt-
unartillaga væri flutt.
„Lög um sviptingu fastráðning-
ar miðað við 70 ár voru sett árið
1935. Þjóðfélagið hefur gjör-
breyst á þessum rúmlega 50 árum
og almennt heilsufar ér mun
betra. Viðhorf til ellinnar hefur
einnig breyst og því löngu tíma-
bært að setja sveigjanlegri reglur
í sambandi við hvenær fólk hættir
að vinna. Það er sláandi að sjá
tölur um aukna lyfjanotkun fólks
sem fer á eftirlaun og tölur um
dánartíðni sem stórhækka um
þennan aldur,“ sagði Guðni
Ágústsson alþingismaður í sam-
tali við Dag.
Þær tölur sem Guðni Ágústs-
son er að vísa til eru niðurstöður
hóprannsókna Hjartaverndar á
árunum 1979-1984 á fólki á aldr-
inum 67-74 ára. Þar kom fram að
lyfjaneysla helst nokkuð óbreytt
meðal karla og kvenna 47-66 ára,
en meðal kvenna 67-73 eykst
neysla taugaróandi lyfja um 35%
og svefnlyfja um 80%. Meðal
karla eykst neysla taugaróandi
lyfja um 50% á þessum aldri.
Athyglisvert er að neysla tauga-
róandi lyfja og svefnlyfja eykst
mjög eftir að fólk kemur á eftir-
launaaldur og hættir störfum.
Nærtækasta skýringin er að fólk-
ið þjáist af vanlíðan og leiða og
finnst það hafi ekkert hlutverk og
sé sett til hliðar í þjóðfélaginu.
Flutningsmenn telja að það séu
mannréttindi að fólk haldi starfs-
réttindum svo lengi sem hæfni,
starfsorka og starfslöngun eru
fyrir hendi. Þeir telja að eftir-
launaaldurinn ætti að vera mun
sveigjanlegri en nú er þannig að
fólk geti sjálft valið um hvenær það
hættir störfum á aldursbilinu t.d.
64-74 ára. Það á hvorki að vera
lögþvingun né einhliða réttur
atvinnurekanda að þvinga fólk til
að hætta störfum þegar ákveðnu
aldursmarki er náð. Allar rann-
sóknir benda til þess að ófrávíkj-
anleg starfslok fólks við ákveðin
aldursmörk valdi ótímabærri
hrörnun. AP
Dregið í happdrætti DAS
Á miðvikudaginn verður dreg-
ið í 1. flokki happdrættis DAS,
en Happdrætti dvalarheimilis
aldraðra sjómanna, eins og
það heitir fullu nafni, byrjar
happdrættisár sitt á öðrum
tíma en hin stóru happdrættin
tvö.
Guðmunda Pétursdóttir rekur
umboð DAS á Akureyri að
Strandgötu 17. Hún sagði að
nokkrar breytingar hefðu orðið á
vinningsupphæðum frá fyrra ári,
og nú væri lægsti vinningur að
upphæð 10 þús. kr. Þá væri nú í
fyrsta sinn 75 þús. kr. vinningar
hjá DAS. í hverjum flokki er
íbúðarvinningur, og í 1. flokki er
slíkur vinningur að verðmæti 1,5
milljónir kr. Margir bílavinning-
ar eru hjá DAS í hverjum mán-
uði, flestir að upphæð 300 þús.
kr., en þar að auki verður dregið
um þrjá bílavinninga £ ár, sem
aðeins eru dregnir úr seldum
miðum. Allur ágóði af happ-
drætti DAS rennur til dvalar-
heimila aldraða sjómanna.
JUídaíaíd í Sjallanum. Vctb kr. 2000
tníðvíkiLáay oj jimmtuáaí] £f. 18'20
3£us'ib ojmc& Jijrir aðm cn matargestl kf. 2J.
Jirmmarjcuiejnd. Sjaííinn.
Ungllngar
21 árs og yngrl
Mjög áríðandi fundur að Jaðrí miðvikudaginn
4. maí kl. 20.
Unglinganefnd.
Úrvalsutsæði
Kartöfluræktendur!
Höfum allar tegundir af úrvalsútsæði til sölu.
Einnig stofnútsæði.
Upplýsingar í símum 96-31339,96-31183 og 96-31184.
Öngull hf.
Skemmti-
samkoma
Félag aldraðra heldur samkomu í húsi sínu laug-
ardaginn 7. maí og hefst hún kl. 2 e.h.
Skemmtiatriði, samdrykkja og dans.
Sérstakur gestur samkomunnar verður Gauti Arn-
þórsson, yfirlæknir og flytur hann ávarp.
Félag aldraðra.
J
AKUREYRARB/tR
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Fimmtudaginn 5. maí 1988 kl. 20-22 verða
bæjarfulltrúarnir Áslaug Einarsdóttir og Sigurður
Jóhannesson til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra,
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarstjóri.
AKUREYRARBÆR
Frá grunnskólum
Akureyrar
Innritun 6 ára barna (fædd 1982), sem ætla að
sækja forskólanám á næsta skólaári, fer fram í
grunnskólum bæjarins fimmtudaginn 5. maí nk.
kl. 10-12 f.h. Innrita má með símtali við viðkom-
andi skóla.
Á sama tíma þarf að tilkynna flutning eldri
nemenda milli skólasvæða, því að skólarnir þurfa
að skipuleggja störf sín með löngum fyrirvara.
Verði þeim ekki gert aðvart geta, í sumum tilvik-
um, orðið vandkvæði með skólavist á breyttu
skólasvæði.
í stórum dráttum verða skólasvæði óbreytt miðað
við núverandi skólaár, nema að gert er ráð fyrir
að allir árgangar grunnskólans úr Síðuhverfi
verði í Síðuskóla næsta skólaár.
Barnaskóli Akureyrar.
Gagnfræðaskóli Akureyrar
Glerárskóli .......
Lundarskóli .......
Oddeyrarskóli .....
Síðuskóli..........
Skólastjórarnir.
sími 24172
sími 24241
sími22253
sími 24888
sími 22886
sími22588