Dagur - 31.08.1988, Blaðsíða 14

Dagur - 31.08.1988, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - 31. ágúst 1988 Flugáhugafólk! Bóklegt einkaflugmannsnámskeið verður haldið á tímabilinu 5. sept. til 30. nóv. Nánari upplýsingar gefur Ármann Sigurðsson í síma 26149 á kvöldin. V____________________________/ Vélavörður Vélavörður óskast á Dalborgu EA 317. Upplýsingar í símum 96-61475 og 985-20727. Óskum eftir að ráða starfsfólk í sápudeild Upplýsingar gefur verksmiðjustjóri í síma 21165. Efnaverksmiðjan Sjöfn Afgreiðslustarf 1. september. Við óskum eftir afgreiðslufólki í leikfanga- og gjafa- vöruverslun okkar. Vinnutími kl. 9-18. Einnig hálfan daginn kl. 9-13 eða kl. 13-18 kemurtil greina. Umsóknareyðublöð fást í versluninni. LEIKFANGAMARKAÐURINN PARÍS HF. Hafnarstræti 96, sími 27744. Póst og símamálastofnunin jBg óskar að ráða tæknifulltrúa I til starfa við loranstöðina Gufu- skálum. Frítt fæði á staðnum ásamt rafmagni, hita og hús- búnaði. Námsdvöl í Bandaríkjunum nauðsynleg. Áskilin er rafeindavirkjun (símvirkjun/útvarpsvirkj- un). Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjórinn Gufuskál- um og starfsmannadeild Reykjavík. Viljum ráða nú þegar konur og karla til starfa í vetur Bónusvinna. Hálfs- eða heilsdagsstörf. Upplýsingar hjá verkstjórum á staðnum. K. Jónsson & Co. hf. Niðursuðuverksmiðja. Vantar stýrimann á 55 tonna rækjubát strax. Báturinn er gerður út frá Hrísey. Uppl. í síma 25097 (Gunnar). Meinatæknir Meinatæknir óskast til starfa á rannsókna- stofu Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöð- um. Upplýsingar gefa Gunnar í síma 97-11386 og Guð- rún í síma 97-11400. „Fjármálafyrirtæki eru ekki án formlegs eftirlits“ - segir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra Jón Sigurðsson hefur skrifað bréf til Alþýðubandalagsins varðandi starfsemi nýrra fjármálafyrirtækja. Það segir ráðherrann það misskilning að þessi fyrirtæki hafi að mestu verið án formlegs eftirlits af hálfu opinberra aðila. f bréfi ráðherrans segir að í gildi séu lög sem veita bankaeftirliti Seðlabanka íslands heimildir til þess að framkvæma eftirlit með verðbréfamiðlun og rekstri verðbréfasjóða. Með heimild í framangreind- um lögum og reglugerðum hefur bankaeftirlitið haft eftirlit með starfsemi verðbréfafyrirtækja, sem fólgið hefur verið í heim- sóknum til fyrirtækjanna, í inn- köllun endurskoðaðra ársreikn- inga frá þeim og annarri upplýs- ingasöfnun. Því er rangt að segja, að þessi fyrirtæki séu „að mestu leyti sjálfala og eftirlitslaus.“ Hitt er annað mál að skort hefur ýmis ákvæði um rekstur fyrirtækjanna. Má þar nefna skýr ákvæði er girði fyrir hagsmunaárekstra verð- bréfafyrirtækis og verðbréfa- sjóða, sem það rekur, ákvæði um upplýsingaskyldu gagnvart eig- endum hlutdeildarskírteina í verðbréfasjóði, ákvæði um eigin- fjárstöðu verðbréfafyrirtækis o.fl. Einnig vantar reglur um starfsemi svokailaðra fjármögn- unarleigufyrirtækja. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra skipaði í febrúar sl. nefnd til að fjalla um starfsemi á fjár- magnsmarkaði utan banka og sparisjóða. Þessi nefnd hefur kannað nauðsyn á frekari laga- setningu um þessa starfsemi og ákvað hún að skipta verkefni sínu í þrjá þætti. í fyrsta lagi ákvað hún að fjalla um verðbréfaviðskipti og verð- bréfasjóði og í framhaldi af þeirri umfjöllun samdi hún drög að frumvarpi til nýrra laga um það efni. Nefndin hefur leitað umsagna um frumvarpsdrögin hjá ýmsum aðilum og mun hún innan skamms ganga frá breyt- ingum á texta frumvarpsdrag- anna í samræmi við ábendingar frá þeim. Viðskiptaráðherra mun væntanlega fá endanleg frum- varpsdrög í hendur á næstu dög- um og mun hann þá leggja þau fyrir ríkisstjórnina og þingflokka hennar til ákvörðunar um fram- lagningu á Alþingi. í öðru lagi fjallaði nefndin um fjármögnunarleigur og samdi hún síðan drög að frumvarpi til laga um eignarleigu. Nefndin sendi nokkrum aðilum drögin til umsagnar og rennur umsagnar- frestur út í lok þessa mánaðar. Síðan verður gengið frá frum- varpinu, sem lagt verður fyrir ríkisstjórnina og þingflokka hennar til ákvörðunar um fram- lagningu. Stefnt er ákveðið að því að bæði þessi frumvörp verði lögð fyrir Alþingi í þingbyrjun. Priðji þátturinn í starfi nefnd- arinnar er rekstur á sviði greiðslumiðlunar, afborgunarvið- skipta o.fl. sem einkum snýr að neytendavernd, en það starf er skemmra á veg komið hjá nefnd- inni en varðar fyrstu tvo þættina. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra segir í lok bréfsins að hann hafi oft lýst yfir nauðsyn þess, að tekið verið á tengslum milli við- skiptavina og fjárfestingarfélag- anna, þannig að tryggt sé að félögin og stjórnendur þeirra séu ekki eigendur að þeim fyrirtækj- um, sem félögin kaupa skulda- bréf af beint eða óbeint. AP Vaka-Helgafell: Bókaklúbbur IVrir böm Útgáfufyrirtækið Vaka-Helgafell er þessa dagana að hleypa af stokkunum nýstárlegum bóka- klúbbi. Par er um að ræða fyrsta bókaklúbbinn hér á landi sem eingöngu er ætlaður börnum. Hann hefur hlotið nafnið Bóka- klúbbur barnanna, Disneyklúbb- urinn, og verður bókavalið almennt miöað við börn allt að 10 ára aldri. Markmiðið með stofnun klúbbs- ins er að auka úrval vandaðra bóka handa íslenskum börnum frá því sem nú er og stuðla þannig að nánari kynnum yngstu kynslóðar- innar af bókum og bóklestri. Nýi barnabókaklúbburinn mun í upphafi gefa félögum sínum kost á að eignast myndskreyttar sögubækur úr víðkunnum bóka- flokki frá Walt Disney sem ber heitið Ævintýraheimurinn. Þarer að finna sígild ævintýri í nýjum búningi svo sem um Mjallhvíti, Þyrnirós, Hróa Hött, Ösku- busku, Pétur Pan og Gosa. Öðru hverju munu svo koma út bækur með þekktustu söguhetjum Walt Disney sem notið hafa vinsælda meðal barna um víða veröld ára- tugum saman. Ævintýrabækurnar munu koma út mánaðarlega og verða einungis til söiu í Bókaklúbbi barnanna, Disneyklúbbnum. Þær eru í allstóru broti, 44 síður að stærð, litprentaðar og innbundn- ar. Hver bók kostar 598 krónur með burðargjaldi og söluskatti en við inngöngu í klúbbinn fá félags- menn tvær ævintýrabækur fyrir verð einnar, það er með 50% kynningarafslætti. Með bókunum fylgir endur- gjaldslaust blað barnabóka- klúbbsins, Gáski, sem í er ýmis fróðleikur, tómstundaviðfangs- efni, gamanmál og getraunir. Meðal verðlauna eru fjölskyldu- ferðir til Disneyworld í Florida í Bandaríkjunum. Lögð er áhersla á það í blaði klúbbsins að börnin spreyti sig þar á ýmsan hátt við leikræn við- fangsefni sem í senn eru þrosk- andi og skemmtileg og þjálfa athyglisgáfu þeirra. Ýmis fróð- leikur af innlendum og erlendum toga mun fljóta með. Félagar Bókaklúbbs barnanna, Disneyklúbbsins, gangast ekki undir neinar skuldbindingar. Þeir þurfa hvorki að kaupa neinn ákveðinn fjölda bóka né heldur að vera í klúbbnum ákveðinn tíma. Þeir geta einfaldlega hætt í klúbbnum hvenær sem þeir vilja með einu símtali og fá þá ekki fleiri bækur sendar. Fyrstu bækur klúbbsins úr bókaflokki Walt Disneys, Ævin- týraheimurinn, munu koma út í september.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.