Dagur - 03.05.1988, Blaðsíða 6

Dagur - 03.05.1988, Blaðsíða 6
6-DAGUR-3. rriaí 1988 \\wí i'MS - - Nýtt pípuorgel smíðað fyrir Akureyrarkirkju: verður aðgengilegri fyrir tónfötarihitninf Síðar á þessu ári mun nýtt hljóðfæri prýða Akureyrar- kirkju. Ákveðið var í vetur að smíða nýtt pípuorgel fyrir kirkjuna, færanlegt orgel sem kemur til með að verða stað- sett inni í kór kirkjunnar og verða notað við minni athafnir og tónleika. Orgelið verður smíðað suður í Mosfellsbæ í sumar og væntanlega flutt til Akureyrar þegar hausta tekur. En orgel eins og þetta kostar mikla peninga þó svo að hér sé um tiltölulega lítið orgel að ræða, a.m.k. ef miðað er við það pípuorgel sem fyrir er í kirkjunni, stærsta pípuorgel landsins. Nýja orgelið kostar 900 þúsund krónur sem að % verður greitt af sóknarnefnd og kór kirkjunnar mun safna fyrir þriðjungi kaupverðsins. í tilefni af þessu fór Dagur til fundar við Jón Árnason for- mann fjáröflunarnefndar og Björn Steinar Sólbergsson organista Akureyrarkirkju og spurði þá nánar um nýja orgel- ið. Mikil not fyrir nýtt pípuorgel „Mörgum finnst sem það sé að bera í bakkafullan lækinn að vera að fá annað orgel inn í þessa kirkju, sem líklega hefur fyrir besta orgel landsins. En málið er hins vegar að aukinn metnaður er í kirkjukórnum að fara út í meiri tónlistarflutning, hér er mikill tónlistarflutningur fyrir og eigi að nota orgelundirleik, sem er afskaplega skemmtilegt við kórsöng, þá kemur í ljós að sval- irnar í kirkjunni rúma ekki stóra kóra hvað þá með hljómsveit og einsöngvara. Önnur ástæða fyrir því að við höfum áhuga á þessum orgelkaupum er sú að með þessu getum við haft tónlistarflytjendur niðri í kirkjunni í stað þess að vera uppi á svölum og mörgum áhorfendum finnst gott að geta séð þá sem eru að flytja tónlist- ina,“ segir Jón. - Er þetta orgel fyrst og fremst hugsað til að nýtast við tónleika- hald? „Nei, það kæmi til með að nýt- ast við minniháttar messur og t.d. skírnir og giftingar,“ segir Björn Steinar. „Fyrir mér er það mest um vert að maður er í betra sambandi við söfnuðinn þegar maður er niðri við orgelið og áhorfandinn sér það sem fram fer. Hvað varðar möguleikana sem þetta nýja orgel gefur þá er ljóst að þegar komið er út í flutn- ing á stærri verkum þá er ekki pláss á svölunum uppi við stóra pípuorgelið og þess vegna höfum við meiri möguleika með því að vera niðri í kirkjunni sjálfri,“ bætir Björn við. Kirkjan verður aðgengilegra tónleikahús Nýja orgelið verður með 4x/i rödd, eitt nótnaborð og án fót- pedala. Hljóðfærið er fyrst og fremst hugsað sem undirleiks- orgel en orgel eins og þetta tíðk- ast víða í kirkjum erlendis. Hins vegar er þetta fyrsta orgel þessar- ar tegundar sem smíðað er fyrir íslenska kirkju hér heima og jafnframt fyrsta orgelsmíði Björgvins Tómassonar orgel- smiðs frá grunni en hann kom fyrir tveimur árum frá Þýskalandi þar sem hann lærði orgelsmíði í fjögur ár og starfaði önnur fjögur ár við smíðar eftir nám. Hug- mynd um að smíða nýtt orgel fyr- ir Akureyrarkirkju var færð í tal við Björgvin fyrr í vetur og hefur hann nú lokið við að teikna orgel- ið og byrjað verður á smíðinni á næstu dögum. „Það sem gerist við tilkomu þessa hljóðfæris er að Akureyrar- kirkja, sem er besta tónleikahús bæjarins, verður mun aðgengi- legri fyrir tónlistarflutning og skapar möguleika á að taka á móti stórum kórum að sunnan. Nú er að opnast hér moguleiki sem ekki hefur verið fyrr. Og það má líka gjarnan koma fram að það er mjög ánægjulegt að þetta hljóðfæri skuli vera smíðað hér heima á íslandi, þetta er fyrsta kirkjuhljóðfæri sem hér er smíðað,“ segir Jón. Fjársöfnun til orgelkaupa í gangi - En svo við snúum okkur beint að söfnuninni, hvernig ætlið þið hjá kirkjukórnum að afla þessara 300 þúsunda króna sem þið legg- ið til kaupanna? „Við sóttum um styrk til Akur- eyrarbæjar sem veitti okkur 100.000 kr. og við höfum líka sótt um styrk úr menningarsjóði KEA. Því sem á vantar ætlum við að safna með tónleikahaldi og fólki gefst jafnframt kostur á að koma peningum til okkar ef það hefur áhuga á að leggja hönd á plóginn. Hægt er að leggja pen- inga inn á gullreikning í Búnað- arbankanum á Akureyri nr. 241000 og fólk getur líka komið framlögum til okkar beint,“ segir Jón Árnason. Björn Steinar Sólbergsson organisti Akureyrarkirkju við orgelið. Björgvin Tómasson við stillingar á pípuorgeli Akureyrarkirkju. Sennilegast hafa ekki margir séð hvernig umhorfs er „innan í“ pípuorgeli, eins og sjá má pípur um allt enda 3100 pípur í þessu orgeli. Björgvin Tómasson orgelsmið- ur var staddur í Akureyrar- kirkju fyrir skömmu þar sem hann var að stilla pípuorgel kirkjunnar, stærsta pípuorgel landsins. Björgvin hefur tekið að sér að smíða nýja pípu- orgelið í kirkjuna og þegar lok- ið við að teikna orgelið og ákveða gerð þess, raddafjölda og þess háttar. Á næstu dögum koma járnpípurnar í nýja Auðvitað er maður speimtur j - segir Björgvin Tómasson orgelsmiður sem tekið hefur að sér a< orgelið til landsins en Björgvin sér síðan sjálfur um að full- smíða þær. Aðra hluta orgels- ins mun hann sjálfur smíða frá grunni eins og hann hefur Iært til. „Menn teikna yfirleitt sín orgel sjálfir þó t.d. sé að finna hálf- gerða arkitekta á stærri verkstæð- um erlendis sem sjá um að hanna útlit á hljóðfærunum. En þetta verða allt að vera fagmenn þ.e. orgelsmiðir vegna þess að það er ekki hægt að teikna eitthvað út í bláinn. Einhver glóra þarf að vera í öllum lengdum t.d. á píp- unum. Ég vildi t.d. ekki smíða orgel sem einhver iðnhönnuður hefði hannað,“ segir Björgvin um leið og hann útskýrir hvernig mis- munandi lengd á pípunum í orgeli kirkjunnar hefur áhrif á dýpt tónsins sem hún gefur frá sér. Mikill tími í að teikna og útfæra - Nú færð þú þetta verkefni að teikna og smíða lítið pípuorgel fyrir Akureyrarkirkju. Getur þú lýst þessum ferli, raunverulega hvernig eitt pípuorgel verður til? „Eftir að við vorum búnir að ræða þessa hugmynd og ákveða að ráðast í verkið þá settist mað- ur niður og fór að teikna orgelið og leggja niður fyrir sig hvernig það kæmi til með að líta út. Síð- an er ekki nóg að teikna útlínur heldur verður líka að huga að því hvort hlutirnir eru tæknilega framkvæmanlegir. í upphafi fer mikill tími í að teikna og útfæra í tengslum við raddaval hljóðfæris- ins en það er organistans að ákveða hvaða raddir eiga að vera í hljóðfærinu og út frá því verður orgelið endanlega til. Þegar þessu var lokið kom ég norður með teikninguna og sýndi hana en það verður að taka það fram að orgelið kemur til með að líta betur út endanlega vegna þess að inn á teikningarnar vant- ar allt skraut og slíkt.“ Nýsmíðin er alltaf skemmtilegri - Úr hvaða efni verður orgelið smíðað? „í Akureyrarkirkju er mikið smíðað úr eik og sama efni verð- ur í orgelhúsinu sjálfu svo og þeim pípum sem smíðaðar verða úr tré. Alls verða 288 pípur í orgelinu og þar af 24 þeirra úr tré. Dýpstu pípurnar í hljóðfær- inu eru smíðaðar úr tré og í svona litlu hljóðfæri eins og þessu væri ekki framkvæmanlegt að hafa allar pípurnar úr tré vegna þess hve þessar pípur eru pláss- frekar. Yfirleitt eru alltaf mun fleiri járnpfpur en trépípur í pípuorgelum,“ segir Björgvin. - Nú er þetta fyrsta orgelið sem þú teiknar og smíðar frá grunni. Ertu ekki spenntur? „Jú, auðvitað er maður spennt- ur og jafnframt mjög þakklátur fyrir að manni er sýnt þetta traust því enginn hefur enn séð hljóð- færi eftir mig. Það lifnar eiginlega yfir manni við þetta verkefni, nýsmíðin er alltaf skemmtilegri en viðgerðir á gömlum hljóðfær- um.“ Pípuorgel smíðuð eftir pöntun - Nú vannstu lengi við orgel-. smíðar á verkstæði í Þýskalandi, Var þetta einhvers lconar verk- smiðjuframleiðsla? „Nei, það má aldrei tala um að pípuorgel séu verksmiðjufram-: leidd. Þessi orgel eru eingöngu smíðuð eftir pöntunum og enginn orgelsmiður getur smíðað á lager. Ástæður fyrir þessu eru þær að hvert orgel er sérhannað fyrir hverja kirkju og síðan er mismunandi eftir orgelum hvaða raddir eru notaðar, hve margar raddir eru o.s.frv.,“ segir Björgvin og bætir við að vanda þurfi til að velja raddir í orgelin þannig að þær nýtist sem best hverju sinni. Ákveðnar raddir þurfa að vera í hverju hljóðfæri og síðan þarf að taka tillit til þess hvaða gerð tón- listar á að leika á hljóðfærið. Að stilla eitt pípuorgel er mik- ið verk. Ef fara á yfir allar pípur í orgeli Akureyrarkirkju þá tekur það fulla þrjá daga fyrir tvo menn. Enda ekki að furða því pípurnar eru alls 3100 talsins. Þetta orgel hefur 45 raddir en> pípuorgelið sem sett verður upp í

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.