Dagur - 06.08.1988, Side 6
ff-DAGUR - 0.°ágiist1988
sakomálasago
-
Maðurim sem vissi ofmikið
Árið 1930 var við skipasmíða-
stöðina St. Nazaire í Frakklandi
hleypt af stokkunum einhverju
besta farþegaskipi, sem smíðað
hafði verið fram að því, Georges
Phillipar.
Pað tók tæp tvö ár að fullgera
þetta 17000 tonna skip, sem flutt
gat eitt þúsund farþega. Káeturn-
ar voru í hágæðaflokki, harðvið-
arklæddar og tengdar góðu loft-
ræstikerfi. Ekkert var til sparað
að tryggja öryggi farþeganna.
Nýjustu hugmyndum varðandi
eldvarnir var góður gaumur gef-
inn og m.a. var sett vatnsúðunar-
kerfi í allt skipið.
En þetta dugði skammt, þegar
á átti að herða. Jómfrúrferðin var
farin til Kína. Á heimleiðinni
braust út eldsvoði á D þilfari.
Eldurinn breiddist út með ofsa-
hraða, 53 farþegar létu lífið og
stolt fransk farþegaskipaflotans
sökk í Rauða hafið.
Sérstök rannsóknarnefnd var
sett á laggirnar í París. Hún fann
ekkert það, sem benti til, að elds-
upptök væru af völdum rafmagns
eða af slysni. Af hálfu rannsókn-
arnefndarinnar var það gefið í
skyn, að áhrifamikil alþjóðleg
samtök væru ábyrg og tilgangur
þeirra hefði verið sá einn, að
koma fyrir kattarnef einum
farþeganna, frönskum blaða-
manni.
Þegar skipið var statt í
Shanghai, það var í aprílmánuði
1932, þá steig um borð farþegi til
Frakklands, Albert Londres.
Hann var sjálfstæður blaðamaður
og hafði verið í Indókína í tæpt
ár í erindagjörðum, sem ekki
voru öllum ætluð. Hver einasta
síða í minnisbók hans var full-
skrifuð. Upplýsingar þær, sem
þar var að finna, hefðu komið sér
í meira lagi óþægilega fyrir
ákveðna stóriðjuforstjóra í
London, París og Berlín.
Milljónir manna í Evrópu
biðu eftir næstu bók þessa met-
söluhöfundar og margir veltu því
fyrir sér, hvar hann bæri niður. í
fyrstu bók sinni, „Leiðin til
Buenos Aires", sem út kom þrem
árum áður, afhjúpaði hann hvíta
þrælasölu með ungar konur úr
hóruhúsunum í Marseilles og
Hamborg til Suður-Ameríku.
Frá því sú bók kom út var hann
hataður af meðlimum frönsku og
þýsku smyglhringjanna.
En Londres lét ekki hræða sig.
Hann hélt áfram og kom upp um
svipaða sölustarfsemi, þar sem
ungar evrópskar stúlkur voru
seldar til starfa í vændishúsum í
Shanghai. Einnig hafði hann
rannsakað hryðjuverkasamtök
þau, sem myrtu Júgóslavíukon-
ung á franskri grund.
Þegar Londres steig um borð á
Georges Phillipar hafði hann lok-
ið einni rannsókninni enn, í þetta
sinn á vopnasöluhringjum í Áust-
urlöndum fjær. Herir Japanskeis-
ara voru í óða önn að vígbúast
fyrir árásarstyrjöld og kínverskir
herforingjar slátruðu löndum sín-
um í blóðugum bardögum til að
treysta yfirráð sín bæði í Kína og
Mansjúríu.
í herbúðum Evrópulanda breidd-
ist út sá orðrómur, að Albert
Londres væri á heimleið með
efni, sem safna myndi glóðum
elds að höfði vellríkra vopnasala
í Evrópu, hinum svokölluðu
kaupmönnum dauðans.
Londres kom sér fyrir í klefa sín-
um og hafðist þar síðan við að
mestu og vann úr efni sínu og
minnispunktum. Skipið kom við í
Saigon og þar komu fleiri farþeg-
ar um borð, aðallega starfsmenn
nýlendustjórnarinnar frönsku og
fjölskyldur þeirra. Einnig var
komið við í Singapore, Penang
og á Ceylon. Þegar komið var á
Rauða hafið voru um 800 farþeg-
ar um borð.
Að kvöldi 15. maí sat Londres í
klefa sínum og vann. Flestir
farþeganna voru á þilfari. Að
loknum kvöldverði var boðið upp
á dans í hitaþrungnu kvöldloft-
inu. Farþegarnir dáðust að
arabísku strandlengjunni og veif-
uðu áhöfninni á rússneska
olíuskipinu Sovietskya Neft, sem
fór fram hjá í hálfrar sjómílu
fjarlægð.
Um miðnætti fór skipstjórinn á
Georges Phillipar, Anton Vicq,
til klefa síns og yfirgaf þá
farþega, sem enn sátu uppi á
dekki og dreyptu á kældu kampa-
víni.
Tveim tímum seinna var skip-
stjórinn vakinn af vakthafandi
stýrimanni, sem sagði honum að
eldur væri laus á D þilfari. Vicq
skipstjóri fór tafarlaust niður í
klefa númer 5 bakborðsmegin í
skipinu. Þar sá hann „að eldurinn
breiddist ört út til annarra hluta
skipsins“.
Þegar skipstjórinn flýtti sér eftir
þilfarsganginum til að setja í
gang eldviðvörunarkerfið rakst
hann á hjúkrunarkonuna Yvonne
Valentin, sem kallaði upp yfir
sig, að kviknaði væri í hennar
klefa, sem var númer 7. Meðan á
þessu stóð var Albert Londres í
klefa sínum, númer 6, óvitandi
um hvað var að gerast fyrir fram-
an dyrnar hjá honum.
Vicq skipstjóri gerði árangurs-
lausa tilraun til að hefta
útbreiðslu eldsins. Hann skipaði
svo fyrir, að öllum loftræstiopum
skyldi lokað og slökkt á loftræsti-
dælunum. En innan fárra
mínútna hafði eldurinn breiðst út
og náð stjórnpallinum. Skipstjór-
inn gaf, þegar svo var komið,
fyrirskipun um að yfirgefa skipið.
Björgunarbátarnir voru settir
á flot og loftskeytamaðurinn
sendi út neyðarkall. Loftskeyta-
tækin þögnuðu þó fljótlega, þeg-
ar drapst á ljósavélunum. Loft-
skeytamaðurinn fór eftir neyðar-
áætluninni og ætlaði að tengja
neyðarrafgeymana, en þeir voru
horfnir.
Fljótlega komu skip til hjálpar. í
hópnum voru rússneska olíu-
flutningaskipið, tvö bresk flutn-
ingaskip og eitt japanskt og tvö
farþegaskip. Björgun þeirra, sem
komust í bátana og annarra, sem
flutu um í björgunarbeltum,
gekk vel. Á ótrúlega skömmum
tíma björguðust flestir þeirra,
sem verið höfðu um borð í
Georges Phillipar um borð í
önnur skip.
í þrjá daga brann í flakinu og eld-
tungurnar sáust langt að. Að lok-
um fékk það slagsíðu og sökk.
Albert Londres, sem setið hafði
fanginn í klefa mitt á milli
tveggja annarra, sem á
óútskýranlegan hátt höfðu orðið
alelda samtímis, var horfinn.
í hópi þeirra, sem komust
af, voru einstaklingar, sem full-
yrtu, að þeir hefðu séð Albert
Londres reyna að troða sér út um
kýraugað með dýrmætt handrit
sitt í hendi. Af opinberri hálfu
var því lýst yfir að maðurinn, sem
vissi of mikið, hefði drukknað.
Minnisblöð hans og handrit
hurfu í Rauða hafið. Vellauðugir
og kaldrifjaðir vopnasalar
Evrópu gátu haldið áfram starf-
semi sinni ótruflaðir, þegar
skýrslu Alberts Londres hafði
verið rutt úr vegi. Sjö árum síðar
uppskáru þeir árangur erfiðis
síns. Áhættufjármagn þeirra gaf
góða ávöxtun, þegar heimsstyrj-
öldin síðari braust út.
rarpegasKipio v.eorges rniiiipar í jomtruartero smni til Kina.
Ekkert var til sparað að tryggja öryggi farþeganna.
Brunnið flak Georges Philiipar sem Albert Londres er sagður
hafa farist með.