Dagur - 23.08.1988, Qupperneq 1
71. árgangur Akureyri, þriðjudagur 23. ágúst 1988 157. tölublað
Gránufélagsgötu 4
Akureyri - Sími 23599
Ráðgjafanefiidin
vill niðurfærslu
- allt að 10% lækkun launa og verðlags
Séð út Eyjafjörð frá Hjalteyri. Mynd: GB
Öxarflörður:
Heitt vatn íiindið
- nægir til að hita 1000 hús
í gær gaf borhola við Skógalón
í Oxarfirði 130 tonn/klst. af 85
stiga heitu, sjálfrennandi
vatni. Mun slíkt vatnsmagn
nægja til að hita upp 1000 hús,
og má auka vatnsmagnið veru-
lega með dælingu að sögn
Guðmundar Ómars Friðleifs-
sonar, jarðfræðings hjá Orku-
stofnun.
Borun holunnar er liður í rann-
sóknaverkefni á vegum Orku-
stofnunar og sveitarfélaganna á
svæðinu ásamt Seljalax hf., en
bor frá Jarðborunum hf. er not-
aður við verkið. Eysteinn sagði
að árangur af boruninni væri
alveg einstakur. Tilgangurinn
með boruninni hefði verið sá að
finna sem mest af heitu vatni, og
teldu menn að enn væri von á
meira vatni ef borað væri dýpra.
Því væri mikill hugur í Seljalax-
mönnum að bora sem dýpst, en
upphaflega var ráðgert að fara í
a.m.k. 500 m dýpi. IM
Ráðgjafanefnd ríkisstjórnar-
innar skilaði í gær bráðabirgða-
áliti til Þorsteins Pálssonar
forsætisráðherra. Helstu tillög-
ur hennar eru að laun og verð-
lag verði lækkað með lögum -
niðurfærsluleiðin svokallaða.
Einnig gerir nefndin ráð fyrir
að vextir verði færðir niður ef
bönkum og innlánsstofnunum
takist ekki að lækka vexti mið-
að við verðlag. Ekki er gert
ráð fyrir að gengið verði fellt.
Tilíögur nefndarinnar hafa
ekki verið gerðar opinberar og
ráðamenn verjast frétta af gangi
mála. Einar Oddur Kristjánsson
formaður nefndarinnar sagði að
þeir myndu hittast aftur og skila
endanlegri skýrslu næstu daga.
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra var varkár í svörum er
hann var spurður af fréttamönn-
um eftir fund sinn með nefndinni
til hvaða ráðstafana yrði gripið.
Sagðist hann ætla að leggja málið
fyrir stjórnina á morgun og þar
yrðu tillögur nefndarinnar rædd-
ar. Ekki vildi forsætisráðherra tjá
sig um hvenær ákveðið yrði að
grípa til efnahagsaðgerða.
Tillögur nefndarinnar gera ráð
fyrir því að ríkisstjórnin láti
kanna hver áhrif mismunandi
prósentulækkanir hafi á verðlag.
Samkvæmt fréttum telja nefndar-
menn að allt að 10% skerðing á
launum og verðlagi sé nauðsyn-
leg til að ná tökum á efnahags-
málunum.
Pótt nefndin virðist vera sam-
mála um þessa leið eru hliðarráð-
stafanirnar þær sem mestum deil-
um valda og ekki er víst að
nefndarmenn nái samkomulagi
um þær. Deilt er m.a. um leiðir
til þess að ná niður ríkisútgjöld-
um og auka tekjur ríkisins.
Nefndin sat á fundi meirihluta
dags í gær og var enn á fundi er
Dagur fór í prentun. AP
Kartöfhmppskera:
Prýðilegar
horfur
Guðmundur Þórisson formaö-
ur Félags kartöflubænda telur
prýðilegar horfur vera á ágætis
kartöfluuppskeru í haust ef
ekki fer að frysta. Misjafnlega
mikið er undir grösunum en
víða er það orðið álitlegt.
Óvenjumikil uppskera var í
fyrra og sagðist Guðmundur
vona að ekki yrði það sama uppi
á teningnum í ár. „Það var eng-
inn hagur af svona mikilli upp-
skeru," sagði hann.
Kartöflubændur eru lítið farnir
að taka upp og selja nýjar kart-
öflur. Ástæða þess er að ennþá er
þó nokkuð mikið til af góðum
kartöflum frá því í fyrra og eru
þær á góðu verði. „Pað eru marg-
ir komnir með það góðar geymsl-
ur svo að kartöflurnar geymast
vel. Nýju kartöflurnar eru líka
ennþá tiltölulega dýrar og það er
ekki hagur í því að taka þær upp
ennþá. Um leið og eftirspurn eft-
ir þeim eykst verður farið að taka
meira upp,“ sagði Guðmundur.
KR
Breytt greiðslufyrirkomulag hjá tryggingafélögunum:
Bifreiðagjöld hækka
um næstu mánaðamót
- taka framvegis hækkunum mánaðarlega
Borað var niður í fyrstu vatns-
æð holunnar á 137 m dýpi fyrir
verslunarmannahelgi, og hrundi
þá holan og festi borstrenginn.
Fyrri hluti ágúst fór síðan í að
bjarga holunni og tókst bor-
mönnum frá Jarðborunum hf., af
miklu harðfylgi, að fóðra holuna
niður á 117 m dýpi, og steyþa
fóðringuna fasta. I síðustu viku
var svo borað niður úr fóðring-
unni og kom þá vatnsæðin inn
aftur á 137-140 m dýpi. Æðin
reyndist vera 103° C heit. Er neð-
ar dró var svo komið í aðra vatns-
æð á 160-180 m dýpi, og er hún
einungis um 30° C heit. Loks var
svo komið í þriðju vatnsæðina á
200 m dýpi, og var sú um 110° C.
í sameiningu gefa allar þessar
vatnsæðar um 35 1/s af u.þ.b. 85°
C heitu vatni, en holan fer hitn-
andi.
„Við erum óskaplega ánægð-
ir,“ sagði Eysteinn Sigurðsson,
kaupfélagsstjóri KNÞ og einn
stjórnarmanna Seljalax í samtali
við Dag í gær. „Við erum að
reyna að fá fjármagn til að bora
niður á 5-600 metra dýpi. Það
kostar um 1,5-2,0 milljónir, en
nærri því 1 milljón að fá borinn
aftur á staðinn ef til þess þyrfti að
koma.“
Þeir sem alvarlega eru að
hugsa um að skipta um, eða
kaupa sér bíl þessa dagana
ættu að drífa í því, vegna þess
að iðgjöld bifreiðatrygginga
hækka um næstu mánaðamót.
Tryggingafélögin hafa, með
samþykki Tryggingaeftirlits-
ins, ákveðið að hverfa frá því
að iðgjöld hækki aðeins einu
sinni á ári þannig að þau munu
framvegis hækka mánaðarlega
og verður sú hækkun ákvörð-
uð miðað við vísitölu Hagstofu
íslands.
Þetta þýðir að hyggist bíleig-
andi ábyrgðartryggja bifreið sína
í dag, kaupir hann tryggingu til
árs, en ekki aðeins til 1. mars.
„Þetta verður til þess að „stóri
skellurinn" einu sinni á ári, verð-
ur ekki eins stór en á móti kemur
að þetta verður auðveldara fyrir
félögin, því nú koma peningarnir
inn með jöfnu streymi og ávöxt-
un þeirra verður auðveldari,“
sagði Ólafur Jón Ingólfsson hjá
Almennum Tryggingum í samtali
við blaðið en hann á jafnframt
sæti í samstarfsnefnd trygginga-
félaganna sem unnið hefur að
undirbúningi þessara breytinga.
í hverjum mánuði verður
reiknuð út hækkun iðgjaldanna.
Ólafur Jón sagði að áfram verði
notaður sami grunnur og verið
hefur auk þess sem vísitala Hag-
stofu íslands verði notuð til þess
að mæla hækkunarþörf hverju
sinni. Ekki vildi hann gefa upp
Bifreiðagjöldin munu hækka um
mánaðamótin.
hver hækkunin nú um mánaða-
mótin verður nákvæmlega, „hún
verður einhver prósent,“ eins og
hann komst að orði. Vegna við-
miðunar við vísitölu Hagstof-
unnar verður hækkunin nú ekki
eins mikil og hún hefði getað
orðið, því tollabreytingarnar um
síðustu áramót sem m.a. gerðu
að verkum að varahlutir í bifreið-
ir lækkuðu, kemur á ný bifreiða-
eigendum til góða.
Aðspurður um hvernig endur-
greiðsla iðgjalda mun fara fram
eftir breytingarnar sagði Ólafur
Jón, að ákveðið hefði verið að
endurgreiða iðgjald á þeim gjöld-
um sem endurnýjað var á, en ný
trygging keypt á nýjum töxtum
og þá til eins árs. VG