Dagur - 23.08.1988, Page 7
*‘W átjliist 1^88 -‘ÖÁfeítjR - 7
Kvennaknattspyrna:
Þór í 1. defld
- sigraði KS 3:0
í úrslitaleik á föstudagskvöldið
Þór tryggði sér sæti í 1. deild
kvenna þegar liðið sigraði KS í
hreinum úrslitaleik um annað
sætið í 2. deild á Þórsvelli á
föstudag. Breiðablik hafði
þegar tryggt sér sigur í deild-
inni en Þór tryggði sér annað
sætið með 3:0 sigri á föstudag-
inn.
Jafnræði var með liðunum
framan af fyrri hálfleik en um
miðjan hálfleikinn náðu Þórs-
stúlkurnar undirtökunum. Þær
náðu þó ekki að skora fyrir hlé og
staðan var 0:0 þegar síðari hálf-
leikur hófst.
Þegar um 10 mínútur voru
liðnar af síðari hálfleik var dæmd
vítaspyrna á KS og Steinunn
Jónsdóttir skoraði úr henni.
Skömmu síðar komst Ellen Ósk-
arsdóttir ein inn fyrir vörn KS og
skoraði annað mark Þórs. Þórs-
stúlkurnar pressuðu síðan áfram
en tókst ekki að bæta við fleiri
mörkum fyrr en undir lok leiksins
þegar Kolbrún Jónsdóttir skoraði
þriðja markið beint úr auka-
spyrnu.
UBK hafnaði í efsta sæti deild-
arinnar með 15 stig af 16 mögu-
legum. Þór varð í öðru sæti með
11 stig og loks urðu KS-stúlkurn-
ar í þriðja sæti með 9 stig. JHB
Lið Þórs að loknum leiknum gegn KS. í efri röð frá vinstri: Jónas Hallgrímsson, framkvæmdastjóri, Valgerður
Jóhannsdóttir, Soffía Frímannsdóttir, Ellen Óskarsdóttir, Málfríður Þórðardóttir, Karen Ingimarsdóttir, Sveindís
Benediktsdóttir, Gunda Viglúsdóttir, Jórunn Jóhannesdóttir, Sigríður Pálsdóttir, Ingigerður Júlíusdóttir og Gísli
Bjarnason, þjálfari. Neðri röð frá vinstri: Anna Hermína Gunnarsdóttir, Inga Huld Pálsdóttir, Eva Eyþórsdóttir,
Kolbrún Jónsdóttir, fyrirliði, Bergrós Guðmundsdóttir, Friörika Illugadóttir, Steinunn Jónsdóttir og Hólmdís
Benediktsdóttir. Mvnd kk
SL-deildin:
Stórsigur KA-manna
á Völsungum
- fallið blasir við Húsvíkingunum
Það var kraftur og hraði í leik
Völsungs og KA á Húsavíkur-
velli á sunnudagskvöldið og
greinilegt að bæði liðin ætluðu
sér sigur.
Leikurinn var ekki nema
þriggja mínútna gamall er 1.
dauðafærið leit dagsins ljós.
Helgi Helgason komst þá upp
vinstra megin, gaf fyrir en Stefán
Viðarsson missti af boltanum,
aleinn fyrir opnu marki. Aðeins
Staðan
1. deild
Úrslit í fjórum fyrstu leikjum
14. umferðar:
Völsungur-KA 0:4
ÍBK-Leiftur 2:1
KR-Fram 1:2
Þór-Valur 0:3
Fram
Valur
ÍA
KA
KR
Þór
ÍBK
Víkingur
Leiftur
Völsungur
14 13-1-0 29:
14 9-2-3 25:
7-3-3 23:
7-2-5 25:
7-1-6 21:
4-5-5 18:
3-5-6 16:
3-3-7 10:
1-4-9 9:
1-2-11 8
13
14
14
14
14
13
14
14
3 40
12 29
18 24
22 23
18 22
2117
24 14
19 12
19 7
:28 5
Markahæstir:
Guðmundur Steinsson Fram 11
Sigurjón Kristjánsson Val 8
Pétur Ormslev Fram 7
Halldór Áskclsson Þór 6
Þorvaldur Örlygsson KA 6
mínútu seinna átti Erlingur
þrumuskot rétt framhjá fjærstöng
eftir fyrirgjöf frá hægri. Á 12.
mínútu átti Gauti góðan skalla að
marki Völsungs en Haraldur
varði snilldarlega. Nokkrum
mínútum seinna braust Guð-
mundur í gegnum vörn KA en
Haukur varði skot hans vel.
Áfram hélt leikurinn, hraði og
barátta á báða bóga. Það var svo
á 34. mínútu að hið fræga gat
opnaðist á miðri vörn Völsungs.
Þorvaldur fékk þá boltann frá
vinstri inn á auða svæðið, og fum-
laus og öruggur lyfti hann boltan-
um yfir úthlaupandi Harald í
marki Völsungs. Vel að verki
staðið. Sex mínútum seinna skor-
aði svo Jón Kristjánsson úr
þvögu, 2:0 fyrir KA. Síðasta færi
hálfleiksins fengu svo Völsungar
er Grétar átti gott skot að marki
KA, sem Haukur varði snilldar-
lega. Fjörugur fyrri hálfleikur þar
sem munaði mestu að KA nýtti
færin sín.
KA hóf seinni hálfleikinn af
krafti og á 48. mín. skoraði Þor-
valdur þriðja mark KA og sitt
annað í leiknum af stuttu færi.
KA tók nú leikinn í sínar hendur,
sótti án afláts og 10 mínútum
seinna þrumaði Erlingur boltan-
um í netið eftir hornspyrnu frá
hægri, glæsilegt mark.
Eftir þetta má segja að eitt lið
hafi verið á vellinum og spurning-
in frekar hvort KA tækist að bæta
við mörkum en að Völsungar
réttu sinn hlut. Tvisvar á þessum
tíma bjargaði Haraldur með út-
hlaupi og KA átti stangarskot.
Síðustu tíu mín. leiksins tóku
Völsungar smáfjörkipp pg á 84.
mín. átti Helgi Helga gott skot
sem Guðjón bjargaði á línu, eftir
það fjaraði leikurinn út. Ef til vill
finnst mönnum sigur KA of stór
miðað við gang leiksins, sérstak-
lega í fyrri hálfleik en KA menn
héldu haus, spiluðu sóknarleik
allan tímann, nýttu færin sín og
unnu verðskuldaðan sigur. Ef
KA-menn halda áfram á þessari
braut eru góðar líkur á því að
Evrópuleikur fari fram á Akur-
eyri haustið ’89.
Völsungar léku þokkalega út á
vellinum en sóknarleikurinn er
gjörsamlega bitlaus. Ennfremur
opnast vörnin íllilega á stundum.
Því fór sem fór. HK
Þorvaldur Örlygsson er í góðu formi þessa dagana. Hann skoraði tvívegis á
Húsavík.
Knattspyrna 2. deild:
Tindastóll tók stig í Reykjavík
Tindastóll tók mikilvægt skref
í því að tryggja sæti sitt í 2.
deildinni með jafntefli við
Þrótt í Reykjavík á laugardag-
inn. Leikurinn bar öll merki
fallbaráttu, mikil keyrsla og
barátta en minna af áferöar-
fallegri knattspyrnu. Þegar á
heildina er litið var jafntefli
sanngjörn úrslit í þessum
mikilvæga leik.
Þróttarar komu sterkari til
leiks á Valbjarnarvellinum og
greinilegt að þeir ætluðu sér að
selja sig dýrt, enda neðstir í
deildinni. Um miðjan fyrri hálf-
leik fengu Stólarnir dæmda á sig
óbeina aukaspyrnu rétt fyrir utan
vítateig. Boltanum var rúllað fyr-
ir fætur Björgvins Björgvinssonar
og hann þrumaði knettinum í
markið. Knötturinn snerti einn
varnarmann norðanmanna og
Gísli markvörður náði því ekki
að koma í veg fyrir mark.
Leikurinn jafnaðist eftir mark-
ið og Tindastóll fór að sækja í sig
veðrið. Ekki tókst þeim þó að
skapa sér nein umtalsverð mark-
tækifæri og leiddu því Reykvík-
ingarnir í leikhléi.
Eftir leikhlé voru Sauðkræk-
ingar öllu sterkari og þar kom að
þeir náðu að jafna leikinn. Guð-
brandur Guðbrandsson átti þá
góða sendingu á Eyjólf Sverris-
son inn fyrir Þróttaravörnina.
Magnús Bergs og Eyjólfur háðu
mikið kapphlaup um boltann og
þeirri viðureign lauk þannig að
Eyjólfur féll við. Dómarinn var í
engum vafa og dæmdi vítaspyrnu
á Þrótt og þótti sumum áhorfend-
um það strangur dómur. En það
þýðir ekki að deila við dómarann
og Eyjólfur skoraði sjálfur úr
vítaspyrnunni.
Heldur dró úr leikmönnum
kappið við markið og skiptust lið-
in á að sækja. Ekki tókst þeim þó
að valda neinum sérstökum usla
hvorum upp við annars mark og
leiknunt lauk því með sann-
gjörnu jafntefli 1:1.
Þetta var mikilvægt stig sem
Tindastóll náði í leiknum og ættu
þeir nú bráðlega að vera öruggir
um sæti sitt í deildinni. Bestu
leikmenn liðsins í þessum leik
voru þeir Eyjólfur Sverrisson,
sem ætíð skapaði vandamál fyrir
varnarmenn Þróttar, og Guð-
brandur Guðbrandsson. Einnig
var Gísli markvörður öruggur og
verður ekki sakaður um markið.
Hjá Þrótti skaraði enginn fram úr
og verða þeir nú heldur betur að
taka á ef þeir ætla ekki að falla úr
deildinni. AP