Dagur


Dagur - 30.08.1988, Qupperneq 7

Dagur - 30.08.1988, Qupperneq 7
386 r teúps ,0E - RUOAQ - 3 30. ágúst 1988 - DAGUR - 7 KA-menn vörðu titílinn - unnu Pór 4:2 á föstudaginn KA-menn vörðu Akureyrar- meistaratitil sinn í knattspyrnu er þeir sigruðu Þórsara 4:2 á Akureyrarvelli á föstudags- kvöldið. Leikurinn fór fram við hinar verstu aðstæður, í úrhellisrigningu og á renn- blautum velli, en þrátt fyrir það náðu bæði lið að sýna ágætisknattspyrnu í köflóttum leik. Þórsarar byrjuðu af miklum krafti og leikurinn var ekki nema sex mínútna gamall þegar liðið fékk tvö gullin marktækifæri í röð eftir slæm varnarmistök KA- manna en í bæði skiptin var bjargað á línu. Áfram sóttu Þórs- arar en þeim gekk illa að skapa sér færi þar til á 24. mínútu er þeir náðu forystunni með gullfal- legu marki. Kristján Kristjánsson tók þá aukaspyrnu á miðjum vall- arhelmingi KÁ, sendi fasta send- ingu inn í vítateiginn þar sem Júlíus Tryggvason henti sér fram og skallaði í netið á glæsilegan hátt. Þórsarar slógu ekkert af og 12 mínútum seinna björguðu KA- menn í horn eftir önnur hrikaleg varnarmistök. Kristján fékk knöttinn úr hornspyrnunni og skaut þrumuskoti að marki en Haukur varði vel. Á 43. mínútu átti Kristján annað skot að KA- markinu, Haukur varði en missti knöttinn undir sig og hann „lak“ í netið. Þórsarar voru áfram mun frísk- ari í upphafi síðari hálfleiks og á 48. mínútu munaði minnstu að þeir bættu þriðja markinu við er Hlynur slapp einn inn fyrir vörn KA en Haukur bjargaði vel með úthlaupi. KA-menn virtust nú vakna af einhverjum dvala og áður en langt um leið höfðu þeir náð undirtökunum. Þeir náðu síðan að jafna leikinn og komast yfir á ótrúlega skömmum tíma. Þor- valdur Örlygsson gaf tóninn á 62. mínútu er hann skoraði úr víta- spyrnu og 6 mínútum sfðar jafn- aði Gauti Laxdal leikinn með góðu skoti úr miðjum vítateig Þórs. Þriðja ntark KA kom síðan á 71. mínútu og var það eitt af fal- legri mörkum sem sést hafa á vellinum í sumar. Þorvaldur Örlygsson fékk boltann á miðjum vallarhelmingi Þórs, framlengdi hann skemmtilega til Bjarna Jónssonar sem skaut þrumuskoti af 25 metra færi og í netið. Ótrú- lega glæsilegt mark og KA-menn höfðu náð forystunni á aðeins 9 mínútum. Þórsarar tóku nú aðeins við sér og liðin sóttu á báða bóga um tíma og fengu bæði ágæt færi sem ekki nýttust þar til á síðustu mín- útu leiksins er Anthony Karl skoraði fjórða mark KA með skalla eftir hornspyrnu. Erfitt er að leggja mat á hvort úrslitin liafi verið sanngjörn. Ef litið er á gang leiksins í heild má segja að hann hafi verið jafn en KA-menn nýttu hins vegar færin sín betur og það réði auðvitað úrslitum. Bjarni Jónsson átti trúlega bestan leik KA-ntanna að þessu sinni. Bjarni er afar mikilvægur fyrir liðið, mjög stöðugur leikmaður sem aldrei bregst. Þá var Erlingur Kristjánsson góður að vanda og Haukur Bragason varði mjög vel þrátt fyrir ein slæm mistök sem kostuðu mark. Hjá Þórsurunt var Júlíus Tryggvason mjög sterkur í fyrri hálfleik en hann datt alveg niður í síðari hálfleik eins og reyndar liðið í heild. Dómari var Magnús Jónatansson og skilaði hann sínu hlutverki með ágætum. JHB Sigurvegarar í Coca-Cola, frá vinstri: Eggert Eggertsson, Kristján Gylfason Og Magnus Itirgisson. Mynd: EHB Golf: A Kristján og Araý Lilja unnu Coca-Cola Opna Coca-Cola mótið í golfí fór fram á Jaðarsvellinum á Akureyri um helgina. Leiknar voru 36 holur í karla- og kvennaflokki, með og án for- gjafar. Það sem einkum ein- kenndi keppnina var afar slæmt veður báða keppnisdag- ana, rok og rigning, og hefur þetta trúlega fælt einhverja keppendur frá, en þátttaka varð minni en búist hafði verið við. Sigurvegari í karlaflokki án forgjafar varð Kristján Gylfason GA á 157 höggum en Árný Lilja Árnadóttir GA varð sigurvegari í kvennaflokki án forgjafar á 177 höggum. Annars varð röð efstu manna þessi: Karlar án forgjafar: 1. Kristján Gylfason GA 157 2. Magnús Birgisson GK 157 3. Eggert Eggertsson GA 159 Konur án forgjafur: 1. Árný Lilja Arnadóttir GA 177 2. Inga Magnúsdóttir GA 194 3. Rósa Pálsdóttir GA 219 Karlar með forgjöf: 1. Eggert Eggertsson GA 141 2. Sigurður Hreinsson GH 144 3. Guðmundur Sigurjónss. GA 145 Konur með forgjöf: 1. Árný Lilja Árnadóttir GA 149 2. Inga Magnúsdóttir GA 168 3. Rósa Pálsdóttir GA 175 Þá voru einnig veitt aukaverð- Það var ekki dagur Dalvíkur- liðsins þegar það heimsótti Sindra á Höfn á föstudags- kvöldið. Gestirnir voru mun sterkari allan leikinn og fengu fjölda dauðafæra en aldrei tókst þeim að skora. Heima- menn skoruðu hins vegar tví- vegis og stóðu uppi sem sigur- vegarar. Dalvíkingar byrjuðu af mikl- um krafti og á fyrstu 10 mínútun- um áttu þeir tvö stangarskot og eitt skot framhjá úr dauðafæri. Eftir þetta jafnaðist leikurinn nokkuð en Dalvíkingarnir voru þó áfram ívið sterkari. Síðari hálfleikur hófst eins og laun fyrir að vera næst holu og þau sem hlutu þau voru: Hörður Steinbergsson GA, Inga Magnús- dóttir GA, Óskar Kristjánsson GR, Stefán Unnarsson GR, Þór- hallur Pálsson GA, Sigurður Oddur Sigurðsson GA og Hjalti Atlason GR. JHB sá fyrri, Dalvíkingar pressuðu stíft og fengu nokkur dauðafæri sem ekki nýttust. Heimamenn náðu síðan forystunni á 55. mín- útu þegar Þrándur Sigurðsson skoraði beint úr aukaspyrnu og verður þetta nrark að skrifast á reikning markvarðar Dalvíkinga. Áfram sóttu gestirnir en inn vildi boltinn ekki þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Þegar 15 mínútur voru til leiksloka bætti Guð- ntundur J. Óskarsson öðru marki við fyrir Sindra eftir slæm varn- armistök Dalvíkinga og þrátt fyr- ir ágætar tilraunir í lokin tókst Dalvíkingum ekki að minnka muninn. Úrslitin því 2:0 á Höfn. JHB Knattspyrna 3. deild: Sindri vann Dalvík

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.