Dagur - 25.08.1988, Side 12
TEKJVBRÉF■ KJARABRÉF
FJÁRMÁL ÞÍN - SÉRGREIN OKKAR
Q2>
TJARFESTINGARFELAGID
Ráðhústorgi 3, Akureyri
Egilsstaðir:
Sigurður Símonarson, bæjar-
stjóri á Egilsstöðum, telur það
ekki sjálfgefíð að millilanda-
flug fari einungis fram í gegn-
um Keflavíkurflugvöll. í tillög-
um um flugsamgöngur á Aust-
urlandi sem bæjarstjórn hefur
samþykkt er atvinnumála-
nefnd falið að fjalla bæði um
innanlands- og millilandaflug.
„Með þeim breytingum er
verða þegar við fáum nýjan flug-
völl þurfum við að vera vakandi
gagnvart millilandaflugi. Frá
Norður-Evrópu er stysta flugleið-
in hingað og ef við horfum á
þetta í Ijósi þess að hringvegur-
inn er jafn langur hvar sem byrj-
að er á honum, þá hljótum við að
draga þá ályktun að það verði
hagkvæmara að taka hingað
leiguflug með erlenda ferða-
menn,“ sagði Sigurður.
Hann tók það fram að ekki
væri nema fjögurra klukkustunda
ferð frá Egilsstöðum til Akureyr-
ar í góðum langferðabíl og til
Mývatns væri hægt að komast á
tveimur og hálfri klukkustund.
Fannig væri hægt að dreifa ferða-
mönnunum frá Austurlandi, til
hagsbóta fyrir landsbyggðina, í
stað þess að láta hótelin í
Reykjavík njóta góðs af öllum
ferðamönnum, sem óhjákvæmi-
lega streyma þangað frá Kefla-
víkurflugvelli. SS
Þetta er hinn eini sanni alþjóðlegi flugvöllur!
Mynd: TLV
Akureyri:
Seinagangur
sirkusmanna
- sóttu um skemmtana-
leyfi á síðustu stundu
Sirkusfólk dvelst nú á Akur-
eyri og hyggst skemmta bæjar-
búum næstu vikuna. Eitthvað
virðast umsjónarmenn hafa
dvalið við undirbúning því nú
sem fyrr, voru þeir á síðustu
stundu með að sækja um
skemmtanaleyfí og afhenda
aðgöngumiða til stimplunar.
Samkvæmt bréfi sem bæjar-
fógetinn á Akureyri sendi
umsjónarmanni í maí sl. bar hon-
um að sækja um skemmtanaleyfi
með hæfilegum fyrirvara. Ekki
var sótt um leyfið fyrr en sirkus-
fólkið var komið í bæinn. Þá bar
þeim einnig að prenta sérstaka
miða fyrir sýninguna á Akureyri
og koma þeim til fógeta nokkru
áður en sala hæfist svo uppgjör
gæti farið fram á eðli’ gan hátt.
Á því voru sömuleiðis v mhöld af
hálfu umsjónarmanna. VG
Kröfluvirkjun gangsett á ný
verið að bora 24. holuna á svæðinu
Kröfluvirkjun var gangsett á
ný á laugardag en virkjunin
hefur verið stopp frá 17. maí í
vor. I sumar hefur verið unnið
að viðhaldi á Kröflusvæðinu
og einnig við breytingar á
gufuveitunni í Bjarnarflagi, sem
Landsvirkjun tók yflr um leið
og hún tók við rekstri virkjun-
arinnar. Þá er verið að bora
24. holuna á svæðinu um þess-
ar mundir en 9 þeirra eru nýtt-
ar í dag.
„Við framleiðum 24 megawött
■ núna en það er svona verið að
Lögreglan í nýjan búning
sendur á Krókinn til reynslu
Lögreglan á Sauðárkróki fékk
fyrir skömmu til reynslu nýjan
lögreglubúning og var þessi
búningur sendur á tvo aðra
staði, lögreglustöðvarnar í
Keflavík og Hafnarfírði. Til að
byrja með er eingöngu um
frakka að ræða, ekki buxur
eða höfuðfat.
Nýi búningurinn er svarblár að
lit og öllu vígalegri en svarti jakk-
inn sem íslenska lögreglan hefur
verið í um áraraðir. Hægt er að
breyta nýja stakknum úr vetrar-
búningi yfir í sumarbúning á
örskammri stundu, með því að
renna rennilás að innan og taka
fóðrið úr. Að sögn lögreglu-
manna er mjög sterkt efni í nýja
búningnum og ekki auðvelt fyrir
menn að grípa í hann.
Sem fyrr segir er þessi búning-
ur til reynslu og ekki búið að
ákveða hvort hann verður fram-
tíðarklæðnaður íslensku lögregl-
unnar. Til tals hefur komið að
breyta höfuðfatinu einnig og hug-
mynd komið upp um að nota
„bátahúfur“, líkt og lögreglan í
Þýskalandi, Svíþjóð og víða ann-
ars staðar notar. En þetta er ein-
ungis hugmynd eins og stendur.
-bjb
Hér eru lögregluþjónarnir Bjarki Sigurösson og Adolf Árnason í
gamla og nýja búningnum, Bjarki í þeim gamla og Adolf í nýja. Bjarki
sagði að gömlu svörtu búningarnir væru ólíkt virðulegri en þeir nýju
hæfðu ungum lögregluþjónum betur.
tína inn holurnar og smá mjaka
framleiðslunni upp á við. Við
getum ekki framleitt mikið meira
en 30 megawött, þar sem hverfill-
inn er ekki gerður fyrir meira og
ætli framleiðslan fari ekki nærri
því,“ sagði Hinrik Árni Bóasson
fyrsti vélstjóri virkjunarinnar í
samtali við Dag.
„Gufuaflsstöðin í Bjarnarflagi
hefur ekki verið í gangi undan-
farin ár en það hafa verið gerðar
töluvert miklar breytingar á
henni í sumar og meiningin er að
setja stöðina þar í rekstur í
vetur.“ sagði Hinrik Árni einnig.
Aðspurður um jarðhræringar á
svæðinu sagði Hinrik Árni að allt
væri með kyrrum kjörum þarna
núna og að sennilega hefði nú
verið gert meira úr þessum hlut-
um en efni stóðu til. -KK
Bflvelta á
Ólafsflarðarvegi
- grunur á að Bakkus hafi verið með í fór
Síðdegis á þriðjudag varð bfl-
velta á Ólafsfjarðarvegi, við
bæinn Baldursheim í Arnar-
neshreppi. Að sögn rannsókn-
arlögreglunnar á Akureyri,
leikur grunur á að um ölvunar-
akstur hafl verið að ræða.
í bifreiðinni voru 6 manns og
missti ökumaður stjórn á bifreið-
inni með þeim afleiðingum að
hún fór 1-2 veltur út af veginum.
Tvennt var flutt á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri, en
meiðsl þeirra reyndust ekki eins
alvarleg og fyrst var talið. Bif-
reiðin, sem er af Volkswagen
gerð, er sögð gjörónýt. VG
Góðkunningi lög-
regluiinar gómaður
- með stolið ávísanahefti
Nýlega var maður handtekinn
fyrir ávísanamisferli á Akur-
eyri.
Viðkomandi, sem er að sögn
góðkunningi lögreglunnar í
Reykjavík, hafði stolið veski fyr-
ir sunnan og haldið með það til
Akureyrar. í veskinu var m.a.
ávísanahefti og tók hann til vic
að skrifa og leysa út úr því ávís
anir.
Rannsóknarlögreglan á Akur
eyri fékk pata af ferðum manns
ins og tókst að koma í veg fyrii
frekari svik. Ekki mun hafa veric
um stórar upphæðir að ræða.
VC