Dagur - 25.08.1988, Síða 4
4 - DAGUR - 25. ágúst 1988
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRAR:
ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.)
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON
(Reykjavik vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON,
FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (iþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON,
VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON,
TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Sjö Kringlur
á lausu
Atvinnufyrirtæki um allt land eiga við veru-
lega rekstrarörðugleika að etja. Ástæður erf-
iðleikanna eru auðvitað fjölmargar, en eitt af
því sem nefnt hefur verið sem veigamikill
þáttur er offjárfesting. Offjárfesting hefur
aldrei talist aðall vel rekinna fyrirtækja en þó
hafa margir komist klakklaust frá slíkum
ævintýrum á undanförnum árum. Hins veg-
ar má fullyrða að aldrei fyrr hefur offjárfest-
ing reynst fyrirtækjum jafndýrkeypt og á
síðustu misserum, enda hafa nokkur fyrir-
tæki þegar dáið drottni sínum það sem af er
árinu af þessum sökum.
Vafalaust má finna dæmi um offjárfest-
ingu í flestum greinum atvinnulífsins, en þó
má fullyrða að hún er hvergi meiri en í versl-
un og þjónustu í Reykjavík. Enn ein stað-
festing þess, hversu gífurleg offjárfesting
hefur átt sér stað í þessum geira atvinnulífs-
ins á höfuðborgarsvæðinu fékkst í gærmorg-
un. Þá sagði Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykjavíkur, í
útvarpsviðtali að hann hefði heimildir fyrir
því að leigjendur fengjust ekki að um 200
þúsund fermetra verslunar- og skrifstofu-
húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Þessi tala,
200 þúsund fermetrar, er svo ótrúleg, að
eflaust hafa margir neitað að trúa eigin eyr-
um. Flestum, sem lagt hafa leið sína í
stærstu og íburðarmestu verslunarhöll
landsins, Kringluna í Reykjavík, hefur þótt
mikið til stærðar hennar og umfangs koma,
enda er gólfflötur Kringlunnar um 27 þús-
und fermetrar að flatarmáli. Ef heimildir
Magnúsar L. Sveinssonar eru traustar - og
engin ástæða er til að ætla annað, þar sem
um er að ræða formann Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur — er hann með öðrum orð-
um að segja að leigjendur vanti að sjö versl-
unarhöllum á borð við Kringluna!
Er nokkur furða þótt fjármagnskostnaður
innanlands sé kominn úr öllum böndum og
eftirspurn eftir erlendu lánsfjármagni jafn-
mikil og raun ber vitni? Fjármagn til bygg-
ingar 200 þúsund fermetra af verslunar- og
skrifstofuhúsnæði er ekki hrist fram úr erm-
inni. Skyldi nokkurn undra að ríkisstjórnin
vilji draga úr þenslunni á suðvesturhorni
landsins? BB.
Garðyrkjufélag Akureyrar hefur valið þá garða í bænum sem fegurstir þykja sumarið 1988. Að þessu sinni
verður þremur garðeigendum veitt viðurkenning, fyrir garða sína við einbýlishús, eitt raðhús fær viður-
kenningu, eitt fyrirtæki og ein gata. Þá verða nú í fyrsta sinn veittar endurviðurkenningar til handa þeim
garðeigendum sem þykja hafa haldið vel í horfinu og sinnt görðum sínum af stökustu prýði. Garðyrkju-
félagið hefur á undanfórnum árum valið fallega garða í bænum og veitt eigendum þeirra viðurkenningar.
Þetta hefur félagið gert fyrir Umhverfisnefnd Akureyrarbæjar og er tilgangurinn fyrst og fremst sá að hvetja
menn til góðrar umgengni og snyrtimennsku. Áður sá Fegrunarfélag Akureyrar um viðurkenningar þessar.
í dómnefnd áttu sæti Dr. Elín Gunnlaugsdóttir grasafræðingur, Ingólfur Ólafsson og Björgvin Steindórsson
garðyrkjumaður. Dómnefnd hefur eílaust verið mikill vandi á höndum, garðar ijölmargir fallegir í bænum,
en úrslit hennar liggja nú fyrir. Viðurkenningar að þessu sinni hljóta hjónin Ragnar Sverrisson og Guðný
Jónsdóttir fyrir garð sinn við Áshlíð 11, Stefán Jóhannesson, Aðalstræti 30 og Jónína Jónsdóttir Skálagerði
3, öll fyrir garða við einbýlishús. íbúar við Arnarsíðu 6 hljóta viðurkenningu fyrir mjög vel hirtar lóðir við
raðhúsið. íbúar við Kotárgerði hljóta viðurkenningu fyrir gróskulega garða við götuna og Ofnasmiðja
Norðurlands hlýtur viðurkenningu í hópi íyrirtækja. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í sumar að veita
endurviðurkenningar til þeirra sem á árum áður hafa hlotið viðurkenningu og er hugsuð sem hvatning til
áframhaldandi starfs. Hjónin Anna Hjaltadóttir og Sverrir Valdimarsson í Hamragerði 27 eru í þeim hópi
sem hljóta endurviðurkenningu í ár, sem og einnig Lilja Hallgrímsdóttir og Baldur Frímannsson í Löngumýri
25 og Sigrún Bergsdóttir og Stefán Hallgrímsson í Kringlumýri 2. Þau Lilja og Stefán eru systkini og liggja
garðar húsa þeirra saman. fbúar tveggja síðasttöldu húsanna hafa tekið inn í lóðir sínar skika sem var í eigu
bæjarins, illgresispart í niðurníðslu og gert úr honum hinn fegursta garð. Viðurkenningarnar verða veittar
í Eyrarlandsstofu í Lystigarði Akureyrar næstkomandi sunnudag klukkan 15.00. mþþ
Áshlíð 11
Fær viðurkenningu fyrir glæsilegt, fjölbreytt garðskipulag. Eftirtektarverð lausn á þeim vanda sem mikill halli lands
er. Snyrtilegur frágangur, samspil gróðurs og vatns, smekkleg garðlýsing og fleira í þeim dúr gera garðinn sérstak-
lega eftirtektarverðan.
Ofnasmiðja Norðurlands
Fær viðurkenningu fyrir smekklegan og stílhrcinan frágang á húsi og lóð, en miklar endurbætur hafa verið gerðar á
skömmum tíma í tíð núverandi ciganda.