Dagur - 06.06.1988, Page 7
'G. jttm 1988 - DAQUR -7
KA með ííillt hús
eftir tvær umferðir
- liðið sigraði ÍBK 2:1 á föstudag
„Þetta var erfiður leikur enda
völlurinn mjög þungur. Kefl-
víkingarnir voru mun sprækari
en ég átti von á og þá sérstak-
lega framan af. Við áttum þó
mun fleiri færi í þessum leik og
unnum sanngjarnan sigur,“
sagði Erlingur Kristjánsson
fyrirliði KA, eftir leikinn við
IBK á föstudagskvöld í 1.
deildinni í knattspyrnu. KA-
menn sigruðu í leiknum 2:1 og
hafa því fengið fullt hús úr
tveimur fyrstu leikjum sínum í
deildinni. Þeir lögðu Víkinga
að velli í fyrsta leiknum eins og
mönnum er í fersku minni.
Fyrir mótið var ekki búist við
miklu af KA, a.m.k. ekki
hjá sunnlenskum spámönnum
en liðið hefur sýnt það í þess-
um fyrstu leikjum að það er til
alls líklegt í sumar.
KA-menn komu ákveðnir til
leiks og fengu m.a. tvær horn-
spyrnur á fyrstu 5 mín. leiksins.
En síðan jafnaðist leikurinn og
það voru þó Keflvíkingar sem
fengu fyrsta hættulega marktæki-
færið á 9. mín. Óli Þór átti send-
ingu á Ragnar Margeirsson inn
fyrir vörn KA, hann lék inn í
teiginn og skaut góðu skoti sem
Haukur varði vel. Á 16. mín.
kom Einar Ásbjörn Ólafsson
Keflvíkingum yfir, er hann skall-
aði í mark KA af stuttu færi eftir
fyrirgjöf Gests Gylfasonar.
Haukur hálfvarði skallann frá
Einar Ásbirni en hélt boltanum
ekki, sem rúllaði yfir marklín-
una. KA-menn Iétu ekki slá sig
út af laginu við þetta og náðu að
jafna 5 mín. síðar. Gauti Laxdal
sendi boltann fyrir markið úr
aukaspyrnu frá vinstri, þar stökk
Jón Kristjánsson hæst og skallaði
boltinn til bróður síns Erlings,
sem stóð einn og óvaldaður á
markteig og skallaði boltann
áfram í netið hjá Þorsteini
Bjarnasyni.
Á 33. mín. skoraði Óli Þór
mark fyrir Keflvíkinga með
skalla sem dæmt var af, þar sem
Óli P. Olsen dómari taldi að nafni
sinn hefði gerst brotlegur. Á 43.
mín. var Óli Þór enn á ferðinni er
hann skallaði fyrirgjöf Grétars
Einarssonar í utanverða stöng-
ina. Á síðustu mín. hálfleiksins
komst Bjarni Jónsson KA-maður
í gegnum vörn ÍBK en Þorsteinn
Bjarnason varði skot hans úr
frekar þröngri stöðu, í horn.
í síðari hálfleik fengu liðin
nokkur ágæt marktækifæri og
m.a. átti Einar Ásbjörn skot í slá
og yfir af stuttu færi. En það voru
KA-menn sem nýttu eitt af sínum
færum og skoruðu mark á 70.
mín. sem reyndist sigurmark
leiksins. Tekin var hornspyrna og
eftir mikinn darraðardans í víta-
teignum, stökk Valgeir Barðason
á boltann og sendi hann í hornið
hjá Þorsteini af stuttu færi.
Erlingur Kristjánsson var lang-
besti maður vallarins í þessum
leik og sýndi enn einu sinni
hversu mikilvægur hann er KA-
liðinu. Aðrir leikmenn liðsins
stóðu einnig fyrir sínu og þetta
var fyrst og fremst sigur liðsheild-
arinnar.
Frank Upton þjálfari ÍBK tók
þá Ragnar Margeirsson og Einar
Ásbjörn út af snemma í stðari
hálfleik og þó að þeir félagar hafi
ekki verið mjög atkvæðamiklir
fram að því í leiknum, vakti sú
ákvörðun mikla athygli og ekki
varð þessi breyting til þess að
skerpa sókn ÍBK-liðsins. Einar
Ásbjörn hafði skorað mark ÍBK
og Ragnar Margeirsson er
leikmaður sem getur unnið leik
upp á sitt einsdæmi. Sigurður
Björgvinsson lék best Keflvík-
inga að þessu sinni.
Lið KA: Haukur Bragason, Erlingur
Kristjánsson, Jón Kristjánsson (Halldór
Halldórsson vm. á 88. mín.), Arnar
Bjarnason (Arnar Freyr Jónsson vm. á
46. mín.). Stefán Ólafsson. Þprvaldur
Örlygsson, Gauti Laxdal, Bjarni
Jónsson, Örn Viðar Arnarson, Antony
Karl Gregory, Valgeir Barðason.
Lið ÍBK: Þorsteinn Bjarnason, Guð-
mundur Sighvatsson. Sigurður
Björgvinsson. Peter Farell, Gestur
Gylfason, Ragnar Margeirsson (Jóhann
Magnússon vm. á 65. mín.) Einar
Ásbjörn Ólafsson (Árni Vilhjálmsson
vm. á 65. mín.). Grétar Einarsson. Óli
Þór Magnússon, Ingvar Guðmundsson,
Jón Sveinsson.
Dómari: Óli P. Olsen og dæmdi ágæt-
lega. Línuverðir: Sæmundur Víglunds-
son og Gcir Þorsteinsson.
Gul spjöld: Erlingur Kristjánsson og
Antony Karl Gregory KA og Jóhann
Magnússon IBK.
Óli Þór Magnússon leikmaöur ÍBK og Gauti Laxdal K A-maður í baráttu um
boltann í leiknum á föstudag. Þó að Oli Þór hafi haft betur í þetta skipti voru
það Gauti og félagar sem fögnuðu sigri. Mynd: TLV
íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild:
Kærkominn sigur Tinda-
stóls í Vestmannaeyium
T s A n . . S TTT T T
Liðið fékk óskabyrjun í 4:2 sigri á ÍBV
Tindastóll gerði góða ferð til
Vestmannaeyja sl. föstudags-
kvöld að keppa við ÍBV í
2. deild íslandsmótsins í knatt-
spyrnu. Eftir slæma útreið í
fyrstu tveim leikjunum gegn
KS og Víði tókst Tindastóli að
krækja sér í sætan sigur og
fljúga burt frá Vestmannaeyj-
um með fyrstu þrjú stigin í
farteskinu.
Úrslit leiksins urðu þau að
heimamenn gerðu tvö mörk gegn
fjórum mörkum Tindstælinga.
Staðan í hálfleik var 3:0.
Það voru ekki liðnar nema
þrjár mínútur af leiknum þegar
Ingvar Guðfinnsson skoraði með
skalla fyrir Tindastól, eftir langt
innkast frá Eyjólfi Sverrissyni,
Hólmar Ástvaldsson skallaði
boltann lengra fyrir markið og
þar kom Ingvar aðvífandi og
hamraði knöttinn inn. Ingvar var
aftur á ferðinni tveim mínútum
síðar. Þá var tekin hornspyrna og
boltinn barst að fjarstönginni þar
sem Ingvar stóð óvaldaður og
skallaði firnafast í markið upp
við slána, gjörsamlega óverjandi
fyrir markvörð ÍBV. Sem sagt
óskabyrjun, staðan orðin 2:0 eftir
5 mínútur.
Fyrri hálfleikur var nánast í
eigu Tindastóls, heimamenn
fengu lítil sem engin færi og lítið
reyndi á Gísla Sigurðsson, mark-
vörð Tindastóls. Rétt fyrir
leikhlé bætti Tindastóll við þriðja
markinu. Þá óð Eyjólfur upp
völlinn frá miðju að vítateignum
vinstra megin, sneri sér þá við og
rak boltann inn að miðri víta-
teigslínu og skaut snöggu skoti í
mark ÍBV.
Vestmanneyingar komu
ákveðnir til leiks í seinni hálfleik
og á 50. mínútu skoruðu þeir sitt
fyrsta mark í leiknum. Það var
Hlynur Stefánsson sem gerði það
beint úr aukaspyrnu, glæsilegt
ntark og óverjandi fyrir Gísla í
marki Tindastóls. Á 65. mínútu
kom fjórða mark Tindastóls. Þar
var Eyjólfur aftur að verki eftir
frábæran undirbúning Guð-
brandar Guðbrandssonar, sem
óð upp hægri kantinn, lék á
nokkra Vestmanneyinga og gaf
fyrir markið. Þar beið Eyjólfur
sallarólegur og átti ekki í erfiö-
leikum með að koma knettinum í
netið.
Mikil barátta var síðustu 20
mínútur leiksins og á 80. mínútu
skoraði Ingi Sigurðsson fyrir
IBV, eftir mistök varnarmanns
Tindastóls. Eftir það sótti ÍBV
fast að marki Tindastóls, en tókst
ekki að bæta við þriðja markinu.
Úrslitin því ráðin, 4:2 fyrir Tinda-
istól.
Lið Tindastóls í þessum leik
var í heild gott og erfitt að taka
einhverja út. Einna helsta má
nefna Eyjólf, Guðbrand, Eystein
Kristinsson og varnarmanninn
Ingvar, sem gerði sín fyrstu tvö
mörk fyrir Tindastól. bjb
Staðan
2. deild
Úrslit leikja í 2. deild íslands-
mótsins í knattspyrnu um
helgina urðu þessi:
UBK-Selfoss 2:2
ÍBV-Tindastóll 2:4
KS-ÍR 2:2
Víðir-FH «:2
Staðan í deildinni er þessi:
FH
Víðir
UBK
Fylkir
KS
ÍR
ÍBV
Tindastól!
Selfoss
Þróttur
3 3-0-0 8: 2 9
3 1-1-1 5: 3 4
3 1-1-1 6: 5 4
2 1-1-0 3: 2 4
3 1-1-1 7: 7 4
3 1-1-1 5: 6 4
3 1-0-2 6: 8 3
3 1-0-2 6:10 3
3 0-2-1 5: 7 2
2 0-1-1 4: 5 1