Dagur - 25.08.1988, Qupperneq 6
6 - DAGUR - 25. ágúst 1988
25. ágúst 1988 - DAGUR - 7
Akureyringar eignuðust íslandsmeistara á
dögunum. Það voru knattspyrnustúlkurnar í 2.
flokki kvenna hjá KA sem heimtu þennan titil á
íslandsmótinu í ár. Hér er um að ræða fyrsta
íslandsmeistaratitil KA á stórum velli, en 6.
flokkur karla hjá félaginu vann íslandsmeistara-
titil á óopinberu móti árið 1985. Það er ekki á
hverjum degi að titlar sem þessir koma til Akur-
eyrar svo okkur þótti tilhlýðilegt að sækja stelp-
urnar „heim“ á KA svæðið í vikunni. Það var
æfing hjá þeim og 11 stúlkur mættar. Pétur
Ólafsson þjálfari stormaði af stað með hópinn í
leit að grassvæði fyrir æfinguna, en á sama tíma
þennan dag fóru fram tveir leikir á íþróttasvæði
félagsins auk æfinga hjá fleiri flokkum svo segja
má að þarna hafi allt iðað af lífi. Auk íþrótta-
fólksins var fjöldi áhorfenda á leikjunum sem
ýmist stóðu hjá og hvöttu sína menn, eða lágu og
teygðu úr sér í grasinu. Frá félagsheimilinu barst
ilmandi kaffilykt fyrir þá sem það kusu. Að sjálf-
sögðu var létt yfir stelpunum á æfingunni, en
byrjað var á teygjuæfingum. „Svona stelpur,
teygja vel á svo þið finnið hvernig strekkist á lær-
vöðvunum! Og svo er það sprettur!“ Auðvitað
var ekkert múður í þeim og þær ruku af stað.
Við notuðum tækifærið og tókum Pétur þjálfara
tali auk þess sem hér verður rætt við tvær stelpn-
anna.
Myndir: TLV Texti: VG
íslandsmeistarar KA í 2. flokki kvenna 1988. Efri röð frá vinstri: Pétur Ólafsson þjálfari, Linda Hersteinsdóttir, Vala Óttarsdóttir, Munda Kristinsdóttir, Sigrún Ingadóttir, María Magnúsdóttir, Eva Rafns-
dóttir, Linda ívarsdóttir, íris Thorleifsdóttir og Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar. Fremri röð frá vinstri: Þórir Sigmundsson (lukkudýr), Eydís Marinósdóttir, íris Gunnlaugsdóttir, Inga L.
Símonardóttir, Arndís Ólafsdóttir (fyrirliði), Fanney Halldórsdóttir, Ingibjörg H. Ólafsdóttir, Sigríður Arnardóttir og Hildur Símonardóttir. Mynd: bjb
Það er vandasamt verk að taka
að sér íþróttaþjálfun. Þjálfari
þarf ekki aðeins að stýra æf-
ingum því það eru ótal önnur
verkefni sem hvíla á honum.
Hann þarf auðvitað að undir-
búa æfíngarnar, keppnisferða-
lögin og oft kemur fyrir að
hann sest í sæti sálusorgara.
Pétur var fyrst spurður að því,
hver væri lykillinn að vel-
gengni stelpnanna.
„Hann er m.a. fólginn í því að
margar af stelpunum eru með
ákaflega góða boltatækni. Þá rík-
ir í hópnum rétt hugarfar til
knattspyrnu og þær hella sér í
þetta af öllum lífs og sálar
kröftum.“
- Hvernig hefur gengið í
sumar?
„Það hefur í raun gengið mjög
illa að ná þeim til æfinga, því
aldursdreifingin í hópnum er 10-
16 ár og samanstendur hópurinn
því af tveimur flokkum, þ.e. 3.
flokki kvenna og meistaraflokki
kvenna. Auk þess er ein stúlka í
hópnum í 6. flokki karla. Þær eru
því allar í öðrum flokkum en
þessum eina, stunda æfingar með
þeim og eiga erfitt með að mæta
á æfingu hjá 2. flokki. Af þessu
leiðir að í sumar hafa að jafnaði
ekki verið fleiri en 6-8 stelpur á
æfingu í einu.“
- Hvernig stendur 2. flokkur
kvenna hjá KA miðað við önnur
lið í sama aldursflokki á landinu?
„Fyrst og fremst ber að nefna
meðalaldur liðsins, sem er ákaf-
lega lágur. Sem dæmi má nefna
að í liði KR eru allar stúlkurnar
16 og 17 ára og sömu sögu er að
segja um stúlkurnar í ÍA sem
kepptu við okkur í úrslitaleikn-
um.“
- Gerðir þú þér vonir um
svona góðan árangur hjá þeim í
upphafi?
„Nei. Þegar ég sá hvernig
undirbúningi yrði háttað, gerði
ég mér litlar vonir. En eftir að við
unnum Breiðablik sællar
minningar í Kópavogi, fór ég að
gæla við þessa hugmynd og sem
betur fer tókst þetta.“
- Að lokum Pétur, heldur þú
að þessi hópur sé framtíðar
íslandsmeistari?
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
að þessi hópur á eftir að gera
stóra hluti í sínum aldursflokki á
næstu tveimur árum a.m.k. Þær
halda allar áfram næsta tímabil
en þá verða þrjár á efsta ári. Ég
reikna því með að næstu tvö sum-
ur ættu þessar stúlkur að vera í
toppbaráttunni, það er engin
spurning."
Um leið og Dagur óskar Pétri
til hamingju með árangurinn,
þökkum við honum fyrir spjallið.
Pétur Ólafsson þjálfari ákveðinn á svip.
„Teygja vel stelpur.“ Þær hlýddu að sjálfsögðu hverri skipun.
Og engin reyndi að skorast undan, allar voru með og tóku vel á.
vonir í upphafi
- segir Pétur Ólafsson þjálfari
Gerði mér ekki miklar
j Arndís Ólafsdóttir fyrirliði:
IJrslitalftiknrinn
var frekar erfiður
Arndís Ólafsdóttir hefur leikiö
með 2. flokki og meistara-
flokki kvenna í sumar. Hún er
fyrirliði 2. flokks og við feng-
um hana til þess að taka sér
pásu og spjalla við okkur.
- Hvert er nú hlutverk fyrir-
liða í knattspyrnu?
„Það er svo margt, hann reynir
að halda hópnum saman og
hjálpa til. Þá reyni ég eins og ég
get að hvetja stelpurnar í leikj-
um.“
- Hvernig finnst þér hafa
gengið í sumar?
„Það hefur gengið æðislega
vel. Reyndar er dálítið erfitt að
æfa og spila með tveimur flokk-
um því við sem það gerum, þurf-
um að mæta á um 5 æfingar á
viku og svo getur hist þannig á að
við þurfum að spila tvo leiki um
helgar. Maður gerir ekki mikið
annað á meðan.“
- Bjuggust þið við því að
vinna íslandsmótið í ár?
„Nei, alls ekki. Við bjuggumst
frekar við því að vinna á næsta
ári, því þá ganga svo margar
stelpur upp. Þetta var því óvænt
en æðislega gaman. Eftir að við
vorum búnar að vinna Breiðablik
í riðlinum fórum við að gera okk-
ur grein fyrir þessu og meira að
segja í úrslitaleiknum gerðum við
okkur ekki almennilega grein fyr-
ir því hvað við vorum að spila
mikilvægan leik.“
- Hverjir finnst þér hafa verið
erfiðustu andstæðingarnir í
sumar?
„Það var Breiðablik í riðlinum
og Akranes í úrslitaleiknum, en
haA víir frpl<ríir prfifSiir Ipilrnr “
Nú var Pétur farinn að gefa
okkur hornauga svo við þorðum
íinnnö pn nö slí^nna Addv
Addý greinilega ekkert óánægð með að þurfa að taka spretti.
Ingibjörg Ólafsdóttir 10 ára:
Akveðin í að halda áfram
Yngsti leikmaður 2. flokks
kvenna er Ingibjörg Ólafsdóttir,
en hún er aðeins 10 ára gömul.
Þrátt fyrir ungan aldur, er hún
þegar vel þekkt sakir knatt-
spyrnukunnáttu sinnar, en hún
æfír einnig með 6. flokki karla
hjá KA. Ingibjörg, eða Imba
eins og allir kalla hana, var
ekki á æflngunni hjá 2. flokki
því hún spilar aðeins með
þeim. En hún var á KA svæð-
inu og því upplagt að spjalla
aðeins við hana.
Imba, eins og hinar stelpurnar
æfir 5-6 sinnum í viku og keppir
svo um helgar. Hún sagði að það
hefði verið mjög gaman að vinna
íslandsmeistaratitilinn. „Ég bjóst
nú reyndar ekki við þessu,“ sagði
hún.
Undanfarin 3-4 sumur hefur
hún æft fótbolta með yngri flokk-
um félagsins og verið eina stelpan
í hópnum. Hún sagði að strák-
arnir hafi alltaf tekið sér mjög
vel. Aftur á móti þætti strákum í
öðrum liðum sem þau hafa verið
að keppa við, stundum skrítið að
sjá stelpu í hópnum. Við hjá
Degi vitum hins vegar að strák-
arnir í KA eru mjög stoltir af
Imbu.
Hún er alveg ákveðin í að
halda áfram í fótbolta en á næsta
sumri gengur hún upp í 5. aldurs-
flokk.
Imba, sú yngsta í hópnum var ekki á æfingu en boltinn er aldrei langt undan