Dagur - 31.08.1988, Blaðsíða 7

Dagur - 31.08.1988, Blaðsíða 7
31. ágúst 1988 - DAGUR - 11 Keld Hiittel borgarstjóri í Randers ávarpar gesti í lok vinabæjaviku. Mynd: JHÁ RANDERS-UGEN 88 AKUREYRI 1992 Kaupangskirkja endurvígð Frá vígsluathöfninni í Kaupangskirkju. Mynd: ehb Kaupangskirkja í Eyjafirði var endurvígð síðastliðinn sunnu- dag. Sr. Sigurður Guðmunds- son, vígslubiskup, stjórnaði þessari hátíðlegu athöfn sem hafði yfir sér blæ helgi og friðar. A Kaupangskirkju voru nýlega gerðar verulegar endur- bætur og var álitið að vegna breytinganna þyrfti að endur- vígja kirkjuna. Núverandi Kaupangskirkja var byggð árið 1922 undir yfirumsjón Sveinbjörns Jónssonar, bygg- ingameistara, en hann teiknaði einnig kirkjuna. Kirkjan stendur á gömlum kirkjustað í Kaupangs- sókn, en sóknarmörkin eru frá Þverá að sunnan að Varðgjá að norðan, en þetta landsvæði er nefnt Kaupangssveit í daglegu máli. Sr. Bjartmar Kristjánsson, fyrrum sóknarprestur í Lauga- landsprestakalli og fyrrverandi prófastur Eyjafjarðarprófast- dæmis, sagði að ekki væri nákvæmlega vitað hversu lengi kirkja hefði staðið á þessum stað. í Auðunnar máldaga rauða er getið um kirkju í Kaupangi árið 1318, en máldaginn er kenndur við Auðunn rauða Þorbergsson, einn hinna norrænu biskupa á Hólum. Kaupangur er því meðal elstu kirkjustaða á landinu. Lítið er vitað um sögu Kaup- angskirkju gegnum aldirnar en kirkjan sem stóð á undan þeirri sem nú er var úr timbri. Hún var orðin ónýt og var rifin þegar hún var komin að falli rétt fyrir 1922. A þessari öld hafa sex prestar þjónað við kirkjuna; sr. Jónas Jónasson á Hrafnagili, lands- þekktur fræðimaður, sr. Þor- steinn Briem, sr. Gunnar Bene- diktsson, sr. Benjamín Krist- jánsson, sr. Bjartmar Kristjáns- son og frá 1986 núverandi sókn- arprestur, sr. Hannes Örn Blandon. Viðstaddir endurvígsluna voru, auk sóknarbarna og vígslu- biskups, sr. Birgir Snæbjörnsson, prófastur Eyjafjarðarprófast- dæmis, sr. Hannes Örn Blandon, og Óli Þór Ástvaldsson á Þóru- stöðum V, meðhjálpari og for- maður sóknarnefndar, Elín Friðriksdóttir, Hjarðarhaga og Sólveig Haraldsdóttir, Svertings- stöðum, en þau þrjú síðast- nefndu aðstoðuðu við athöfnina. Laugalandsprestakall skiptist í sex sóknir, Kaupangssókn, Munkaþverársókn, Möðruvalla- sókn, Hólasókn, Saurbæjarsókn og Grundarsókn. Prestssetrið hef- ur verið að Syðra Laugalandi frá 1935 en áður var það í Saurbæ. EHB FYRIRLESTUR um „samstarf fyrirtækja í dreifbýli" Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. mun standa fyrir fyrirlestri um samstarf fyrirtækja í dreifbýli. Fyrirlesturinn er öllum opinn en einkum ætlaður for- ráðamönnum fyrirtækja og sveitarstjórnarmönnum. Eftirfarandi atriðum verður m.a. gerð skil: - Af hverju samstarf? - í hverju samstarf er fólgið. - Hvað mælir með og hvað hindrar samstarf. - Eru það aðrir aðilaren fyrirtækin sjálf sem geta tekið þátt í samstarfi. - Dæmi um tvö vel heppnuð samstarfsverkefni í Noregi. Tími: Laugardaginn 3. september 1988 kl. 14-16. Staður: Hótel KEA, Akureyri. Fyrirlesari: Sven-Erik Östengen, Noregi. Sven-Erik hefur tuttugu ára reynslu í ráðgjöf við minni fyrirtæki í gegnum starf sitt hjá Norsku iðntæknistofn- uninni. Innritun: Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf., Glerárgötu 30. Sími: 96-26200, fyrir 1. september 1988. Þátttökugjald: Kr. 800.-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.