Dagur


Dagur - 06.06.1988, Qupperneq 2

Dagur - 06.06.1988, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 6. júní 1988 Dalvík: Víkurröst leigð Júlíusi Snorrasyni Júlíus Snorrason, veitinga- maður í Sæluhúsinu á Dalvík, tekur við rekstri Víkurrastar frá og með 1. júní. Ætlunin er að tengja betur saman rekstur félagsheimilisins og Sæluhúss- ins þegar um stærri veislur er Verkamannabústaðir Akureyri: 40 nýjar íbúðir afhentar í lok næsta árs Nú standa yfír viðræður milli stjórnar Verkamannabústaða á Akureyri og byggingaverk- taka um byggingu 40 nýrra íbúða sem afhentar verða í lok næsta árs. íbúðir þessar eru auglýstar í Degi í dag, ásamt eldri íbúðum sem stjórnin fær til endursölu á næstu mánuðum. í>eir umsækj- endur sem eiga inni umsóknir frá síðustu auglýsingu og óska eftir að koma áfram til greina við út- hlutun íbúða, verða að tilkynna það til skrifstofu Verkamanna- bústaða. Umsóknarfrestur um íbúðirnar rennur út 27. júní nk. VG að ræða, en auk þess rekur Júlíus gistihús í heimavist Dal- víkurskóla í sumar eins og undanfarin ár. Júlíus sagði að undafarin tvö ár hefði ákveðinn aðili á Dalvík séð um rekstur Víkurrastar fyrir Dal- víkurbæ, Reksturinn hefði nokk- urn veginn staðið á núllinu og eitthvað fengist upp í viðhald, eins og hann komst að orði. Ekki væri við því að búast að af rekstri húss eins og Víkurrastar væri mikill ágóði en ekki væri spurn- ing um að heppilegt væri að tengja þann rekstur við rekstur Sæluhússins af hagkvæmnis- ástæðum. Gistiaðstaðan í heimavist skól- ans verður opnuð 1. júní og þá fara hjólin að snúast í ferða- mannamálum Dalvíkur. Samningurinn um Víkurröst er til 4 ára, uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara af hendi hvors aðila. Um rekstur Sælu- hússins sagði Júlíus að veturinn væri alltaf frekar erfiður í þessum rekstri. „Mánuðirnir mars, apríl og maí hafa alltaf verið þokka- legir hjá okkur vegna árshátíða o.fl. en nóvember, desember og janúar eru erfiðir. Nú er sumarið framundan og ég er bjartsýnn á það,“ sagði Júlíus Snorrason. EHB Danslelkur í Ljósvetningabúð laugardaginn 11. júní Hljómsveit Porvaldar Jónssonar úr Hafnarfiröi leik- ur gömlu og nýju dansana. Mætum hress. Ljósvetningabúð. Háskólínn á Akureyri Við Háskólann á Akureyri verða starfandi tvær deildir skólaárið 1988-89. 1. Heilbrigðisdeild. Við heilbrigðisdeild er ein námsbraut þ.e. námsbraut í hjúkrunarfræði. 2. Rekstrardeild. Við rekstrardeild eru tvær námsbrautir og skiptist önnur þeirra í tvö svið. a) Iðnrekstrarbraut, framleiðslusvið. Iðnrekstrarbraut, markaðssvið. b) Rekstrarbraut. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans við Þórunnarstræti, sími 96-27855. Skrifstofa skólans verður opin mánudaga-föstudaga frá klukk- an 13-16, til 15. júlí. Skrifstofan verður opnuð aftur 8. ágúst. Umsóknarfrestur um skólavist við Háskól- ann á Akureyri er til 15. júlí 1988. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskír- teinum. Með umsókn í rekstrardeild á auk þess að fylgja greinargerð um störf umsækjanda frá 16 ára aldri. Guðjón Sturla, Gréta og Sigurður borða morgunmatinn fyrir utan tjaldið sitt. Mynd: TLV Alltaf gaman að koma til Akureyrar - segir Gréta Sturludóttir sem gisti á tjaldstæðinu ásamt tveimur sonum sínum „Það er ansi kalt að sofa í tjaldi svona snemma sumars. En um leið og sólin kemur upp á morgnana þá er maður að stikna,“ sagði Gréta Sturludóttir sem tíðindamenn Dags hittu á tjaldstæðinu á Akureyri. Það voru aðeins þrjú tjöld á tjaldstæðinu og í einu þeirra voru Gréta og synir hennar Guðjón Sturla og Sigurður Sveinn Halldórssynir. Aðspurð um hvað hefði vald- ið því að þau ákváðu að koma til Akureyrar sögðust þau Gréta og Guðjón hafa komið til að ná í Sigurð sem stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri sl. vetur. „Við ákváðum að nota tækifærið og fara í smá útilegu í leiðinni," sagði Gréta. „Það er mjög gaman á Akur- eyri,“ sagði Sigurður og móðir hans var greinilega alveg sam- mála. „Mér finnst alltaf gaman að koma hingað því ég var tiérna í Menntaskólanum í fjög- ur ár,“ sagði hún. Næst ætlar þessi káta fjöl- skylda að halda til Mývatns- sveitar og skoða sig um en það- an liggur leiðin vestur, en þar á Sigurður lögheimili. Gréta og Guðjón fara síðan suður til síns heima. Að lokum sagði Gréta okkur að þetta væri bara í annað skipt- ið sem hún gisti á tjaldstæði. „Ég hef annars alltaf gist úti í sveit,“ sagði hún. Akureyri: Kassabílarall á 17. júní í ár munu skátar sjá um 17. júní og ætla þeir að brydda upp á ýmsum nýjungum. Ein þeirra er kassabílarall og vilja skátarnir hvetja alla krakka til þess að hefjast nú handa við smíði kassabíla sem fyrst. Keppnin hefst kl. 10 og er áætl- að að hún verði haldin í Þverhloti og Langholti. Skilyrði fyrir þátt- töku í keppninni eru: Að mynda 4-5 manna hópa og fá einn full- orðinn ábyrgðarmann sér til aðstoðar, koma með kassabíl og að bílstjórinn hafi hjálm. Keppnin fer þannig fram að bílstjórinn situr í bílnum og ýta hinir honum þangað til komið er að brekkunni, þá er bíllinn látinn renna og sá sem rennur lengst vinnur. Verðlaun verða veitt fyrir hraðskreiðasta bílinn og einnig fyrir frumlegasta bílinn, þannig að það er um að gera að nota hug- myndaflugið. Til þess að gera keppnina enn meira spennandi hafa skátarnir ákveðið að fá nýjan og gamlan bíl til þess að reyna sig á sömu forsendum og kassabílarnir og verður fróðlegt að sjá hvernig fer. Skrásetning í keppnina fer fram í Skátaheimilinu Hvammi á milli kl. 17 og 19 eða í síma 26894 á sama tíma. Við skrásetningu verður hópunum úthlutað núm- erum sem mála þarf á bílinn. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir 15. júní. KR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.