Dagur - 29.06.1988, Blaðsíða 1

Dagur - 29.06.1988, Blaðsíða 1
Svartárkot: Moldar- strókur úr landgræðslu- girðingu „Það hefur verið kolvitiaust tíðarfar undanfarnar vikur og það er fyrst núna að komið er þokkalegt veður. Landið hlýt- ur að hafa farið mjög illa á þessu, á laugardaginn voru hérna tíu til ellefu vindstig,“ sagði Tryggvi Harðarson bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Svartárkot er fremsti bær í Bárðardal og stendur hátt. Tryggvi sagði'að hvassvjðrið og þurrkarnir undanfarnar vikur hefði verið með eindæmum, skyggni hefði stundum ekki verið nenta 4-6 hundruð metrar. Land- ið hefði fokið verulega upp, á því væri ekki vafi, en veðurfar scm þetta væri nær einsdæmi á þess- um árstíma. „Ég er búinn að fara mikið um heiðina í sambandi við minkinn og það virðist vera lítið um hann þar,“ sagði Tryggvi en tók fram að hvassviðrið undanfarið hefði hamlað refa- og minkaveiðum mikið en hann væri að leggja af stað á greni á nýjan leik. Norðaustur af Svartárkoti er landgræðslugirðing á vegum Mývetninga en þar hefur, eins og Tryggvi orðar það, staðið mold- arstrókur upp úr landinu í þrjár vikur. Ekkert hefur verið veitt í Svartárvatni undanfarið því það hefur gruggast ntikið. í vor leit þetta þó vel út því mikið var um rykmý og silungurinn virtist vera á uppleið. EHB Frá slysstað í strengjasteypudeild- inni í gær. Mynil; GB Möl og sandur: Vír slóst í tvomenn Vinnuslys varð í strengja- steypudeild hjá Möl og sandi skömmu eftir hádegið í gær. Tveir menn voru fluttir á slysa- deild en meiðsl þcirra reyndust óveruleg. Slysið varð þegar tveir menn voru að strengja vír í steypumót að burðarbita. Festing gaf sig og vírinn slóst í mennina báða. Mennirnir meiddust lítillega og er því einkum þakkað að festing- in sjálf slóst ekki í þá. ET 'Gert klárt fyrir málningu. Mynd: TLV Ársreikningar Blönduósshrepps: Neituðu að skrifa undir - fulltrúar D-listans sátu hjá við undirritun „Fjármagnskostnaðurinn er geysilega mikill og flest sveit- arfélög landsins standa frammi fyrir því. Það er staðið í tölu- verðum framkvæmdum, t.d. við íþróttahúsið, og menn eru kannski að keyra sig áfram meira en þeir hafa efni á í stað- inn fyrir að greiða niður skuldir,“ sagði Jón Sigurðs- son, þegar hann var spurður „Áin er búin að vera mjög mórauð en er að lýsast núna og við sáum fisk stökkva í fyrsta sinn í morgun. Annars hefur ekki sést líf í ánni,“ sagði Kristján P. Guðmundsson lax- veiðimaður í samtali við Dag í gær en hann var þá að Ijúka veiði í Laxá í Aðaldal. Fyrir hádegi í gær fengust tveir góðir laxar fyrir ofan fossa en 9 um fjárhagsstöðu Blönduóss- hrepps. Jón Sigurðsson á sæti í hrepps- nefnd Blönduósshrepps. Hann lét bóka á fundi á dögunum, ásamt Sigríði Friðriksdóttur, að reikningar Blönduósshrepps fyrir árið 1987 lýstu mjög vel slæmri stöðu sveitarsjóðs og fyrirtækja, og væri sú staða algjörlega óvið- unandi. Þá lýsa þau yfir andstöðu Laxveiðin: við millifærslur milli sveitarsjóðs og hitaveitu. Orðrétt segir svo í bókuninni: „Það er í hæsta máta óeðlilegt að nýta fjármagn frá hitaveitu til reksturs sveitarsjóðs einkum og sér í lagi þegar Hita- veita Blönduóss er ein dýrasta hitaveita í landinu. Þess vegna sitjum við hjá við atkvæðagreiðslu um ársreikninga.“ Hilmar Kristjánsson, oddviti, óskaði eftir því að bókað yrði: „Vegna bókunar fulltrúa D-lista óskar undirritaður eftir að fram komi að millifærslur sem vitnað er til eru fólgnar í því að leiðrétta stöðu sveitarsjóðs gagnvart hita- veitu með því að sveitarsjóður yfirtekur lán og greiðir upp skuld vegna hitaveitu, í stað þess gagn- stæða, sem lesa má úr fyrrnefndri bókun." Hilmar kvað bókun þeirra Jóns og Sigríðar byggða á misskilningi og sagði m.a. þetta um hjásetu þeirra við undirritun ársreikn- inga: „Það sýnir best hvernig þetta fólk hefur unnið. Ég er búinn að sitja í sveitarstjórn í 14 ár og á þeim tíma hafa menn ekki verið með pólitískar væringar nema rétt í kringum kosningar. Þetta fólk hefur litað allt með pólitískri mælistiku og reynt að koma höggi á andstæðinga. Það er ljóst að við höfum framkvæmt mikið á síðustu árum og sveitar- félagið skuldar þó nokkuð en við erum ekki á neinum hættumörk- um,“ sagði Hilmar og benti um leið á að hvergi hefur verið meiri fjölgun íbúa en á Blönduósi á Norðurlandi s.l. 8 árin og veru- legt fjármagn hefði verið lagt í atvinnuuppbyggingu. Veiði í Laxá í Aðal- dal undir meðallagi laxar fengust fyrir neðan fossa. Á þessum tíma voru komnir 216 laxar á land frá því veiði hófst í sumar en það er nokkuð undir meðallagi. „Ég álít að það komi gusa af laxi ef áin heldur áfram að lýsast. Nú hefur veiði að mestu legið niðri í marga daga og því er mik- ið af laxi óveitt í ánni. Laxinn verður óvarkár eftir allan sand- burðinn í ánni og þá fer hann að veiðast,“ sagði Kristján jafnframt. Veiði í Fnjóská er nýhafin og voru 10 laxar komnir á land í gær. Nú þegar er kominn 19,5 punda fiskur á land, 0,5 pundum þyngri fiskur en sá stærsti í fyrra. Veiðimenn vænta því góðs af Fnjóská í sumar. JÓH Tímamóta- fundur í Slipp- stöðinni hf. I dag verður haldinn almennur hluthafafundur í Slippstöðinni hf. á Akureyri. Bæjarstjóri Akureyrar, Sigfús Jónsson, fer með atkvæði Akureyrarbæjar á fundinum, en tillaga hcfur komið frá fjármálaráðherra um að breyta samþykktum félagsins. Tillaga fjármálaráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, er á þá leið að forkaupsréttur hluthafa í Slippstöðinni að fölum hlutum verði afnuminn. Meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks í bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Framsóknarflokks og Alþýðubandalags að fela bæjar- stjóra að styðja, f.h. Akureyrar- bæjar, tillögu fjármálaráðherra á hluthafafundinum. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum 21. júní að skora á ríkisstjórnina að halda áfram þátttöku í rekstri Slipp- stöðvarinnar hf. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.