Dagur


Dagur - 30.08.1988, Qupperneq 4

Dagur - 30.08.1988, Qupperneq 4
5 - RUOACJ - 388 f ísöga .08 4 - DAGUR - 30. ágúst 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRÍMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Skortur á jarðsambandi Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir, Kvennalisti og Alþýðubandalag, hafa síður en svo setið auðum höndum, meðan ríkisstjórnin er að gera upp hug sinn um hvaða aðgerðum verði beitt til lausnar efnahagsvandanum. Efnahagssérfræðingar flokk- anna tveggja hafa setið á löngum fundum og soðið saman tillögur sem væntanlega myndu leysa allan vanda þjóðarinnar - ef þær kæmust til fram- kvæmda. Til þess er þó lítil von. Það er tæpast tilviljun að flokkarnir tveir kynna tillögur sínar svo til samtímis. Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt að Kvennalisti og Alþýðubanda- lag eru í raun í samkeppni um sama fylgið. Forystu- mönnum þessara flokka er því mikið í mun að sýna kjósendum að þeir séu ekki aldeilis ráðalausir á þessum síðustu og verstu tímum. Tillögur flokkanna tveggja láta vissulega vel í eyrum. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að þær eru ger- samlega óraunhæfar. Alþýðubandalagsmenn kjósa að kalla sínar tillögur „leið millifærslu og kerfis- breytinga". Er þar gert ráð fyrir stöðugu gengi krónunnar, óskertum kaupmætti launa og fullri atvinnu. Einnig er reiknað með að vextir verði í einu vetfangi færðir niður í 3% og fjármagn flutt til í gegnum skattakerfið. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, fræddi blaðamenn á því, er tillögurnar voru kynntar, að raunverulega væri engin kreppa í efnahagslífi þjóðarinnar, heldur væri rangri hagstjórn um að kenna hvernig komið væri! Svo einfalt er það. Kvennalistakonur færðu Þorsteini Pálssyni for- sætisráðherra tillögur sínar, tuttugu að tölu, og kökukefli að auki, til að undirstrika alvöru málsins. Þessar tillögur taka hver annarri fram hvað hljóm- fegurð snertir, þótt tillögurnar um að hækka laun með lagaboði í stað þess að lækka þau og að koma á 6 stunda vinnudegi á íslandi, hafi óneitanlega vinninginn. Það er með ólíkindum að tveir stærstu stjórnar- andstöðuflokkarnir leyfi sér að leggja fram tillögur sem hafa jafn litla skírskotun til raunveruleikans og við blasir. Hvernig á þjóð, sem „státar" af hvað minnstu framleiðni allra þjóða á íbúa, að fara að því að stytta vinnuvikuna niður í 30 stundir? Hvernig á atvinnulífið að bera enn hærri kaupmátt launa, sem þó er þegar með því hæsta sem þekkist í heimin- um? Er eðlilegt að þjóð sem lifir langt um efni fram gangi enn lengra á sömu braut? Slíkar spurningar gerast áleitnar við lestur þessara dæmalausu til- lagna. Þeir, sem staðið hafa í þeirri trú að Kvennalisti og Alþýðubandalag hefðu lausn efnahagsvandans á takteinum, ættu að endurmeta stöðuna. Tillögur tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna eru draumórakenndar og bera það með sér að höfunda þeirra skortir jarðsamband. BB. ) - „kom til að heimsækja fólk en ekki til að sk „Allar stundir, hvert einasta augnablik þessa Qóra daga. Pegar maður fer að vera með fólkinu þá er aldrei hægt að taka eitt fram yfir annað né einn fram yfir annan,“ sagði frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands þegar blaðamaður Dags spurði hana hvað mundi verða henni minnisstæðast úr íjögurra daga ferð hennar um Húnaþing. Heimsókninni lauk í Þingeyrakirkju um klukkan hálfníu á sunnudagskvöldið. Vigdís kom víða við og á leið sinni um héraðið gróðursetti hún þrjátíu og þrjú birkitré á ellefu stöðum þar sem hún hafði viðdvöl. Við gróðursetningu trjánna kallaði hún börn sér til aðstoðar. Forsetanum var mjög vel tekið hvar sem hann fór og fjöldi fólks safnaðist saman til að fagna honum. Við Reftjarnarbungu. Það var þungbúið veður í Hrútafirðinum á fimmtudaginn þegar Jón ísberg sýslumaður og sýslunefnd Vestur-Húnavatns- sýslu tóku á móti forsetanum á sýslumörkunum við Hrútafjarð- ará. Frá sýslumörkunum var ekið rakleiðis að Reykjaskóla þar sem Bjarni Aðalsteinsson, skólastjóri tók á móti gestunum og sýndi þeim byggðasafnið sem var stofn- að þar árið 1967. Að lokinni skoðun byggðasafnsins var haldið til hádegisverðar í Reykjaskóla í boði sýslumanns, sýslunefndar og hreppsnefndar Staðarhrepps. Við málsverðinn ávarpaði Jón fsberg, sýslumaður forsetann. Vigdís þakkaði þann hlýhug sem henni var sýndur og sagði opin- berar heimsóknir um lands- byggðina vera eitt af sínum skemmtilegustu embættisverk- um. Með aðstoð barna úrStaðar- hreppi gróðursetti forsetinn þrjú fyrstu birkitréin sem hann gróðursetti í Húnaþingi. Hún sagði birkið vera það tré sem eðlilegast væri að gróðursetja á íslandi. Frá Reykjaskóla var haldið inn í Miðfjörð, að Efra-Núpi þar sem forsetinn skoðaði leiði Skáld- Rósu. Þaðan var farið að Bjargi í Miðfirði þar sem minnismerki um Ásdísi móður Grettis Ás- mundarsonar var skoðað. Frá Bjargi var síðan haldið að félags- heimilinu Ásbyrgi á Laugabakka þar sem kaffiveitingar voru í boði íbúa Ytri- og Fremri-Torfustaða- hrepps. Vigdís á ættir sínar að rekja til Miðfjarðar og var langafi hennar, séra Jakob Finnbogason, prestur á Staðarbakka í Miðfirði um 10 ára skeið og afi hennar Þorvaldur Jakobsson var fæddur á Staðar- bakka. í ávarpi Böðvars Sig- valdasonar bónda á Barði kom fram að tveir íslenskir forsetar hafa átt ættir sínar að rekja að Staðarbakka. Afi Sveins heitins Björnssonar, fyrrum forseta, séra Sveinn Níelsson, hafði einnig verið prestur á Staðarbakka. Vigdísi var mjög vel fagnað af ættmennum og öðrum Miðfirð- ingum og að loknum veitingum í Ásbyrgi lagði hún lykkju á leið sfna og kom við á Staðarbakka og skoðaði kirkjuna þar. Hjónin á Staðarbakka, Ásdís Magnús- dóttir og Benedikt Guðmunds- son, sýndu forsetanum kirkjuna og Benedikt las áritun á silfur- skildi. Skjöldur þessi er til minningar um Eirík Bjarnason fyrrum prest á Staðarbakka en grafið var á skjöldinn af séra Sveini Níelssyni. Frá Staðarbakka var haldið á Vertshúsið á Hvammstanga til kvöldverðar í boði hreppsnefnd- ar Hvammstangahrepps og Kirkjuhvammshrepps. Um kvöldið var opið hús í félags- heimilinu í boði hreppsnefnd- anna. Þessa fyrstu nótt heim- sóknarinnar í Húnaþingi gisti forsetinn í Vertshúsinu á Hvammstanga. Annar dagur heimsóknarinnar hófst með því að Vigdís gróður- setti þrjú birkitré við skólann á Hvammstanga og síðan var hald- ið norður fyrir Vatnsnes framhjá Tjörn og Hindisvík og að Hvít- serki. Þar var stansað og klettur- inn skoðaður. Frá Hvítserki var haldið að Vesturhópsskóla en þar var opið hús og kaffiveitingar fyr- ir íbúa Þverárhrepps. Agnar Leví oddviti Þverár- Gróðursett í skógreit við Húnaver.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.