Dagur - 29.06.1988, Blaðsíða 20

Dagur - 29.06.1988, Blaðsíða 20
Akureyri, miðvikudagur 29. júní 1988 Rafveita Sauðárkróks: Hugmyndir um byggingu eigin raforkulínu - ef málum hennar verður ekki sinnt „Ef okkar málum verður ekki sinnt, sjáum við ekki annað fært en reisa og fjármagna eig- in línu milli Sauðárkróks og aðveitustöðvar Landsvirkjunar í Varmahlíð. Þetta er leið sem við teljum fjárhagslega færa, en þjóðhagslega ranga. Enda yrði línan byggð við hlið þeirr- ar sem fyrir er, en það er lína Rarik. Þetta er tugmilljóna fjárfesting, en hún borgar sig upp á nokkum árum,“ sagði Sigurður Ágústsson rafveitu- stjóri á Sauðárkróki. Rafveita Sauðárkróks kaupir orku af Rarik fyrir 40 milljónir króna á ári, en ef keypt yrði beint af Landsvirkjunarkerfinu yrði upphæðin mun lægri. Samningaviðræður hafa farið fram á milli Rafveitu Sauöár- króks og iðnaðarráðuneytis vegna orkukaupa veitunnar af Rarik, en 8 gamalgrónar sveitar- félagaveitur á landinu kaupa orku af Rarik. Aðrar veitur kaupa orku af dreifikerfi Lands- virkjunar og munar miklu á verði. Með markvissum stjórnar- aðgerðum hefur verið unnið að því að koma sem flestum rafveit- um í viðskipti við Landsvirkjun og við það hafa þær getað lækkað gjaldskrá sína. Forráðamenn Rafveitu Sauð- árkróks hafa lagt til að þeim verði' gefinn kostur á að versla við Landsvirkjun, þannig að hún greiði Rarik flutningskostnað sem fellur á orkuflutninginn frá afhendingarstað á Landsvirkjun- arkerfinu eftir flutningskerfi Rar- ik að afhendingarstað hverrar rafveitu. Þessu megi auðveldlega koma í kring með orkusölumæl- ingu, en ef Landsvirkjun tæki þennan flutningskostnað inn í sína heildsölugjaldskrá þyrfti hún að hækka um 0,7%. Við það sætu öll raforkufyrirtæki í landinu við sama borð. Hagur Rafveitu Sauðárkróks myndi vænkast uni 3-5 milljónir á ári, en vegna þess aðstöðumunar ^ sem veitunni er búinn miðað viö aðrar er kaupa beint af Landsvirkjunarkerfinu hefur hagur veitunnar versnað mjög á undanförnum árum. mþþ Eilítið skógarhögg Föstí tvo sólar- hringa — á leiðinni að Laugafelli Sambýlisfólk frá Akureyri festi bfl á Sprengisandi síðla sunnu- dags en bfllinn sökk í sandpytt og var ómögulegt að losa hann. Þau Magnús Vilmundar- son og Kolbrún Guðmunds- dóttir urðu að dveljast í bílnum þar til að flugvél frá Flugfélagi Norðurlands fann þau aðfara- nótt þriðjudags og hafði þeirra þá verið saknað frá því á sunnudagskvöld. Ferðalagið hófst með því að ekið var inn Bárðardal. Magnús vildi skreppa upp á Sprengisand eins og hann hafði margsinnis áður gert og kanna aðstæður. Þegar þau komu þangað sem veg- urinn í Laugafell skiptist á Nvja- bæjarafrétt ákvað Magnús að aka styttri leiðina. Hann kom að sandbleytu og stöðvaði bílinn til að kanna aðstæður áður. Þegar hann var kominn nokkra metra áleiðis fótgangandi sökk hann í jsandbleytu. Kallaði hann þá í I Kolbrúnu og bað hana að bakka bílnum en áður en það tókst var bíllinn sokkinn upp að sílsum. Var rétt hægt að opna hurðirnar. Húsnæöisstofnun ríkisins: Líklegt að veitt verði framkvæmdalán á árinu Magnús ætlaði þá að ganga áleiðis í Laugafell og athuga hvort þar væri fólk en hann snéri við eftir tíu kílómetra göngu. Skömmu eftir að flugvélin frá FN fann bílinn kom lítil flugvél og var fötum, teppum og matvælum kastað niður til fólksins. „Okkur leið alls ekki illa en maður lærir af reynslunni. Ég vil koma þakk- læti á framfæri til Flugbjörgunar- sveitarinnar á Akureyri," sagði Magnús, en hann kom ásamt Kolbrúnu til Akureyrar á hádegi í gær. í fyrradag var lögö fram fjár- hagsáætlun Húsnæöisstofnun- ar fyrir síöari hluta þessa árs. í framhaldi af því var í gær hald- inn fundur í undirnefnd þeirri sem fjallar um svokölluð fram- 15 punda lax í Deildará Ágæt veiði er í Deildará þessa dagana og hefur verið allmikil eftirspurn eftir veiðileyfum. Stærsti laxinn sem veiðst hefur til þessa er 15 pund. Ánnan daginn sem Deildará var opin veiddust þar fjórir laxar. Skömmu síðar veiddi annar veiðimaður tvo laxa fyrir hádegi, allt þokkalega væna fiska. Að sögn Jóhanns Hólmgrímssonar, formanns veiðifélagsins, eru flest veiðileyfi fram að 20. ágúst uppseld. Dagurinn í Deildará kostar. 5 til 7 þúsund krónur eftir tímabilum. EHB kvæmdalán. Starfsmönnum stofnunarinnar var falið að aíla upplýsinga um þær fram- kvæmdir sem sótt hefur verið um lán til. Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- stofnunar sagði í samtali við Dag að þessi framgangur málsins hlyti að segja sitt um það hvers mætti vænta. Stjórn stofnunarinnar gerði sér augljóslega vonir um að geta sinnt a.m.k. einhverjum hluta þeirra umsókna sem fyrir liggja. Sigurður sagðist vona að lánin yrðu afgreidd í ágústmán- uði. Óhætt er að framkvæmdalánin hafi undanfarin ár haldið lífi í byggingariðnaði víða úti á landi. Þar sem lítið hefur borist af lof- orðum um almenn húsnæðislán hafa verktakar getað hafið fram- kvæmdir þegar þeir hafa fengið þessi lán. Um tíma óttuðust menn að vegna slæmrar fjárhags- stöðu byggingarsjóðs ríkisins yrðu þessi lán felld niður. Meðal umsækjenda um fram- kvæmdalán að þessu sinni er Egilsstaðabær. í tvö ár hefur ver- ið í undirbúningi bygging 18 íbúða húss fyrir aldraða og liggja nú fyrir teikningar að slíku húsi. Áætlaður kostnaður við byggingu þess er 63 milljónir og var sótt um lán fyrir 90% af þeirri upphæð. Að sögn Ragnars Jóhannsson- ar, sem séð hefur um þetta mál Lélegri netavertíð er nú að Ijúka. Á Raufarhöfn hafa allir bátar tekið upp net sín og menn gera klárt fyrir veiðar með línu eða á færi. Að sögn Arnþórs Pálssonar útgerðarmanns á Raufarhöfn var það helst við upphaf netaveiða í aprílmánuði að eitthvað fiskað- ist. Þá var tíðarfar hins vegar mjög óhagstætt. Maí- og júnímán- uður hafa verið mjög daufir. Eins og víðast hvar annars staðar brást grásleppuveiðin og var veiðin á fyrir Egilsstaðabæ, voru menn þar eystra orðnir vondaufir um að umsóknin fengi jákvæða afgreiðslu en líkurnar á því hafa nú aukist verulega. ET Raufarhöfn: Aðstandendur kvörtuðu yfir því í gær að lögreglan hefði ekki brugðist við óskum um hjálp fyrr en mörgum klukkustundum eftir að um hana var beðið. EHB Raufarhöfn urn það bil 65% af veiði í meðalári. Arnþór sagði menn ekki vera bjartsýna á færavertíðina því undanfarin ár hefði hún alltaf farið versnandi. „Maður hefur huggað sig við það undanfarin ár að það geti a.m.k. ekki orðið verra árið eftir. Þetta hefur hins vegar alltaf versnað ár frá ári,“ sagði Arnþór. Frá Raufarhöfn eru gerðir út um 30 smábátar en Arnþór giskaði á að um 20 manns hefðu atvinnu af þessari útgerð. ET Sjómenn svartsýnir við upphaf færaveiða

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.