Dagur - 06.06.1988, Blaðsíða 5

Dagur - 06.06.1988, Blaðsíða 5
Steingrímur Ingason. Mynd: tlv keppnum eins og Ljómaralli þarf fleiri bíla enda verður þjónustu- bíllinn að vera til staðar við enda hverrar sérleiðar. Steingrímur segir að t.d. í Ljómarallinu síð- asta sumar hafi hann haft 8 manns í þjónustuliði á þremur viðgerðarbílum. í þjónustubílun- um þarf að vera mikið af vara- hlutum og nóg af dekkjum. Þetta eru sérstök keppnisdekk og ekki er óalgengt að í styttri keppnum séu notuð 8-10 dekk. Þessi dekk tætast upp í öllu spólinu og spriklinu og mikilvægt er að rétt dekk séu undir bílnum í sér- leiðunum. „Ég gerði t.d. þau mistök í rallinu um daginn að þá setti ég of mjúk dekk undir bílinn að aftan sem orsakaði að þegar ég var kominn miðja leið þá voru þau orðin of heit og hálfuppslitin. Þetta orsakaði að ég missti bílinn þvert í einni beygju og tapaði þar 20 sekúndum,“ segir rallarinn. Já, sekúndur skipta öllu í þess- ari keppni enda er þetta ekkert annað en hreinn kappakstur. Hraðinn getur verið mikill og sem dæmi má nefna að Stein- grímur ók allt upp í 180 km hraða á klukkustund á síðustu sérleið Vorrallsins enda erfitt að halda hraðanum niðri þar sem bíllinn var fastur í 5. gír! Jafnvel flugvél sem flaug yfir bílnum hafði ekki við honum. Reyndar segir hann ekki óalgengt að rallbílar aki svo hratt á sérleiðum, þegar beinn kafli kemur þá er gefið í. Steingrímur segist ákveðinn í að vinna slaginn um íslands- meistaratitilinn að þessu sinni. Baráttan er hörð og ekkert má út af bera. Hann hefur fengið til liðs við sig mjög snjallan aðstoðar- ökumann sem er Pólverjinn Witek Bodansky en þáttur aðstoðarökumanns er mikill. Witek þessi hefur verið hér á landi í 3 ár og býr yfir mikilli reynslu af rallkeppnum. Fyrir hverja keppni þarf að aka Sér- leiðirnar og þá skrifar aðstoðar- ökumaðurinn niður allar skipanir sem ökumaðurinn biður um s.s. hvar á að bremsa, hvenær allt skal í botn, hvenær eru beygjur og hve krappar o.s.frv. „Ég stefni á að taka þátt í keppnum erlendis í haust og keppa þá á mínum eigin bíl. Maður þarf að fá reynslu í þess- um keppnum og ekki síst koma sér á framfæri og vekja á sér athygli - Geturðu lýst því hvernig þér líður þegar keppnin er í hámarki og bíllinn er á æð.andi ferð á sérleið? „Ég veit eiginlega ekki hvernig á að lýsa þessu. Pað sem gerir þetta svona skemmtilegt er senni- lega spennan. Þú mátt ekki gera nokkur mistök, þá ertu jafnvel búinn að tapa stórum upphæðum eða jafnvel bílnum. Stór hluti af þessu er að vera nógu yfirvegað- ur enda sjáum við það að sjaldan ná ungir ökumenn góðum árangri í rallakstri. Menn eru að bæta sig í þessari grein allt fram yfir fertugt,“ segir Steingrímur Inga- son. Næsta rall er framundan og Steingrímur í nógu að snúast. Rallið er hans vinna, þyrfti að vera „full time job“. JÓH Gamlar bækur Bókamenn, lesið bókaskrána í Sjónvarpsdagskránni núna. Bókabúðin Hlöðum sími 97-11299, 701 Egilsstöðum. ^Fræðslustjóri Norðuriandsumdæmis eystra Furuvöllum 13 - Akureyri - Sími 96-24655 Akureyringar Vistunarfjölskylda óskast fyrir 14 ára stúlku, sem stunda mun nám í Þjálfunarskóla ríkisins við Hvammshlíð næsta skólaár. Vistunartímabil 1.9. 1988-31. 5. 1989. Nánari upplýsingar veitir fræðslustjóri, Sigurður Hall- marsson, eða forstöðumaður sálfræðideildar, MárV. Magnússon, í síma 24655 á skrifstofutíma. 6. júní 1988 — DAGUR — 5 lesendahornið StoMð samtök sjúkrahúsvina Wilhelm Jónsson Sólheim, hringdi. Hann sagðist sakna þess að hér á landi væru ekki starfandi sam- tök svokallaðra sjúkrahúsvina. „Ég er norskur ríkisborgari og Hví er ekki málað á götumar? „Ég er með fyrirspurn til hátt- virtra bæjaryfirvalda. Hvers vegna og eftir hverju er verið að bíða með að mála á göturnar? Ekki er hægt að kenna tíðinni um, langflestir eru komnir af nagladekkjum og því er ekki nema von að maður spyrji hvers vegna yfirborðsmerkingar eru ekki boðnar út fyrst þetta dregst alltaf fram eftir sumri. Þessi seinagangur kemur sér illa fyrir vegfarendur og ómerktar götur geta verið hættulegar.“ Bæjarbúi Hefur það ®>I5| bjargað þér ------yujJEROAR þar í landi á starfsemi slíkra sam- taka miklu fylgi að fagna. Hlut- verk sjúkrahúsvina er að halda uppi reglulegum heimsóknum til þeirra vistmanna sjúkrahúsa sem sjaldan eða aldrei fá heimsóknir og eru af þeim sökum einmana. Ég er viss um að mjög margir, sem dvelja á elli- og hjúkrunar- stofnunum til langs tíma, myndu fagna því ef slík samtök yrðu stot'nuð hér á landi, t.d. á Akur- eyri. Ég vil því skora á þau fjöl- mörgu félagasamtök, sem vilja láta gott af sér leiða, að taka þessa ábendingu til athugunar. Stofnun samtaka sjúkrahúsvina væri t.d. verðugt verkefni fyrir skáta.“ Bréfritari segir samtök sjúkrahús- vina öflug í Noregi. Ljóslausar kerrur Ökumaður hringdi og bar fram fyrirspurn: „Nú er búið að lög- leiða ljósanotkun bíla en gilda engar reglur um kerrur? Maður lendir daglega á eftir bíl með kerru enda vorverkin í fullum gangi en það er enginn Ijósabún- aður á þessum kerrum. Maður sér ekki bremsuljósin á bílnum fyrir kerrunni og varla stefnuljós- in heldur. Það er ekki nema ein- staka kerra sem er með ljósabún- að og ég tel að það sé siysahætta af þessu." Sigurður Indriðason hjá Bifreiða- eftirlitinu: „Um kerrur sem ekki eru skráningarskyldar gilda engar reglur um ljósabúnað nema hvað þær verða að hafa glitaugu. Skráningarskyldar kerrur eru 500 kg og þar yfir að eigin þyngd og þær verða að hafa Ijósabúnað. Ég hef ekki orðið var við að það sé slysahætta af litlu kerrunum. a.m.k. hef ég ekki hevrt um neitt slys sem rekja má til þeirra.“ Stórbætt þjónusta Höfum tekið í notkun púströrabeygjuvél Getum smíðað alla vega rör. Eigum til beygjur 45° og 90° Stóraukið úrval af kútum, pakkningum og festingum Þórshamar hf. Varahlutaverslun, sími 96-22875. Fasteignasalan Brekkugötu 4 • Sími 21744 Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Árni Pálsson hdl. Sölust. Sævar Jónatansson Iðnaðar-, verslunar- og skrifstofuhúsnæði: Glerárgata: Mjög gott skrifstofuhúsnæði á 3. hæð (lyfta) rúml. 200 fm. Laust strax. Glerárgata: Sérverslun í eigin húsnæöi til sölu. Hvannavellir: Mjög vel staðsett iðnaðar- húsnæði, alls um 545 fm. Góð kjör. Sunnuhlíð: Sérverslun á 1. hæð til sölu. Draupnisgata: Gott iðnaðarhúsnæði um 255 fm. Góð lán fylgja. Kaupvangsstræti: Gott húsnæði um 290 fm. Hentar vel til ýmissa nota. Kaupangur: Vel staðsett verslunarhúsnæði jarðhæð + kjallari, alls um 270 fm. Óseyri: Gott húsnæði um 150 fm. Hentar til ýmissa nota. Kaupangur: Verslunarhúsnæði hæð og kjallari um 180 fm. Réttarhvammur: Iðnaðarhúsnæði um 140 fm. Fokhelt. Draupnisgata: Iðnaðarhúsnæöi um 64 fm. Laust fljótlega. Strandgata: Verslunar-, skrifstofuhúsnæði um 70 fm, gott verð, góð kjör. Sunnuhlíð: Verslunarhúsnæði á n. hæð um 140 fm. Sunnuhlíð: Verslunarhúsnæði á 2. hæð. Góð lán fylgja. Sérverslun í Miðbæ Akureyrar til sölu, lager, innréttingar. Gott lítið fyrirtæki til sölu. Hentugt fyrir eina til tvær fjölskyldur. Sunnuhltð: Mjög gott húsnæði með sér inngangi til sölu. Um 150 fm. Opið allan daginn frá kl. 9-18

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.