Dagur - 23.08.1988, Page 6
6 - DAGUR - 23. ágúst 1988
á Siglufirði
- rúmlega 1000 manns samankomnir á Hóli
Lokadagur hátíðarhaldanna á
Siglufírði var á laugardaginn
og var þá margt til skemmtun-
ar fyrir bæjarbúa og afmælis-
gesti. Aðaldagskráin fór fram
á Hóli, þar sem um 1000-1200
manns voru saman komin í
blíðskaparveðri. Það var
íþróttabandalag Siglufjarðar
sem hafði veg og vanda að
lokadagskránni, sem tókst
með afbrigöum vel.
Um morguninn voru ýmsar
uppákomur í Sundhöllinni, s.s.
boðsund á vindsængum o.fl. Þá
var gönguhjólarallý og víða-
vangshlaup um götur bæjarins.
Eftir hádegi byrjaði svo dagskrá-
in á nýja Hólsvellinum á leik KS
og Breiðabliks í 2. deildinni, en
þvf miður töpuðu heimamenn
þeim leik. í leikhléi var svo fall-
hlífarstökk, einir fjórir fallhlífar-
stökkvarar lentu á Hólsvellinum
við góðar undirtektir fjölmargra
áhorfenda.
Að leik loknum fór fram
skemmtidagskrá þar sem menn
reyndu atgervi sitt í ýmsum leikj-
um, s.s. pokahlaupi, naglaboð-
hlaupi, belgjahlaupi, reiptogi
o.m.fl. Síðan var tekið til við
heilmikla grillveislu að Hóli. Öll-
um bæjarbúum og gestum var
boðið til veislu þar sem menn
hesthúsuðu pylsur og kjöt eins og
þeir gátu í sig látið og renndu
niður með gosdrykkjum. Heill
bílfarmur af gosi stóð við grillið,
þar sem um 2 tonn af kjöti og
pylsum voru grilluð ofan í mann-
skapinn.
Um kvöldið lauk svo afmælis-
hátíðinni á Siglufirði með varð-
eld og flugeldasýningu að Hóli og
síðan dansleik á Hótel Höfn. Þar
með lauk 8 daga hátíðarhöldum,
sem tókust með afbrigðum vel og
voru Siglfirðingum til sóma.
Myndir og texti: BJB
KS og UBK léku fyrsta deildarleikinn á nýja grasvellinum á Siglufirði á laug-
ardag. í hálfleik lentu fjórir fallhlífarstökkvarar á vellinum við góðar undir-
tektir áhorfenda.
Að minnsta kosti 2000 pylsur voru grillaðar í veislunni miklu og liöfðu þeir, sem sáu um fram-
reiðsluna, meira en nóg að gera.
í belgjahlaupinu sáust hin ótrúlegustu tilþrif.
Að lokinni skemmtidagskrá var bæjarbúum og gestum boðið til mikillar grillveislu og var þrön á þingi.
Siglfirsk ungmenni öttu kappi í reiptogi og var tekið hraustlega á, svo sem sjá má.
Að knattspyrnuleiknum loknum var boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá á Hólsvelli. Meðal
atriða var svokallað naglaboðhlaup, þar sem keppendur þurftu að inna af hendi ýmsar þrautir
meðan á hlaupinu stóð. Þeir þurftu að skríða gegnum síldartunnu...