Dagur - 31.08.1988, Blaðsíða 4

Dagur - 31.08.1988, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 31. ágúst 1988 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 70 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL BRAGASON, FRlMANN HILMARSSON (Blönduósi vs. 95-4070), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, KRISTJÁN JÓSTEINSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON (íþróttir), STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARAR: GUÐMUNDUR HRAFN BRYNJARSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Verðlagseftirlit neytenda Lög um verðstöðvun gengu í gildi s.l. laugar- dag. I þeim er kveðið á um algera verðstöðvun til 1. október miðað við það verð sem gilti þann 15. ágúst s.l. Ljóst er að miklum vandkvæðum verður bundið að framfylgja þessum lögum og hafa eftirlit með að þau verði virt. Staðreyndin er sú að verðlagseftirlit af hálfu hins opinbera er ákaflega vanmáttugt, enda er frjáls álagning alls ráðandi og einungis í sárafáum tilfellum sem kveðið er á um leyfilegt hámarksverð vöru og þjónustu. Starfsmenn Verðlagsstofnunar eru ekki nema u.þ.b. 30 talsins og útilokað er að svo fáir geti haldið uppi fullkomnu verðlagseftirliti, sérstak- lega þar sem upplýsingar um gildandi verðlag á viðmiðunartíma, þ.e. 15. ágúst s.l., eru af skorn- um skammti. Það mun því reyna meira en nokkru sinni fyrr á verðskyn hins almenna neyt- anda og viðbrögð hans við verðhækkunum. Sér- staklega er mikilvægt að íbúar utan Stór-Reykja- víkursvæðisins haldi uppi virku verðlagseftirliti, því starfsmenn Verðlagsstofnunar eiga enn erf- iðara með að fylgjast með þróun mála þar en í höfuðborginni. Þegar farið var að ræða niðurfærsluleiðina af alvöru, varð strax ljóst að sumir ætluðu sér að svindla á neytendum. Fréttir bárust af því að einstaka kaupmenn og aðilar í þjónustugreinun- um hefðu þegar gripið til verðhækkana til að búa sig betur undir fyrirhugaða niðurfærslu verðlags. í þessum tilfellum brást starfsfólk við- komandi fyrirtækja rétt við er það tilkynnti athæfið til Verðlagsstofnunar og fjölmiðla. Slíkar tilraunir til að koma aftan að neytendum þarf að kæfa strax í fæðingu, enda aðgerðir stjórnvalda til að stöðva verðbólguhjólið unnar fyrir gýg að öðrum kosti. Til þess að almenningur geti fylgst grannt með því að raunveruleg verðstöðvun eigi sér stað, mun Verðlagsstofnun birta niðurstöður ítarlegra verðkannana á næstunni. Þessar kann- anir sýna viðmiðunarverð eins og það var um miðjan mánuðinn. Ástæða er til að hvetja neyt- endur, alla sem einn, til að kynna sér gaumgæfi- lega þessar upplýsingar frá Verðlagsstofnun og láta verðlagsyfirvöld og/eða fjölmiðla tafarlaust vita ef þeir verða varir við að verðstöðvunin er að engu höfð. Dagur mun leggja sitt af mörkum við að fram- fylgja lögunum um verðstöðvun og hvetur les- endur sína til að vera vel á verði. Fjölmenn sveit sjálfskipaðra eftirlitsmanna ætti að tryggja - eins og frekast er kostur - að vöruverð haldist óbreytt í landinu fram til 1. október. BB. Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga. Mynd: TLV Áskell Einarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga: Heilsugæslan færist yíir til ríkisins - fræðsluskrifstofur til sveitarfélaga 30. Fjórðungsþing Norðlend- inga verður haldið að Húna- völlum 2. og 3. september nk. Að venju verða fjölmörg mál tekin til umfjöllunar og afgreiðslu. Eitt þeirra er til- færsla verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Mjög skiptar skoðanir eru um það hvernig standa beri að þeirri tilfærslu enda eru miklir hagsmunir í húfi. „Það má eiginlega segja að verkefnaskipting ríkis og sveitar- félaga sé eins konar eilífðarmál, sem engin lausn hefur fengist á enn sem komið er,“ sagði Áskell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga, er hann var spurður um afstöðu fjórðungssambandsins til þeirra hugmynda sem fram hafa komið um breytingar í þessu efni. Tilfærsla fjármagns „Alla mína daga f sveitarstjórn- armálum hefur þetta mál verið á dagskrá. Það var ekki fyrr en með tilfærslunni árið 1975, sem fór að bera á því að ríkið gerði atlögu í þá átt að halla á sveitar- félögin. Á fulltrúaráðsfundi Sam- bands íslenskra sveitarfélaga 1983, sem haldinn var í Stykkis- hólmi, voru lagðar fram tillögur um kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga eru vörðuðu almenna framhaldsskólann og grunnskólana. í fljótu bragði sýndust þessar tillögur vera hag- stæðar fyrir sveitarfélögin. En eftir að fræðslustjórar í Norður- landi höfðu skoðað dæmið gaum- gæfilega kom á daginn að útkom- an var óhagstæð norðlenskum sveitarfélögum. Það alvarlegasta var tilflutningur fjármagns frá dreifbýlisstöðum til þéttbýlis- staða. Vorið 1983 var haldinn fundur oddvita úr dreifbýli að Hrafnagili í Eyjafirði. Til þessa fundar má rekja úttekt Sambands íslenskra sveitarfélaga á rekstrar- kostnaði skóla í landinu og stofn- un dreifbýlisnefndar þess. Dauðadæmdar hugmyndir Á fjórðungsþingi 1983 varð ljóst - og það má meðal annars þakka málafylgju Sturlu Krist- jánssonar þáverandi fræðslu- stjóra - að umræddar hugmyndir voru dauðadæmdar. Á samráðs- fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og ráð- herra, kom í ljós, að ríkið ætlaði sér að færa til sveitarfélaga allan kostnað við skólaakstur, gæslu í heimavistum og kostnað við mötuneyti. Sama vor var haldinn oddvita- fundur dreifbýlishreppa á Norðurlandi og skipuð nefnd oddvita og fræðslustjóra til þess að undirbúa málið fyrir næsta fjórðungsþing, sem haldið var að Reykjum í Hrútafirði. Á þessu fjórðungsþingi var, undir forystu Sturlu Kristjánssonar, gerð glögg grein fyrir afleiðingum tilfærsl- unnar, ef ekki kæmu tekjur á móti. Enn rifaði ríkisvaldið seglin. En í menntamálaráð- herratíð Sverris Hermannssonar var gerð sú sætt í málinu, að ríkið héldi óbreyttum greiðslum, en Jöfnunarsjóður sveitarfélaga yrði skertur um nokkra fjárhæð. Það er skylt að taka það fram, að sú málafylgja sem Fjórðungssam- band Norðlendinga veitti í þessu máli, réði úrslitum. Hitt er ljóst að í þessu efni naut sambandið faglegrar aðstoðar fræðslustjór- anna. Því var Fjórðungssam- bandi Norðlendinga rétt og skylt að standa vörð um stöðu Sturlu Kristjánssonar í starfi fræðslu- stjóra, þegar upp úr sauð milli hans og ráðherra.“ - Nú hefur fjórðungssam- bandið gert athugasemdir við til- lögur svokallaðrar verkefna- skiptanefndar. Hverjar eru þær helstar? Ríkissjóður græðir á tilfærslunni „Hér verða ekki tíundaðar þær mörgu athugasemdir, sem gerðar hafa verið um tillögur verkefna- skiptanefndarinnar, t.d. varðandi samskipti við þriðja aðila í verk- efnatilfærslu og um greiðslu barnsmeðlaga. Megingalli til- lagnanna er sá, að þær gera ráð fyrir að sjúkrahúsrekstur og heilsugæsla verði aðskilin. Það stangast á við þau meginmarkmið verkefnaskiptanefndarinnar, að saman fari hjá sama aðila rekstr- araðild hliðstæðs reksturs. Allir sem til þekkja vita að rekstrar- lega og faglega er ekki hægt að aðskilja þessa heilsugæsluþætti á landsbyggðinni. Þeir verða annað- hvort að vera áfram í samrekstri eða færast til ríkisins. Hugmyndir um sérstök íbúaframlög vegna verkaskiptingar - en þessi fram- lög væru hæst hjá fámennustu sveitarfélögunum, en lægri hjá þeim stærri - skapa ekki þann jöfnuð, sem stefnt er að. Ástæð- an er sú að verkefnin eru meiri í fjölmennari sveitarfélögunum og þau hafa þrátt fyrir allt þrengra svigrúm fjárhagslega. Fjórðungsstjórn með tvær breytingatillögur Það er almenn skoðun norð- lenskra sveitarstjórnarmanna að fella eigi niður íbúaframlögin og færa heilsugæsluna yfir til ríkis- ins. Fjórðungsstjórn ber nú fram tvær meginbreytingatillögur. Sú fyrri gerir ráð fyrir að íbúafram- lag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði fellt niður og heilsugæslan færð til ríkisins. Grunnskóla- framlagið haldist hins vegar eins og gert er ráð fyrir í tillögum verkaskiptinganefndar. Síðari til- lagan er samhljóða þeirri fyrri, með því fráviki að þar er gert ráð fyrir að kostnaður við fræðslu- skrifstofur færist yfir á sveitarfé- lögin.“ - Hver verða kostnaðaráhrif þessa fyrir sveitarfélögin? Skyldugreiðsla „Á síðasta fjórðungsþingi var ákveðið að gera könnun á áhrif- um verkefnatilfærslunnar á fjár- hag norðlenskra sveitarfélaga. Með ágætri aðstoð starfsmanna Byggðastofnunar hefur þetta tekist, eftir að leitað var til fjöl- margra aðila til að sannreyna ýmsa kostnaðarliði. Það skal tek- ið fram að allar tölur eru miðaðar við árið 1985, eins og í tillögum verkaskiptingarnefndar. Sé farið að tillögum verkaskiptingar- nefndar, bætir ríkissjóður hag sinn gagnvart norðlenskum sveit- arfélögum um 41 milljón króna. Með framlögum úr Jöfnunar- sjóði, sem eru tekjur sveitarfé- laganna samkvæmt tekjustofna- lögum, munu sveitarfélögin greiða 57% tilfærslunnar, ef heilsugæslan er færð yfir á ríkið. Séu fræðsluskrifstofurnar færðar yfir til sveitarfélaganna, er hlutur þeirra í verkefnatilfærslunni 70%, sem greiðist með framlög- um úr Jöfnunarsjóði. Það er blekking að halda því fram að fé Jöfnunarsjóðs sé eign ríkisins. Framlög ríkisins til Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga eru skyldu- greiðsla ríkissjóðs, sem tekjutil- færsla til sveitarfélaganna - án nokkurs tilleggs til greiðsluupp- gjörs milli ríkis og sveitarfélaga vegna einstakra verkefnaþátta,“ sagði Áskell Einarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.