Dagur - 25.08.1988, Page 2
2 - DAGUR - 25. ágúst 1988
Pjálfunarskóli
ríkisins:
Úthlutað
lóðá
Akureyri
Skipulagsnefnd Akureyrar
hefur samþykkt að úthluta
Þjálfunarskóla ríkisins lóð á
svokölluðu grænu svæði vestan
Síðuskóla. Málið hefur verið
sent áfram til bæjarstjórnar
sem tekur það til endanlegrar
afgreiðslu.
Umhverfisnefnd sem fékk mál-
ið til umsagnar, gat ekki fallist á
að umrætt svæði yrði skorið í
sundur með aðkomu að skólan-
um frá Vestursíðu, eins og skipu-
lagsnefnd gerir ráð fyrir. Nefndin
gat hins vegar fallist á að skólinn
fengi lóð þarna ef aðkeyrslan yrði
frá Bugðusíðu. -KK
Athugasemd vegna
lesendabréfs:
„Aðskotahlut-
urinn ekki
frá okkur“
- segir útibússtjóri kjör-
búðar KEA í Höfðahlíð
Guðmundur Magnússon, úti-
bússtjóri kjörbúðar KEA í
Höfðahlíð, hafði samband við
blaðið vegna greinar sem birt-
ist á lesendasíðu í gær um
aðskotahlut í saltkjötshakki.
„Pað er útilokað að þessi
aðskotahlutur, málmteinn sem
notaður er til að festa á verðmiða
og stinga ofan í bakka í kjötborð-
um, sé frá okkur kominn. Ástæð-
an er einfaldlega sú að við seljum
allt kjöt pakkað og verðmerkjum
því ekki með þessum teinum,"
sagði Guðmundur.
Hann sagði jafnframt að ef það
væri rétt hjá bréfritara að salt-
kjötshakkið hafi verið keypt í
kjörbúðinni í Höfðahlíð, væri
eina skýringin sú að teinninn
hefði komið í hakkpakkanum
beint frá Kjötiðnaðarstöð KEA,
þótt hann teldi það ólíklegt.
Fjárveiting til reiðvega 1987:
Eyfírðingar fengu
rúmlcga helminginn
A síðasta ári var 1 milljón
króna veitt til lagningar reið-
vega á landinu. Landssamband
hestamannafélaga skipti þess-
ari fjárhæð milli hestamanna-
félaga á eftirfarandi hátt:
Funi í Eyjarfirði 380 þúsund,
Léttir Akureyri 240 þúsund,
Gnýfari Ölafsfirði 30 þúsund,
Glæsir Siglufirði 70 þúsund, Þrá-
inn Höfðahverfi 30 þúsund, Létt-
feti Sauðárkróki 90 þúsund, Stíg-
andi Skagafirði 20 þúsund, Neisti
Blönduósi 50 þúsund og Þytur
Hvammstanga 90 þúsund.
VG
Norðurland vestra:
Ráðstefna haldin
um fræðslumál
skipt á milli ríkis og sveitarfé-
laga. En skólamenn telja að
marga enda eigi eftir að binda
saman í lögunum í því sambandi.
Er ráðstefnunni ætlað að varpa
fram skoðunum manna og
skyggnast inn í framtíð fræðslu-
mála í kjördæminu. Fulltrúum
sveitarfélaga og skólanefnda í
kjördæminu er boðið að taka þátt
í ráðstefnunni, auk skólamanna.
Þeir málaflokkar sem verða til
umræðu eru: 1. Verkaskipting
ríkis og sveitarfélaga í fræðslu-
málum og frummælandi verður
að öllum líkindum Örlygur
Geirsson skrifstofustjóri fjár-
máladeildar menntamálaráðu-
neytisins. 2. Hver er ábyrgð
sveitarfélaga við framkvæmd
nýju framhaldsskólalaganna?
Frummælendur Jón F. Hjartar-
son skólameistari og Ófeigur
Gestsson bæjarstjóri á Blöndu-
ósi. 3. Grunnskólar á Norður-
landi vestra, samstarf skóla,
skipulag o.fl., og mun Guðmund-
ur Ingi Leifsson fræðslustjóri
flytja framsögu í þeim mála-
flokki. 4. Fullorðinsfræðsla, tón-
listarskólar og búnaðarmenntun.
Frummælandi Stefán Jónsson
formaður Fræðsluráðs Norður-
lands vestra. 5. Staða kennara í
dreifbýli og í þeim málaflokk
munu Inga Þórunn Halldórsdótt-
ir yfirkennari og Ólafur Arn-
björnsson aðstoðarskólameistari
verða frummælendur.
Sem fyrr segir verður ráðstefn-
an nk. mánudag og þriðjudag og
fer fram í Gagnfræðaskólanum á
Sauðárkróki. -bjb
Nk. mánudag og þriöjudag
verður haldin á Sauðárkróki
ráðstefna um fræðslumál á
Norðurlandi vestra. Það eru
Fjölbrautaskólinn á Sauðár-
króki, Fræðsluráð Norður-
lands vestra, Kennarasamband
Norðurlands vestra og
menntamálaráðuneytið sem
gangast fyrir ráðstefnunni. A
henni verða til umræðu nokkr-
ir málaflokkar og þeir teknir til
umfjöllunar í starfshópum og
almennum umræðum.
Það má glögglega sjá á inynd þcssari úr leik Rússa og Tékka, að það þarf
meira til en tvo „gúmmítékka“ til að stöðva rússneska björninn. Mynd: tlv
Höfuðtilefni þessarar ráð-
stefnu eru nýju framhaldsskóla-
lögin og hvernig rekstri verður
Egilsstaðir:
Framkvæmdir haftiar við
íbúðir fyrir aldraða
I síðustu viku var fyrsta skóflu-
stungan tekin að íbúðum fyrir
aldraða við Lagarás á Egils-
stöðum. Hér er um að ræða 18
íbúðir auk sameiginlegs þjón-
usturýmis, gólfflötur ails 1.700
fermetrar. Heildarkostnaður
er áætlaður rúmar 70 milljónir
króna.
Að sögn Sigurðar Símonarson-
ar bæjarstjóra er stefnt að því að
taka fyrstu íbúðirnar í notkun í
desember 1989. íbúðirnar verða
allar afhentar fullbúnar og með
fullfrágenginni lóð. Stærð íbúð-
anna er 47-60 m" og þjónustu-
rými í kjallaranum er um 130 m\
Byrjað er að grafa fyrir sökkl-
um og útboð er í gangi fyrir bygg-
ingu á sökklum og plötu. Björn
Kristleifsson á Egilsstöðum er
arkitekt að íbúðunum og Verk-
fræðistofa Austurlands sér um
verkfræðiteikningar.
Aðspurður sagði Sigurður að
þessi bygging myndi bæta úr
brýnni þörf. „Það er ekki hægt að
leyna því að margt eldra fólk býr
í of stórum húsum og húsum sem
þurfa mikið viðhald. Margir
hverjir ráða ekki við slíkt viðhald
upp á eigin spýtur og þurfa því að
kosta miklu til. Nýju íbúðirnar
munu leysa þessi vandamál,"
sagði Sigurður. SS
Þorvarður bóndi á Söndum:
„Við erum ákveðnir í að klára þetta mál“
Á undanförnum árum hefur
það nokkrum sinnum gerst að
Landhelgisgæslan hefur verið
talin valda hlunnindabændum
við Vatnsnes og Heggstaðanes
búsifjum með því að brjóta
friðlýsingu sellátra og æðar-
varps.
Þessar ferðir Landhelgisgæsl-
unnar eru án efa farnar til að
kanna hvort ólöglegar netalagnir
eru í sjónum. Mörgum er enn í
fersku minni þegar hraðbátur frá
varðskipinu Ægi og þyrla voru
send á staðinn en út af þeirri ferð
varð verulegur eftirmáli.
Nú hafa þrír bændur á Hegg-
staðanesi, Þorvarður Júlíusson á
Söndum, Hafsteinn Jóhannsson á
Bálkastöðum og Helgi Pálsson á
Heggstöðum óskað eftir því að
sýslumaður Húnavatnssýslu láti
kanna hver hafi gefið fyrirskipun
uin að þyrla Landhelgisgæslunn-
- og vita hvor er meiri okkar réttur eða „húkkaranna“
ar flygi yfir æðarvarp þessara
jarða á sl. vori. Bændurnir telja
að flug þyrlunnar hafi þá valdið
tjóni á varplöndum jarðanna.
í viðtali við Dag sagði Þorvarð-
ur á Söndum að hann hefði ekki
heyrt hvernig rannsókn þessa
máls gengi. Hvað tjónið af þessu
flugi væri mikið sagði hann að
kæmi ekki í ljós fyrr en að þrem
árum liðnum. Hann sagði að á
sumum bæjum á Vatnsnesinu,
t.d. á Bergsstöðum hefði varpið
horfið með öllu eftir aðgerðir
Landhelgisgæslunnar vorið 1979
og á öðrum bæjum hefði það
skerst mikið.
Hann sagði að það væri stað-
reynd að varp væri allt að þrjú að
að jafna sig eftir að örn flygi yfir
það.
„Við erum ákveðnir í að klára
þetta mál þannig að því verði
svarað hver réttur okkar er.
Hvort hann er meiri eða minni en
Bændur í Húnaþingi telja að flug þyrlu Landhelgisgæslunnar hafl
valdið tjóni í varplöndum þeirra.
„húkkaranna“ eins og ég kalla þá
sem eru að veiða hér inni í Mið-
fjarðará. Þeir eru kannski, ég
fullyrði það ekki, búnir að marg-
vefja línunni um laxinn og búnir
að þvælast með hann meira eða
minna og reka svo upp skræk og
hrópa netaför og heimta að
Landhelgisgæslan komi og leiti
að netum. Eins og allir vita getur
lax flækst í hvaða neti sem er
nema síst í selanetum. Við förum
fram á að sökudólgurinn finnist,
ég tók það fram í minni skýrslu
sem lögreglan tók af mér,“ sagði
Þorvarður bóndi á Söndum.
Að sögn Sverris Friðrikssonar,
fulltrúa sýslumanns Húnavatns-
sýslu er rannsókn málsins lokið
hér heima og búið að senda málið
til ríkissaksóknara og afrit af
skýrslum til Landhelgisgæslunn-
ar. Ekki liggur því enn fyrir hver
hefur fyrirskipað þessa aðgerð.
fh