Dagur - 25.08.1988, Síða 3

Dagur - 25.08.1988, Síða 3
25. ágúst 1988 - DAGUR - 3 (Það er vissara að hafa hlutina í lagi áður en haldið er af stað, < > Tilkynning frá Sparisjóði Glæsibæjarhrepps Opið verður föstudaginn 26. ágúst frá kl. 10-12. Lokað eftir hádegi vegna jarðarfarar Skarphéðins Halldórssonar fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Sparisjóöur Glæsibæjarhrepps. V______________________1_____________/ Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1988, hafi hann ekki veriö greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrj- aðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og meö 16. sept. Fjármálaráðuneytið. Meindýraeyðingar á Akureyri: Rottuherferðir á vorin og haustin Að sögn Svanbergs Þórðarson- ar meindýraeyðis á Akureyri hefur ekki verið mikið um að vera í sumar. í fyrra var meira af rottum en nú og í fyrrahaust og vetur var mikið um mýs. Svipað mun vera um maura og pöddur í húsum og undanfarið. Eins konar rottuherferð er gerð á vorin og á haustin. Þá er sett eitur í brunnana í götunum til þess að reyna að halda rottun- um í skefjum. „Það er alltaf eitthvað af rott- um sem sjást og þá eitrum við fyrir þeim. Þær halda sig í holræs- unum og ef skolpleiðslurnar frá húsum bila þá grafa þær sig upp í gegnum lóðina. Við reynum að eitra í holurnar og loka fyrir þeg- ar þetta kemur fyrir,“ segir Svanberg. Starfi meindýraeyðis fylgir einnig eftirlit með hundum og köttum. Svanberg sagði alltaf eitthvað vera um að hundar gengju lausir og væri nokkuð um kvartanir þess vegna og einnig ef hundar væru með mikið ónæði þó að þeir væru bundnir. Reynt er að stemma stigu við útigangsköttum en þeir eru alltaf þó nokkrir. „Það virðist vera heldur mikið frjálsræði með bæði heimiliskettina eins og hundana. Fólk er að hringja í mig og kvarta yfir því að þeir séu að þvælast heima hjá þeim og grafa upp beð og slíkt,“ sagði Svanberg Þórðar- son. KR Þórshöfn: Unnið að lagfær- Verslunarhúsnæöl tíl leigu Til leigu eru 440 m á 1. hæð í húsi Landsvirkjunar Glerárgötu 30. Húsnæðið er laust 1. nóvember nk. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Lands- virkjunar sími 96-26411. Landsvirkjun, Glerárgötu 30, Akureyri. Aiiar auglýsingar sem þarf ad vinna sérstak- lega, þurfa ad berast tij auglýsingadeildar tveimur til þremur dögum fyrir birtingu. Auglýsingadeild Dags. ingum á sláturhúsi „Viö erum á ágætis tíma meö þetta,“ sagði Kristján Karl Kristjánsson, kaupfélagsstjóri, aöspuröur um hvernig fram- kvæmdir gengju við sláturhús Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn. Að öllum líkindum hefst slátrun í húsinu um miðj- an september. Héraðsdýralæknir gerði kröfu um venjubundið viðhald og málningu á sláturhúsinu, sem stendur autt milli sláturtíða. Hús- ið fær ekki undanþágu frá land- búnaðarráðuneytinu til slátur- leyfis fyrr en tilkynning hefur borist um að framkvæmdunum sé lokið. Þegar er stærstu framkvæmda- liðunum lokið, það voru breyt- ingar á banaklefa og frágangur á gluggum. Verið er að vinna við að efla heita vatnið og síðan á eftir að hreinsa, mála og ljúka ýmsum smáverkefnum í slátur- húsinu. IM Aðalfundur SSA: Rætt um stofimn gjaldheimtu Aðalfundur Sambands sveitar- félaga á Austurlandi verður haldinn á Neskaupstað næst- komandi föstudag og laugar- dag. Þar verður rætt um byggðamál, samgöngur í lofti og á jörðu niðri, tekjustofna sveitarfélaga, verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga o.fl. Sigurður Símonarson, bæjar- stjóri á Egilsstöðum, sagði að á fundinum yrði einnig rætt um tvö stór mál: Stofnun gjaldheimtu á Austurlandi og stofnun héraðs- nefnda, en samkvæmt lögum á að leggja sýslunefndir niður um næstu áramót og héraðsnefndir eiga að taka við verkefnum þeirra. Sigurður sagði að það yrði að breyta þeirri tekjuviðmiðun sem höfð er til hliðsjónar við úthlutun úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga því útsvarsáætlanir skattstjóra eru óvenju háar. Því yrði að taka upp aðra viðmiðun. SS Skólatílboð Skólaúlpur, stærðir 4-14 .Verð aðeins kr. 1995.- Skólaúlpur, stærðir 6-14 .Verð aðeins kr. 1995.- Jogging peysur, stærðir 6-12 Verð aðeins 995.- Skólabuxur, stærðir 6-16 .. Verð aðeins kr. 1290.- Skólapeysur, stærðir U6-176 Verð aðeins kr. 995.- Sértilboð Barnastakkar, stærðir 104-164 Verð aðeinskl. 950. Opiö laugardaga 10-12 • • llf EYFJORÐ wWW Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.